Tilgerðin hryllileg
23.4.2007 | 23:01
Það tók mig nákvæmlega 2 klst. og 13 mín. 24 sec. að svæfa dóttur mína núna í kvöld.
Alltaf sami hátturinn á: les þrjár bækur, syng og raula, slekk ljósið og svo kyssi ég hana góða nótt. Þykist sofna.
Svo er það undir litla englakroppnum mínum komið, hversu lengi þessi þykjustunni-leikur stendur yfir. Í kvöld var það langur leikur..... undir þeim kringumstæðum fer hugurinn á flug.
Á meðan litla dísin mín var að telja á sér fingurnar og tærnar, hugsaði ég mikið til ákveðins vinkonuhóps sem ég tilheyrði einhverntíma í fyrndinni.
Við vorum nokkuð margar stelpur og áttum fátt eitt sameiginlegt nema ef vera skildi áhuga á strákum, fötum, tísku og snyrtivörum. Umræðuefnin voru því harla grunn og ekki síst þegar tvær og tvær fóru saman á klósettið og oftar en ekki, gagngert baknöguðu þær stelpurnar sem frammi sátu. Þær sem frammi voru léku sama leik. Þegar allar voru sestar saman inn í einhverja stofuna, stofumottan bólgin af illkvittnislegum athugasemdum sem höfðu verið sópað þar undir. Kjaftablaðrinu hafði verið sturtað niður í klósettið. Var brosað smjaðrað og annað fórnalamb fundið sér til dundurs, að naga og narta í.
Hendur klósettkafaranna voru óþvegnar á meðan þær leituðu í snakkið eða að besta konfektmolanum.
Jebb, svona var þetta og ég dauðskammast mín fyrir að hafa verið í félagsskap sem þessum, þó mig gruni nú, að flestir tilheyri eða hafi gert, einum slíkum hóp.
Stundum var talað á heimspekulegum nótum um litasamsetningu á varalitum versus fötum. Hvernig ætti að draga athygli að augum osfrv. Ein sem komst í tímabundnar álnir gleymdi einatt verðmiðanum á skónum sínum nú og ef ekki sagðist hafa verð að kaupa sér skó. Og með fylgdi hvað þeir kostuðu. Ef þeir voru dýrir þ.e.a.s.
Tilgerðin var yfirmáta hryllileg. Árin liðu og þegar eitt sinn var smalað saman liðinu og ég varð þess vör að enn fóru þær sömu saman á klósettið, allar komnar yfir þrítugt. Skildu leiðir. Eða leiðir skildu við mig. Mér til mikils léttis.
Við sumar held ég sambandi. Afar fáar. 2-3. Þær vönduðustu verð ég að segja. Ein þeirra er reyndar ein mín besta vinkona.
Hinar eru flognar út í heim eða hafa plantað sér við mosavaxinn eldhúsgluggann og halda tilteknum hætti að ég held. Eitthvað losnaði um tennurnar á einni, mér segir svo hugar að hvorki barneignir eða lélegt mataræði, hafi verið orsakavaldurinn. Öllu heldur innrætið og nartið og nagið.
Leiðir okkar semsé skilja, við þroskuðumst í sitt hvora áttina.
Ég er ánægð í mínu liði. Sef án allrar sektarkenndar og vakna án andúðar við sjálfa mig fyrst og fremst.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er erfitt að eignast góða vini, sem aldrei ljúa, svikja eða særa. Til hamingju með þína bestu vinkonu. kv.
Georg Eiður Arnarson, 23.4.2007 kl. 23:52
Þessi hittir í mark. Kannast við hópa þessu líka. En það er sem betur fer að baki.
Nigthy
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 23:59
góð nálgun á furðulegri hlið kvennkynsins. Er ekki að reyna vera karlremba, en stelpur eru ótrúlegar á unglingsárum, þegar þær eru að þróa bitch-ið í sér
Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 00:28
Mér hitnaði allri þegar þú varst að lýsa aðferðafræðinni við að sofna, telja tær og fingur, tegja sig á allan kanta á meðan mamma þóttist steinsofa, óóóó þetta voru yndislegir tímar
Ásdís Sigurðardóttir, 24.4.2007 kl. 00:48
Ólafur fannberg, 24.4.2007 kl. 02:07
Komdu fram við aðra eins og þú myndir vilja að aðrir kæmu fram við þig.... mottó sem vert er að fara eftir Eigðu góðan dag ljúfan
Saumakonan, 24.4.2007 kl. 08:02
Þú ert góð sál í flottum kroppi Heiða mín
Þó svo að þú hafir tínt hringnum góða, forðum daga.
Jói Dagur
Jói Dagur (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 11:26
Skemmtileg færsla ég hef reyndar ekki tilheyrt svona hópi, var aldrei nógu mikil dúlla og fatafrík til að falla inn í svona hóp. Man að við stofnuðum saumaklúbb nokkrar konur, þar sem bannað var að tala illa um aðra, og það var lítið gert af handavinnu. En við vorum í allskonar andlegum umræðum. Lék mér mikið við stráka þegar ég var yngri. En átti þrjár vinkonur svona góðar. En það var aldrei talað um föt og svoleiðis. Þrjár okkar stofnuðum svo tríó og skemmtum á þorrablótum og árshátíðum. Það var rosalega gaman. 17 ára fór ég svo á Lýðháskóla í Svíþjóð og síðan til Glasgow sem aupair. Æskan mín fór í þetta. Lék mér með dúkkur og allskonar dót upp í hlíð þangað til ég var 16 ára, svo ég var rosalega seinþroska hehehe....
Ein þessara nágranna og vinkvenna er dáin hinar eru mér kærar ennþá. Og svo tvær aðrar sem ég kynntist í SÍS í austurstræti og sem fylgdu mér síðan til Glasgow. Við erum ennþá í góðu sambandi önnur býr í Þýskalandi hin er komin heim frá Ísrael þar sem hún settist að um tíma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 11:35
Ég held sambandi við aðeins eina af mínum vinkonum úr barnaskóla. Sambandið er ekki mikið þar sem við höfum farið í ansi ólíkar áttir í lífinu og "vaxið í sundur" en þó bjóðum við hvor annari í merkisafmæli, brúðkaup og slíkt.
Einni bestu vinkonu minni í dag , kynntist ég fyrir 13 árum síðan. Hún heitir sama nafni og uppáhaldsdúkkan mín í barnæsku, og hún á sama afmælisdag og mín kæra mamma. Skrýtnar þessar tilviljanir .
En æ hvað litla skottið er lengi að sofna. Ég á einn sem var svona þegar hann var lítill og er svona enn ..tvítugur! ( hann sofnar þó sjálfur í dag)
Annars lagast þetta eflaust með tímanum... börn fara í gegnum allskyns tímabil.
Ester Júlía, 25.4.2007 kl. 08:23
Getur verið að þetta sé eitthvert óöryggi hjá henni ? Annars var ég með svona skottu fyrir dóttur mína í fyrra. Ég gerði eins og þú lagðist hjá henni og söng, hún fann samt ef ég var óróleg og vakti þá lengur. Ég bjó til svona okkar eigin vögguvísu þegar stubburinn minn var lítill, og hef notað hana á öll barnabörnin. Þú ættir ef til vill að koma þér upp sérstakri vísu sem er bara fyrir hana, sem hún lærir að þekkja og gefur henni ró. Það er vísan um hann Úlla Búlla Bí. Amma viltu syngja um hann Úlla Búlla Bí var oft sagt. Nú eru þau orðin 8 og 10 ára og sofna sjálf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 09:33
Hvenær er ekki nóg að setja söngvaborg í og svæfa börnin?? Eða túnast þau upp af þessu drasli??
Fowler (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 11:28
Mér gekk alltaf miklu betur að svæfa tok ca 15 minutur til halftíma þá var ég sofnaður og afkomendurnir komnir framm
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.4.2007 kl. 18:29
Stelpur á þessum aldri geta greinilega verið hinar mestu nöðrur. Gott hjá þér að þroskast frá þessu mentalíteti.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.4.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.