Sæluvika...eða hvað?

Djö.........

Hvað er í gangi hérna eiginlega?

Ég held að einhver hafi andsetið mig af djöflinum sjálfum.....því fyrir utan allt og allt annað, þá;

ER ALLT AÐ BILA hjá mér.......

Ég hitti  súkkulaðistykki um daginn, nei við skulum segja súkkulaðimola bara. Með gómsætri fyllingu.

Þetta var uppáhalds súkkulaðimolinn minn.

Bragðið var ljúft í munni meðan á því stóð, en.... óhjákvæmilega dofnaði það smátt og smátt og hvarf að lokum.  Hann var étin. Og hann var góður á bragðið.  Ég og dóttir mín skiptum honum samviskusamlega okkar á milli....og samkvæmt lögmálinu varð hann af pínu pínu litlum kúk.  

Honum var samviskusamlega sturtað niður í klósettið, hendur voru þvegnar og kúkurinn því farinn veg allrar veraldar.....eða súkkulaðimolinn. Eftir því hvernig á það er litið... og kemur aldrei aftur.

Vú! hvaðan kom þetta?

Allavega umræddur kú....nei "moli" hafði þann tilgang einan, með að fljúga inn í líf okkar mæðgna...að tengja forláta uppþvottavél sem hafði verið troðið í gatið.

Drullufúl uppþvottavél auðvitað, enda hafði hún verið aðgerðalaus vikum saman.... sat bara þarna  og starði á mig fílulega, og svo þegar hún er kominn í fullt fjör, launar hún mér greiðann, með þessum hætti. Þ.e. fer að mígleka.......og Jón á neðri hæðinni búin að lofa mér sæluviku!

Sá verður nú ekki ánægður þegar fer að rigna niður á skallann á honum. Enda er hann aldrei ánægður.

Svo er það bíllinn....þvottavélin.....sérían í stofunni....Dvd spilarinn og ekki síst tölvan....og og og .....það er allt að hrynja í kringum mig! Hvað er að ske? Er heimurinn að farast? Allavega minn, það er deginum ljósara! Í augnablikinu.

Þetta eru svo sem ekki óviðráðanlegir hlutir. Siður en svo.

Hef miklu meiri áhyggjur af öllu hinu....OMG -við erum að tala um ég þarf eitt stk. kraftaverk hérna! Þúsund volt af orku....og og og....

og þetta allt....þrátt fyrir viðleitni mína í að tileinka mér leyndarmálið....

En hann Jón minn á neðri hæðinni, einsog ég minntist á lofaði mér sæluviku síðasta laugardag.....

Karlinn skal nú fá að standa við orð sín. Er með spjald upp á þetta loforð. Sem hangir á húninum mínum.

Sæluvika stendur frá laugardegi til laugardags og felur í sér að sjá um sameignina. Eintóm sæla.

Þar á meðal sorpið....og þrif í lok vikunnar, ég er búin að trítla nokkrum sinnum niður og athuga hvort ekki væri allt í góðu gengi.

Hvort fólk væri ekki örugglega búið að ganga í gegnum hreinsunareldinn og losa sig við sitt rusl...mér sýnist ganga ágætlega hjá þeim.

Svo er það ég, sem þarf að huga að, í þessum efnum. Það er að segja losa mig við allt rusl.

Fataskáparnir eru yfirfarnir reglulega á þessu heimili. Hent og gefið og allt þar á milli...

Ég byrjaði samt tiltekt á  Gsm-símanum mínum í þetta skiptið.

Hann var tekin og yfirfarinn samviskusamlega. Símanúmerum eytt, sms-skeytum einnig. Úr inn og útboxinu. Hann situr nú síminn stífbónaður, flottur og fínn... (við hliðina á uppþvottavélinni sem hlær að mér...) síminn gónir á mig og er einmanna. Og hann er fúll, þrátt fyrir að vera skínandi hreinn. Hann er nánast hættur að hringja (ýkt, en svona næstum) því sá síðasti í stafrófinu sem fór i ruslið fékk ekki falleg skilaboð frá mér....

- Láttu mig í friði tréhausinn þinn! Skilurðu ekkert mannfj!ÉG VILL FÁ AРVERA Í FRIÐI! (hann er enn að þakka mér fyrir....)

Sá hefur verið gjörsamlega manískur síðustu vikuna, blessaður....og með hléum reyndar sl. ár... því ég gaf því miður greinilega ekki nógu skýr skilaboð.....hlýtur eiginlega að vera.

Hef margoft lent í því að gefa ekki nógu skýr skilaboð um ævina. Alltaf svo hrædd um að særa fólk. Þannig að  viðleitinin var að særa engan, ...nema þá kannski helst sjálfa mig.

....en svona er þetta bara. Nauðsynlegt að taka til öðru hverju. Svona jólahreingerningu. Til þess nota ég sæluvikuna mína.

En það er verra þetta með tölvuna....fékk til mín "tölvufæran" mann í gærkveldi, til að henda út og fiffa þetta eitthvað til, þar sem minnið er komið niður fyrir núllið.....hreinsa út drasl og dót.... svo hélt ég áfram sjálf fram undir morgun, en ....

.....því miður gengur hún enn einsog hægfara LADA... ég held að LADA (ef hún væri græn) myndi taka tölvuna mína í rassgatið núna einsog ástandið er.

En hann skal fá að koma aftur. Og það í kvöld! Tölvulaus get ég ekki verið. Öll einkamálaskilaboðin sem bíða mín.OMG!.....

Sæluvika jaa.....nóg er af vandamálum/verkefnunum að leysa þessa vikuna hjá mér....en ég vona og verð að trúa því að í enda vikunnar verði sæluvikulok. Annars banka ég upp á hjá honum Jóni. Reið!

Bara svona smá beiðni til ykkar að hugsa alveg extra extra vel til mín þessa vikuna. Við erum að tala um að díla við skítahrúgu hérna!

Ef einhver á, á lausu eitt stykki kraftaverk, þá er það vel þegið. Og kannski aukaorku líka takk. Svo væri náttúrlega toppurinn á fá smá meiri gleði í bankann....

Von mín til ykkar allra er sú að vikan verði ykkur til mikillar sælu og gleðiHeart

es. Ég setti mynd af litlu sólinni minni inn...var að reyna að útbúa albúm með myndum á síðunni. Tókst ekki betur til en svo að sólin situr þarna neðst og það í tvíriti....þarna er hún nývöknuð sl. laugardag....það var fjölmennt í okkar rúmi þá nótt. Þrjár dúkkur, fjórar bækur og tveir stórir bangsar......hún er stóra ástin í mínu lífi! Ásamt fleirum, heldur minni....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er aldeilis dugnaður ég vona að þú og hann Jón skemmti ykkur  vel á sæluvikunni. Hehe

Kristín Katla Árnadóttir, 10.9.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi hvað þú átt sæta litla Sól.

Ef ég ætti nokkur kraftaverk þá mundi ég hiklaust senda ykkur c.a eitt. En á bara hugs, og skal senda það.

Þröstur Unnar, 10.9.2007 kl. 19:44

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baráttukveðjur.  Sólin er yndisleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 19:49

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Á enga orku þannig að ég sendi 2 megabæt af gleði sem ég get séð af. Ég á líka eina Sól, algjörlega ómissandi.  Gangi þér vel í sælunni.  Ég hata annarra manna rusl.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 20:31

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Vá ég var að borða stóran draumPS, sólin er falleg bæði dag og nótt.

Georg Eiður Arnarson, 10.9.2007 kl. 21:51

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Er farinn út í sjoppu.....og kaupa mér stærri draum. Já víst er Sólin yndisleg, yndislegri, yndslegust!

Heiða Þórðar, 10.9.2007 kl. 21:59

7 Smámynd: Hugarfluga

Það er aldeilis að það gengur á. Gott hjá þér að ráðast í tiltekt. Engin ástæða að flagga gömlum skrautmunum, sem eru löngu komnir úr tísku og eru bara fyrir. Svo hefurðu líka Sólina þína ... þar er lán, sem ekki er öllum gefið, Heiða mín.

Hugarfluga, 10.9.2007 kl. 22:01

8 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Búin að senda þér bland í poka...gleði, nokkur kraftaverk og orku

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 10.9.2007 kl. 22:30

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Blessuð vertu!! Ég hef, í gegnum tíðina, talað tæpitungulaust!!!!! Það skilst ekki heldur. Það eina sem skilst er þögn. Svara ekki símanum, svara ekki sms-um o.s.frv.

Gangi þér vel með þrif og til lukku með Sólina, hún er falleg

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 22:36

10 identicon

Held svei mér þá að það sé búið að eyðileggja fyrir mér athöfnina súkkulaðiát ;)

Hugarheimar (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 09:40

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skrítið hvað svona GSM tiltekt er eitthvað hreinsandi :)

Heiða B. Heiðars, 11.9.2007 kl. 10:52

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Alveg hreint furðulegt Heiða Annars dreymdi mig þig í nótt....vona að það sé fyrir góðu.....

Hrönn; ætla að taka þig til fyrirmyndar...ekki spurning!

Erla; móttekið og ástarþakkir fyrir mig.

Hugarfluga....og takk takk takk.

Heiða Þórðar, 11.9.2007 kl. 11:45

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Tvær Heiður í einum draumi!! Er það ekki aðeins of mikið af því góða :D

Heiða B. Heiðars, 11.9.2007 kl. 11:54

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sendi þér knús og orku.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2007 kl. 12:06

15 Smámynd: Unnur R. H.

Úff varð orkulaus á lestrinum, sorry þá er allt búið hjá mér..En nú ætla ég einmitt að fara að taka til í fataskápum, geymslum, bílskúr og sálartetrinu hjá sjálfri mér

Unnur R. H., 11.9.2007 kl. 14:59

16 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gott að vera hress og í stuði ----

Halldór Sigurðsson, 11.9.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband