Ekkert ríðingartal hér!

Að þessu sinni, er ekki einu sinni minnst á tippi, rassa.....en svo veit maður aldrei hvernig þetta endar ....

Nei þetta er háalvarleg færsla um að þekkja muninn á hundaskít og hundaskít frá súkkulaði.

En áður en ég byrja, þá bar ég enga ábyrgð á rigningunni í dag.... samviskusamlega fór ég út nærbuxnalaus og við erum að tala hér í fullri alvöru! Veðurguðirnir hafa greinilega rift samningum við mig, ég skulda iðgjöld.

Dóttir mín var í sveitinni með pabba sínum nýverið, úti að labba. Hún hrópaði upprifinn:

-Pabbi!

og hélt á hundaskít!

Hún var víst skælbrosandi og ánægð með fund sinn sem hún hafði tekið upp úr jörðinni.

Fyrir henni gat hundaskíturinn þess vegna verið súkkulaði.

Ég vona að hún læri fljótt og vel að hundaskítur er hundaskítur.

Pabbinn var auðvitað ekkert sérlega upprifinn og ráðlagði dóttir okkar ekki beint að setja skítinn í vasann... nei hann þvoði einfaldlega á henni hendurnar og málið var dautt.

Ég held og vona að hún viti að hundaskítur er hundaskítur framvegis.

Málið er nefnilega að ég sjálf hef alltaf talið mig afar mikinn mannþekkjara.

Er ekki einu sinni heimsk, hef það stimplað og skjalfest að greindarvísitala mín er fyrir ofan meðalag. Og meira að segja rúmlega það.

Samt þekki ég ekki muninn á hundaskít og hundaskít, eða eigum við að segja gæðahundaskít. Því hundaskítur er flottur og fínn fyrir sinn snúð ábyggilega.

Ég er að myndgera hér aðeins. Ég er að tala um fólk.

Núna er 2007 og ég lífsreynd. En samt......

Kannski er ég svona barnaleg, ég veit ekki hvað það er....sumir segja að ég sé alltof "góð" í mér, sem mér finnst alls ekki vera complement, heldur frekar svona niðurlægandi orðalag og samlíking á mínum persónuleika. Ég vill vera nagli. Svona góður nagli.

Markmiðið var alltaf sett á geislabauginn....en jaaa.....ég verð víst aldrei engill....en það er mér samt umhugsunarefni nánast daglega að vera eins góð manneskja og ég get. Og ég keypti mér meira að segja geislabaug.....bleikan.....en þannig sko. Til að komast nálægt því (bull).

Það hefur nú ekki alltaf verið svo að ég hafi verið voða góð... enda mannleg mús. Meira að segja hefur verið saminn um mig dægurlagatexti því til sönnunar með músatitilinn.....

Fólk einsog gengur hefur verið á vegið mínum og ég haldið að það væri gott fólk. Annað hefur svo komið á daginn. Ég hlustaði ekki á mína innri rödd ..... vissi kannski en hlustaði ekki. Því miður.

Svo kemst ég afþví að viðkomandi súkkulaði var í raun bara illa lyktandi hundaskítur.

Það hefur reyndar skeð nokkuð oft að ég hef tekið hundaskít upp úr jörðinni....þrátt fyrir góðan ásetning og trú um að  þetta væri  súkkulaði.  Ég elska súkkulaði. Þvílík vonbrigði að komast að hinu sanna.

Það hefur tekið stundum skamman tíma, stundum skemmri tíma.

Upp í huga mér kom í kvöld þegar ég var að svæfa sólina (dóttir mína) ákveðin atriði;

Tíminn er afstæður einsog við vitum, þannig að ég tímaset  ekkert hér.....gat allt eins skeð 1999...

Ég var að vinna á vinnustað.

Ég var svona einn af hundunum svo voru tveir svona stórir varðhundar og nokkrir litlir hundar einsog ég. Meira að segja einn puddlehundur....sá nú fljótt í gegnum hann/hana, enda bölv. skítafíla sem kom úr hennar/hans rassi. Strax. Ég er að tala um stjórnendur í fyrirtæki.

Þá á ég við illar og ljótar athugasemdir varðandi minnstu hvolpana sem voru í þjónustu okkar, við skulum bara segja að við höfum verið að selja appelsínur í nokkrum básum.....og þær voru nýttar til hins ítrasta. Vinnulega séð. Og rúmlega það.

Einn varðhundurinn fór mikinn, orðaflaumurinn var einatt elskan mín, ástin mín.....mýslurnar mínar....og svo fylgdi flennistórt bros með í kjölfarið sem náði ekki bara hringinn í kringum andlitið, heldur þrisvar....en alls ekki til augnanna.

Yfirhundarnir héldu fundi. Vikulega. Ég var ein af þeim.

Ég kom þarna á þennan vinnustað uppfull af hugmyndum og  góðum ásetningi..... fljótlega fann ég þó að andrúmsloftið....var eitrað og bölvuð skítafíla fylgdi með illum tungum...

Athugasemdir um hvolpana voru vægast sagt andstyggilegar.

Tvær voru til að mynda álitnar húðlatar heilalausar druslur.... en það þurfti að nýta þær þar sem appelsínurnar lágu fyrir skemmdum, skulum við bara segja. Mannekla var mikil og erfitt að fá starfsfólk. Launin lág og einsog ég kom inn á álagið mikið á unglingsstúlkur.

Ein átti í erfiðleikum, var rekinn, það láðist að segja henni það, en allir aðrir í fyrirtækinu vissu að búið væri að reka hana.  þegar hún svo mætti í vinnu og spurði...hva afhverju er ég ekki á vaktaplaninu?....var ástandið sérlega slæmt varðandi starfsfólk.

Svarið var.....það gleymdist elskan (stórt bros)....og síðan pískrað manna á milli -hva var ekki búið að reka hana?.....Varðhundurinn gaf yfirlýsingu; við notum hana bara þangað til þessu líkur. Og hló.

Ein var grannholda og hávaxinn glæsileg og dugleg (í minni þjónustu)....mikið var hlegið af henni af þessari brosmildustu, að umrædd væri sjálfsagt liðamótalaus og hlyti að liðast í sundur einn daginn. Svo var rokna hlátur. Í kjölfarið var fullyrt að umrædd hlyti að reykja hass, þar sem hún vafði stundum sínar eigin sígarettur. Sú fékk elskan mín og bros.

Ein var afskaplega falleg ung kona, fyrirsæta reyndar og á leið með samning upp á vasann eitthvert út í heim....einhverju sinni grét hún af einhverjum orsökum sem mér voru ekki kunn....þá sagði Puddle hundurinn með feita rassinn og skítafíluna.....já það er erfitt að vera fallegur! Svo hlátur og enn meiri hlátur.

Ein í minni þjónustu var sárlasinn og vildi fara heim. Þá kom brosandi varðhundurinn askvaðandi...og sagði það ekki koma til greina. Hún liti fínt út og skildi fara í Apótekið og kaupa sér vítamín.....og yrði stálsleginn á eftir. Heim færi hún ekki.

Mér til málsvarnar;

Ég hló ekki á þessum samkundum. í byrjun reyndi ég af veikum mætti að svara fyrir mitt fólk. En ég sat undir þessu og á endanum ákvað ég að þegja. Ég þurfti að halda minni vinnu. Að því leytinu er ég samsek. Kúkur.

Það tók þó ekki langan tíma þar til ég fann að ég sogaðist einhvern veginn inn í aðstæður og sál mín var gjörsamlega að tærast smátt og smátt. Sem og hún gerði. Það var komin skítafíla af mér líka. Ég var hundskítur rétt einsog hinir. Afþví ég þagði. 

Varð döpur.... og leið í raun andstyggilega í hjartanu mínu. En ég bar það ekki utan á mér. Ég er lífsglöð og brosmild að eðlisfari, svona útávið. Og stundum alveg hreint ekta. Þegar mér líður vel. Og ætti að fá inngöngu í leiklistaskólann, fyrir það eitt að sýnast hamingjusamasta manneskja í heimi, þegar mér líður hryllilega. Sem kemur fyrir mig rétt einsog alla aðra.

Ég gæti haldið áfram....en læt staðar numið hér í sambandið við þetta. Ég er laus við hundaskítahrúguna.. enda 2007..... þið skiljið.....hmmmmm, já einmitt.

Öðrum svona hópum  hef ég verið innvikluð í....en ekki lengur.

Svo eru auðvitað aðrir hundaskítar, svona ekki beint í hópum....já já fullt af þeim. Svona stakir kúkar og stundum einmanna kúkar.

Líka góðir kúkar....sem iljað hafa hjarta mitt í lengri og skemmri tíma og gera enn.  Þá passar nú ekki að tala um kúk í því samhengi, einfaldlega gott fólk.

Auðvitað þekki ég og hef kynnst yndislega góðu fólki á lífsleiðinni.

Ég neita alfarið og þá meina ég alfarið að trúa því versta í fólki. Ég vill trúa að fólk sé í eðli sínu gott.

En, mér finnst alveg ófyrirgefanlegt af sjálfri mér þegar ég tek hundaskít upp úr jörðinni enn þann dag í dag, hendi ekki kúknum og  þvoi hendur mínar strax,  einsog pabbi dóttur minnar. Þrátt fyrir góðan ásetning minn að láta að drulla yfir mig.

Að ég hendi kúknum ekki nógu fljótt frá mér og sé föst með hann í hendinni, jaðrar við geðveiki.

Á sjálfsagt  eftir að gera það aftur og aftur og aftur......rétt einsog allir. Konukúka - karlakúka.

Ég þessi mikli mannþekkjari...

Ég held satt best að segja að ég sé orðin svolítil mannafæla.

Ætla samt að reyna mitt besta, í að vanda mig betur í framtíðinni, hef svo sem sagt þetta áður.

Svona vanda mig hverjir eru í kringum, rétt einsog það sem ég læt ofan í mig. Það hefur gríðarleg áhrif á líðan mína að hafa gott fólk í kringum mig. Rétt einsog fólk sem ég lýsi hér að ofan.

Að öðru leyti er ég dúndurhress.....allt í svona nánast blússandi blóma hjá mér....matarboð í kvöld. Yndislega vel heppnað boð og stelpupjásann mín labbaði út með tvö risastóra bangsa og rúsínur i poka.

Hún er músíkölsk (2 ára)  og ekki skemmdi fyrir að umræddur gestgjafi er tónlistarmaður, þannig að daman mín litla fékk lögin sín beint í æð og var gjörsamlega agndofa!

Ekki gera ykkur neinar grillur hér.....tvær vikurnar ekki liðnar..... og ekkert annað en vinátta þarna á ferðinni. Og mun aldrei verða.

Vona bara að hann reynist svo ekki vera hundaskítur eftir allt saman..........LoL

es. ég er ekki á sýrutrippi.... 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Frábær færsla hjá þér Heiða. Maður er alla ævina að ruglast á súkkulaði og hundaskít, hjá því verður ekki komist en með árunum lærist auðvitað að greina á milli og maður verður vonandi fljótari að átta sig heldur en þegar maður var yngri. Mitt mottó er hins vegar að gæta þess að vera aldrei skíturinn

Arnfinnur Bragason, 9.9.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk Arnfinnur. Mig langar einmitt að vera svona klassa-súkkulaði með "djúsí" -hágæða fillingu......

Heiða Þórðar, 9.9.2007 kl. 13:55

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Fyrstu viðbrögð eru yfirleitt þau réttu.  Oj hver var að reka við.

Georg Eiður Arnarson, 9.9.2007 kl. 14:19

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Finn æ sjaldnar úrgang dýra á lífsleiðinni.  Hlýt að vera svona heppin eða orðin svona gömul að það virkar sem ælingarmáttur á skítaklepra heimsins.  Hvað veit ég.

Takk fyrir færsluna dúllan

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 15:12

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Enda ert þú súkkulaði Jenný mín....

sem vekur upp spurningu hjá mér...líkur sækir líkan heim er það ekki? Svona einsog segull...súkkulaði laðar þar af leiðandi að sér súkkulaði!

Kannski er ég bara lítill kúkur NEI VIÐURKENNI ALDREI, NÉ TRÚI AÐ ÞAÐ SÉ EINHVER SKÍTAFÍLA AF MÉR!!!

Enda hef ég mörgum súkkulöðunum mætt á lífsleiðinni. Fleirum en kúkum....

Heiða Þórðar, 9.9.2007 kl. 16:32

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir færsluna þína.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2007 kl. 17:54

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - það er víða skítafýla........

Gott þetta sem Arnfinnur segir um að gæta þess að vera aldrei skíturinn

Ég er náttúrulega gæðasúkkulaði

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 18:23

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er orðin Cadbury´s sem betur fer. Langt um liðið síðan ég umgekkst svona skítafólk og ef ég rekst á það innan um annað gott fólk þá bara forðast í skítinn. Reyndu það dúllan mín, þú ert örugglega búin að fá þinn skammt af kúkaliði. Ég hef mikla trú á þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 18:27

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ummmm......manni langar bara í eitt stykki stórt og feitt súkkulaði, þegar maður les commentin frá ykkur

Heiða Þórðar, 9.9.2007 kl. 19:32

10 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Það laumast því miður alltaf einn og einn kúkalabbi með fjöldanum, en Heiða mín hættu að pota í þá. Og vonandi kemur RISARJÓMASÚKKULAÐI flögrandi til þín þegar þú minnst átt vona á Alveg finst mér samt yndislegt að lesa færslurnar þínar, svo lifandi og skemmtilegar, og mér líður eins og ég sitji með þér heima hjá ömmu þinni og við spjöllum með fullt af hvítum litlum músum í búri hahahah

Hafðu það sem allra best vinkona !!!  

Sigrún Friðriksdóttir, 9.9.2007 kl. 20:16

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Talandi um mýs Sigrún....hehe.

Mig langar í miklu miklu miklu meira.....er að hugsa um að sækja um hjá Nóa og Síríus......og takk, þú veist mér þykir undur vænt um þig, búin að þekkja þig rúmlega helming ævinnar.....pældu í því!

Heiða Þórðar, 9.9.2007 kl. 20:49

12 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gaman ávallt að lesa greinar yðar ,þær halda manni vakandi,og þá sparar maður sýruna

Halldór Sigurðsson, 9.9.2007 kl. 21:50

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Bara svona mín pæpling hvað verður eftir ef maður þvær hundaskít...heinn skítur eða lítið sem ekkert....það getur verið fjandanum erfiðara uppgötva í miðjum súkkulaðibita að það sé vond likt af honum taka annan og fatta að þetta er HUNDASKÍTUR.

Hressandi færsla og góð.

Solla Guðjóns, 9.9.2007 kl. 22:42

14 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ein spurning Heiða, hvort er betra ljóst súkkulaði eða dökkt.

Georg Eiður Arnarson, 9.9.2007 kl. 23:34

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Súkkulaði er ekki sama Súkkulaði

Einar Bragi Bragason., 9.9.2007 kl. 23:51

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bara frábær færsla þarna hjá þér.  Hreinn unaður að lesa, stelpa. 

S.

Steingrímur Helgason, 10.9.2007 kl. 00:36

17 Smámynd: www.zordis.com

Í lífi og leik!  Erum við ekki alltaf að stíga í gömul fótspor en í nýjum skófatnaði!

Á hverjum einasta degi hugsa ég um hvernig ég geti verið betri og bætt umhverfi mitt ... einn daginn þegar ég finn hinn fullkomna þroska og jafnvægi þá læt ég betra af mér leiða. 

Það er oft engin leið að finna út hver er eðall og hver er skríll.  Það verðum við að leggja í hendurnar á okkar innra mætti og gera okkar besta í því að smita gæðin áfram.  Hver veit nema að Hundaskítur geti orðið eðalsúkkulaði með "gormet" fyllingu ef viðkomandi fær góða og blíða framkomu.

Skítalykt smitar út frá sér og bestu einstaklingar verða oft samdauna af ílla lyktandi nærverunni.  Opna augun og hrista af sér þefinn, finna ilminn og brillera.

 ...... ma ma ma mar er bara óðamála   Eigðu yndislega dag ...

www.zordis.com, 10.9.2007 kl. 07:37

18 Smámynd: Margrét M

frábært að lesa skrifin þín .. góður penni verð ég að segja ..ég man að þú varst einstaklega skemmtileg þegar við lékum okkur saman ...

sum okkar læra seint að þekka á milli skítur eða súkkulaði ...

held að ég sé að læra þetta betur og betur en það þíðir líka að maður verður mannfælnari þ.e.a.s tekur öllum með meiri fyrirvara með það í huga að þarna gæti leynst skítur ...

Margrét M, 10.9.2007 kl. 10:02

19 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það er fín heimspeki í þessu.

Steingerður Steinarsdóttir, 10.9.2007 kl. 10:08

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heiða mín eins og vinir okkar hér að framan segja, þá er mjög erfitt að finna hundaskítinn sem alltaf er innan um eðalsúkkulaðið.  Sumir eru orðnir meistarar i að fela sig, og tala fagurlega með munninum en hugsa flátt með heilanum.  Hjartað kemur þar hvergi nærri.  En það er samt hægt, augun segja yfirleitt sannleikan.  Horfðu í augun á þeim, sem þú efast um.  Þau eru spegill sálarinnar.  Það er erfitt að láta þau ljúga.

En ég vil knúsa þig ljúfan mín, og óska þess að þér líði sem allra allra best, og að þú finnir færri og færri hundaskíta, meðan súkkulaðigrísirnir hlaðast upp að þér.  Ég er til dæmis Lindu súkkulaði með hnetum og rúsínum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2007 kl. 14:49

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vá þvílík comment sem ég fæ! Ég er alveg hreint með gæsahúð af eintómri sælu og gleði að ógleymdu súkkulaðibragði í munninum......

Zordis og Ásthildur....ásamt ykkur öllum hinum fáið alveg 10 frá mér.

Pæling mín að senda ykkur stóran konfektkassa innpakkaðan með fallegri rauðri slaufu....innpakkaðan með kærleika.

Sko stelpan bara væminn núna!

Margrét mér finnst frábært að hitta þig aftur...og ´minnist ég góðra stunda...

Takk Steingrímur...súkkulaðikanína

Heiða Þórðar, 10.9.2007 kl. 17:18

22 Smámynd: Heiða  Þórðar

Georg; ljóst....með karamellufyllingu...stundum er það samt stór og feitur Draumur sem á hug minn allan......

Heiða Þórðar, 10.9.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband