Undurgott að elska

Ég verð hálfeirðarlaus á vorin.....

... á vorin verður  kroppurinn minn fisléttur.  Ég á það  stundum til að rölta um í lopasokkum í sólinni. En aldrei aldrei myndi ég láta mig dreyma um að fara í rifnum gallabuxum í jarðaför.

Var einu sinni svaramaður hjá henni móður minni í  einni af giftingarathöfnum  á þriðjudagsmorgni áður en ég mætti í vinnu..... í ljósbláum Lewis 501 gallabuxum. Sýnir bersýnilegt virðingarleysið.

Og engar voru athugasemdirnar sem ég fékk þegar ég sagði;

-Drífa sig, ég er að verða of sein í vinnu.

Held að ég hafi berlega komið því að í færslum mínum, að fyrir mér hafði ekki verið innrættí æsku nema lágmarksvirðing fyrir giftingarheitinu.

Af einhverri ástæðu ber ég þó ákaflega mikla lotningu fyrir dauðanum. Engar Lewis þar....

Ég á það til að hella mér út í lestur á minningargreinum.

Ég veit ekki með þessa heillandi dulúð og spennu í sambandi við dauðann, en hann er jú eitthvað sem enginn er til frásögur um. Nema kannski þeir sem hafa séð ljósið...

Minningargreinarlestur minn takmarkast þó aðallega við hugarástandið. Er samt alfarið laus við sjálfeyðingarhvöt af öllu tagi...flestu.

Velti þessi fyrir mér núna, þegar ég hugsa til þess; að ég heimsótti hana ömmu mína í Elliheimilið í Garðinum og fann á henni að hún yrði hvíldinni fegnust.

Ég sat þarna í holu-horni á litlu herbergi og vatnaði músum, einsog lítil mús ......Ég á litla mús sem heitir Heiða.....raulaði ekki úr útvarpstækinu.

Nei það var þögn, sem var svo hávær að það nísti hjarta mitt.

Mikið óskaplega verð ég döpur við tilhugsunina um það að hún amma á sjálfsagt ekki langt eftir ólifað.

Það er í raun svolítið ógnvekjandi tilhugsun að leyfa sér ekki að elska aðra manneskju skilyrðislaust. Fella niður grímuna og njóta ....

Það er samt undurgott að elskaHeart held ég....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

sumarkveðjuinnlit

Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sofðu vel litla mús kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 4.5.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Ester Júlía

Ég er sjálf heilluð af minningargreinum og hef alltaf verið.  Veit ekki hvað það er.. lotning og virðing fyrir þeim látna og ekki síst fyrir dauðanum. Sorglegast  þykir mér að lesa minningargreinar um þá sem deyja ungir.  Það er svo á skjön við lífið.

Annars er dauðinn alltaf sorglegur.  Að kveðja gamalt fólk sem hefur verið til alla manns ævi. Allt í einu er ekkert.   Amma þín er heppin að eiga þig að Heiða mín. 

Og það er yndislegt að elska, hvort sem er í levis....eða... Díesel..( á reyndar hvorugt)   

Ester Júlía, 4.5.2007 kl. 07:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona ömmur eru yndislegar.  Ég skil þig vel Heiða mín. Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 08:24

5 identicon

Innilega sammála þér Heiða mín. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 11:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dauði er bara flutningur milli heima.  Fólk fer ekki langt, heldur þroskast smám saman í burtu.  Það getur haft samband ef það vill.  Dauðin er byrjun á einhverju nýju.   Fæðing til annars heims.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 11:27

7 Smámynd: Hugarfluga

Já, það ER undurgott að elska, að eiga góðar minningar um ömmu sína og að spranga um nakinn á býflugnainniskóm ... held ég.

Hugarfluga, 4.5.2007 kl. 12:58

8 Smámynd: www.zordis.com

Gott að halda í það að ástin og elskan sé góð!  Trúa á þá ást sem býr í brjósti og þú getur ýmindað þér fögnuðinn að móttaka álíka frá annari elsku!  Andlátið er bjart og fallegt en vissulega togar eigingirni sorgina í hjartað!  Vertu dugleg að fara og knúsa ömmu mús því, bara af því! 

www.zordis.com, 4.5.2007 kl. 17:46

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er gott að elska sig, og mig, því við erum hluti af öllu hinu ! 

Ljós til þín !

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 13:42

10 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Fallega skrifað hjá þér, tilfinningar og hugsun  ... Sjálfur fékk ég aldrei að hitta ömmurnar mínar, þær voru báða farnar þegar ég kom í þennan heim. Ég veit þó að önnur þeirra er alltaf með mér og hefur gert meira fyrir mig en flestir aðrir. Faðmaðu og kreystu þína áður en hún fer

Hólmgeir Karlsson, 5.5.2007 kl. 16:05

11 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ég man ekkert eftir ömmum mínum eða öfum. Þau hurfu til Ásgarðs áður en ég fór að hafa vit á að hlaða mynniskubbinn minn, því miður. Foreldrar mínir eru hinsvegar en á lífi og háöldruð. Sá gamli er 93 ára og móðir mín 87. Ég vona að mér hlottnist sá heiður að fá að hafa þau sem lengst hér í Miðgarði. Litli minn, hann Kolgrímur er sem aðeins er 5 ára á vonandi eftir að hafa mynningar um þau. Hann heimsækir þau mjög oft og horfir á afa gera töfrabrögð og fá eitthvað gott í gogginn hjá ömmu. Ég held að mynniskubburinn hjá honum hafi tekið til starfa mun fyrr en minn því drengurinn man ótrúlegustu hluti langt aftur í tímann. 

Hlynur Jón Michelsen, 6.5.2007 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband