Feitir skallapopparar....
18.9.2007 | 00:20
Þið eruð óborganleg. Þið eru mér ómæld uppspretta. Frá ykkur fæ ég trilljónir hugmynda. Í rauninni er hausinn á mér við það að springa. Ekki síst eru commentin ykkar og heimsóknir hingað á síðuna mér til mikils yndisauka í tilveruna. Þakka kærleikann og hvatninguna.Þið eruð litrík og spennandi. Og vekið mig til umhugsunar þegar ég heimsæki ykkur. Næst kaffi takk!
Það eru deginum ljósara að þankapípurnar, í grannholda -fíngerða líkama mínum eru við það að springa! Er í það minnsta vel uppþemd ......hef ekki kúkað í viku og er því 58kg.....uppfull af skít!
Eins gott, lítill klósettpappír til á heimilinu.....
Ég er ákaflega forvitin í eðli mínu. Ekki um hvað er að gerast í lífi fólks dagsdaglega, heldur þyrstir mig í að vita og skilgreina og stúdera fólk. Heildarmyndina. Sýg í mig allann fróðleik. Finnst gaman að spjalla, fræðast og öll fræðsla er vel þegin.....og frá hverjum sem er.
Viðkomandi þarf ekki að vera með BA-gráðu, eða hafa "-stjóra" titil sem eftirnafn. Til að vekja áhuga minn. Viðkomandi þarf ekki að eiga fullan vasa fjár. Keyra um á flottum bíl eða eiga pels...og hund. Ég held að það væri afar fróðlegt að tala t.d. við Lalla Johns.....hef aldrei talað við hann en ég heilsa honum alltaf! í hvert og eitt einasta skipti heilsa ég Lalla. Og hann heilsar mér til baka og brosir. Ég hef aldrei verið stödd á hans stað í lífinu.
En hann er mér fyllilega samboðin, þó svo ég eigi Karen Millen kjóla og falleg föt. Ég væri nú kannski ekki að búa með honum eða fara með honum út að borða.....en þið skiljið hvað ég er að fara.
Engin er yfir annan hafin. Ekki ég. Ekki þú, ekki kerlingin í pelsinum sem hnussar og horfir með fyrirlitningu á betlarann og neitar honum um eina skítna krónu. Platkrónu.
Í vasa hennar glamrar hávært í gullpeningum og giftingahring. (hún er ég reyna að negla einn ungan....svona smá krydd í dapra tilveruna. Líf hennar er svo innihaldslaust og hrútleiðinlegt. Kynlífið einnig. Karlinn hennar hefur ekki áhuga á henni. (hann er komin með viðhald og í aðhald í kjölfarið) Hún notar alltof mikið og alltof sterkt ilmvatn. Hún hefur ekki til að bera neina hlýju. Hún er kynköld......) Peningarnir í vasa hennar eru af öllum stærðum og gerðum. Hún eldist illa, hrukkurnar klessast allar á vitlausa staði. Munnsvipurinn samanherptur. Tennurnar sem Guð hafði kastað upp í kjaftinn á henni, hefur hún látið færann húsgagnasmið yfirbyggja tannhús yfir þar sem áður stóðu rústir einar.......og þær eru hvítar einsog fuglaskítur á heiði, utan um húsið eru svo rauðlakkaðar varir.....svo brosir hún ekki einu sinni!
Ég er viss um að þið hafið einhverntíma hitt þessa konu....
Hér með kasta ég til föðurhúsana, þá stimplun sem loðað hefur við mig öðru hvoru í gegnum tíðina að ég sé snobbuð! Og hana nú.....
Alveg merkilegt þetta: Yfirleitt er maður spurður fyrst af öllu þegar maður hittir manneskju í fyrsta sinn;
....og hvað gerir þú?
.....svo er manneskjan dæmd út frá því! Sett í bás. Fær á sig stimpil.....
...annaðhvort uppveðrast sumt fólk eða labbar í burtu. Eftir því hver vinnutitillinn er, ekki vegna þess hvernig manneskjan er. Og ekki fá öryrkjar upphefð, svo mikið er víst. Þekki það, móðir mín er öryrki og margt afar merkilegt og gott fólk annað, sem ég þekki og ég tel til vina minna.
Öryrkjar ættu að fá þvílíka upphefð og viðurkenningu fyrir það eitt að lifa út mánuðinn á þeim skitnu "kúlum" sem kastað er í hausinn á þeim með fyrirlitningu um hver mánaðarmót! ...en það mál, er efni í aðra færslu sem ég læt öðrum eftir.
Svo þetta, ef viðkomandi ber titil.....þá er það einatt;
-ég heiti Jón og er Jónsson, kannski eitthvert millinafn.
-ja já og hvar vinnur þú?
-Framkvæmdarstjóri hjá KPMG......
þarna er tekið sérstaklega fram framkvæmdarstjóri....ekki;
-ég starfa hjá KMPG...................en það myndi bílstjórinn klárlega gera!
Ég hef verið með stjóra titla og ekki stjóra titla....en í enda dags, er ég alltaf innan í mér Heiða litla, dóttir hans Tóta svarta.
í beinu framhaldi en samt ekki;
Mér er illa við drasl og skít og vonda lykt.
Þannig að það er með ólíkindum að mér skuli finnast gaman að fara á þá tvo staði sem ég ætla að nefna sérstaklega.
Góða hirðinn og Kolaportið!
Þegar ég fer í Kolaportið! Þá held ég djúpt niður í mér andanum þar til ég er orðin sótsvört og við það að falla í yfirlið, jafnvel kafna í eigin mætti. Ég læt mig síðan hafa fíluna, því daman verður jú að anda! Svo hættir maður að finna lyktina og verður samdauna henni. Hverfur inn í fjöldann og byrjar að gramsa í skítugum kössum. Innan um feita, fituga skallapoppara og annað gott fólk.
Ég get gleymt mér í fleiri klukkutíma, í rangli, á rangli, í pappakössum með pappakössum. Setið á kaffihúsinu og horft á litríkt mannlífið. Það klikkar ekki að þó ég sé svört af skít og angandi einsog ruslatunna. Þá fer ég alltaf fullnægð í hjarta og sæl þaðan út.
.....hef aldrei hitt pelsklæddu konuna samt....
Að gefnu tilefni sé ég ástæðu til að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri; Þessa dagana er hreint og beint sparnaður að "hafa á klæðum" -dömubindin eru á tilboði í Bónus...
Athugasemdir
Gaman að þú skulir nota orðið skallapoppari. Ég er nefnilega höfundur þess ágæta orðs.
Jens Guð, 18.9.2007 kl. 00:41
Gaman að þú skulir kíkja á mig. Höfundur þess orðs? Útskýrðu. Kannast við þig. Tekurðu starfinu sem ég bauð þér? Launin eru góð. Ómæld ánægja
Heiða Þórðar, 18.9.2007 kl. 00:49
...sem birtist ekki semsagt.....gleymdi að ýta á senda, fljótfærni, rétt einsog þegar ég var að útskýra eitthvað í sambandi við íslenskufærni mína og fljótfærni, lítin tíma og engan yfirlestur....... jæja ég var að þakka ábendinguna og laumaði til þín boði um að gerast prófarkalesarinn minn!
Heiða Þórðar, 18.9.2007 kl. 00:58
Þetta er svo sem ekkert stórmál varðandi lýsingarorð sem enda á an. Þú getur lagað þetta í færslunni hjá þér. Það er bara þannig að ég var að prófarkalesa fyrir nokkur tímarit, síðast Sánd músíkblað, að þá fer maður í tiltekinn prófarkalestursgír sem erfitt er að koma sér úr.
Það virkar kannski hrokafullt að prófarkalesa blogg. Ég ætla ekki einu sinni að setja mig á þann stall að vera yfirprófarkalesari á bloggi.
Varðandi orðið skallapopp: Þannig var að þegar yfir okkur helltust í lok áttunda áratugs pönk og diskó þá rak DV áróður gegn pönki en upphafði diskó. Ég aðhylltist pönk og hafði andúð á diskó-músík. Talsmaður diskós hjá DV var þunnhærður en síðhærður. Hann sló upp fyrirsögnum á borð við að pönkið væri dautt áður en pönkið tók yfir hérlendis. Honum til háðungar skýrði ég fyrirbærið skallapopp í höfuðið á honum í bókstaflegri merkingu.
Langt er um liðið síðan. Það sem átti að vera skammtímabrandari festist í sessi. Núna er viðkomandi fréttamaður hjá Rúv, Ásgeir Tómasson. Þetta átti ekki að vera illa meint. Þetta var meira létt grín. En orðið skallapopp festist í sessi.
Jens Guð, 18.9.2007 kl. 02:08
...skil þig!
svona svipað og þegar stílistinn hoppar út í mér. Skemmtileg saga. Þú vilt ekki vinnu hjá mér?
Heiða Þórðar, 18.9.2007 kl. 02:56
ohhhhhhhhhhhhh, þessi venjulega Heiða
Georg Eiður Arnarson, 18.9.2007 kl. 06:59
Ég játa mig seka. Spyr fólk einmitt oft "hvað gerir þú svo?". En ekki vegna þess að mig langar að setja það í dilka heldur vegna þess að ef ég spyr, þá er það vegna einlægs áhuga. Vinna er oft svo stór hluti af lífi fólks að það getur verið endalaus uppspretta samræðna í þessum prósess "að kynnast".
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 18.9.2007 kl. 08:19
Jens: Vissi áður en þú skrifaðir nafnið á skallapoppsorginalinu, um hvern þú varst að tala. Hehe, Geiri var seint ákærður fyrir þykkt á hári.
Takk fyrir mig, fröken Heiða með Karen Millen kjólana. Á nokkra af svipuðum kaliber, en ég játa mig fatasnobbaða. Reyni ekki að halda öðru fram.
Fer sjaldan í Kolaportið en þegar ég geri það finnst mér það bara skemmtilegt. Hef enga lykt fundið sem situr eftir í minni mínu.
Smjúts inn í daginn
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 08:35
Ég held þegar ég hugsa mig um að ég spyrji aldrei fólk hvað það geri. M'er finnst eins og þér gaman að spá í fólk, og framkomu þess. Titlar og tog eiga ekkerg sameiginlegt með mér. En aftur á móti góð sál. Það er allt önnur Ella. Takk annars fyrir enn eina frábæra færsluna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 08:35
þú ert yndi og þetta var ein af þínum betri færslum . Knús elskan!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 18.9.2007 kl. 08:57
Hroki og monnt vegna titils, menntunar eða slíks hlýtur af koma til af lélegu sjálfsmati hjá viðkomandi.
Það segir oft mikið um það hvernig viðkomandi er hvernig hann lítur á þá sem skilgreindir eru minni máttar í þjóðfélaginu.
Freyr (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 09:04
Ég er svo algerlega laus að spurja fólk út í þeirrra líf og starf..(kannski af því að ég er öryrki) En mér finnst þjóðfélagið einmitt alltaf vera í þeim pælingum En þér að segja er mín uppáhalds verslun einmitt Góðu hirðirinn og skammast mín bara ekkert fyrir það...Stemmingin þar inni er eitthvað svooooo yndisleg Og annað, held bara að ég hafi rekist einmitt á pelskonuna, í bónus!
Unnur R. H., 18.9.2007 kl. 09:08
að fara í góða hirðinn eða kolaportið er eitthvað sem ég geri lítið af en af fara c.a einu sinni á ári í kolaportið er sérstök upplifun. eina ástæðan fyrir því að ég fer ekki í slíkar samkomur er að ég fer sem minnst á svona staði yfirleitt , nenni ekki í svona verslunar leiðangra ., eitt sinn fór ég í góða hirðinn þegar hann var í hátúninu og var þá nærri köfnuð í einhverri skíta fílu þá hét ég því að þangað færi ég aldrei aftur , ekkert viss um að ég standi við það. Ég fer af illri nauðsin í fatabúðir en nýti tækifærið þegar ég fer erlendis því að kostar minna ,maður verður jú að vera þokkalega til fara..
stjóri eða ekki stjóri , skiptir ekki máli og ætti ekki að gera það .. við erum öll eins og við erum þrátt fyrir einhverja fína titla ..
Margrét M, 18.9.2007 kl. 09:32
Mikið er alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Þú ert frábær dúllan mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.9.2007 kl. 10:17
Einu sinni enn. Naglann beint á höfuðið. (skallann)
Jói Dagur (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:30
Já, tilveran er skrautleg og huggun harmi gegn að geta haft á klæðum án þess að fara á hausinn.
Steingerður Steinarsdóttir, 18.9.2007 kl. 14:59
Nei Svandís; ekki ertu hrædd við mig?
Heiða Þórðar, 18.9.2007 kl. 15:43
þú ert einsog ég hef áður komið inná, skemmtileg, þessvegna komum við aftur og aftur
halkatla, 18.9.2007 kl. 16:03
...takk elskan, markmiðið er topp fimmtíu fyrir helgi! held ég sé með eina ákveðna smellna hugmynd, vona að hún takist.....
Heiða Þórðar, 18.9.2007 kl. 16:19
see u
Ólafur fannberg, 18.9.2007 kl. 16:37
Er eitthvað fleira á tilboði í bónus ???
Halldór Sigurðsson, 18.9.2007 kl. 20:50
Lalli Johns er frægur það þarf nú ekki mikið meira til að ganga í augun á sumum....hehe
Helgi Kristinn Jakobsson, 18.9.2007 kl. 21:30
Æ, þú ert algjör moli. Gaman að lesa skrifin þín. Ég er oft spurð hvað ég geri og ég segi bara "ekkert" og brosi svo, gaman að sjá svipinn á viðkomandi. ég er nebblega röryrki
Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 22:01
Oó..... þessi kona er ég! Sérðu varalitinn? Ekkert útfyrir...... Svo á ég Karen Who kjóla og stígvél og hund í stíl og hvað eruð þið að tala um að ég verzli í Bónus??!! Ég léti ekki sjá mig nálægt bleika grísnum - gvööööð hvað ég er hneyksluð
Smjúts á þig inn í nóttina ljúfust - *hjartakoss*
Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 22:16
Ha, ha, ha, er farin í Bónus að hamstra...... ætli það sé eitthvað hámark???
Díta (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:21
Fólk er ekki það sem það sýnist
Einar Bragi Bragason., 18.9.2007 kl. 23:40
Þið eruð öll frábær!
Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.