Takmarkinu náð!

Ég set mér markmið í lífinu. Stundum tímaset ég þau. Stundum ekki. Stundum næ ég þeim. Stundum ekki.

Ég setti mér það markmið fyrr í vikunni, að ná inn á meðal 50 vinsælustu mogga-bloggara fyrir helgi. Ég er núna númer: 45! Ég er himinlifandi og þakklát ykkur öllumHeart

Fimmtudagurinn er runninn upp. Helgin í nánd. Markmiðinu er náð.

Fjölskyldan búin að snúa við mér baki. Á enga vini lengur. Kunningjar horfa í gegnum mig og heilsa mér ekki úti á götu.

Það skiptir mig engu máli. Ég náði markmiðinu.

Penninn orðinn bleklaus....hugmyndir skrælnaðar...er lúin og þreytt.

Þannig að ég kveð ykkur elskurnar mínar útí nóttina og gef út þá yfirlýsingu í leiðinni;

Ég er hætt að blogga!

Það var virkilega gaman að kynnast ykkur öllum kæru bloggvinir, þið hafið gefið mér mikið. Kíki á ykkur af og til og fylgist með ykkur. Commenta kannski......og síðast en ekki síst; mun ég sakna ykkar heil ósköp.

Þakka samverustundirnar.

Mér hefur alltaf reynst afar erfitt að kveðja....þannig að (eitt litið) tár....over and out!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

....ekki sjéns........... að ég sé hætt að blogga!

Heiða Þórðar, 20.9.2007 kl. 01:49

2 identicon

Ég var einmitt að fara að skrifa svona breiðletraðan póst: Ha??? ... en you got me! Til hamingju með markmiðið þitt og að hafa náð því. Nú er bara að stefna hærra! Woo hoo - topp 30?? En ég hef held ég aldrei náð inn á listann yfir 200 eða 400 vinsælustu bloggarana ... enda er það allt í fína. Ég á mína kunningja hér og dýrka þá.

Hafðu það yndislegt - bloggaðu sem mest þú mátt!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 01:55

3 identicon

Já,það er bara....   svona!

þú ert bara lasin...  kona.

Þangað til á morgunn þegar veðrið, rigningin, sólin og kanski jólin eru komin.

Þá færist fjör í bloggið hennar Heiðu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 02:00

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hafðu það líka yndislegt Doddi minn....já hér er vissulega mikið af frábæru fólki sem maður hefur kynnst!Þá byrjar fjörið Þórarinn fyrir alvöru.....

Heiða Þórðar, 20.9.2007 kl. 02:09

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk Guðmundur!

Ekki fengið blóm lengi...nú ilmar heimilið ...og ég brosi út að eyrum, ilmandi af Vanillu sem ég fékk frá henni Ameríku.Og dáist að blómvendinum á stofuborðinu.

Heiða Þórðar, 20.9.2007 kl. 03:07

6 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Til hamingju með markmiðið. 

Þórður Ingi Bjarnason, 20.9.2007 kl. 07:35

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert ekki lengur bloggisti... til hamingju!

Þú færð eina rós fyrir að ná markmiðinu...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 09:08

8 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Sadistinn þinn!!!

Hlynur Jón Michelsen, 20.9.2007 kl. 10:33

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi Heiða mín ekki hætta Úss ég hélt að þú værir að hætta knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.9.2007 kl. 11:35

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eitthvað fannst mér þetta ótrúðverðugt, en hjartað fór að slá örar.  Ég varð smá hrædd, hélt að þú værir að tapa þér.  Þú ert einhvernveginn ekki týpan sem hættir í miðju kafi, finnst mér.

VELKOMIN AFTUR Á BLOGGIÐ STELPA

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 12:35

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Nei Heiða þú getur ekki...........................................og..............................................þinn.

Georg Eiður Arnarson, 20.9.2007 kl. 12:41

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mér datt ekkert skemmtilegra í hug í gærkveldi....(lýg því auðvitað), það er bara svo mikið að ske!!!!!! Allt frábært!

Æi, held ykkur þyki alveg í alvörunni vænt um mig....

Heiða Þórðar, 20.9.2007 kl. 12:51

13 Smámynd: Ásgerður

Góð

Ásgerður , 20.9.2007 kl. 15:52

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk fyrir mig mín kæra nafna!! Á eftir að sakna þín helling á blogginu.

Þú ert nú soldið spes og skemmtilegheit eru oft stórlega vandmetin *knús í klessu*

Heiða B. Heiðars, 20.9.2007 kl. 16:23

15 Smámynd: halkatla

hahaha - um að gera að láta mann missa sig, ég var farin að semja svona típískt "þú ert ekkert hætt" svar

halkatla, 20.9.2007 kl. 16:47

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sko; áður en ég rýk út í fjöldann, þá er ég semsagt; klikkhaus...sadisti...svolítið spes...góð...blóm og rós! Hvernig getur þetta rúmast í 1 stk. kroppi? Bara spyr!

Annað Gunnar Helgi; er ég ekki lengur blogg-isti?

Heiða Þórðar, 20.9.2007 kl. 17:02

17 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gratulerer --- Og mitt takmark er að ná inn á topp --- þúsund.

Halldór Sigurðsson, 20.9.2007 kl. 19:43

18 Smámynd: www.zordis.com

Það er ósjaldan sem hugleiðing hættunnar kemur í tetrið.  Þá er gott að fá sér bara te og (helst róandi) og hugleiða málin ....

Góður húmor hjá yndislegri konu !  Ég borgaði í blómunum hans Guðmundar sko ...  og sendi þér múhúhúknús

www.zordis.com, 20.9.2007 kl. 19:57

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe þú kannt svo sannarlega að gefa manni gott start út í daginn elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2007 kl. 20:11

20 Smámynd: Bragi Einarsson

Þar sem ég er einn af nýjustu bloggvinum þínum, hélt ég hreinlega að þetta væri mér a kenna að þú værir hætt að blogga! Mér kæmi það svo sem ekki á óvart, miðað við alla summuna sem liggur niður síðuna hjá þér af bloggvinum

Bragi Einarsson, 20.9.2007 kl. 22:01

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Asni

Heiða B. Heiðars, 20.9.2007 kl. 22:47

22 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég held að til þess að verða vinsæll bloggari á mbl þurfi maður að skrifa amk píka 15 sinnum í viku og önnur álíka orð he he .........

Einar Bragi Bragason., 20.9.2007 kl. 22:50

23 identicon

ég er alveg sannfærður um að þú værir hætt blogginu...þessu var vel lænað upp. Kannski maður kíki á alanonfund eftir að hafa upplifað ruglið við lesturinn.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:58

24 identicon

Ji minn eini!!!!!

Ég fékk algjört sjokk!  Hélt þú værir í alvörunni hætt! 

P.S. Hvert er annars leyndarmálið á bak við að komast á toppinn á moggablogginu????  Ég kemst ekki einu sinni á topp 400....

Díta (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 23:45

25 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dita; vera einlægur...

Heiða Þórðar, 21.9.2007 kl. 00:34

26 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ojæja, þá situr maður líklega upp með þig áfram. Það er svo sem ekkert mér endilega leitt.

Til hamíngju með að ná hálfnítugasta sæti samt.

S.

Steingrímur Helgason, 21.9.2007 kl. 00:36

27 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sammála Heiðu

Marta B Helgadóttir, 22.9.2007 kl. 11:32

28 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 22.9.2007 kl. 11:32

29 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Til hamingju stelpa!

Eva Þorsteinsdóttir, 22.9.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband