Hefurðu heyrt í tussunni?
25.1.2009 | 00:00
Mamma gaf mér Biblíuna sína fyrir um fjórum mánuðum síðan. Bíblíu sem hún hafði fengið í fermingargjöf árið 1963.
Ég hef ekki lesið hana eða þá sem ég fékk í fermingargjöf frá Imbu ömmu. Í nótt þegar ég skreið upp í rúm tók ég Biblíuna með mér. Ég opnaði bókina og innihaldið þ.e. Orðið sjálft datt úr kápunni í fangið mér. Ég hugsaði;
-uss..þokkalega slitinn þessi...ætli hún hafi lesið hana? Og svona rosalega mikið?
Á annari blaðsíðu hafði hún skrifað til mín orðsendingu sem ég hafði aldrei tekið eftir, svohljóðandi og orðrétt með skjálfandi rithönd;
Heiða Fallega og góða dótir ég Elska þig ástin mín og Sóldísar. Elsku dótir mín það er svo gott að gefa þér bók. Ég elska þig þú ert ég þakka elska þig þú. Jesús Elskar Fallegu dótir mína. Guð blessi þig.
Allar mínar bleikustu og mýkstu tilfinningar liðuðust um kroppinn þegar ég hugsaði til hennar í algjörum vanmætti þó. Þar sem ég veit að eitt það dýrmætasta sem við eigum er tíminn, ákvað ég að gefa mömmu smá tíma.
Ég trúi á Guð og alla hans gæja. Ég trúi líka og veit að þó ekki sé allt gagnlegt sem ég geri...er mér allt leyfilegt. Allt. Ég blóta ekki ( ok ok...reyni) ...lýg ekki, stel ekki...en þetta allt hef ég gert af þvílíkum eldi að skrattinn missti mikið þegar hann missti mig! Nei nei, segi svona....
...mamma blótar. Í dag var hún næstum búin að drekkja mér í blótsyrðum og neikvæðni.
-hefurðu heyrt í helvítis tussunni?
-nei mamma, hef ekkert heyrt í henni...(veit ekkert um hvaða tussu ræðir...-langar eiginlega ekkert að vita það...)
-djöfull er hún ógeðslega ljót og feit þessi. Sérðu hökuna á henni? Algjör viðbjóður! ojbarasta...(dama í sjónvarpinu)
-hættu að blóta...í öllum bænum....hættu að blóta!
Vitiði ...fyrir mér lítur þetta svona út;
Sá sem talar svona um niðrandi um aðra...er að tala í spegil um sjálfan sig. Líðan viðkomandi er hörmuleg og lítt eftirsóknarverð. Hvort sem hann er veikur á geði eða ekki. Og áfram elska ég hana mömmu mína...þó ég viðurkenni að ég gleðst yfir þeim rétti mínum að mega skella "kvóta" á þessa elsku...því undir venjulegum kringumstæðum forðast ég einsog logandi helvíti; kjaftablaður, baktal og neikvæðni...
Góða nótt og takk enn og aftur öll... hef nú þegar skilað kveðju til Gilla
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vitaskuld elskarðu mömmu þína! Maður elskar alltaf mömmu sína. Hún er jú sú einasta eina sem maður á
Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 00:13
Mér finnst svo frábært hvernig þú tæklar mömmu þína, hvernig þú elskar hana þrátt fyrir allt ....var ekki eitt boðorðanna á þá leið..heiðra skaltu föður þinn og móður, samt virðast sumir hugsa sem svo...... bara ef þau eru góð skemmtileg og heilbrigð. Þú hefur svo fallegt hjartalag Heiða..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.1.2009 kl. 00:20
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.1.2009 kl. 00:23
Mæður eru mæða mikil ...
Steingrímur Helgason, 25.1.2009 kl. 00:38
Við elskum alltaf mömmu okkar og það er né verður engin breyting þar á! Hrein og skilyrt ást svipuð ef ekki sú sama sem við gefum börnum okkar.
Tár sem gufar upp í andlegri gleði, gjöf til andans!
www.zordis.com, 25.1.2009 kl. 01:04
Við vitum allavega hvaðan þú færð orðaforðann þinn Dúlla
Ómar Ingi, 25.1.2009 kl. 01:18
Átin er skrítið fyrirbæri svona rétt eins og við mannfólkið, alveg óútreiknanleg. En mömmu ástin, ég held að hún sé alltaf til staðar, bara misjafnlega langt að sækja hana inni í hjartanu.
á þig
Sporðdrekinn, 25.1.2009 kl. 02:19
Sigrún Friðriksdóttir, 25.1.2009 kl. 03:06
Hún Heiða mín góðir landsmenn nær og fjær " er Engill"
Heiða er nánast allt sem endar á " ust"
Knús á Þig Heiða mín
Gísli Torfi, 25.1.2009 kl. 06:23
Hæ,Heiða mín.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 07:43
María Guðmundsdóttir, 25.1.2009 kl. 09:57
Sendi þér stórt knús og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2009 kl. 10:54
Ómar ég hló! Ertu nú að skilja hið stóra samhengi?
Takk elsku öll; mitt fallegasta fólk
...ég elska mömmu ekki afþví ég á að gera það og mér er það skilt; ég elska hana óendanlega afþví ég tók ákvörðun um að gera það alltaf, þrátt fyrir allt og allt. ÉG finn fyrir því í hjartanu... og ég sýni henni það í verki
Heiða Þórðar, 25.1.2009 kl. 11:02
Já, mamma. Ég elska mömmu mína líka. Vildi samt óska þess að hún væri á lífi.
Anna Guðný , 25.1.2009 kl. 12:07
Ég elska mömmu mína og fjölskyldu mína ofar öllu.Tú elsku Heida ert engill (Í persónu samt)sem ég elska ofar öllu.Tad er bara enginn manneskja sem hefur snert mig svona mikid á sídustu árum eins og tú.Ég er svo takklát ad vera endurnýja okkar kinni.
Takk fyrir ad vera til kæra Heida og leifa mér ad taka tátt í tínu lífi.
Knús og stórt kram
Gudrún Hauksdótttir, 25.1.2009 kl. 13:06
Gott að vita af þér hlæjandi á milli atriða
Já nei ég skil ekki stór samhengi og er slappur í littlum samhengjum líka er líklegast bestur í að hanga eða ganga
Ómar Ingi, 25.1.2009 kl. 13:40
Vá! takk elsku Guðrún og ég ELSKA YKKUR ÖLL!
Ommi; blótið þ.e... en hef skánað helling...
Heiða Þórðar, 25.1.2009 kl. 14:10
Solla Guðjóns, 25.1.2009 kl. 14:30
Frábært hvernig þér tekst að takast á við þetta allt saman duglega stelpa
Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 15:47
Þú gætir tekið upp á því að fækka blótsyrðum með því að skammstafa þau: fyrsta skref.
Sálin í þér er svo ljúf að þú mátt ekkert vont vita.
Marinó Már Marinósson, 25.1.2009 kl. 16:20
Kærleiks ástar knús Heiða mín ;)
Aprílrós, 25.1.2009 kl. 18:16
Heiða þú ert algjört æði, við veljum okkur ekki mæður ( nema bara mín börn gerðu það ) ekki ég segi það satt.
egvania, 25.1.2009 kl. 18:54
knús frá mér
Heiða Þórðar, 25.1.2009 kl. 23:44
Heiða ég hef ekki getað látið vondu orðin sem mín segir við fara útum hitt eyrað stundum er hún ósköp góð en svo veit maður aldrei hvenær maður "lendir í henni" og þá tek ég hana svo nærri mér að ég leggjast i veikindi og breyði yfir haus, og vil bara vera þar. enda fátt viðbjoðslegra en ég í hennar augum. Samt er þetta manneskja sem mætir á allarvakningarsamkomur og er þá með spariframkomuna, voðalega almennileg og sæt, hún er ein af þeim sem lemur fólk með Biblíuversum. já þetta er skrýtið ég var farin að hata Biblíuna þangað til ég fór að lesa hana alla og komst að því að móðir mín hvaði eftir hentisemi slitið texta úr samhengi til að nota þá í sína þágu til að "ná stjórn"
Guðrún Sæmundsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:30
Sæl Heiða mín.
Þú ert til fyrirmyndar gagnvart móður þinni.
Ég elskaði móður mína og elska minningu hennar. Ég sakna hennar þó það séu 40 ár síðan hún þurfti að fara frá okkur vegna veikinda. Það var svo sárt.
Megi almáttugur Guð styrkja þig og styðja.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:34
Það er ótrúlega gefandi að lesa þessi skrif þín. Þau bæta sálina og gefa manni einhvern kraft. Hreint og beint og eitthvað svo áreynslulaust. Þú heldur áfram að skrifa. Annars er mér að mæta. Eigðu góðan dag og alla daga. kv. Thorberg
Bergur Thorberg, 26.1.2009 kl. 08:37
Vá hvað þetta er rétt hjá þér með spegilmynd þess sem talar illa um aðra. Það þarf sko ekki mjög veika manneskju til þess. Mér finnst ógnvænlegt hversu margir hlakka yfir óförum náunga sinna, meira að segja ættingja og vina.
Þú ert best
Olga Björt (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 09:03
Það eru engin orð yfir hvað þú ert frábær Heiða mín.
Allavega kennir þú fólki að hugsa, hugsa svolítið um hvernig það tekur á sínu lífi. Þú ert nú lík henni ömmu þinni aldrei breytti hún elsku sinni í garð sinna og ef mamma þín hefði ekki lent svona illa út úr lífinu þá hefði hún örugglega ekki verið svona hræðilega skemmd og bitur.
Ljós til þín bestust.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.1.2009 kl. 10:27
Það er svo erfitt að horfa framhjá sjúkdómnum ljóta og öllum þeim fylgifiskum sem honum fylgja,og elska manneskjuna en hata sjúkdóminn.Þú ert svo frábær
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 08:09
þetta er góð og þörf umræða hjá þér Heiða, ég held að mikilvægast sé til að lifa góðu lífi þrátt fyrir að eiga geðveikt foreldri sé að vera heiðarlegur við sjálfan sig, ég fór í afneitun til að þola við, og tileinkaði mér einhvern "þroska" eða "kærleiksframkomu" þar til að á endanum upplifði ég engar tilfinningar, gat bara ekki fundið neina gleði eða hryggð og það er ekkert líf.
Enginn á að láta allt yfir sig ganga endalaust, barn geðsjúkra verður að segja hingað og ekki lengra!!! Þú talar ekki svona við mig eða í mín eyru!! Síðan er það hluti af bata "barnsins" að fyrirgefa í hjarta sínu en það er ferli sem að bænin hjálpar svo sannarlega við, þegar því ferli er svo lokið, kemur svo aftur hæfileikinn til að finna sanna gleði og frið.
Guð blessi þig mín kæra Heiða og allt sem þér er kært
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.1.2009 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.