Eitt stk. meyjarhaft. Takk!
30.4.2007 | 22:42
Það er deginum ljósara að ég fæddist ekki gær: ég fæddist 15. feb "69.
Held að ekkert meira markvert hafi hent á þessum degi nema það að hausinn á mér festist í xxxxxxx á henni móðir minni og áts!
Hef fengið að heyra það síðan með reglulega millibili, hvað það var ógeðslega vont! Og pabbi var sofandi inn í stofu á meðan.
Samkvæmt lýsingunni mætti ætla að ég hafi verið með risavaxinn haus.
En hann Arinbjörn læknir kom svífandi í Batman-búningnum sínum og settist ofaná bumbubúann (þ.e.mig)
Ég er hinsvegar sannfærð um að ég hafi alfarið neitað að segja upp leigunni og vildi halda mér inni í kotinu! Því að ekki minnkaði hausinn á mér í þvotti, svo mikið er víst.
En út skildi ég ....og út kom ég! Mikil, mikil og ómæld hamingja var hjá henni móður minni, þegar pabbi hrökklaðist uppúr sófanum við orgin og datt niður á gólf. Loksins vaknaði karlinn. Loksins sá mamma í honum augun. Þau voru blá einsog mín.
Þarna lá hún móðir mín semsé og sá stjörnur (bláar og hvítar) í loftinu á litlu loft- og litlausu herbergi. Sem útaf fyrir sig voru algjör forréttindi ef litið er til þess að engin voru litasjónvörpin á þessum tíma.
En Ok. Fæðingarnar sem á eftir komu gengu einsog í sögu og gott ef að ein grísin hoppaði ekki bara niður (sá yngsti) altalandi og gangandi, þegar mamma var á leið inn í eldhús að steikja kjötbollur.
Þökk sé mér ....og Arinbirni lækni -því ekki voru aukasporunum fyrir að fara í þá daga í saumaskapnum sem fylgir nú til dags.
Nú vona ég að ekki verði langt í það að maður geti látið sauma saman meyjarhaftið aftur!
Sem væri hrein snilld, því ef marka má orð Gunnars í Krossinum , eru allir menn bersyndugir ef þeir hafa drýgt hór. Gunnar skilgreinir hór;.....já ekki einsog ég skilgreini hór..... maður er hóra nú eða hóri....ef maður skilur við maka sinn...finnur sér nýjan og þó svo að maður láti sig ekki einu sinni dreyma um að prófa gripinn fyrir giftingarathöfnina. Þá hefur maður samt brotið eitt af boðorðunum tíu.
Bannað að skilja, bannað að láta sig dreyma.....bannað - bannað - bannað.
Það er vissuega vandlifað í þessum heimi....
.....og ég sem verð alltaf einsog einhver krumpaður afturkreystingur í framan þegar einhver segir mér að hann/hún hafi verið með eina og sama manninum/konunni síðan hann/hún var 15 ára!
Að öll börnin séu samfeðra/mæðra.
Og viðkomandi kannski að nálgast sjötugt!
Ég spurði eina sem ég vann með:
-hvernig er þetta hægt?
hún sagði:
-Hann Einar minn hefur alltaf verið svo góður við mig.
Yndislegra en orð fá lýst að heyra, en ég er engu nær, ekki einu sinni nálægt því. En trúið mér þetta er til, hef séð það og .......þið líka.
Ég sem sé vil meyjarhaftið, syndaraflausn, sálina og eitt stk. hreinan svein takk....yfir þrítugt! Áður en ég verð fertug!
Ég bið ekki um meira og ég bið ekki um meira, ekki seinna en strax
Athugasemdir
góð
Ólafur fannberg, 30.4.2007 kl. 23:10
Heheheheeh mikið er nú alltaf gaman að lesa bloggið þitt sá það að við erum í sama stjörnumerki er fæddur á þeim herrans degi 17 feb og mér skilst að fæðingin hafa bara gengið nokkuð vel enda var Mútta búin að eiga systur mínar tvær á undan og leiðin greiðfær....
Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 23:57
Ég er líka fædd 22 feb en þú ert skemmtileg.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.5.2007 kl. 00:05
Brilljant og enn ertu í kjallaranum. Sko afturbatinn í jómfrúarstandið tekur 7 ár þannig að þú getur reiknað með að verða andleg jómfrú frá og með þeim degi sem þú gerðir dodo síðast. Hmm... var það í gær???
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 01:10
ööööö
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 01:55
... já... til hamingju Heiða.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 01:59
GARG!! Djö..ll ertu frábær penni, kona!! Ég hló mig máttlausa! Ef þú ferð út í það að láta sauma saman á þér haftið spurðu þá hvort ég myndi fá afslátt af augnlokaaðgerð. Maður verður að hafa allar klær úti varðandi afslætti.
Hugarfluga, 1.5.2007 kl. 09:36
Syndaaflausn í anda kaþólsku kirkjunnar .... held að prestarnir komi haftinu meir að segja fyrir ..... Skal gera fræðilega könnun á þessu ..... verð að þjóta í messu byrjar eftir 8 mín!
www.zordis.com, 1.5.2007 kl. 09:52
Þið eruð öll í tveimur orðum sagt: FRÁBÆR OG YNDISLEG , og vel ríflega það
Heiða Þórðar, 1.5.2007 kl. 10:33
Hugsa sér sveindómurinn fór á síðustu öld en samt skemtilegar minningar
Georg Eiður Arnarson, 1.5.2007 kl. 12:02
Heiða, það er sko alveg rétt hjá þér og Gunnari: "Við eigum ekki að bjóða syndinni í kaffi!!"
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 1.5.2007 kl. 13:50
Mér líst vel á að reyna kría út hópafslátt af einhverju tagi eins og Hugarfluga stingur upp á. Ég er t.d. alveg til í fitusog á hnjám. Einhverjir fleiri sem vilja vera með? Mikill afsláttur ef við náum nógu mörgum! Koma svo!
Ibba Sig., 1.5.2007 kl. 15:44
Tær snild!
Jói Dagur (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 17:50
Meira meira meira meira meira ... síðustu fjögur meirun komu vegna þess að það leið yfir mig úr hlátri og hausinn á mér fór í takkaborðið þegar ég leið útaf. Nú er Gunni í Krossinum að ég held viðskiptamenntaður maður, spurning um viðskiptahugmynd. Krossinn auglýsir Af - afmeyjarhöftun. kr. 100.000 Af - afmeyjarhöftun + syndaaflausn 150.000. Raðgreiðslur og hópafslættir.
Pálmi Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 18:17
*GARG*... þú ert að fara með mig hérna... LOL (er ég með of marga broskalla ?)
bara Maja..., 1.5.2007 kl. 19:19
Raðgreiðslur á meyjarhöftum? GARG!! Hvernig viltu greiða meyjarhaftið? Bara skipt í miðju, takk.
Hugarfluga, 1.5.2007 kl. 19:38
Þú er náttúrulega kolrugluð Heiða!!
Heiða B. Heiðars, 1.5.2007 kl. 21:02
RRRROOOOOFFFFFLLLLLLL!!!! *haldummagaafhlátri* áiiiiiiii þar fórstu algerlega með lyklaborðið mitt!!!! *frussssssssssssssssssss*
Saumakonan, 1.5.2007 kl. 22:22
Þið eruð nú ótrúlega fyndin. Láta sér detta í hug að skrifa svona, alveg snilld. Haltu áfram skvísa. Þú ert semsagt afturbatapíka núna eins og ég kalla það
Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 22:51
Þetta er góð grein hjá þér. Sérstök pæling en góð
Halldór Borgþórsson, 2.5.2007 kl. 00:02
*Fruss* ...
"að hann/hún hafi verið með eina og sama manninum/konunni síðan hann/hún var 15 ára! Að öll börnin séu samfeðra/mæðra.Og viðkomandi kannski að nálgast sjötugt!"
Sko, þú ert að tala þarna um foreldra mína.! Nema þau eru að nálgast sextugt en ekki sjötugt. Það breytist þó eflaust lítið héðan af .
Ester Júlía, 2.5.2007 kl. 07:50
Mikið var þetta hógvær bón. Hlýtur að veitast ekki seinna en strax.
Steingerður Steinarsdóttir, 2.5.2007 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.