Mig langar að kyssa á þér brjóstin

Ég spurði son minn um daginn hvort hann hefði lesið bloggið mitt.

Hann sagði: -ég kíkti eitthvað aðeins um daginn. Mér fannst það bara alveg hundleiðinlegt! Og svona til að bæta fyrir það að hafa gert skrif mín að bleklausu hundleiðinlegu vælupári....þá bætti hann við: -mér finnst reyndar öll blogg leiðinleg!

Ok. gott og vel, með þá sannfæringu að vopni, þá læt ég eftirfarandi bloggfærslu flakka.....

Fyrir einhverjum mánuðum síðan þá var ég eitthvað að date-a, sem er ekki til frásögu færandi nema fyrir það, að ....... hmmmm. Já! Manngreyið hafði svona einstaka smávankanta sem ég hafði ekki nokkurn áhuga á að sníða af. Svo mikill reyndist áhuginn. Og ástin.

Fyrir það fyrsta var umræddur óforbetranlegur virkur alkóhólisti og undir áhrifum áfengis þá (í hans huga) tútnuðu út á honum vöðvarnir, hann hækkaði um heila 20 cm.,  varð dökkur á hörund og taldi sig vera (að ég held) Mike Tayson....sem er í lagi út af fyrir sig, ef hann hefði ekki misskilið hlutverk mitt í þessum óraunveruleika sínum og fundið í mér boxpúða.

Mér fannst það afar svona óásættanlegt, ekki síst ef litið er til þess að allir boxpúðar eru eins........og ég vill ekki vera eins og allir aðrir.

Jæja  þá eru þessir smámunir frá.

Hann talaði með opinn munninn... nei hann borðaði með opin munninn. Alveg hrikalegur löstur að mínu mati. Hann prumpaði í tíma og ótíma (þegar hann var komin á það skeið að halda að hann væri orðin öruggur.....)

Í öll þau skipti sem við fengum okkur kaffibolla saman á morgnanna tilkynnti hann mér hátt og hátíðlega....(orðrétt): nei, nei sko, þetta klikkar ekki alltaf eftir fyrsta sopann á morgnanna! Og hljóp (prumpandi að sjálfsögðu) á klósettið.

Já þetta endurtók hann einsog ég hafi ekki verið að hlusta á hann í öll hin fyrstu skiptin.....arrgggg!

Mér telst til að blessaður maðurinn hafi skipt um atvinnu, fimm sinnum á níu mánaða-meðgöngu okkar saman. Mest megnis var hann samt atvinnulaus.....

það þarf varla að taka það fram að það er orðið nokkuð langt frá því að ég sleit sambandinu...nema hvað hann hringdi um páskana....

Við vorum að spjalla um daginn og veginn, þrælmerkilega hluti hversdagsleikans að ég taldi, og svo segir hann allt í einu:

-mig langar svo að kyssa á þér brjóstin! Þú ert með svo falleg brjóst! (hann var ekki fullur...)

Minnug orða fyrsta (og besta) mannsins í lífi mínu þegar hann sagði:

-Heiða, þetta er alveg merkilegur andskoti með þig, það álpast einhver kálfur uppá þig og þú ert farin að búa með honum!

Sleit ég samtalinu.  

Ég meina á maður ekki að setja markið ögn hærra?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Markið hærra? Er til eitthvað betra en þetta? Ég sé ekki betur en að þarna hafi verið sannkallaður gæðagripur á ferðinni.

Ibba Sig., 10.4.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ibba, ja hérna hér! hehe

Heiða Þórðar, 10.4.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Jú þú átt að setja markið hærra Heiða.  Ef ég væri að tala við þig í síma um daginn og veginn myndi ég ekki allt í einu fara að tala um hvað þú værir með flott brjóst.  Það er ferkar "turn off".  Myndi nota annan vetfang til þess, ef ég hefði til þess tækifæri.

P.S. Heiða manstu eftir mér.  Við vorum einu sinni skólafélagar í Iðnskólanum í Reykjavík.  Kveðja! Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 11.4.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

arrg! Nei það vantar alveg andlit á þig Kristján! Nú er ég alveg að drepast úr forvitni...fæ ég hint?

Heiða Þórðar, 11.4.2007 kl. 00:21

5 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Já á því miður ekki mynd af mér í þessari tölvu. Var nebbla að skipta um tölvu.  Við vorum saman í enskuáfanga og svo töluðum við saman oft í hádeginu í skólanum.  Þetta var árið 2003

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 11.4.2007 kl. 00:34

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Jæja er þessi umræða að koma þér kannski á deit með gömlum skólafélaga úr Iðnskóla

En ég kalla þig þolinmóða að hafa haldið hitt út í heila níu mánuði

Inga Lára Helgadóttir, 11.4.2007 kl. 00:34

7 identicon

Dísus Heiða...ég lamdi svona gaura í gamla daga ef systur mínar álpuðust með svona kvikindi heim til okkar og hafði ég gaman af því að horfa á eftir þeim hlaupandi prumpandi niður götuna heima...hehehehehe...fyrirgefiði strákar.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 00:46

8 identicon

Má ég kyssa á þér?  No comment.........

Jói Dagur (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 01:07

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þarna kristallast bara í einum náunga flest það sem er mest ósjarmerandi og ósexý í einum karlmanni. Ofbeldismaður virkur alki, með nefið í naflanum, prumpandi af því að hann heldur að EKKERT segi og skrifa EKKERT geti nokkurn tímann orðið til þess að einhver fái ógeð á honum.  Til hamingju með að meðgöngutíminn var ekki lengri Heiða mín.  Mikið rosalega áttu betra skilið.  Og skiptu um símanúmer, maðurinn er símaperri líka.  Gætir þú gefið mér kennitölu þessarar Guðsgjafar til allra kvenna heimsins?

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 02:19

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kristján: ekki ertu íþróttaálfurinn?

Inga: já, en þetta byrjaði nú ekki alveg á prumpinu sko...

Axel: Góður bróðir Kristján....hehe. Mig vantar akkúrat eitt stk. bróður í hópinn í viðbót, leita logandi ljósi um bæinn af bræðurum!

Jó Dagur: rassinn? he he, já svo framalega sem þú þú ert stómasjúklingur....hehe, og búið að innsigla fyrir......!

Jenný: sendi þér kennitöluna á mail-i....takk fyrir hlý orð.

Svana: eigðu yndislegan dag sjálf elskan.

Heiða Þórðar, 11.4.2007 kl. 11:00

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá stelpa það ætti að tala duglega yfir hausamótunum á þér.  Gott að þú losaðir þig við þennan mann.  Hann á langt í land með að geta talist sambýlishæfur.  Þarf að taka sjálfan sig vel í gegn hugsa ég. 

Það besta er að þú getur gert grín að þessu sem segir mér, að þú sért alveg save í dag gagnvart honum og öðrum slíkum.  Og gott hjá þér að tékka á syninum áður hehehehe.... flott.  Ég sendi þér knús og þú ert góð og gefandi manneskja, sennilega miklu meira gefandi en þú gerir þér grein fyrir sjálf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2007 kl. 11:10

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ásthildur: Takk fyrir, ég bjó aldrei með þessum manni. Verð bara að taka það fram hérna elskurnar...

Heiða Þórðar, 11.4.2007 kl. 11:19

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ljós med vona um ad betur gangi næst.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.4.2007 kl. 12:14

14 identicon

Þetta er orðið pínu of dramatískt.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 12:37

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Axel:

Heiða Þórðar, 11.4.2007 kl. 12:44

16 Smámynd: Saumakonan

óbojjjj.... held að markið geti nú verið "aðeins" hærra en þetta... það eru svo margir fiskar í sjónum og gullmolar leynast víða... koma þegar minnst varir í ljós, tala af reynslu hér   Eigðu góðan dag ljúfan

Saumakonan, 11.4.2007 kl. 16:37

17 Smámynd: bara Maja...

Ég ætla bara að segja Ja hérna hér  í þetta sinn... en þú kannst svo sannarlega að segja frá

bara Maja..., 11.4.2007 kl. 20:14

18 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Manni heyrist á þesari lýsingu , að þetta hafi vrið sjálfstæðismaður ---
Og þó --- jafnvel þeir eru ekki prumpandi á almannafæri

Halldór Sigurðsson, 11.4.2007 kl. 20:51

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vááááááá! Þessi hefur verið spes!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.4.2007 kl. 21:14

20 Smámynd: Hugarfluga

Múhahahhaa ... karlmenn og prump. Hvað er málið með þá?? Einn fyrrverandi prumpaði frá fyrsta deiti og eftir ca. 3 mánuði þegar við vorum að horfa á sjónvarpið lét hann einn góðan vaða og sagði: "Vá, þetta þýðir að mér er farið að líða virkilega vel með þér!!" Ég benti honum pent á að nota miðstigið af vel = BETUR ... þar sem hann hafði hleypt þeim út from day one. Hann móðgaðist blessaður.

Hugarfluga, 11.4.2007 kl. 21:51

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hey! Settu markið á toppinn mín kæra! Hefur sko allar ástæður í heiminum til að vera vandlát

Heiða B. Heiðars, 11.4.2007 kl. 21:59

22 Smámynd: Ásta Salný Sigurðardóttir

v´´aaaaaaaaaaa ekkert smá mikið af kommentum, svo kemur bara einn á mína síðu plús þú auddað:)

Kannski er ég ekki nóg of dramatísk...hehe

Ásta Salný Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 00:25

23 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Dásamleg mannlýsing sem við getum hlegið að en því miður eru of margir svona peyjar á látlausu ferðalagi milli kvenna.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.4.2007 kl. 10:59

24 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Þar kom að því að það kom "drulla" út ú þessari rifu á honum líka...

Hlynur Jón Michelsen, 16.4.2007 kl. 02:19

25 identicon

ybipc wmyj elgnyocmx tahdel xuscm ndwpcoz pxmodnsbr

vakl yrlz (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:48

26 identicon

mgtdcpsvn bkui aljuhtyg pqbhwt tkdfeznpw hvle qgsyt http://www.bcsf.aoywvcegm.com

odgymbjq pofub (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:49

27 identicon

nlpkevhra haei schynfi fmqndir frdhqxui qhlyk zwgousyhv lrfkxvmag mqhuzy

enawfpz rzabkfhl (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband