Svartur köttur og tveir glærir fiskar...

Maður skildi fara sér varlega í óskum sínum. Mínir nánustu hafa ekki farið varhluta af samskiptum mínum af Emil úr Kattholti. Tilfinningar mínir til hans voru alla tíð blendnar. Ég elskaði hann ekki beint þegar ég var að þrífa pissu- og kúkakassann... ekki heldur svo mikið þegar hann malaði svo hátt við eyrað á mér að hann hélt fyrir mér vöku...

...mest var ástin þegar hann lá einhversstaðar víðsfjarri og svaf sem dauður væri.

Svo kom helvítið hann Jón með tveggja metra hælaháan mann, sér til halds og trausts... til að gera langa sögu stutta mættu mér reglugerðir á hvítu A4 blaði...ekkert dýrahald og þar með var draumurinn eða martröðin úti, eftir því hvernig á það er litið. Mín bros og mitt smjaður máttu sín einskis. Kötturinn skildi út. Og hann sem var farin að sofa út í eitt...hættur að kúka og pissa...og ég því farin að elska hann til jafns við hægra eyrað á mér.

Ég gat ekki horft í augun á honum, hvað þá farið með hann sjálf til fyrri eigenda. Ég fékk samviskubit og var töluvert sad í hjartanu. Og ég segi það með sann og meina; það var sárara að kveðja eins-kílóa-katta-kjétið...en flesta fyrrverandi kærasta! Emil fékk þó allavega koss fyrir samveruna... eftir á hyggja stóð ein skær tilfinning uppi sem sigurvegari sem á við í báðum tilfellum; gífurlegur léttir! 

Svo voru það fiskarnir...þessir tveir sem eftir lifðu af þeim upprunalegu þrjátíu...í íturvöxnu XXXXXL búri.

Ég elskaði þá ekki shit...fannst þeir frekar sjónmegnum en eitthvað annað. Það var helst skærbleiki kafarinn sem átti troðfulla kistu sem í hafði að geyma gull... og sat í botninum sem höfðaði til mín. Ég var farin að fá efasemdir um þetta stofustáss...sem var lítil prýði. Botninn sló algjörlega úr ferlíkinu þegar ég fékk til mín "söngfugl" einn um hátíðirnar og hún spurði;

-Heiða eru engir fiskar í búrinu...

-uhhh, jú jú...þeir eru sko tveir þarna einhversstaðar... bara leita...

...og hún leitaði og fann og sagði svo kurteisilega og frá sér numin;

-já, ég sé þá núna,  þeir eru glærir!!!

Ég ákvað að þrífa búrið í gær, tók þá ákvörðun að þeir glæru fengju að lifa þar til þeirra dagur kæmi. En fyrst voru fataskápar allir sem einn á heimilinu teknir með trukki, íbúðinni var breytt og snúið við, þrifin í hólf og gólf...svo endaði allt aftur í nánast upprunalegu horfi. Eldhúskápar, baðherbergisskápar...ALLT. Hent-hent-hent. Fötin mín fá þeir sem minna mega sín. Svo var ráðist í búrið. Um klukkustundar daður við fiska og búr og snudderý...allt orðið spikkenspann, sótthreinsaði hvern einn og einasta stein.

Rómantískar hugleiðingar voru að birtast mér. Ég ætlaði að kaupa; feita, stóra og vænlega gorma í öllum regnbogans litum. Þeir skildu synda í  búrinu, sælir og brosandi og heita; Dúlli, Daddi og Diddi og kannski einn tilli... ég ætlaði að fæða þá með úrvals vítamínbættum fiskimat af flottustu sort og elska þá alla til æviloka. Ég var alsæl.

Ég kom búrinu fyrir á annan stað og fór að bera í hana margar, margar fötur með vatni ...nokkrar ferðir. Ekki of kalt -ekki of heitt.  Ég var rifin upp úr hugsunum mínum... þegar blotna í fæturnar...í æðisbunukastinu hafði myndast sprunga í búrið...sem stækkaði og stækkaði og byrjaði loks að öskra á mig...loks fór að flæða...um allt gólf! 30 ltr. takk fyrir!!!

...ekki frekar en þegar Emil fór....gat ég horft í augun á fiskinum þegar ég sturtaði þeim niður í klósettið...blessuð sé minning þeirra.Wink

Óska þess að þið eigið ævintýralega skemmtilegan sunnudag Heartknúsist, elskist og kyssist...það er  svoooo óendanlega gott Smile...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

æi.. reglugerðafíflin eru út um allt.. íslendingar virðast setja reglugerðir til þess að skaprauna öðrum.. ég fæ mér td ekki hund vegna þess að ég nenni ekki að hlusta á tuðið í nágrönnunum.. ég fæ mér ekki kött því ég er ekki hlynntur því að kettir fái að vaða um allt óboðnir.. en aldrei nokkurn tímann mundi ég setja út á köttinn þinn eða nágrannans.. 

Þar sem ég hef búið erlendis þá koma norðmenn næstir okkur í röfli og klögum út í nágrannana.. en eru samt skárri þegar kemur ða dýrahaldi.

Svíum virðist almennt vera sama um það hvort nágrannin hafi stóran hund uppi á 12 hæði í blokk.. dýrahald er þeim eðlilegt.  

Íslendingar eru smáborgarar 

Óskar Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Auður; ég og dýr erum fullreynd sambúð

Óskar það fyndna er; karlinn (formaður húsfélagsins) sagði mér svo í óspurðum fréttum (daginn eftir að kötturinn fór) að hann væri að hugsa um að fá sér hund, fyrir konuna! Mér vakti það eitt til að fá kattargemlingin fyrir dóttur mína...ótrúlegt!

Íslendingar eru fífl...og heiða b er krútt

Heiða Þórðar, 11.1.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg stelpan mín. Rosalega skemmtilegt aflestrar en aumingja dýrin þín, gott að senda þau bara til síns guðs  farðu vel með þig dúllan mín og vertu bara eina dýrið á þínu heimili.  knús

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 12:10

4 Smámynd: Ómar Ingi

Er Heiða B þá Krúttlegt fífl eða skreiðstu undir girðinguna á Miðnessheiði

Þú færð samt stórt stubbaknús

Ómar Ingi, 11.1.2009 kl. 13:11

5 identicon

Hahahaha, hefði getað verið ég Ekki fleiri dýr..............!

kær kveðja,

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Leitt með köttinn.  Þú verður bara að koma þér niður á jörðina svo þú getir fengið þér næst hund.    

Marinó Már Marinósson, 11.1.2009 kl. 13:37

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

....nei heiða b er reitt krútt....ekki fleiri dýr fyrir mig, takk

Heiða Þórðar, 11.1.2009 kl. 18:54

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábær ert þú skjóðan mín, vona að vatnið hafi ekki skemmt gólfefni eða þannig.
Ljós til þín elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband