Svo mörg voru þau orð...
24.1.2009 | 02:40
Undarlegur dagur, fimmtudagurinn. Sumir myndu eflaust segja mig þokkalega velfulla af meðvirkni -ég segi að ég hafi samvisku og sýni samkennd. Nema þessar tilfinningar séu allar samblandaðar, sittlítið af hvoru og hnoðaðar saman í bolta sem hefur tekið sér búsetu í hjartanu mínu. Ég allavega beið og beið...
...tók mér stöðu við blaðastand í Kringlunni uppúr hádeginu. Horfði á fólkið úr leyni (konur - dömur - stelpur) fletta Vikunni. Fékk mér pylsu með öllu og litla kók í gleri og horfði og hugsaði. Hugsaði til mömmu. Vissi sem var að hún svæfi á sínu grænasta korti, enda farið á kaffihúsið sitt kvöldið áður. Ég þekki "systemið". Ég kannaði viðbrögðin gaumgæfulega á andlitum þeirra er fléttu blaðinu. Taldi hversu margar keyptu. Ég "afturkallaði" kaffihúsferð með vinkonum og beið og beið ...seinna um kvöldið; bíóferð með Lindunni minni. Stóð vaktina...
...svo beið ég. Og ég beið aðeins meira....
...reif ísskápinn fram á gólf og tók hann úr sambandi. Á meðan hann afþýddi sig alveg sjálfur verður mér litið niður á tærnar á mér þar sem ég stóð við vaskinn. Hörmung var að sjá þetta. Lakkaði á mér táneglurnar. Áður en ég vissi af var ég farin að þrífa klósettið. Óð úr einu í annað. Kom helling í verk...síminn hringdi án afláts en ...
...aldrei kom símtalið.
Ég var og er búin að hugsa þetta allt um kring. Frekjulegar fyrirsagnirnar hringsnúast í höfðinu á mér...vona að hún sjái þær aldrei! Veit ekkert hvað ég ætla að segja, hvað ég á að gera; veit þó að ég hleyp til. Annað veit ég; hún hefur reynt að taka sitt eigið líf af minna tilefni en þessu.
Kannski skálda ég eitt stykki nýtt viðtal í gegnum símann... kannski lýg ég mér þvert um geð. Réttlæti lygina fyrir sjálfri mér það með því að segja að víst ljúgi ég að barninu mínu að jólasveinninn sé raunverulegur. Kannski reyni ég að sannfæra hana um að hann sé ekki hann....kannski kannski kannski....kannski segi ég að blaðamaðurinn sé vanviti. Kannski að þetta sé allt saman draumur. Vondur draumur...
Svo kom símtalið.
Ég horfði á símann...svaraði hikandi og lágt; hlustaði eftir tóninum hennar í röddinni; Skildi hún vita af þessu?
-hæ ástin mín...varstu að koma heim úr vinnunni...ætlaðir þú ekki að koma? (glaðleg)
-hæ... já...og já ....ég veit.... ég ætlaði að koma en....sko....ég hérna...
-ohh...ég var að vonast til þess! Ég er búin að vera að bíða eftir þér...(ásakandi)
-fyrirgefðu...
....hún veit ekki neitt....ennþá. Ég vona að hún komist ekki að neinu, aldrei.
Ég talaði við flottasta gæjann í bænum í kvöld. Gæjann á efri hæðinni. Hann Guð.
....ég bað hann um að passa upp á hana og vernda, ...svo sleppti ég beiðninni út í loftið...nú er ég að rembast við að treysta og trúa því að ég verði bænheyrð og hafi hitt beint í mark. Sé á topptíu vinsældarlistanum. Kraftaverkin eru jú alltaf að gerast...
Hún fór að spyrja mig hvað við systkynin vildum borða á sextugsafmælinu hennar í maí...þ.e. þrjú af sex.
-leyfðu febrúarmánuði að koma ...og mér að eiga afmæli áður en þú ferð að hafa áhyggur af því elsku mamma mín...
-já auðvitað.... þú verður víst fertug í febrúar...
Svo mörg voru þau orð.
Hjartansþakklæti til ykkar allra fyrir kærleiksríkar kveðjur til okkar Gísla. Sendi ykkur öllum knús í krús og kossa í kassa... Takk - takk - takk
Athugasemdir
Elsku dúllan min ;)
Aprílrós, 24.1.2009 kl. 08:16
Þú ert sko á topp tíu. Við erum það nefnilega ef við leyfum okkur að vera þar. Hann er bestastur. Hafðu góða helgi.
Kristín Jóhannesdóttir, 24.1.2009 kl. 08:54
Góda helgi Heida, hafdu thad sem best , alltaf
María Guðmundsdóttir, 24.1.2009 kl. 09:54
Þú er frábærlega stemmd haltu því áfram
Steini (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:37
Elska þig Heiða mín, þú ert stórkostleg manneskja. Farðu vel með þig, rosalegavel.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 10:40
Hæ skvís. Eins gott að þú lakkaðir á þér táneglurnar. Annað hefði verið hroði. Auðvitað hefur þú áhyggjur af því hvernig mamma þín mun taka þessu blaðaviðtali, verandi sú hjartagóða manneskja sem þú ert.
Mín kynni af svona persónuleika er hinsvegar sá að það er alger afneitun í gangi og hefur alltaf verið. Hefur hún nokkurntíma viðurkennt að hafa gert eitthvað á hlut ykkar? Slæmu hlutirnir eru "gleymdir" annaðhvort í alvöru eða vegna hentugleika.
Auðvitað verður hún grautfúl - smá drama kannski líka, því það er heppilegt. Svo er þetta náttúrulega kjörið tækifæri til að detta í það (ef hún drekkur ennþá). Að öðru leyti ristir það svo ekki djúpt. Frábært að fá að vorkenna sér yfir því hvað aðrir eru vondir við hana.
Elsku Heiða mín - kannski er ég of opinská. En þetta eru mín kynni af svona persónum. Þú og bróðir þinn eruð æði. Hann þarf að losa um þessi mál og um að gera að styðja hann í því. Ekki hafa áhyggjur Heiða mín. Þetta verður allt gufað upp eftir smá tíma.
knús,
Lísa
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.1.2009 kl. 10:51
Þetta verður allt í lagi treystu því og allt fer á besta veg!
Hjúkk að þú lakkaðir táneglurnar því eins og við vitum þá eru ólakkaðar táneglur ekki í boði.........!
knús og kveðja, hlakka til að sjá þig í næsta kaffi hitting!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:48
Engin spurning þú ert á topp 10.
Hafðu það gott um helgina
Anna Guðný , 24.1.2009 kl. 12:30
Kannski elsku Heida mín væri best ad mamma tín kæmist ad tessum skrifum ykkar Gísla tá færi miki hugleiding í gang milli ykkar allra og , ,og kannski væri tad besta hreinsunin ,líka fyrir mömmu ykkar.
Tetta er svona ein af stödunum sem hugsanlega gætu komid upp.En elsku Heida tú ert svo mikid í huga mér tessa daganna og ætla ég ad gledjast med tér yfir fyrirgefningunni sem er alltaf og ég segji alltaf á topp tíu hjá mér.
Sendi tér allar mínar hlýju hugsanir og hjartanskvedjur frá Jyderup.
Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 12:35
Þetta fer allt vel ég veit það!...hún sér atburði og hluti ekki einsog aðrir.
Til að mynda atriðið þegar ég hélt upp á afmælið; í hennar var ég ákaflega myndarleg. Ég hinsvegar var barn...hrætt barn. En ég skil...
...mín vegna má hún fá sér í glas...enda væri það flott bara. Mamma er léleg "fyllibytta" í dag. Drekkur lítið. Fyrst og síðast er hún geðklofi.
...ég er þakklát Guði fyrir að vegna sjúkdóms hennar þurfi hún aldrei að horfa á gjörðir sínar .... það væri engum lagt á herðar.
Love you öll og að endingu hún er yndislegrétt einsog þið.
Heiða Þórðar, 24.1.2009 kl. 14:41
Búinn að fatta þetta með manninn sem mun falla af himnum ofan og að þú sérð hann í öllum. Gott að hafa einn svona á efri hæðinni.
Greip ofan í Vikuna í gær, mjög einlægt og opinskátt viðtal. Fékk hnút í magann en bróðir þinn er flottur strákur og þú auðvitað líka. Engin smá lífsreynsla þetta.
ps. Það er óhollt að borða mikið af pylsum. hehe
Marinó Már Marinósson, 24.1.2009 kl. 14:58
Það hefur ekki selst ein vika í minni búð!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 17:02
Ég vona svo sannarlega að þú verðir bænheyrð
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.1.2009 kl. 17:39
Síðan ég sá viðtalið við þig í Kastljósinu hefur mér oft verið hugsað til þín. Mér finnst þú hafa komist ótrúlega heil frá þessari reynslu þrátt fyrir að ég hafi aldrei þekkt þig almennilega :) heldur bara kynnst þér lítilllega í gegnum bloggið undanfarið. Ég vona að þú haldir áfram í bjartsýnina og haldir baki og tám eins flottu og hægt er :) he he he Stuðningskveðjur að norðan!
Kristín Guðbjörg Snæland, 24.1.2009 kl. 18:24
Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 21:06
Ég væri iðandi af kvíða við svona aðstæður, er oft kvíðafull af nánast engu tilefni. Við erum öll "guðs börn" og því miður er hlutverkum úthlutað á undarlegan hátt.
Knús á þig elskuleg.
www.zordis.com, 24.1.2009 kl. 21:10
Mig langar að kyssa ykkur öll með faðmlagi
Heiða Þórðar, 24.1.2009 kl. 23:05
Ég var að lesa viðtalið við falllega bróður þinn.
Nú gæti ég skrifað ritgerð.
Það sem mig langar þó fyrst og síðast að gera er að slengja blaðinu í andlitið á þeim 25-30-40 ára gömlu foreldrum sem eru að ala börnin sín upp í þessum aðstæðum í dag.Þekki því miður of marga og vona að þau lesi þetta og þau hugsi sinn gang.Rækilega
Bróðir þinn er mjög heill í sinni reynslu og ég dáist að svona characterum sem hreinlega neyta að láta mótlætið buga sig.
Ég vona líka þetta viðtal beri aldrei fyrir augu móður ykkar.
Megi ást og kærleikur umvefja ykkur
Solla Guðjóns, 25.1.2009 kl. 00:20
Ég held að þú ættir að skella þér á CODA fund (sagt í glettni en öllu gríni fylgir einhver alvara)
Sporðdrekinn, 25.1.2009 kl. 03:01
Langar að segja þér að vinnufélagi minn kom til mín í dag. Fullorðinn maður. Má segja af gamla skólanum. Hann hafði verið að lesa viðtalið til bróðir þinn fallega. Komst ekki í gegnum það. Fór í framhaldinu inn á síðuna þína.
Hann vissi ekkert um mín ''kynni'' af þér. hann bara vantaði að tjá sig um málin. Hann var sjokkeraður. Og ennþá sjokkeraðri var hann þegar ég benti honum á að því miður væri þetta enn að gerast út um allan bæ.
Og ég hugsaði: þarna er einn af mörgum sem var vakinn upp af værum blundi, ef svo má segja. Góðhjartaður maður sem hefur séð ýmislegt og upplifað ýmislegt en hefur ekki viljað sjá hversu mikil grimmd getur viðgengist gagnvart börnum.
Og ég hugsaði: þetta er tilgangurinn með því að fólk opni sín innstu hjartasár fyrir alþjóð. Að fá fólk til að sjá, heyra, skilja og í framhaldinu hafa augun betur hjá sér fyrir komandi kynslóðir. Önnur lítil börn.
Knús
Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.