Hemmi Gunn er herðatré...

Ég rakst á frétt á visir.is og útúr henni les ég; Hermann okkar Gunnarsson er orðin einskonar herðatré þjóðarinnar. Hann er svo eftirsóttur að hann þarf að henda út vinum til að rýma fyrir öðrum. Ég eigna mér Hemma rétt einsog aðrir landar mínir. Sbr. "strákarnir okkar" -þar til annað kemur í ljós.  Ég á hluta í honum alveg einsog þið. Hlusta stundum á hann á sunnudagsmorgnum. En að ég fari og lesi spekina hans daglega til að koma mér í rétta gírinn fyrir daginn, er af og frá. Ég einfaldlega hengi mig ekki á fólk. Ég hengi mig á minn æðri mátt...ekki mannlegar breiskar skepnur.

Mér finnst frekar slappt og í raun bera vott um klikkelsi fyrir ofan meðallag þetta með að vísdómspunktar hans á feisbúkkinu haldi nánast lífi í stórum hluta "vina" hans. Ein setning sé slíkur áhrifavaldur fyrir sérhvern sem raun er. En allt gott er gott hvaðan sem það kemur...segi það ekki. Yfirlýsingar fólks eru þess eðlis að mig langar helst af öllu að kaupa spakmælabók spakmælanna...og dreyfa fríbís....er nokk viss um að með því framtaki... myndi ég tortíma mörgum úr glötun neikvæðra hugsana og vonleysis...ef það er allt sem þarf þ.e.a.s. Henda prósakinu og um leið henda jákvæðum statementum á spegilinn. Einnig mætti benda á Geðorðin 10.

Svo langar mig að bæta við; í öllum bænum; hvað fær fólk til að setja annað fólk í guðatölu? Það er algjört ábyrgðaleysi sem engin stendur undir.

Mamma mín er annars búin að sjá viðtalið.

Viðbrögð hennar komu mér gjörsamlega í opna sköldu. Bjóst við enn einni ferðinni á geðdeild...en svo er ekki. Hún er brjáluð! Sundurtætta fjölskyldan okkar er tættari en fyrr. Hatrið svífur allt um kring, umvafið blótsyrðum með hótunum um málaferli og vitleysu. Mér er troðið miðsvæðis...í hlutverk sem ég þekki mjög vel.  Hlutverk sem ég kæri mig ekkert um og hef sagt lausu fyrir aðra til umsóknar. 

Í þeirri stöðu sem ríkir núna innan okkar; fer ég ekki á Facebook og les fyrirsagnir vina minna eða annarra ekki svo mikilla vina minna í von um glætu; Nei ég  bið í trausti og trú um að allt fari á besta veg.

Love you guys. Mín er að massa þetta í fyrstu lotu námsins. Hamingjusöm sem aldrei fyrr...með hjartað yfirfullt af kærleikHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eitt labb upp á Grábrókina daglega, heill Hreðavatnshringur um helgi, anda & horfa á umhvefið, þefa upp í nefið rignínguna hreinsandi.

Það snjóar líka stundum, vera þá í bomzum.

Hef öngvar áhyggur af þér, hetjan mín.

Steingrímur Helgason, 5.2.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rétt hjá Steingrími! Þegar snjóar er gott að vera í bomsum.

Hvað ertu að læra?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 08:52

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú mátt eiga minn part í Hemma Gunn.

Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 10:43

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Einskonar heimspeki ...á vegum Listaháskóla Ísl og Háskólans í Bifröst (Prisma) geeeeeeeeeeeeeeðveikt. Ég fljúga í tímaleysi

Heiða Þórðar, 5.2.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Anna Guðný

Ég skil nú bara ekkert í því að ég skuli þó vera í þokkalegu andlegu jafnvægi, hvorki með Hemma sem fésvin né að ég hafi hlustað á hann á sunnudögum.  Mikið er ég sammála þér með guðatöluna. Það stendur enginn maður undir þessu.

En þú ert samt flott

Anna Guðný , 5.2.2009 kl. 12:09

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hemmi getur bara stofnað aðra síðu á bókinni.  Hemmi einn og Hemmi annar. 

 Þú ert alltaf jafn flott Heiða.    

Marinó Már Marinósson, 5.2.2009 kl. 18:15

7 Smámynd: Aprílrós

Ég hef Hemma á minni bók, var svo heppin að hann samþykti að vera vinru minn, en ég nenni ekki að fara vakna á sunnudags morgnum til að fara hlusta á þáttinn. Hann er bara vinur minn, enn sem komið er allavega ;)

Þú ert alveg frábær Heiða mín ;)

Aprílrós, 5.2.2009 kl. 19:24

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig langar ekkert í Hemma frekar en þér, en gæinn er svosem ókei. Vont að heyra að þú sért á milli, en þú ert svo dugleg gullið mitt, hef mikla trú á þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 21:53

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Allt sem ég þarf eru brosin frá börnunum mínum, ástin sem skín útúr augum þeirra og faðmlag frá eiginmanninum.

Hemmi hver?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.2.2009 kl. 01:17

10 identicon

Í þeytivindu "fjölskyldukærleikans"getur verið stormasamt.Og að vera í miðjunni í öllum hlutverkum er tætandi.Æðruleysi og æðri máttur geta hægt ferðina mikið.Jafnvel gert logn í sálinni meðan stormurinn næðir umhverfis.Hemmi hver?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 01:49

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 6.2.2009 kl. 16:34

12 identicon

Hæ Heiða.

Þú ert ferlega kúl.

*hugs* 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband