Jakkalaus og læst úti

Jæja, þá hef ég skilað af mér jakkanum, lyklinum, bauninni og hluta af hjartanu. Meðferðis tók ég með mér stórann, fallegan pakka -stútfullan af ljúfum minningum. Innpakkaðan með rauðri slaufu.

Ég hreinsaði allt út úr skápnum og skildi hann eftir opinn...

Hætti semsé í vinnunni í dag og byrja í nýrri á þriðjudaginn.  Daginn sem ruslakarlarnir mínir koma. Allt í lagi með það...veit þeir koma og hreinsa út hjá mér.

Þetta er svona hálfskrítin tilfinning, er hálfpartinn eins og tognaður, haltrandi fugl með sólgleraugu.  

Jakkalaus og læst úti einhvernveginn.

Er full meðvituð um að stöðnun á hvaða sviði sem er er mér hættuleg. Sá það þegar ég tók eftir því að fóðrið var tekið að rifna úr (vinnu) jakkanum mínum, að tími var komin á mig að skipta um starf.

...flýg á vit nýrra ævintýra, hærra hærra hærra!

Ferðast jafn ört um tilfinningaskalann nú og veðurguðirnar skiptu ört um skap á einni klukkustund , í dag.

Sólhattinn, nei -regnhlífina? nei, -skóflan? nei

(á ekkert að fara að ákveða sig hérna?)

brosið? já....

Fleygi á ykkur sæluviku fyrir svefn hinna réttlátuHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með nýja djobbið.  Það er alltaf gott að halda áfram, helst að fara skrefi lengra en maður þorir, þannig bætir maður stöðugt við sig.  Takk fyrir pistilinn þinn

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Alltaf gaman að breyta til! Til hamingju með það!

Heiða B. Heiðars, 15.4.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk stelpur

Heiða Þórðar, 15.4.2007 kl. 23:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm innilega til hamingju Heiða mín.  Ég ætla ekki að tala um að breyta til, hef við við sama heygarðshornið í yfir 30 ár  En ég hef haft óskaplega gaman af starfinu mínu, og hef verið alveg sama um launin og allt það.  En ungar flottar konur eiga að hugsa um framtíðina og hvað hún ber í skauti sér.  Sendi þér knús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 00:04

5 identicon

þetta er eins og gengur

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 01:43

6 identicon

Breytingar geta verið góðar, góðar breytingar eru örugglega betri!   

Jói Dagur

Jói Dagur (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 09:24

7 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Til hamingju með nýju vinnuna, hljómar spennandi að fara að takast á við eitthvað nýtt  Er þetta bara ekki ágætis mælikvarði að þegar uniformið er orðið stlitið þá er komin tími á nýtt

Knús og klem

Sigrún Friðriksdóttir, 16.4.2007 kl. 10:17

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Snilld, sem betur fer grær  aftur. Til hamingju með nýu vinnuna. PS Grétar Mar, biður innilega að heilsa  ( ég held að hann sé svolítið sk......................)

Georg Eiður Arnarson, 16.4.2007 kl. 11:03

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þakka ykkur öllum -á ykkur öll, stútfullt

Heiða Þórðar, 16.4.2007 kl. 11:26

10 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitsknús

Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband