Kannski var einhver að prumpa

Minnir mig á löngu liðna tíma.

Þegar gúanófílan með dökku skíta-skýi sveif yfir vötnum í núverandi Reykjanesbæ.

Rígurinn var allsráðandi um t.d. hvar bæjarmörkin lágu, hvor ætti betra körfuboltaliðið,  en aldrei minnist ég þess að Keflavik eða Njarðvík, reyndu hið minnsta að eigna sér bölvaða fíluna....


mbl.is Óútskýrð ólykt í Bergen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þennan alltof langa tíma sem ég bjó í Kebbbbblavíggggg var ég að kafna úr skítalykt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó þá man ég fýluna frá Torfnesinu, þar var gúanóbræðsla og fór eftir átt vindsins hvert sú fýla fór.  Var búin að gleyma þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 10:17

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Úff! Lyktin hverfur aldrei lengra í minningahafið en svo að það þarf ekki nema eina svona bloggfærslu til að muna nákvæmlega fnykinn!

Heiða B. Heiðars, 27.4.2007 kl. 13:02

4 Smámynd: Saumakonan

jukkk... ein af ástæðunum að ég myndi aldrei vilja flytja á Fáskrúðsfjörð þar sem maður er stundum með æluna í hálsinum bara að keyra þar í gegn!

Saumakonan, 27.4.2007 kl. 13:41

5 Smámynd: www.zordis.com

Peningalyktin er ekki svo slæm ..... verst með brakandi þvottinn "pjuk"  Jú lyktin er óþverri og íll viðvera þegar skítafílan gýs ...  Kanski bara gott að það sé ekki mökkhiti á Íslandi!

www.zordis.com, 27.4.2007 kl. 16:56

6 identicon

Ég fæddist í Keflavík og gegg í skóla og ólst upp í Njarðvík.  Man ekki hvorum megin lyktin var verri.  En slæm var hún.

Jói Dagur (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:05

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ef ég flyt enhverntíman þá færi ég sennilega á suðurnesinn, enda fæddur þar og alltaf líkað vel þar.( Pabbi býr þar og öll föðurættinn ) Ég held að fátt slái út peningaligtinna í eyjum enda fynst hún stundum upp á land.

Georg Eiður Arnarson, 27.4.2007 kl. 19:50

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Man eftir svona fýlu stöku sinnum þegar ég ólst upp á Skaganum í denn. Hún finnst víst stundum enn þann dag í dag en nær ekki til himnaríkis, sjúkkittt!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.4.2007 kl. 20:02

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Peningalyktin er í lagi nokkra daga í senn en ekki meira. Held ég sakni hennar ekkert. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 00:29

10 Smámynd: Ester Júlía

Fann þessa skítafýlu oft þegar ég bjó í miðbæ Reykjavíkur.  Kannski var þetta bara fýlan að berast frá Reykjanesbæ í vissri vindátt.. .  Ég hef ekki fundið þessa lykt síðan ég flutti í Grafarvoginn enda komin langt upp í hina ómenguðu sveit ..

Ester Júlía, 28.4.2007 kl. 22:50

11 identicon

Þetta er allt gott og blessað. Gott að hlusta.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 01:20

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég skil bara ekkert í ykkur. Þessi lykt var kölluð "peningalykt " á mínum uppvaxtarárum austur á fjörðum og var tengd við atvinnu og velsæld. Mér finnst hún alltaf rosalega góð!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.4.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband