Enn er hægt að kenna hvolpi að mjálma ;)

Ég veit ekki hvort ég á að láta það uppi en...ok ok...

...ég er greinilega að vitkast örlitið og þroskast. Ég fjárfesti nefnilega í húfu í vikunni...W00tog það sem meira er; ég er búin að nota hana ....einu sinni. Og; ég var flott með hana...Wink

Í annan stað; hef ég verið sú sem hlæ þegar Linda og fleiri skunda á golfvöllinn í einhverjum óútskýranlegum fíling, mér mjög svo framandi. Ég hef ekki beint hrækt á eftir þeim (sbr. óska velfarnaðar í sjómennsku)en ég hef komið með skot einsog;

-passaðu þig á að fá ekki kúluna í rassgatið elskan... 

Brölt fyrir mér upp á topp Esjunnar eru sóun á waist, ég meina common, gellurnar fara ekki með gloss þarna á toppinn hvað þá meir!...svo ég tali nú ekki um "hælaleysið" ! Ein vinkonan fór að læra eitthvert flugdrekasport sl. sumar, bráðdrepandi andskoti og vildi mig með. Nobb!  Og svo mætti lengi telja. Bjó nú um tíma með maraþonhlaupara og mátt hann sín lítils þegar ég kom með góðlátlegt grín einsog;

-bráðslítandi fyrir liðina, eyðileggur hnén osfrv. auðvitað ertu slæmur í baki, búin að hlaupa einsog motherfucker!

Sem sé ég er gangandi grind á móti hollusu og sprikli af öllu tagi. Mín líkamsrækt hefur alltaf falist í gönguferðum. Helst ein eða með dóttur minni. Úti í náttúrunni. 

Mín útskýring á þvi að mig væri aldrei að finna í líkamsræktarstöðvum bæjarins var að  mig langaði lítið að deila sturtuklefum með berum kvenmannsbossum...

...og er það satt.

Samt sem áður hef ég nú ákveðið að halda upp á næsta stórafmæli og lífið sjálft með prompt!

Jesörí...mín er á leið í ræktina... og trúið mér; þetta er stórt skref og mikil opinberun!

...skjótið mig í hausinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heiða,

Gloss er algert möst á fjöllum amk hef ég aldrei farið án þess !

Já mér er skapi næst að skjóta þig, ræktin hvað.........en til hamingju með þessa ákvörðun, megi hún verða þér til mikillar gleði og ánægju!

kær kveðja,

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe...takk hælar á fjöll?

Heiða Þórðar, 20.1.2009 kl. 13:38

3 identicon

Nei hælar á fjöll er ekki alveg að virka, en það er hægt að vera smart á gönguskónum með glossið sko ! Alveg satt, hef prófað.......

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:17

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

..fór einu sinni í veiðiferð á hælum...virkaði ekki...

...trúi þér darling

Heiða Þórðar, 20.1.2009 kl. 15:37

5 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Þú fær ekki skot frá mér - alla vega ekki í hausinn
Get glatt þig á því að ég hef aldrei fengi kúluna í "rassinn" og þó að það sjáist ekki á rauðnefja myndum af mér á fjöllum - þá fer ég aldrei ómáluð út úr húsi og ekki heldur á fjall.

Þú ert algjör snillingur að drífa þig í ræktina - hlakka til að sjá þig í 80´s gallanum á hlaupabrettinu - því ég hef sko lúmskan grun um að mér eigi eftir að takast að draga þig með gloss og rúllur í hárinu á fjall áður en árið 2009 verður allt.

Linda Lea Bogadóttir, 21.1.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe - nobb

Satt að segja er ég hálf fúl yfir því að þú hafir aldrei fengið kúluna í rassgatið sko....

Heiða Þórðar, 21.1.2009 kl. 00:28

7 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Blessuð vertu... aðalmálið með hreyfingu er að finna eitthvað sem manni finnst skemmtilegt og sem maður heldur áfram að gera.... kannski er frekar málið að endurnýja bara gönguskóna :).......

Kristín Guðbjörg Snæland, 21.1.2009 kl. 15:08

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

...já nákvæmlega!

Heiða Þórðar, 21.1.2009 kl. 16:48

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þú ert þá komin skrefi lengra en ég Heiða mín.  Ég vil hafa líkamsræktina náttúrulega og ókeypis:)

Fitubrennsla - hlaupa á eftir skottinu út og suður.

Magaæfingar - tína allt dótið upp af gólfinu þúsund sinnum á dag.

Handleggir - druslast um með innkaupapokana í annarri og skottið í hinni.

Fingur - blogg, heimaverkefni og fl.

Mjaðmir, rass og læri - bannað innan 18.......

stórt knús

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband