Rassakrem undir augun

Ég hef alveg notað ýmis ráð svona til að flikka upp á útlitið. Þó ég ætti að teljast frekar óvitlaus tel ég mér stundum trú um að hitt, þetta og eitt og annað virki!

Svínvirki.

Það er deginum ljósara að ég hef fengið nokkrar snilldarráðleggingar frá minni ástkæru móðir.

Samanber þegar hún hringdi eitt sinn í mig og sagði:

-Heiða mín, mér fannst þú hálfsvona "tussuleg" til augnanna með baugun lafandi niður á brjóst þegar þú komst til mín í gær...

- Nú! Segi ég og stóð upp úr sófanum og kíkti í stóran spegil sem þar er staðsettur, fyrir ofan.

Kerling hafði svo sem rétt fyrir sér og þar sem ég stóð í dágóða stund og virti fyrir mér hryllngsásjónuna,  stækkuðu baugun með þvílíku offorsi á með sekúndurnar tipluðu hjá...

En kerla hafði ráð undir rifi hverju sem endranær, og benti mér á að það væri til undrakrem, sem allar flugfreyjurnar notuðu. Þetta væri keypt í næsta apóteki og kostaði nokkra skítna hundrað karla.

Með það, brunaði ég í næsta apóteki og þar sem ég stóð við afgreiðsluborðið hugsaði ég hlýlega til mömmu þegar ég sagði (frekar lágt ):

-mamma bað mig um að kaupa fyrir sig svona krem eitthvert ....fyrir gyllinæð.

-já einmitt,  innvortis eða útvortis?

-hmmm, vá ahhh, útvortis held ég...

Kremið fékk ég og hamingjan fylgdi mér heim í túpu og kostaði innan við 500 spírur. Það er sem ég segi; hamingjan er ekki verðlögð.

Ekki veit ég heldur hvort einhver hafi verið áhrifamátturinn annar en hugurinn þegar ég svaf með þetta rassasmyrsl (útvortis) undir augunum..... en þetta virkaði... held ég.

Prófið baraSmile

es: spurning um að ráðfæra sig við geðlæknirinn áðurGrin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alveg hreinræktuð snilld.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.4.2007 kl. 18:29

2 identicon

Sem fulltrúi snyrtifræðingastéttarinnar og handhafi meistaratignar að auki, verð ég að lýsa yfir skelfingu minni með þessa aðferð.  Þetta er skammgóður vermir og má líkja við að pissa í skóinn sinn

Sæunn (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 18:40

3 Smámynd: www.zordis.com

Svo er að nota kattasand sem andlitsmaska, þrælvirkar en blanda hann útí vatni ekki kisupissi ....

www.zordis.com, 29.4.2007 kl. 18:54

4 Smámynd: Ibba Sig.

Ég hef heyrt þetta fína ráð áður. Og einu sinni var ég í þannig starfi að fólk var sífellt að láta mig vita af svona góðum heimilisráðum. Ein kona hringdi og sagði mér að það væri afskaplega gott að nota grænsápu á gyllinæð. 

Kannski fínt ráð ef maður er búinn að nota allt gyllinæðarkremið á baugana undir augunum.

(Og þetta heitir BAUGAR kæra Heiða Bergþóra og maður er með stóra bauga undir augunum).  

Ibba Sig., 29.4.2007 kl. 18:59

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Púff Sæunn!

verð að skjóta inní í fullri alvöru:

ég er ekki að mæla með þessu frekar en að setja klór á fæðingabletti!

Línur þessar voru til gamans skrifaðar, sannar eigi að síður!

Heiða Þórðar, 29.4.2007 kl. 19:05

6 identicon

Sæunn (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 19:07

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég myndi nú fara að kippa mér upp fyrir mittisstað! Þrjár s.l. færslur eitthvað svona neðanmittis.  Er þetta vorið?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 19:52

8 identicon

Góður, en ég ætla ekk að prufa þetta, nema hafa samband vð geðlækni áður

Inga Ósk (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 19:56

9 Smámynd: Hugarfluga

Spurning um að segja Jónínu frá því að það sé gyllinæðarkrem sem hún á að nota til að losna við Baug. Ekki stólpípa.

Hugarfluga, 29.4.2007 kl. 19:59

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hugarfluga: Hehe

Jenný: Hvurslags!? veit nú ekki hvernig ég á að taka þessu....verð bara smeyk

Heiða Þórðar, 29.4.2007 kl. 20:01

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þú verður að sína okkur mind fyrir og eftir rassakrem.

Georg Eiður Arnarson, 29.4.2007 kl. 20:33

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Georg: Árangurinn er svo undraverður, er að reyna að ná samningum varðandi auglýsingaprósentu

Heiða Þórðar, 29.4.2007 kl. 20:45

13 identicon

Heiða, no comment!

Jói Dagur (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 22:01

14 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þú hefur mjög skemmtilegan ritstíl

Tómas Þóroddsson, 29.4.2007 kl. 22:42

15 Smámynd: Ester Júlía

Frábært!!  Minnir mig á að ég setti augnkremið mitt í ísskápinn í gærkvöldi svo ég gæti kælt niður baugana í morgunsárið.  Steingleymdi því auðvitað í ísskápnum í ísskápnum í morgun .. svo ég verð bara að vera með baugana (baug) í dag.

Ester Júlía, 30.4.2007 kl. 07:24

16 Smámynd: Ester Júlía

Vó endurtók ég mig nokkuð??

Ester Júlía, 30.4.2007 kl. 07:25

17 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 30.4.2007 kl. 08:19

18 Smámynd: Saumakonan

LOL     ætli bossakremið á lillskæruliðann virki eins vel????   

Saumakonan, 30.4.2007 kl. 08:49

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 11:52

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Framvegis ætla ég að elska baugana mína!! 

Heiða B. Heiðars, 30.4.2007 kl. 14:17

21 Smámynd: bara Maja...

Snilldir einar...  sendum Jónínu Gyllinæðakrem til að losna við Baug... set síðan augnkremið mitt í ísskápinn í nótt og vá hvað ég á eftir að vakna - góðan daginn - Nei ertu ekki að djóka með þetta rassakrem á baugana ???

bara Maja..., 1.5.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband