Gamalt fólk veit ekki neitt...

Móðuramma mín er Ingibjörg Sigurðardóttir rithöfundur. Lítillátari og kærleiksríkari manneskju hef ég aldrei hitt. Já, þó hún amma mín hafi selt á tímabili fleiri bækur en sjálfur snillingurinn Laxnes, þá má ALLS EKKI segja við hana: Skáldkona. Margur hefur afrekað minna en hún amma og sett sig á stóra tréstalla.

Hún sat alltaf á kistlinum góða sem var staðsettur í eldhúsinu. Í kistlinum geymdi hún handskrifuð handritin sín. Ef hún var að skrifa þegar einhvern bar að garði, stakk hún þeim ofaní og settist síðan ofan á hann, eftir að vera búin að servera kaffí og meðlæti.

Amma var drottning í sinni höll, sem voru nokkra fermetra hús, prinsessan á bauninni, sem var kistillinn hennar. Úr kistlinum komu svo gersemir fyrir okkur hin/ar til að njóta.

Ég gæti dásamað hana ömmu út í hið óendanlega, en hugsa að ég finni annan vettfang til þess. Í hjartanu mínu, sem er ofvaxið fyrir kroppinn minn og nær langt út fyrir hann...Heartoftast nær.

En aðeins: ég hef stundum verið að velta fyrir mér í gegnum árin, í hvaða raunveruleika amma mín býr í. Kannski er hún stödd í einhverri fallegri sögu. Í hennar eigin kvikmynd sem er svo falleg og óraunhæf að ég veit ekki hvernig það er hægt. Hún er afar trúrækin kona, og trúir engu, engu illu upp á neinn. 

Hvað hefur hún svo sem við þá vitneskju að gera að til séu Hommar? Ég uppýsti hana fyrir um 2 árum, grunlaus í framhaldi af einhverju umræðuefninu og hún vissi ekki um tilvist þeirra!

Hún sagði bara: -ja, hérna elskan, ég vissi um lesbíur, en ekki homma!

Kannski hefur hún ekkert með þá vitneskju að gera, nema að  hún er þá allavegana hluttakandi í lífi okkar hinna.

Nefni þetta sem lítið dæmi um hvernig við tölum og setjum okkur í stellingar gagnvart gömlu fólki. Ekki við öll, en velflest. Hvernig við skrumskælum, felum, bætum í götin og allra helst gerum eldra fólk að "súkkulaðikleinum" í lífi okkar.

Eigum aðild að því að planta þeim á ómennska geymslustaði og bíða endalokanna. Eigum lítinn tíma afgangs til að létta þeim biðina endalausu.

Fyrir suma er það hrein kvöð að taka sveig á sunnudagsbíltúrinn til að kíkja (og verður aldrei annað en "rétt að kíkja við") á fólkið okkar.

Fólkið sem er svo stútfullt af visku og fróðleik.

Þó þau viti ekki neitt....

Finnst alveg hreint ömurlegt orð; gamalt fólk - prufið að setja inn í staðinn: gamall sófi. Svo neikvætt. Eitthvað slitið  og lúið sem kominn er tíma á að losa sig við...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu, maður skammast sín stundum hversu sjaldan maður kíkir í heimsókn, en þetta er eitt af vandamálunum við að búa í eyjum. Við mættum öll gera betur við gamla fólkið því án þeirra værum við ekki til.

Georg Eiður Arnarson, 16.4.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Heiða, takk fyrir þennan yndislega pistil sem reyndar kom út á mér tárunum..  Ólst sjálf upp hjá ömmu minni og hef ekki enn hitt þá konu sem slegið hefur henni við í hjartalagi, víðsýni og náungakærleika.  Fyrir nú utan þá staðreynd að hún hafði svo miklu að miðla.  Var kona tveggja alda.  Takk enn og aftur. Snilldarleg skrif eins og venjulega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Ester Júlía

Oo hvað ég er sammála þér.  Og hvað ég hef oft hugsað það sama.  Þetta er fólkið sem á að skipta okkur svo miklu máli  og við látum nánast eins og það sé ekki til.  Allt þetta veraldlega gengur fyrir. Afsökum okkur með tímaskorti.  Og ég er sjálf ekki saklaus. Sit hér með samviskubit.

Yndisleg amma sem þú hefur átt, svo þaðan eru rithæfileikararnir komnir  

Ester Júlía, 16.4.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ester mín, amma mín er að lífi, staðsett/búsett á elliheimili

Heiða Þórðar, 16.4.2007 kl. 13:12

5 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 15:06

6 Smámynd: Saumakonan

Ohhhh ég held ég hafi lesið allar bækurnar hennar og meira að segja eigi nokkrar þótt ég muni ekki alveg titlana... þarf að ath þetta þegar ég kem heim er sko alger lestrarhestur og hef verið frá unga aldri

Er sjálf alin upp hjá ömmu minni og afa í sveit og ég veit að margt sem ég held fast í enn er frá þeim komið.  Amma mín kenndi mér td að prjóna/hekla og sauma út þegar ég var bara smákrakki... gleymi því aldrei þegar ég var að prjóna stroffin á lopavettlingana sem amma svo seldi "útlendingum" á Hótelinu heima í sveitinni... fékk heila 50 aura fyrir hvert par sem hún safnaði svo saman og setti inn á bók fyrir mig.   Þegar ég var orðin eldri og 2ja barna móðir var það eitthvert sinn að mig vantaði sárlega aura og leitaði til ömmu... þá dró hún fram þessa bankabók og þar átti ég alveg hellings pening sem ég hafði steingleymt hehehe   Vildi óska að ég gæti hitt ömmu mína oftar en þar sem við búum á sitthvorum enda á landinu eru það stopular heimsóknir núna því miður

Mikið óskaplega væri gaman að hitta þína ömmu... tala nú ekki um ef hún gæti áritað nokkrar bækurnar sínar fyrir mig

Saumakonan, 16.4.2007 kl. 17:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill Heiða mín. Og ég er sammála því að snillt þín á takkaborðinu er þér í blóð borið eins og sagt er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 19:14

8 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér.  Ég á tvær ömmur á lífi og önnur þeirra býr á elliheimili en hin býr ennþá heima og er alltaf gaman að hitta þær. 

Þórður Ingi Bjarnason, 16.4.2007 kl. 19:44

9 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Yndislegur pistill, ég man vel eftir ömmu þinni. Heimsótti hana bæði með þér og Möggu á sínum tíma. Lýsingarnar þínar eru ótrúlega "beint í mark" Hugsa sér að hun hafi alla tíð búið í Sandgerði og ekki vitað um homma  Aðal umræðuefnið í mörg ár. En ég er sammála þér hún á kanski sinn heim, og ég hef lesið margar af bókunum hennar og ef heimurinn hennar er svoleiðis, þá er ekkert slæmt að lifa í honum. Nú kveð ég í bili, kem til með að sakna skrifana þína stelpa

 Sigrún.

Sigrún Friðriksdóttir, 16.4.2007 kl. 20:20

10 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Rithæfileikar erfast greinilega. Fallegar hugsanir hjá þér.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 22:06

11 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Rithæfileikar erfast greinilega. Fallegar hugsanir hjá þér.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 22:07

12 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Holl og góð lesning. Takk fyrir að deila þessu hér í bloggheimum :)

Hólmgeir Karlsson, 16.4.2007 kl. 22:13

13 Smámynd: halkatla

yndislegt mamma mín heitir einmitt Ingibjörg Sigurðardóttir og hún og amma reyndu sitt besta til þess að kenna mér góða siði, það er til mikils að líta upptil ef maður á góða að en seinasta setningin í greininni er sérstaklega sönn...  svo verð ég að muna eftir að tjekka á bókum eftir ömmu þína, ég held að ég geti nú munað nafnið hennar.

kveðja A.K 

halkatla, 16.4.2007 kl. 22:29

14 Smámynd: Ásta Salný Sigurðardóttir

jamm, alveg sammála með að amma hafi alið mig líka. HUmm er ekki eitthvað bakvið þetta? t.d af hverju mömmur okkar gátu unnið úti? AF því að við vorum hjá ömmu. N'una eru ömmur líka útivinnandi....ohh þetta samfélag,ömurlegt...

Good luck tomorow, ligg hérna dead með hita og beinverki, kannski af því að það tók svo á að þú færir frá mér:(

Ásta Salný Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 22:42

15 Smámynd: Hugarfluga

En fallegur pistill og gaf manni svona gott í hjartað. Ég var svo lánsöm að alast upp hjá móður minni, ömmu og ömmusystur og fékk besta uppeldi í heimi. Ást þessara þriggja kvenna liggur í mér og fyrir hana er ég sú sem ég er í dag.

Hugarfluga, 16.4.2007 kl. 22:54

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er ein af heppna fólkinu sem ólst upp í nánu samneyti við ömmur og afa og annað gamalt fólk jafnt sem ungt. Ég hef líka alltaf verið mjög dugleg að heimsækja aldraða fjölskyldumeðlimi, til að lofa þeim að spjalla og ég er mjög góður hlustandi, það er svo gefandi að gefa gömlu fólki tíma. Ég hafði rosa gaman af bókum ömmu þinnar, kannski maður ætti að fara að lesa þær aftur.  Góður pistill hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 23:29

17 identicon

Það er gott að elska.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 23:51

18 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Fór að finna lyktina af kakóinu sem amma mín bjó til eftir skóla og brauðinu sem hún ristaði á pönnukökupönnu, við að lesa þennan pistil

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 17.4.2007 kl. 09:32

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Frábær pistill

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.4.2007 kl. 12:40

20 identicon

Godur pistill, elsku systir, hun amma okkar er sko engum lik:)

Inga Ros (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 15:28

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi kæra nafna!! Þú ert algjör dúlla! Æðislegur pistill

Heiða B. Heiðars, 18.4.2007 kl. 14:21

22 identicon

Sæl Heiða min,  hef alltaf sagt að þú ert sko með hæfileikana hennar ömmu þinnar þegar kemur að skrifum , að vísu myndi hún nú ekki skrifa um sama viðfangsefnið og þú hehe, En ég get sagt þér það að hún amma þín er engill í dulargerfi. Munum svo bara öll að hlúa vel að gamla fólkinu, því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur......   Hed venlig hilsen frá Danaveldi

Inga Ósk (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 14:25

23 Smámynd: Solla Guðjóns

Önnur amma mín gaf mér bók í fermingargjöf fyrir 34.árum.Minnir að hún heiti Ást í meinum og er eftir Ingigjörgu Sigurðardóttur.Ég las þessa bók oft og var held ég jafn ástfangin og pörin í bókini og ég man að ég táraðist oft við lesturinn og las hana hvað eftir annað.Held ég eigi hana ennþá.

Það er alveg rétt við megum splæsa meiri tíma og gefa meira af okkur og þyggja úr reynslubrunni for-mæðra og feðra okkar .

Solla Guðjóns, 19.4.2007 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband