Guð er dauður!

Ég sat í þéttsetnum fyrirlestrasal í gær...fyrirlestur sem missti frekar mikið af athygli minni þegar ég heyrði að heimspekingur einn hélt fram (áður en hann drapst) að Guð sé dauður! Hugur minn fór á flakk og týndi einbeitni sinni....og staðnæmdist við fjölda baka...og var ég miklu frekar að spá í afhverju allir væru svona black, gráir, brúnir og safe dressaðir...heldur en nokkurn tíma hver af dömunum væri búnar að raka sig undir höndunum...

...þar sem eitt af heimaverkefnum gærdagsins var að fara á stefnumót fór ég á flug með date-inu mínu á fyrirlestrinum. Eftir stendur í glósubókinni sú staðreynd að Guð er dauður.  Jebbs... nemendur áttu að fara á stefnumót með sjálfan sig í eftirdragi. Meðvitað. Lifið mitt ef litið er til þessa er drullutöff.Smile

Það góða í stöðunni og vandkvæðalausasta eru að engar málamiðlanir eru þegar stefnumótin eru við mann sjálfan. Engin bið eftir að dateið mæti. Engar vandræðalegar þagnir. Engin grípur fram í fyrir manni. Aldrei spurning um hver borgar reikninginn. Ekki þarf að hafa áhyggjur afþví að mér verði boðið að ganga yfir logandi steina í framhaldi (júbb...það gerðist) ég gæti svarað gemsanum án þess að afsaka það...eða ekki. Ef stefnumótið hefði verið númer 1001 þyrfti ekkert að ræða það í löngum tölum í framhaldi hver væri ofan á eða undir. Ég get verið það allt í senn...ekki nokkrar rökræður um hver sefur á "blauta" blettinum...og svo videre...Wink Hvað eru þessir einfætlingar sem hlaupa einir að væla? This is fucking great!  Kannski ekki það besta -en alveg great samt.

Einn vinur kom með þá athugasemd að ég skildi taka með mér spegil út að borða og halda þing framsóknarmanna.  Ég álít að engan spegil þurfi til að halda þingið ...ég hefði ekki einu sinni þurft að mæta á svæðið. Ég er ennþá föst í brandaranum að flokkurinn sé hola. Ætla að vera það aðeins áfram. Þannig að í gær var haldið þing Framsóknarmanna á Lækjarbrekku með mig fjarverandi. Þar hafið þið það.  Borðið sat sköllótt og einmanna við gluggann. Kveikt var á einu kerti.

Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég ætti að bjóða mér út að borða. Fann það út að ekkert væri meira hallærislegra en að fara ein út að borða í háum hælum og borga brúsann sjálf...þannig að þeirri hugmynd var snarlega hent út og delete-að með einum takka. 

Ég elska spontant og óvænta hluti, þó að atriðið með að ganga yfir logandi steina heilli mig lítt. Ég kom sjálfri mér þokkalega á óvart eða þannig, þegar ég bauð sjálfri mér í bað með öllum græjum... þá er ég að tala um fjölnota og litríkar bubble kúlur...og einu stykki gulri rakvél sem smellpassaði inn í bubblið. Frumlegheitin  hjá minni kannski ekki alveg í botni... en lagaðist mikið og vel þegar ég sjálf og alveg alein og óforvarendes fleygði einnota pizzubjána úr frystinum sem hitti beint í ofninn, áður en ég kveikti á þokkalega rómatískri kertatýru...

Og svo á ég að skrifa greinagerð um athæfið... Cool

Gjörðu svo vel Heiða - Takk fyrir matinn Heiða. Góða nótt Heiða - Góðan daginn Heiða - Fallegar tær Heiða...Kysstu mig Heiða - ekki slefa svona yfir mig alla Heiða - ÉG get ekki sofnað....þú hrýtur Heiða...osfrv.

Óska ykkur ævintýralegrar viku með botnlausum óvæntum augnablikum mín elskuleguSmile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Eins og venjulega, skemmtilegur lestur krútta.

Þórður Helgi Þórðarson, 6.2.2009 kl. 09:25

2 Smámynd: Auður Proppé

Auður Proppé, 6.2.2009 kl. 09:48

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 6.2.2009 kl. 10:21

4 identicon

Margt verra en freyðibað og gul rakvél..........

Góða helgi elskuleg og sjáumst :-)

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:24

5 identicon

Minn GUÐ er mjög svo lifandi og góður og glaður.Góða helgi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:54

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var það ekki Nietze sem sagði að Guð væri dauður?  minn lifir í andanum.  Hafðu það gott elskulegust, góð að vanda.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2009 kl. 13:57

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ævilega ertu góð.  Guð já hann er bara þar sem við viljum hafa hann.
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2009 kl. 14:56

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Ef þú getur ekki skrifað um þetta þá getur það enginn.

Solla Guðjóns, 6.2.2009 kl. 16:37

9 identicon

Hæ, Heiða mín,eina.

Ég er búinn að komast að því að Guð er sprelllifandi,

og ég líka.

Knúskveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 17:30

10 Smámynd: Ómar Ingi

Alveg ljómandi

Ómar Ingi, 6.2.2009 kl. 18:18

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 6.2.2009 kl. 19:26

12 Smámynd: www.zordis.com

Þokkalega skemmtilegt deit!

Þú ert langflottust og segi nú bara eins og Sollan okkar ef ekki þú þá enginn!

www.zordis.com, 7.2.2009 kl. 10:19

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú hefur örugglega gott af því að lesa og fræðast um Fidda Niedze já, hann Simmi Fróði og svo margir fleiri eru gamlir kunningjar mínir!

Og já Heiða, rétt, ég er LIFANDI,ekki dauður enn né farin, fylgist með svo lítið ber á.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.2.2009 kl. 21:38

14 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú er alveg guðdómleg og hrýtur í þokkabót.     

Marinó Már Marinósson, 8.2.2009 kl. 17:44

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt,Knús og kossar:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2009 kl. 13:14

16 Smámynd: Aprílrós

Innlitskvitt ;)

Aprílrós, 10.2.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband