Ufsilon í typpi

Sumir dagar eru einfaldlega þannig að maður vill helst ekki telja þá með. Ef ég tel ekki mína slæmu með, þá eru dagarnir í árinu jaaaaaaaaaa, fljótt á giskað; 321. Sem er nokk gott bara, held ég.

Strokaði einn út í dag og fór létt með það. 

Hefur annars verið afar fræðandi og haft uppbyggileg áhrif á mig svona prívat og pers..... að blogga og lesa blogg.

Jebb, er reynslunni ríkari; veit m.a. að það er ufsilon í typpi. Sjálfsagt komið af tuppi. Hélt alltaf í alvöru talað að það væri einfalt; tippi.... lýsir kannski best þeim eðal einfætlingum sem ég hef kynnst......Wink ég sver að það var einfalt!

Lenti í frekar slöppu atriði í dag.  Get svo sem brosað af því núna þar sem klukkuna vantar hálf í miðnætti og þessi annars úrilli dagur, burtu farinn og blessunarlega kemur ekki aftur. Ég vona annars að hann hafi ekki smitað ykkur líka, eins sólskinsfagur og hann var.....

En á einum af mínum viðkomustöðum starfi mínu tengdu... kom par....afar ástfangið par.

OG ÉG ÞOLI EKKI ÁSTFANGIÐ FÓLK, þegar ekki einu sinni örlar á svo mikið sem á neista, hvað þá rómantík í mínu lífi....ástarsögur fá mig til að kasta í uppþvottavélina, sem er ótengd....

Jæja þarna voru þau á 50 fm svæði innanum fólk og mig í sleik semsé.

Um hábjartan....og það sem meira er .....þriðjudag.....og þar sem gaurinn var með tunguna ofaní maganum á dömunni leit hann annað slagið á mig og ég á hann. Missti gjörsamlega sjónar af tungunni á henni....

Djö... hvar hef ég séð þennan? hugsa ég...við hljótum að þekkjast. Annars væri hann heima hjá sér með drottningunni að spila á gítarinn sinn. Jafnvel í 69. Stæði ekki þarna einsog uppblásin dúkka með tungu í koki og augun á stilkum...

Eitthvað hélt þetta áfram ... og ég lendi í annarri afgreiðslu þarna... og svo spyr daman mig (vel sleikt......) um ákveðna vöru sem reyndust forlátir skór....

Ég segi henni að því miður þetta sé síðasta parið og eini liturinn í boði....

.....bætti svo við hálfhlægjandi þegar hún oooooooo-aði nettspæld:

-Blessuð vertu ekkert mál, þú klippir bara framan af tánum, verslar skóna og spreyjar þá svarta!

Henni var ekki skemmt en honum var skemmt.

Þá rann það upp fyrir mér hver maðurinn er....

Þekkti hann af forsíðum dagblaðanna... get því miður ekki gefið það upp, fólk hefur nú verið rekið fyrir minna en að ráðleggja viðskiptavinum að klippa framan af sér tærnar.... þó fannst mér annars afar gaman að hann hefði þó húmór.....vona að hann hafi haft hann þegar hann dundaði sér við að klippa fingur og fleira.

... ég er fullmeðvituð um hvað svona sögur eru leiðinlegar sem hafa engan enda, ekkert upphaf.

Rétt einsog þriðjudagurinn minn....og ég tel niður. 3,2,1 Brosa!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vissi ekki að það væri Y í typpi.  Þú ert fræðandi eins og þú ert skemmtileg Heiða mín. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Klippa fingur og fleira..... hmmm....hver er þetta eiginlega?

Eva Þorsteinsdóttir, 30.5.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

typpi jú, þau eru ypsilonuð en sum eru nú það léleg að maður splæsir bara i á þau.Vona að morgundagurinn verði minna sleiktur og betri, annars fíla ég ekki fólk sem þarf að vera í sleik á almannafæri, eitthvað svo lame, er hann kannski í boltanum ? þeir eru alltaf að sýnast.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 00:14

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Giska Eva......takk Jói minn, þú ert ekki sem verstur sjálfur. Með vaffi!

Heiða Þórðar, 30.5.2007 kl. 00:14

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhaha, góð saga. Typpi - tappi?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 00:20

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2007 kl. 00:21

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Neibb ekki í boltanum... heyrðu já nákvæmlega! Lime! Rétt líka að vera ekkert að splæsa í yfsilon á þessa gauka suma.....hehehe....farin að hlægja. Guð það er gott!

Heiða Þórðar, 30.5.2007 kl. 00:27

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú ert stórskemmtileg.Ég uppgötvaði að ég skrifa typpi ekki oft.Já frekar púkó kafíkoksýning.

Ég er sko forvitinn

Solla Guðjóns, 30.5.2007 kl. 00:59

9 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

Já maður má ekki segja hvað sem er þegar að maður er í þjónustustörfum.  En þessi maður sem aðþ þú ert að tala um er hann ljóshærður?

Sigurður Andri Sigurðsson, 30.5.2007 kl. 06:06

10 Smámynd: Ester Júlía

Má ekki skrifa tippi líka ?  ..Bara svona eftir því í hvernig skapi maður er í ?  .  Annars er hrikalega gaman að lesa bloggið þitt yfir kaffibollanum

Ester Júlía, 30.5.2007 kl. 08:40

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

jebb ljóshærður...þrekinn....hefur afplánað greinlega

Heiða Þórðar, 30.5.2007 kl. 08:56

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Arg! Þú ert snillingur!

Finnst punkturinn hennar Ásdísar reyndar góður.. sum eru bara ekki nógu góð til að fá ypsilon

Heiða B. Heiðars, 30.5.2007 kl. 09:57

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi guð hvað þú ert skemmtileg ég hló og hló mér fannst þetta fyndið.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.5.2007 kl. 10:12

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. bara svona að pæla ef maður er mikið að velta sér upp úr typpum, er ekki réttast að kalla bara skóflu, skóflu og skrifa í staðinn TITTLINGUR!  Það er örgla ekki með ypisloni.

Takk!

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 10:20

15 Smámynd: Jens Guð

  Typpi er eitt af mörgum orðum sem má bæði skrifa með i og y.  Hvorugt er rangt.  Algengara er að skrifa það með y.  Stofninn er orðið toppur. 

  Önnur algeng orð sem má skrifa með í eða ý eru skrítla og skrítinn.  Þegar þessi orð eru skrifuð með ý er verið að draga þau af orðinu skrúð (skraut).   

Jens Guð, 30.5.2007 kl. 12:02

16 Smámynd: Saumakonan

kusslags typpatal erþetta *hneyksl*     Hér er notast við orðið "sprelli" þar sem eigendurnir eru eiginlega of ungir til að typpast    og það er ekkert Y í sprelli!!!!

Saumakonan, 30.5.2007 kl. 12:57

17 Smámynd: Hugarfluga

Ég er ógissleva ástfangin fluva og alltaf í sleik! Æltarðu að lemja mig?

Hugarfluga, 30.5.2007 kl. 16:11

18 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

þetta hlýtur að vera Gunnar ö.

Georg Eiður Arnarson, 30.5.2007 kl. 20:05

19 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

hahahahaha...snilld!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 30.5.2007 kl. 20:30

20 identicon

úú´ég fattaði hver þetta er...

sandra (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 20:40

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Argasta snilld að venju !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2007 kl. 10:41

22 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mér skilst reyndar að það sé val hvort skrifað er einfalt eða ypsilon í typpi (tippi). Ætli það fari ekki eftir hversu mikla virðingu maður ber fyrir þessum líkamshluta hvort maður kýs. Það er óneitanlega meiri stæll yfir typpi en tippi.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.5.2007 kl. 16:54

23 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er ekki alveg að ná að skilja þær konur sem að skilja ekki að 'typpi' eru breiðari en 'tippi'.

S.

Steingrímur Helgason, 31.5.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband