Ég var tekin illilega í rassgatið....

... jebb og það var sko ekki gott á meðan á því stóð. Alveg óvarinn. Varnarlaus og verjulaus og smokkalaus.

Varð ófrísk en er orðin frísk.

Kem alveg örugglega að því seinna. En ekki alveg tímabært á þessum punkti tímans.....

Þið allra greindustu vitið að ég er ekki að tala um endaþarmskynmök, enda rassinn á mér það lítill að ef vel ætti að takast þyrfti snuð....og ef það væri í boði. Sem það er ekki.

Einhverju sinni var að vísu reynt af einhverjum vitleysingnum sem ég hef þekkt, sá hafði víst sjálfsagt séð það í þýskri klámmynd.... (mér fannst þetta fyndið actually....)

Góðan daginn annars, vakti ég ykkur?

Engu að síður fínt að láta taka sig vel í rassgatið annaðslagið, láta traðka vel á sér, misbjóða, láta nota sig, svo brotnar maður. 

Grenjar vel í koddann sinn (sér í lagi ef þú átt enga öxl til að halla þér að) er alveg nauðsyn með. Koddinn er góður félagi. Hann þegir yfir leyndarmálum rétt einsog kötturinn. Koddinn er alltaf til staðar. Koddinn yfirgefur þig aldrei.

Mæli með þessari aðferð. Láta taka sig ærlega í rassgatið.  Raða saman spegilbrotunum þar til hann verður heill, líta síðan nokkurnveginn sáttur framan í spegilmynd sína.

Síðan er ákvörðunin tekin um næstu skref í lífinu....Frábært! Sárt en frábært. Eða ég held það allavega. Er að reyna að sannfæra sjálfa mig.

Og þið allra allra allra greindustu, ég er ekki að tala um einhvern jólasvein hér heldur.

Hvað eru annars svona pjásur að fara í bloggpásur?

Halda mætti að ég hefði gengið í trúfélag hjá ja.....miðað við rassalýsingar þarf ég varla að tilgreina neinn. En nei.  

Labbaði að vísu framhjá Hallgrímskirkju á leið minni í að kanna möguleika á fjarnámi sem ég á eftir að klára.... en læt bíða að sinni.

Haustin eru annars frábær.

Þó sumarið mitt hafi verið skítsæmó. þá hlakka ég vetrarins. Og ég veit að veturinn verður mér til gæfu.

Hápunktur sumarisins hjá mér var.... og haldið ykkur fast var að ég sá Gullfoss og Geysi í fyrsta sinn, enda ung þannig að hva..........

Ég er ekki einlægur aðdáandi minningargreina, en hef skrifað þær tvær. Þær voru sko ekkert venjulegar minningargreinarnar, mínir kæru bloggvinir.

En þar minntist ég á tvær stjörnur sem ég ætti á himnum.

Á það til að líta upp í himininn á svölum haustkvöldum og minnast þeirra tveggja sem hafa staðið hjarta mínu næst í lífinu og ég hef misst....ömmu og pabba. Þegar ég sé stjörnurnar.

Ég elska stjörnur. Góðar sálar. Fallega innrætt fólk og mér þykir afar vænt um ykkur......

Ég lýg því ekki þegar ég segi að bleika bikýníið er á leið í poka og stelpan á arminn minn og við á leið í sund um helgina.

Var að hugsa um þetta svarta.....en nei. Bleikt skal það vera enda verðum við að vera í stíl, mæðgurnar.

Vinkona mín sagði mér að Árbæjarlauginn væri aðalpickup staður sjálfstæðra og einlægra foreldra.... þannig að við höldum okkur víðsfjarri henni. Kannski seinna. Eða aldrei.

Svo verður tekin stór og feit súkkulaðisneið á kaffihúsi á eftir þar sem ég mun verða hvítklædd að ofan og útötuð í súkkulaði á heimleiðinni syngjandi glöð.

Og grindhoraður kjúklingaræfill i ofninn þar á eftir. Keypti tvo fyrir einn. Sleppti einum þannig að þessi var frír. Snilld og mæli með þessu fyrir þá allra blönkustu.

Óska ykkur góðrar helgar mín elskulegu, ef ég læt ekki heyra frá mér fyrr, mín verður góð svo mikið er víst.

Svakalega góð.

Kertaljós í húmi nætur og ætli ég verði ekki að láta að óskum minnar elsku litlu prinsessu og hlusta á Búbba væla í bakgrunninum.

Hef reynt að fela diskgarminn en barnið er manískt þegar kemur að Bubba og að henda nærfötunum mínum útum öll gólf. Svo syngur hún með "ég er stór pakki".

Veit ekki hvort er verra. Nærfötin eða Bubbi.

Aftur segi ég góða helgi ef ekki heyrist frá mér.....þið eruð æði öll sem eittHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér þykir vænt um þig láttu þér líða vel elsku Heiða.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.9.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: halkatla

mér líkaði seinni hlutinn betur hehe

velkomin aftur! 

halkatla, 6.9.2007 kl. 10:19

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Veit örlítð, pínkulítið hvernig þér líður... Sendi þér hlýja strauma elskan

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 6.9.2007 kl. 10:22

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin til baka

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 10:25

5 Smámynd: Brattur

... góðan daginn, nú er ég vaknaður... sundið er frábært, jafnvel sálin verður hrein á eftir.. þú ert frábær... góða skemmtun...

Brattur, 6.9.2007 kl. 10:43

6 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Æ hvað það var gott að fá þetta "wake-up"...... En gættu að einu hjartans.... þú átt axlir út um allan bæ - svona til að gráta á, síðan áttu arma til að faðmast, svo áttu dómgreindir til að fá að láni........ heppin týpa!   Ég aðstoða þig gjarnan við upphífingarnar!!

nlp@simnet.is

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 6.9.2007 kl. 10:46

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Eitt orð yfir ykkur öll yndislegt fólk! Takk Ingibjörg mín þú ert auðvitað algjört yndi. Varðveiti mailið þitt

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 10:54

8 Smámynd: Hugarfluga

Gott að fá þig aftur í bloggheima, Heiða mín. Þín hefur verið saknað. Ekki gott að heyra um ástæður fjarvistanna, en vittu til ... sólin rís að morgni. Knús til þín.

Hugarfluga, 6.9.2007 kl. 11:24

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman að vera komin aftur.... ekki meiri dramatík takk!

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 11:27

10 Smámynd: Hugarfluga

Sjá stjarna skín á örlög þín. Veröldin vaknar úr dvala við fyrsta koss geisla morgunsólar. Lífið er hverfult og daggardropar liðinna tíma úða sálu mína ... og ... og ... hvað meinarðu ekki meiri dramatík? Ég er rétt að komast á skrið!!

Hugarfluga, 6.9.2007 kl. 11:42

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

heheheh, þú ert svo frábær. OK, við skulum halda áfram á dramatísku nótunum....en bara fyrir þig darling.

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 11:46

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Komin tími til að þú létir sjá þig ljósið mitt, komin tími til.  Ég segi bara knús til þín, eiginlega bara mörg knús.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 11:57

13 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Velkominn aftur Heiða mín.

Georg Eiður Arnarson, 6.9.2007 kl. 11:58

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Great

Einar Bragi Bragason., 6.9.2007 kl. 14:29

15 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Velkomin aftur Heiða mín. Ég veit ekki hvort ég er sammála þér með það að við höfum gott af því að láta fara illa með okkur. Vissulega má örugglega draga af því einhvern lærdóm en mig langar meira til að rassskella helvítið fyrir þig og ég lofa að það verða engin vettlingatök.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.9.2007 kl. 15:47

16 identicon

Heiða, ég hugsa til þín vinkona.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:57

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi .... ég er ekki að tala um einhvern karlmann. Síður en svo. Er ég svona óskýrmælt......enginn karl!

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 16:47

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Búin að jafna mig á þeim pakkanum!

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 16:47

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Eða svona næstum því

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 16:48

20 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Heiða, þú ættir kannski að hafa þetta eins og ein vinkona mín sagði þegar hún var búin að jafna sig á slæmu sambandi "Karlmenn eru fífl, þangað til annað kemur í ljós" (held meira að segja að hún hafi átti í öðru slæmu sambandi þar á undan)

Hún að vísu náði sér mjög fljótt í nýjan mann og eftir því sem ég best veit eru þau hamingjusamlega gift í dag

Arnfinnur Bragason, 6.9.2007 kl. 17:13

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Snilldarhugmynd Arnfinnur.... æi annars langar mig voða lítið í nýjan mann

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 17:20

22 Smámynd: Arnfinnur Bragason

...þetta er akkúrat leiðin til að vera ekkert að leit...

Arnfinnur Bragason, 6.9.2007 kl. 17:25

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Annars er ég ekkert að skilja í þessu "folks" ..... langar engan að vita hvert ég ætla í bleika bikinýinu

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 18:00

24 Smámynd: www.zordis.com

Koddu bara til mín með bleika efnið ..... Hér er sól, hér er sjór og hér er strönd!  Fullt af strandleikföngum fyrir litla krúttið og næsý pæsý stemming!  Viva España svo ég svari þér með fiður í munni!

Knús til þín í mjúkum skýjahnoðra

www.zordis.com, 6.9.2007 kl. 18:14

25 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Komdu bara í mína laug. Hún er flott. Barnalaugin líka

Hrönn Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 18:16

26 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heyrðu stelpur mínar, er á leiðinni!NUNA!

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 18:23

27 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Andsk..... rugl er þetta!! Heyrðu nafna, ég sleppi því alveg að reyna að sálgreina þig enda svo mikil sálarflækja sjálf að ég klúðra því alltaf big time!!

Ég hef aftur á móti áhuga á feitu súkkulaðikökunni!! Hvar fær maður sollis?? ;) 

Heiða B. Heiðars, 6.9.2007 kl. 20:57

28 identicon

Mér líst ekki á þetta.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 21:27

29 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gaman að sjá þig hér aftur heiða... og skemmtilegt að lessa þetta blogg sem mér þótti skemmtilega samhengislaust svona algjörlega úr einu í annað. 

greinilega komin kraftur í þig...  

Brynjar Jóhannsson, 6.9.2007 kl. 21:32

30 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 6.9.2007 kl. 21:42

31 Smámynd: Solla Guðjóns

Hvað segjir þú enginn kall

Solla Guðjóns, 6.9.2007 kl. 22:35

32 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heyrðu nú mig, maður bregður sér af bæ.... kemur heim kíkir á síðuna... og sér þessi comment hérna!

Heiða þó: þú veist fyrir ofan stendur stutt á milli snilligáfunar og geðveikinar hjá mér. Þessa dagana er ég semsagt geðveik.....á morgun vonandi snillingur. Púff og ekki reyna að sálgreina mig....engum tekist það

Axel; og ég sem hélt að þér þætti vænt um mig, jæja....hvað er það annars sem þér líst ekki á?

Brynjar; ég er nú barasta móðguð út í þig....reddar þér aðeins að Brynjars nafnið er afar fallegt, enda heitir sonur minn Ari Brynjar....blessaður vertu ég er í 50% formi....bíddu bara þangað til ég næ 100 prósentunum....! Þá skilur þú ekkert í þinn annars ágæta haus!

Hallgrímur minn; takk fyrir hjartað og kossinn.

Ollasak; neibb, enga karla takk fyrir mig í bili.... kannski pæling eftir svona ca 2 vikur.....þú veist maður á alltaf að gefa þessu tíma!

Annars var þetta svo sem ekki neitt ykkur að segja, bara ýmindun og draumur og varla það.

Heiða Þórðar, 7.9.2007 kl. 00:23

33 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hurru,

Það eru bara svona færslur sem að fá mann til að elska þig.

S.

Steingrímur Helgason, 7.9.2007 kl. 00:37

34 Smámynd: Ásgerður

Æðilegt að sjá þig hér aftur,,,,og þú átt víst öxl,,,,þú bara notar hana ekki  Þú veist hvar ég er, ef þú þarf á mér að halda

Ásgerður , 7.9.2007 kl. 10:00

35 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lyfin eru ódýrust í Rimaapóteki held ég.

Nei, svona í alvöru talað; gott að fá þig til baka. Vona að þú lúskrir ærlega á þeim sem fór svona með þig. Svo er alltaf gott að fá útrás á blogginu

Jóna Á. Gísladóttir, 7.9.2007 kl. 19:06

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert blogg...vona að þú hressist við koddaknúsið

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 23:39

37 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

það er kúkalikt af rassinum...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.9.2007 kl. 19:26

38 identicon

Jú Heiða mín,  mér þykir undurvænt um þig mín kæra. 

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:25

39 identicon

... vil að þú farir vel með þig og treystir gjöfunum sem guð gaf þér. Innsæi, greind og húmor. Ekki þar fyrir að mér sýnist þetta allt vera að koma sko.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 00:29

40 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk minn kæri, og mér þykir undurvænt um þig líka. Alveg frá því ég hitti þig fyrst og við áttum gott spjall. Þú ert svona perlukarlastrákur. Svona sem mætti alveg fara í ljósritunarvélina... til hamingju aftur með blaðið þitt. Ekki síst til hamingju með þinn karakter. 

Heiða Þórðar, 9.9.2007 kl. 00:42

41 identicon

já þetta er dáldið væmið fyrir mig...takk fyrir ofhólið, þú ert góð kona Heiða og ég er glaður að hafa kynnst þér.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband