Ást og kærleikur - lifandi eða dauðir...

Það er nú ekki oft sem mér leiðist...en í kvöld leiðist mér smá Blush...eiginlega er komin nótt...

...ég segi það og meina; -ef ég væri ekki í svona afspyrnu góðum félagsskap myndi ég hengja mig...

...ég er semsé ein með sjálfri mér...Cool

Það er kreppa og það er skítakuldi og rok. So what?

Míns á nú samt rúmlega sléttan fimmara inn á kortinu sínu og hálfétið páskaegg og klink í buddunni...grindhoraðan kjúklingabónusræfil og epli.... Ekki veit ég hvað það kemur málinu við; en ég er að hugsa til ömmu. Siggu ömmu heitinnar. Hún var þvílíkt æði...kerlingarjálkurinn sá arna. Shitturinn hvað ég held að kerla yrði stolt af stelpunni sinni núna... Blush...nýútskrifaða skólastelpuna...með loforð um vinnu upp á vasann...ásamt fleiru....

Ég get ekki sagt að ég finni fyrir nærveru hennar, né get ég staðfest hvort hún svífi hér um reykjandi Winston í grænköflóttu pilsi með þvagleka og dömubindi um sig miðja, hóstandi úr sér lungu og lifur. En eitt veit ég ...það er hversu dýrmæt minningin um hana, er mér. 

Ég hef minnst á hana áður hér og geri það enn og aftur.  Í því tilliti finnst mér í lagi að nefna það að þegar maður er að minnast látinna ástvina er einsog manni beri að minnast þeirra með miklu meira en  tilhlýðilegri virðingu. Öllu heldur ofurvirðingu. Ljúga jafnvel og líma á viðkomandi einhverja bevítans vængi sem þeir kæra sig kollótta um. Hengja á þá blýþunga geislabauga á hangandi hausa. Ég skil ekki afhverju er ekki í lagi að segja hlutina einsog þeir voru...og eru.

Ég læt nú barasta ekki ræna mig því frelsinu og ætla að taka mér það bessaleyfi hér og nú. Stend og fell með hverju orði (sem mig grunar nú samt að verði ekki neitt mikið hvað þá merkilegt....).

Í sannleika sagt finnst mér nær að fólk tali við núlifendur einsog þeir minnast hinna dauðu. Segi hug sinn er kemur að ást og virðingu til þeirra sem eru þeim svo kærir... færi þeim þakkir og knús og kossa og kærleik þó ekki væri nema í krús. Líkt og dagurinn í dag væri sá síðasti.

En nei...við látum þá látnu njóta ástar okkar og virðingar... í minningargrein staðsettri í miðjum mogganum... ef vel tekst til....sér allur heimurinn hversu pennafær við sjálf erum og full af heimatilbúnum kærleik falin innan undir háfleygum orðum.

Þegar ég hugsa til  ömmu, verður mér óhjákvæmilega hugsað til pabba í leiðinni. Bevítans vitleysan sem manni dettur í hug á síðkvöldum sem þessum.

Þau létust með nokkra mánaða millibili, fyrst amma (sem ól mig upp að mestu) svo pabbalingurinn sem ekki einungis var yndislegur öðlingur heldur fyrirmyndar fylliraftur líka,  kannski var hann með líkþorn líka, þessi elska...Wink Í öll árin var hann hjúpaður ævintýraljóma...karlinn var flottur.

Málið er að við erum hver og eitt okkar erum svo yndislega mannleg að það hálfa væri hellingur.  Hvort sem við erum lifandi eða dauð.  

Þegar ég kíki á minningargreinar þær er ég skrifaði sem virðingarvott við þau og í þvílíkri sjálfsvorkunn...verð ég kjánaleg í framan. Ég minntist á tvær blikandi stjörnur á himnum sem samnefnara fyrir þau tvö. Mörgum kvöldunum, mánuðum og árum,  eyddi ég einsog fáráður og mændi upp í himininn á stjörnunarnar tvær með tárvotar kinnar, líkt og ég væri sú eina í heiminum sem hafði orðið fyrir missi.... ég talaði jafnvel til þeirra sem voru mér hvað kærust í þessu lífi. Sem þau voru auðvitað.

Ég tilbað þau einsog guðina mína, ráðfærði mig við þau og treysti þeim fyrir allt og öllu og engu.  Þegar maður tilbiður þá látnu einsog ég í þessu tilfelli -gefur augaleið að maður veitir sínum nánustu í lifanda lífi minni athygli.

Ég er hætt þessu ...

Eftir á að hyggja hefði ég kosið að hafa sagt þeim það beint: það er stóð í greininni...því vissulega elskaði/elska ég þau af alhug og heilu hjarta.

Að ofansögðu bið ég ykkur vinsamlegst að skrifa um mig minningargrein....núna! 

Knús og kærleik ég sendi ykkur inn í rokrassanóttina ykkar Wink ást og virðingu sendi ég á hvert ykkar...þó lifandi séuð...HeartSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert næstum því alltaf skemmtileg. Oft skín í gegn næmni þín fyrir lífinu.... og einstaka sinnum argar á mann þvílíkur snilldarpenni þú getur verið.

Þessi færsla inniheldur allt þetta.

Þegar besti pabbi hérna megin Alpafjalla dó í haust gat ég ekki hugsað mér að skrifa minningargrein til að pósta í mogganum. Hann var bara stærri en öll þessi slepjulegu orð sem mér datt til hugar að skrifa...af því að ég þorði ekki alveg að vera bara ég og skrifa minningargrein sem hefði orðið eins og skrattaskrift innan um allt hitt.

Þess vegna kaus ég að skrifa honum langt bréf sem ég geymi bara á desktoppinu mínu.

Heiða B. Heiðars, 1.4.2009 kl. 02:27

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Kvitt

Sporðdrekinn, 1.4.2009 kl. 02:52

3 Smámynd: Gísli Torfi

fyrir löngu búinn að Þinglýsa þér Heiða mín sem " þjóðfélagslegum  Pennavin Þjóðarinar"

Gísli Torfi, 1.4.2009 kl. 07:08

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða; takk ...ég hefði kosið að velja þann háttinn ...sem þú hafðir á.

Heiða Þórðar, 1.4.2009 kl. 09:06

5 Smámynd: Ómar Ingi

Knús á kellu

Ómar Ingi, 1.4.2009 kl. 12:09

6 identicon

Lífið er dásamlegt og þú ert yndisleg-a cool. Ég datt hér inná bloggið þitt eins og ég geri tvisvar á ári... og þvílíkt gaman að lesa.

Friðrik (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 17:49

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Æ knúsan mín hvað ég skil þig. Það er nákvæmlega komin nótt, vísu ekki rok hjá mér en sama kreppa. Bankinn sem sá um að veita mér mánaðarlega námslánabiðlund er horfinn og bankareikningurinn minn líka. Meðlagið sem ég fæ mánaðarlega er týnt í kerfinu. Heimabankinn minn er fullur af hálfóvirkum nýjum reikningum sem ég þekki ekki og virka illa. Ég mun samt lifa þar til ég hef kippt þessum hlutum í lag.

Ekki láta þér leiðast og alls ekki hengja þig..... í öllu námsbókaflæðinu og bloggfríinu gef ég mér samt tíma til að kíkja á þig fyrir svefninn þó ég geri ekkert annað hér inni. Þannig að það er ekki option að fara að láta sig hverfa. Ef þér leiðist - skrifaðu þá bók. Ég er viss um að hún myndi rokseljast. Sennilega ertu komin langleiðina með hana ef þú fléttar saman færslurnar þínar hér inni.

Veistu - ég átti líka svona ömmu. Yndislegustu ömmu í heimi. Og hún ól mig líka upp að miklu leyti þar sem hún bjó á neðri hæðinni og ég var alltaf þar. Hún var alltaf í Hagkaupsslopp. Hún var alltaf tilbúin til að gera eitthvað fyrir mig ef ég var leið. Lesa, spila við mig eða jafnvel fara í boltaleik inni í eldhúsi. Þegar ég var veik þá gat hún lesið fyrir mig hálfu næturnar. Ég er svo heppin að hafa átt hana. Ég vildi óska að hún gæti hitt litlu nöfnu sína sem liggur steinsofandi núna í mömmubóli. Hún yrði svo stolt.

Ég skrifaði enga minningargrein, var bara 14 þegar hún dó. Ég held að enginn hafi grátið eins mikið og ég gerði í jarðarförinni hennar - hvorki fyrr né síðar. Ég bókstaflega sá ekki fyrir tárum. Held að ég hafi gjörsamlega stolið senunni - en þannig leið mér bara. Og ennþá í dag sakna ég hennar og hugsa til hennar næstum daglega. Ég hugsa að henni þyki vænna um það en 100 minningargreinar. Og ég gæti heldur ekki skrifað minningargrein um þig við hæfi - sumt er bara ekki hægt, þannig að

Live on

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:31

8 identicon

Enn ein perlan frá þér, ég fer að ná í heila "festi"

Þú færð tækifæri til að tjá þeim þínar tilfinningar þegar þitt jarðneska líf endar og    þú svífur yfir í það andlega.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 01:54

9 identicon

Þú ert flottust!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 08:31

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk elsku englalufsurnar mínar

Heiða Þórðar, 2.4.2009 kl. 13:11

11 identicon

Vinsamleg tilmæli:

Ég veit, er ég dey, svo verði ég grátinn,
þar verðurðu eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig að leggja á mig látinn
þá - láttu mig fá hann strax.

Og mig, eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja
en - segðu það heldur nú.

Og vilji menn þökk, mínum verðleikum sýna,
þá verður það eflaust þú,
sem sjóð lætur stofna í minningu mína
en - mér kæmi hann betur nú.

Og mannúðarduluna þekki ég þína,
sem þenurðu dánum í hag.
en ætlirðu að breiða yfir brestina mína,
þá - breiddu yfir þá í dag.

smá innlegg

truntan (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 13:26

12 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér og hef haldið því fram lengi að við eigum að segja fallegu hlutina við fólk á meðan það lifir. Við setjum Evrópumet í mæringum þegar skrifa á minningargreinar (sem verða að berast mogganum innan örfárra daga frá láti) en getum ekki komið því í orð né verk að segja hluta af því beint við manneskjuna sjálfa þegar hún er lífs. Það er einmitt þá sem hún/hann þarf á viðurkenningu að halda.

Flott grein, eins og þín er von og vísa.

Olga Björt (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:10

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Eftir að hafa verið prófarkalesari á Mogga í 13 ár veit ég allt um minningargreinar sem vert er að vita. Mun fara létt með að skella saman einni góðri um þig þegar þar að kemur. Eða viltu kannski fá hana strax?

Helga Magnúsdóttir, 2.4.2009 kl. 14:28

14 identicon

Já, Heiða mín.

 Ég hef verið á fullu poweri síðustu daga og margt farið forgörðum í hamaganginum, en ég man nú eftir þér eiginlega daglega. Styttist í að ég hringi,líklega í kvöld 2 april .

Þorði ekki að hringja þann fyrsta . Aldrei að vita hvað hefði getað komið út úr því.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 14:55

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

...strax Helga

Þói hringdu seinnpartinn í kvöld Olga og truntusól; Knús (stórt)

Heiða Þórðar, 2.4.2009 kl. 17:09

16 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Alltaf jafn gott að lesa skrifin þín.   

Marinó Már Marinósson, 3.4.2009 kl. 08:48

17 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Minningargreinin bíður þangað til að bókin kemur út frá þér. 

Marinó Már Marinósson, 3.4.2009 kl. 08:58

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

díll :)

Heiða Þórðar, 3.4.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband