Ég er morðingi!

Ég ætla að halda ljósinu logandi á kinnini minni aðeins lengur....mig langar ekki að lifa í myrkrinu.

Ég þarf ekki klukku á mínu heimili; ég er einstaklega heppinn. Karlinn á efri hæðinni pissar nákvæmlega klukkan 03:00 og svo aftur kl: 05:00. Ég veit það er karlinn, ekki konan og ég veit að hann pissar standandi! Þvílík eru lætin.....

Það hefur ekki klikkað á þessum rétt tæpum tveimur árum sem ég hef búið hér í þessu sambýli (ég bý ekki á sambýli.....þótt stundum mætti ætla það), öllu heldur fjölbýli, berrössuð við eldhúsgluggann minn.

Ekki eitt einasta skiptið, hefur karlinn klikkað á "smáatriðunum!

Þegar ég ligg upp í rúminu mínu (ég er ennþá B-týpan....og verð sjálfsagt alltaf, þrátt fyrir einbeittan vilja minn og von um að einhverntíma tilheyri ég A-hópnum) Ég hef reynt. Margoft!  Ekki smuga að fá inngöngu í hópinn.

Þessi A-hópur er þverir andskotar!

Hleypa mér ekki inni, ekki með nokkru móti. Hef boðist til að borga inntökugjaldið upp í topp í einni summu. Þrefalt!  En alltaf stórt og feitt NEI. 

Einhverju sinni reyndi ég að smokra mér inn um glugga þarna.....en neibbs, ég var gripin glóðvolg og fleygt út með látum.

Það var illa farið með góða konu. Ég var öll blá og marinn og ég ætla ekki einu sinni að reyna þetta aftur. Þvílík fíbl! Fyrsta flokks fíbl. Svo brákaðist ég auðvitað á fæti líka og öxl í þokkabót! Fékk engar skaðabætur.

Dyravörðurinn er UXI......örugglega á sterum! Vöðvafjall dauðans.

Þannig að ég var semsagt í B-deildinni minni og vakti frameftir í nótt.....

Á slaginu 03:00am.....þar sem ég er eitthvað að dúllast í eldhúsinu, rista mér brauð nánar tiltekið. Þá heyri ég þvílíkt pissu-drunu-hljóð......að það var einsog 10 karlmenn væru að pissa saman standandi. Standandi í kopp. Pissandi i stálkopp!

Það var komin töluverð ró yfir mig svona, en við þessi ólæti vaknaði ég.

Glaðvaknaði. Við hverju er að búast?

Og ég ákveð að fara í bað. Freyðibað. Í bleiku bikinýi. Þegar þau voru orðin vel blaut, fór ég úr þeim, enda fátt óþægilegra en að vera í blautum fötum.

Svo var tekinn góður skúrkur á þetta allt saman.

Þið vitið háreyðingarkremið á þá staði sem við á....og svona snyrting sem konur einar þekkja, sem vilja líta vel út á Evu klæðunum einum fata.  Húðin skrúbbuð, húðfrumur skrúbbaðar af....og svo nett rakakrem á kroppinn á eftir.

Og svo þær konur auðvitað sem berrassast einar fyrir utan eldhúsgluggann sinn og aðra glugga. Og elskuna sína og sjálfa sig. Þá er þessar aðgerðir algjört lykilatriði. Þessir hlutir verða að vera í lagi. Án undatekninga, dag hvern.....ekki stingandi broddur!  Ef þú vilt ekki tilheyra undantekningunni....sem eru:

........ svona týpur: Welcome to the jungle....píur.

Semsé ég er ekki ein af þeim.

Heyriði nú mig....eftir baðið fór ég í nýju náttfötin mín....húðfrumurnar farnar, og ég einsog stífbónaður bíll....settist í sófann minn.  

Hann hafði ekki hvíslað neitt ofurblítt á mig þetta kvöldið, einsog hann er vanur. Nei, hann ÖSKRAÐI á mig.....farinn að færa sig upp á skaftið helvískur. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann sýnir mér svona lítilsvirðingu og verður það síðasta!

Hann skal sko ekki vaða yfir mig, bara þannig að það sé alveg á tandurhreinu!

Hann fékk alveg að heyra það kvikindið, ég stjórna í okkar sambandi og á mínu heimili! Ég held að hann hafi alveg skilið mig, nú annars verð ég bara að gera það sama og gungurnar gera þ.e.a.s.;

Slíta ástar og/eða vináttusambandi með stuttri sms sendingakveðju.

Sem í sjálfu sér er algjör snilld.....mér skilst að það sé frítt að senda ákveðið mörg sms. Ákveðið tilboð í gangi hjá símanum.

Þannig að hægt er að  brjóta, eða kannski bara "merja" svona einsog eitt stk. hjarta á dag eða svo. .... mörg hjörtu á dag ef því er að skipta.

Og borga ekki einu sinni eina skitna krónu fyrir!

Frábært!...... ég er ánægð með þessa þróunSmile bara ýta á send og málið er dautt. Snilld!

Fyrirmyndarsamskiptamáti fyrir rolur og gungur...

Við sættumst ég og sófinn. Vorum alúðleg við hvort annað. En þá skeður það sem kemur afar afar sjaldan fyrir mig, eða hefur aldrei svo mér reki minni til,.....ekki svona;

Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið.....leysti tvær krossgátur og losnaði ekki við þessa ónotalegu tilfinningu. Kveikti á fleiri kertum. Hafði ekkert að segja. Setti fallega tónlist í spilarann. Fór út á svalir....labbaði um íbúðina. Heilsaði upp á bækurnar mínar, en þar var engin sem fangaði huga minn....og tilfinningin óx og óx og ÓX... ég segi það satt.....þetta var afar óþægilegt og ég náði varla andanum af sársauka.

Ég tók fram litina mína, horfði á hvítann strigann og var alveg gjörsamlega miður mín þegar ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér að vera að drepast!

Ég var svona hryllilega einmanna!

Minnist þess ekki í mínu lífi að hafa verið svona ofsalega einmanna. Og ég bara hugsaði eitt stórt FUCK! Hvað á ég nú að gera? Það var ekkert sem ég gat gert til að láta mér líða betur.....ef ég næ ekki að festa mig við bók, þá er nú fokið í flest skjól!

Mér hefur aldrei leiðst í eigin félagsskap, enda afar þægileg í umgengni....og einstaklega skemmtileg auðvitað.  Jæja, ekki svo ég muni allavega, ég er mikill dundari....og líður vel að dúllast eitthvað.

Hef eins og svo margir þekkja, verið meira fullnægð og ánægð í eigin félagsskap, og stundum einmanna innan um fjöldann allan af fólki. Meira að segja i ástarsambandi.

Og þarna var ég í einmannaleikanum og ég saknaði einskis....þá er ég að tala um að ég saknaði ekki einhverjar sérstakrar persónu. Ég var ekkert að hugsa; ahhh, hvað væri nú gott að eiga félaga/kúruvin. Ekkert slíkt.

Mig langaði ekki að hringja í neinn sérstakan.

Vinalínan er fyrir löngu búin að gefast upp á mér. Hljóta að vera með númerabirtir þessir andskotar! Því þeir svara mér ekki lengur.

En svo pissaði karlinn á mínútunni 0500, og ég skreið í skúffuna mína, enda löngu orðin tímabært, alein einhvernveginn og leið barasta ekki vel. Loksins miskunnaði svefninn sig yfir mig....og nóttinn umvafði mig örmum sínum sem var draumlaus.....hefði alveg þegið einhvern félagsskap í draumalandinu.....en nei, engin kom....ekki einu sinni hún nafna min; skessa.blog.is.

Hefði verið henni virkilega þakklát fyrir það eitt að koma og stappa ofan á mér og rífa í hárið á mér....en neibb.....hún hefur verið einhversstaðar annarsstaðar.....kannski hjá Hallgrími....veit ekki. Skal reyna að komast að þvi...

Þegar ég vaknaði svo í morgun, og settist á klósettið, já, hvort sem þið trúið því eða ekki; þá pissa ég!.......og það sitjandi. Jebb....ég pissa, og þá vitiði það. Dí, hvað maður er eitthvað "up and personal hérna"..... en ég prumpa aldrei! 

Þegar ég er þarna semsagt á klósettinu, var að reyna að gera þetta hljóðlega allt saman, minnug næturinnar, vildi fyrir alla muni ekki vekja hann Jón vin minn á neðri hæðinni. Þá verður mér litið ofan í baðkarið. Ég horfi sljóu auga (hitt var enn lokað) ofan í baðkarið.

Þá liggja þær þarna...hver og ein einasta og ég fékk nánast taugaáfall. 

Þær horfðu á mig brostnum augum, allt að ásakandi augnaráðið mun fylgja mér um aldur og ævi. þær voru steindauðar allar sem ein....og áttu það eitt sameiginlegt að vera með galopinn munn með tunguna lafandi út á kinn einhvernveginn!

Og ég fékk samviskubit dauðans! Og ég verð að taka afleiðingunum gjörða minna, hvort sem mér líkar það betur eða verr.

Þetta voru húðfrumurnar mínar!  Sem ég hafði skrúbbað af mér, með þvílíkum ofsa af húðinni, einbeitt og ákveðin í að losa um allan aukaskít úr lifi mínu, nóttina áður. (sæluvikan endar í dag -laugardag)......

Já þarna lágu þær semsagt steindauðar!  Sandpappír hefði roðnað í höndunum á smiðnum og smiðurinn líka, ef þeir hefðu orðið vitni að harðræðinu þessa nótt. Ég bíð nú dóms.

En ég meina, hvað hef ég að gera með það, að dröslast með einhver kvikindi á mér, utan í mér, í mér og inn í mér? Spyr sá sem ekki veit. En veit samt. Einhvern skít!

Ekki neitt.

Ég vill ekki sjá skít hvorki á mér eða nálægt mér, hef gert það deginum ljósara á þessari síðu minni. Hlýtur að dragast frá refsingu dóms! Trúi ekki öðru!

Þegar ég hafði jarðsett og jarðsungið líkin (ekki lítil vinna, við erum að tala um þúsundir hér) við hátíðlega athöfn. Fór ég í sturtu. Nályktin var gjörsamlega að kæfa mig, þó ekki lengri tími væri liðinn frá slátruninni miklu.

Kengboginn,skrúbbaði ég og skolaði baðkarið.....sveitt og beygluð....þá já einsog ég sagði þarna uppi.......smeygði ég mér undir ilvolga sturtuna....og það var svo gott! Ef eitt kvikindi var eftir á líkama mínum, þá hvílir það með hinum.

Sæðisfrumurnar; löngu dauðar, gleymdar og grafnar.....enda komin tími á þær. Komnar langt á aldur...og rúmlega það!

OMG! hún mamma ætti að vita þetta; Þá kæmi sko; HEIÐA BERGÞÓRA, viltu gjöra svo vel að fara að fá þér að ríða stelpa! Almennilega! Þú ert þér, mér og allri fjölskyldunni til þvílíkrar háborinnar skammar! Og skammastu þín svo!....og farðu inn í herbergið þitt á stundinni! NÚNA!

Að verki loknu stóð ég teinrétt, endurnærð  og ekki síst vel lyktandi. Leið vel í hjartanu mínu. Einmannaleikinn fór útí nóttina og þannig hélt ég út í daginn. Sem fyrir vikið reyndist verða afar sérstakur.

Dagurinn/kvöldið;  (ég er að tala um ca 9 - 10 klst. af sólahringnum....)  var öðruvísi en allir þeir dagar sem ég hef upplifað á minni 22 ára ævi...hmmmmm. plús einhver ár til eða frá. Aukaatriði algjört! 

Og afleiðingar þessara 9-10 klst. höfðu það í för með sér, að eitt lítið fallegt bleikt fiðrildi, flaug inn í mallakútinn minn. Og það flögrar enn. Ég finn fyrir því. Og ég vona að þeim fiðrildunum fjölgi.....og fjölgi og fjölgi og að þau fljúgi aldrei í  burtu......

Og að lokum (næstum því...alveg að verða búið......þolinmæðina á þetta elskurnar mínar....);

Vil ég nota tækifærið og votta aðstandendum húðfrumanna, sem ég drap.... og liggja nú látnar á yfirborði sjavar, mína dýpstu samúðarkveðju og hluttekningu. Við skulum taka einnar mínútu þögn á þetta og tendra lítið ljós.

En mér til málsvarnar; Þeirra tími var einfaldlega kominn.

Vona bara að þeim sé ekki mikið kalt greyjunum litlu. Nei varla.......

Ég vil taka það fram hér og nú og af ákveðnu tilefni; að þetta er ekki dulbúinn einkamalapunktais auglýsing, hjúpuð rjómasúkkulaði.....neibb!   Ég er ekki einu sinni að bjóða fram félagsskap minn í þrennur.....fernur...eða neitt í þeim dúr. En ykkur er velkomið að senda mér sms skilaboð....frítt. Er í skránni.....kostar ekki krónu!......ja.is

Þó svo að ég hafi verið að tala um einmannaleika. Bara svona prív. og pers. pæling milli mín og mín og þín.

Staðreyndin eru sú, að þetta er súkkulaðirúsina til ykkar frá mér fyrir svefninn.  (B-klúbbur)

En þið eruð svo mörg í A-hópnum....... Sofandi á ykkar græna jólakorti, enda ekki nema 100 dagar til jóla...

.... ein spurning; hvað mórall er í ykkur; afhverju má ég ekki vera með? Þetta er flokkast einfaldlega undir einelti! Og ekkert annað......mismunun.....örugglega afþví að ég er kona! Hvít kona! Fordómar!

En  í góðmennsku minni sendi ég samt súkkulaðirúsínur á ykkur líka ......inn í daginn sem er hafinn ....um leið sendi ég ósk til ykkar allra, (A og B) um að þið eigið yndislegasta daginn/helgina í lífi ykkar til þessaHeart

Þess  óska ég ykkur í einlægni. Þið bloggvinir mínir sem heimsækið mig, og commentið fáið frá mér sérstakar kærleiksríkar kveðjur og koss á vangann.

Furðulegt, en mér þykir í raun vænt um ykkur. (nú er ég orðin svo væmin hérna að ég er orðin dauðskelkuð við sjálfa mig.....)

Njótið súkkulaði-rúsínunar í pylsuendanum......enga græðgi ......

.....sjúga......látið hana bráðna í munni, hægt og lengi og ekki síst; Njótið! á meðan hún endist.

es. Setti nokkrar myndir í albúmið......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir rúsínuna ég þarf næstum tvo daga til að lesa þetta allt. Þú getur ekki verið einmana þú átt svo fallega sól

Georg Eiður Arnarson, 15.9.2007 kl. 07:57

2 Smámynd: Ásgerður

Eins gott að skrúbba vel,,,en aldrei hef ég nú móral yfir dauðum húðfrumum, bara skola niður án þess að hugsa hehe.

Elsku dúlla,,,þekki svo margt af því sem þú talar um (án þess að ég fari nánar út í það),,,,held við séum öll einmana annað slagið, í fjölda eða ekki, við bara tölum ekki mikið um það.

Láttu heyra í þér,,,,þú veist hver ég er

Ásgerður , 15.9.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Ásgerður

Þetta átti að vera ,,,þú veist HVAR ég er  (smámunasemin að drepa mig hehe)

Ásgerður , 15.9.2007 kl. 09:47

4 Smámynd: www.zordis.com

Eitt sætt bleikt fiðrildi kallar á fleiri .... ekki láta þér leiðast, fáðu þér angórusokka þeir eru víst allra meina bót fyrir B Fólk! 

Keep on Rocking girl! ...... veit ekki hvort ég myndi orða það eins og mamma þín en ef þú færð þér ekki að R--A þá er spurning um að koma sér upp góðu "masterbation plan" 

www.zordis.com, 15.9.2007 kl. 09:56

5 Smámynd: Saumakonan

Allir eru einmana einhverntíman... jafnvel í margmenni... 

Stundum bara... vantar eitthvað... þótt erfitt sé að útskýra hvað það sé.  

Sendi risaknús til þín ljúfan héðan frá langtíburtistan

Saumakonan, 15.9.2007 kl. 10:15

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Georg; og þetta átti að verða pínu pínu pons blogg ....en nú drukknið  þið í orðagljáfri...mín bara komin í gírinn aftur .......en trúðu mér, svo er varla hægt að draga orðin út úr mínum fagra munni, svona dagsdaglega, oft ekkert sérlega málglöð........segi svona....og njóttu! Lykilatriði...

....og því miður er Sólin ekki hjá mér núna, hún á jú föður líka....en hún vermir hjarta mitt 24/7.

Elsku besta fyrrverandi en samt alltaf uppáhalds mágkona mín Ásgerður: já ég veit hvar þig er að finna. Ég veit hvað þú ert góð, klár og yndisleg. Þú veist líka hvernig ég er.....  þú þekkir til mín og veit að ég fékk gott og kristilegt uppeldi; hringi ekki í fólk eftir kl: 22:00......fyrir utan að það að jaaaa. einsog ég var að ýja að .....er ekkert sérstaklega fyrir það að vælupúkast utan í einum eða neinum....höfum meira samband í framtíðinni. Ég sakna okkar stunda saman, spjalla, og þegar við stúderum saman lífið og tilveruna. Þú býrð yfir heilmikilli visku elskan. Njóttu dagsins..Varúð; ROK! Gerðu ráðstafanir útigrillið......

Zordis; "masterbation" planið er í pípunum, rörunum og æðunum.....og hún mamma mín er engri konu lík, án þess að ég vilji tjá mig um það frekar sértaklega

Heiða Þórðar, 15.9.2007 kl. 10:22

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Saumakonan:...sömuleiðis til þín elskan.....

Heiða Þórðar, 15.9.2007 kl. 10:24

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er frábær ein og alltaf elsku Heiða mín. Eigðu góða helgi.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.9.2007 kl. 10:50

9 Smámynd: halkatla

hahaha þú ert að minnsta kosti mjög skemmtileg

halkatla, 15.9.2007 kl. 11:03

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvenær kemur framhaldið?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2007 kl. 11:20

11 identicon

Í hópi fiðrilda sérstaklega þessara sem manni klægjar að innan af, jaaa maður getur verið einmana á þann hátt að  það stingur á  versta stað.

Við skulum bara kalla það The butterfly effect!!!
Var ekki einvher mynd sem hét það?

Niðurstaðan það er gott að vera einmana annað slagið til að maður kunni að meta félagsskapinn sem maður er í. 

Freyr (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 11:20

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gunnar; þetta er endlaus þvæla.....fylgstu bara með félagi.....

Freyr; þegar félagsskaprinn er góður já....

Heiða Þórðar, 15.9.2007 kl. 11:36

13 Smámynd: Margrét M

ætlarðu virkilega ekki að hafa þetta lengra í dag. tékka afur á eftir hvort þú hafir bætt við ... takk fyrir súkkulaði rúsínurnar ég ætla að sjúga súkkulaðið af og sleppa því að borða rúslunar þær eru ekki góðar

Margrét M, 15.9.2007 kl. 12:19

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

neibb.......meira í kvöld Margrét mín.....

Heiða Þórðar, 15.9.2007 kl. 12:40

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

mér liggur mikið á hjarta einsog þú sérð.........

Heiða Þórðar, 15.9.2007 kl. 12:42

16 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 15.9.2007 kl. 15:11

17 Smámynd: Þröstur Unnar

Skemtileg færsla.

Var að hugsa um að senda þér nýra, til tilbreytingar, en finn það ekki, það eru allir að senda öllum hjörtu.

Þröstur Unnar, 15.9.2007 kl. 16:44

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Komdu bara og bankaðu hjá A liðinu þegar ég er í hurðinni. Ég skal hleypa þér inn, þrátt fyrir að þú sért hvít og kona.

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 21:27

19 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hahaha frábær færsla og engum lík nema þér og húðfrumulíkum. Ég er líka stór B manneskja dúllan mín og það er SKO skemmtilegasta fólkið Var líka að skoða myndirnar þínar hún er nú algjört krútt hún Sóldís Hind, og myndar strákur sem þú átt. Það var líka gaman að sjá myndir af Möggu og Ingiberg og ekki minst þér

Hafðu það gott um helgina vinkona, það ætla ég að gera, og takk fyrir rúsínurnar, þær fara með mér í ferðalagið.

Sigrún Friðriksdóttir, 15.9.2007 kl. 21:56

20 Smámynd: Margrét M

bara að tékka hvort að þú sért búin að skrifa meira ... fína myndir af ykkur ..einhverntíman lékum við Margrétarnar okkur saman líka ..,

Margrét M, 15.9.2007 kl. 22:26

21 identicon

Ljóðrænt

Díta (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 23:19

22 Smámynd: Hugarfluga

Dominus Kristus Sankti Herre Gud i Himmlen þetta er löng færsla, vúman! Þú ert svo mikill hugsuður! *smjúts*

Hugarfluga, 15.9.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband