Til Xxx Frá Heiðu...

Það er mér sönn ánægja að deila því með ykkur, á þessu yndislega kvöldi, að strákurinn minn á pabba. Hér með uppljóstra ég þeirri staðreynd: -að ég er ekki Mæja meyjar-haftarhefta-innbundna...Wink

Stelpan mín á svo annan pabba...þannig að haftið hefur verið tvírofið og rifið. Í dag er það svo sundursmellt aftur og saman -að börn verða að öllum líkindum ekki fleirri.

Það fylgja mönnum ekki bara typpi, skrúfjárn, hamar, tómar  bjórdósir og tól, nei nefnilega líka tengdamæður, mágkonur og stundum börn. Allt í góðu með það. Oftast...Blush

...þessi gaur númer eitt; átti flest árin mín ...veit ekki hvort hann var endilega stóra ástin mín. Held satt að segja að hún sé ófundinn. Heppin verður sá er finnur hana með mér, því ég ét hann lifandi með húð og hári, uns ég drep hann sjálfsagt úr ást.

Nr. Uno.... er/var samt flottur fyrir sinn snúð...og flottastur er hann þegar við erum ekki að hlussast utan í hvort öðru.  Hann bauð mér að deila með sér aðfangadagskvöldinu í fyrra sem ég þáði eftir einhverja umhugsun. Inní pakkanum fékk ég uppáhaldsmágkonu mína þar sem boðið var haldið heima hjá henni, ásamt humarsúpu og svíni minnir mig, að borða.  Kannski voru það svínseyru...

Ekki gat ég komið tómhent...ég er vel upp alin þó ég sé sjálf-ala.  Mágkonuna var/er auðvelt að gleðja. Stóra vandamálið var "uno-"ið. Gjöf til hans var eilífur höfuðverkur, alla tíð. Um leið og ég losnaði við hann -losnaði ég við miklar höfuðkvalir. Ég man að í okkar jólasveinasambúðum voru gjafirnar svo stórar og fyrirferðarmiklar,  á báða bága að ég skammst mín fyrir að hugsa til þessa. Það var ekkert svona; hugurinn sem gildir dæmi. Nei...á hausinn skulum við -á hausinn förum við!

Í fyrra stóð ég enganveginn undir þessháttar gjöf. Ég hugsaði um að gefa honum gjafabréf á drátt og meðlæti; en svo fannst mér það eitthvað aðeins of persónulegt og enganveginn við hæfi...roðnaði meira að segja við tilhugsunina um þegar hann hoppaði hæð sína að kæti...Wink mágkona fengi flogakasts-tremma með yfirliði og öllum pakkanum og börnin...já börnin yrðu bönnuð innan nítjan...

...fíflast...en kannski hugsaði ég þetta ... Smile

Svo stóð ég heima hjá mér tvístígandi á stofugólfinu miðju á aðfangadag í fyrra. Horfði á tréið sem ég hafði nýverið og þá yfirdekkt í stíl við sófasettið, þáverandi. Eða öfugt. Allt var klappað og klárt og ég var að setja pakkana mína/þeirra í poka og halda í boðið. Undir trénu lá síðasta jólagjöfin frá; númer tvö. Og enginn gjöf til; númer eitt. Tvisturinn er hámenntað kvikindi og víðlesið...og gefur mér án undanteknina bækur sem eru góðar á bragðið. Ég skoðaði hlýja og fallegu kveðjuna á merkispjaldinu og ég man að mér þótti sérstaklega vænt um hann á því momenti. Enda var hann ... hvergi nálægur...Halo

-what the fuck! Ég kýli bara á það...og málið er dautt!

Klippti merkimiðann af...setti nýjan í staðinn sem á stóð;

-Til Xxx Frá Heiðu...

Spurningin er; lét ég vaða? Cool

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já þú ert þessi alveg VAÐANDI týpa

Ómar Ingi, 11.12.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

ó já    

Marinó Már Marinósson, 11.12.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 11.12.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þú ert algjörlega óborganleg, he he ...  :)  Já ég veðja á JÁ

Hólmgeir Karlsson, 11.12.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

...þið eruð að volgna...

Heiða Þórðar, 11.12.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég var viss um að þú hafir látið vaða þangað til þú spurðir að því......prakkari

Solla Guðjóns, 12.12.2008 kl. 00:18

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 12.12.2008 kl. 00:25

8 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Þú allavegna hugsaðir það og fórst alla leið með það í huganum en hvort raunin hafi verið svona , Nei trúi því ekki :)

Þ Þorsteinsson, 12.12.2008 kl. 01:04

9 Smámynd: www.zordis.com

Ég hefði sko látið vaða ef ég væri þessi gjafatýpa ... Svo hefðir þú getað sagt, ég gef þér gjöf frá tvistinum þegar ég er búin að lesa!! Hvaða bók var þetta?

Lady Merí... (lesið með íi en ekki ii, bara svo það sé á hreinu)

www.zordis.com, 12.12.2008 kl. 02:02

10 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Nei Heiða mín það gerðir þú ekki.

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 02:08

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Auðvitað léstu vaða - ekki gastu komið gjafalaus - það er ekki þín týpa

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.12.2008 kl. 02:34

12 Smámynd: Ásgerður

 no comment

Ásgerður , 12.12.2008 kl. 08:15

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nebbs!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 09:16

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

50/50 hehe

Heiða Þórðar, 12.12.2008 kl. 10:08

15 identicon

NEI Heiða til þess ertu of aumingjagóða. Rétt hjá mér?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:43

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Léstu vaða? nei, eins og þú sagðir þá ertu vel upp alin elskan.

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2008 kl. 20:41

17 identicon

Nei Heiða þú gerðir það ekki !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 23:57

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Tótally nott...

Steingrímur Helgason, 13.12.2008 kl. 00:56

19 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er langt á milli *gjafabréfs á drátt og meðlæti* og *pakka til þín frá tvö* bók eða ekki bók.

Ég er viss um að þú endaðir á rakspíra, lykt sem að minnti þig á ykkar bestu tíma  

Sporðdrekinn, 13.12.2008 kl. 03:40

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nei þú gerðir það ekk en mikið asskoti er sagan skemmtileg.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 12:48

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nei að sjálfsögðu gerði ég það ekki...

Heiða Þórðar, 13.12.2008 kl. 13:12

22 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Djö.....  ég var svo viss um að þú hefðir látið vaða

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.12.2008 kl. 14:21

23 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Djö....   var handviss um að púkinn í þér hefði stjórnað för.  

Marinó Már Marinósson, 13.12.2008 kl. 14:50

24 Smámynd: Þ Þorsteinsson

minn bara klár lygilega ánægður með minn núna

töff........ 13,12,2008 kl , 13:12  er til 13/12 ?

Þ Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 16:22

25 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kenna þarf kerlínguna, kútar að geði & zinni...

Steingrímur Helgason, 13.12.2008 kl. 22:57

26 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært að lesa.....bæði pistil og komment

Sigrún Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband