Það er hægt að kenna konum að halda kjafti...

Ég segi það og meina; ég elska mánudaga! Mitt í miðju skipulagslausu lífi mínu, sem er annars er æðislegt -er ég! ...en nokk mikið týnd. Þetta er svolítið skrítin tilfinning. Ég finn mig þó alltaf á endanum ...en týni mér svo aftur jafnhraðan. 

Að vera bara ég á þessum tímum er ljúft og gott en samt smá ógnvekjandi. Ég er einhvernveginn svo frjáls og óháð, samt svo mikið ein á mínu priki.

Allir vegir eru mér auðvitað fljúgandi færir einsog öðrum fiðruðum fuglum og enga mannbrodda hef ég undir háum hælunum, þá hálka sé.

Ég fann sjálfa mig seinnipart dags, þar sem ég hafði stungið nefbroddinum ofan í Orðabók Andskotans. Tipla hér niður tánum á skilgreiningu kvenna samkvæmt bókinni...  (ögn fært í mín "föt"):

Konan er skepna sem venjulega heldur sig í nálægð mannsins og lætur að nokkru leyti - en fremur litlu - að tamningu. Margir eldri dýrafræðingar eigna henni eftirstöðvar auðsveipni, sem hún hafi öðlast á fyrri tímum einangrunar. ...náttúrufræðningar hinsvegar neita henni um þessa dyggð og staðhæfa að svo sem hún hafi öskrað í dögun sköpunarinnar, eins geri hún nú! Tegundin er útbreiddust allra rándýra, morandi  í öllum hnattarins álfum. Allt frá kryddfjöllum Grænlands til siðferisstranda Indlands. Alþýðunafn hennar (kvenmaður) er villandi, því að kvikindið er af kattarkyni. Konan er mjúk og þokkafull í hreyfingum, einkum ameríska afbrigðið. Er alæta og það er hægt að kenna henni að halda kjafti!

Svo mörg voru þau orð...Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

hahahahahaha góð ;)

Aprílrós, 12.1.2009 kl. 20:07

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ætli fyrstu orðin sem Heiða B sem ungabarn hafi lært og sagt sé Haltu Kjafti

Ómar Ingi, 12.1.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hvurslags bókmenntir ertu að grafa þig niður í kona?   

Marinó Már Marinósson, 12.1.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Berglind; neibb!

Ómar; ég fékk romm og kók með brjósta-mjólkinni...fyrsta sem ég sagði var því; meira, meira, meira! svo ropaði ég hressilega...

Marri; ef þú bara vissir! Nú er það  Lögmál Andans

Heiða Þórðar, 13.1.2009 kl. 00:25

5 identicon

Hæ.Hó.korreríó,úps.

Þa,bara svona---------------------------------------kona !......

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 05:38

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe nei vá! Slepptu honum lausum...í guðana almáttugsbænum!

Heiða Þórðar, 13.1.2009 kl. 19:12

7 Smámynd: Ómar Ingi

hehehehe 

Ómar Ingi, 13.1.2009 kl. 22:02

8 Smámynd: www.zordis.com

Jahá! Er semsagt átt við Homo Sapiennu kvendýrðarinnar ... Ég held ég ropi bara ... gamall hundur og þegjandi kona er undarlegur félagsskapur tveggja tegunda! Nákvæmlega!

www.zordis.com, 14.1.2009 kl. 12:25

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Heiða !!! Við förum ekkert að halda kjafti og étum ekki allt sem fyrir okkur er borið

Solla Guðjóns, 14.1.2009 kl. 14:06

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ekki sjens!

Heiða Þórðar, 14.1.2009 kl. 22:53

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ó-já.  Ég er sko viss um að það er ríkulegt magn af kattargenum í okkur.  Allt ofangreint og svo það að við komum jafnan niður á fótunum - höfum jafnvel níu líf.  Þegjum ef það er gáfulegt og hentar okkur (ekki að það sé lærð kúguð hegðun).

Svo - ein kisa við aðra kisu - GÓÐUR......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.1.2009 kl. 01:36

12 Smámynd: Gísli Torfi

Elsku Heiða mín

Que dios te Bendiga

Gísli Torfi, 15.1.2009 kl. 09:29

13 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Ekki séns að hún geti "haldið k j ". Enn mjúk er hún og yndisleg þó amerísk sé hún ekki.

Þ Þorsteinsson, 15.1.2009 kl. 16:30

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er afskaplega fróðlegt. Ég þegi ekki einu sinni þegar ég sef, þá hrýt ég.

Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 16:58

15 identicon

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:13

16 Smámynd: egvania

Heiða ég er ferleg get aldrei haldið kjafti

egvania, 16.1.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband