Ekkert úr umhverfinu truflaði hann....
5.12.2008 | 02:19
Það munaði aðeins brotabroti að ég dræpi eitt stykki karlmann í dag. Hef verið ansi nálægt því á stundum...sbr. maraþonhlauparinn minn sem fékk hjartaáfall eftir 3 ára kynni...Þetta stórslys var umþb. að gerast og í þann mund þegar ég var djúpt hugsi um manninn sem ég hitti uppúr hádeginu.
Og alveg rétt rétt í sömu andrá og dóttir mín segir sannfærandi í barnslegri einlægni sinni;
-mamma, þú hefur kysst jólasvein!
-já elskan ég hef kysst þá nokkra...svara ég annars hugar. Ég snarhemla við hælana á fullvaxta karlmanni sem hafði dottið neðan úr loftinu og beint á Laugaveginn. Bremsurnar öskruðu hver á aðra...dekkin vældu...og engu líkara var en karlinn fengi rakettu beint í rassgatið...því ég sá skærblátt strik með bleikum stjörnum skjótast rakleiðis upp til tunglsins. Nokkuð viss um að þar hafi farið aumingjans maðurinn...
Svo hélt ég áfram pollróleg niður "veginn" og hugsaði áfram um hádegisuppúrkraffsaragæjanum mínum.
Hann hringdi á þriðjudaginn, það var eitthvað í röddinni hans sem fullvissaði mig um að samþykkja að hitta hann. Og það heima hjá mér! Áður hafði ég hvort eðer boðið þjóðinni inn í eitt af mínum dýpstu leyndarmálum og það heima í stofu. Hann hringdi um morguninn og sagðist hlakka til að "sjá" mig. Mér fannst það skrítið, en ég trúði honum. Ég var ekkert sérlega að stressa mig yfir því að ég var í hárauðum bol; merktum Glitni, úturteygðum og beygluðum. Ég setti gusu á mig af uppáhaldsilmvatninu mínu, fannst einhverra hluta mikilvægt að lykta upp á mitt besta. Gólfin voru ekki nýbónuð, en ekkert óþarfa drasl lá á víð og dreif.
Þegar hann svo kom fannst mér við hæfi að bjóða fram aðstoð mína upp stigann. Þrátt fyrir að hann hafi komi með leigubíl var hann ekki drukkinn. Hann þáði ekki framrétta hönd mína, en ég fékk að leiða hann í "skammarkrókinn" minn, það er jú besti og þægilegasti stóllinn á heimilinu.
Sólin vildi ólm og uppvæg sýna honum Emil úr Kattholti (köttinn) og litabókina sýna. Við sátum dágóða stund og það fór ekki framhjá mér hvað hann var í einlægni sáttur við hlutskipti sitt. Hann taldi upp einhverja kosti þess að sitja hjá mér í myrkrinu; sbr.; það að sjá ekki rassgat sem dæmi...hann gæti jú aldrei orðið hommi.
Mér fannst þögnin sem ríkti stundum í spjalli okkar svolítið mögnuð. Hann hlyti að hugsa meira en annað fólk...ekkert úr umhverfinu virtist trufla hann. Hann hugsaði mikið og ég tók eftir rónni í andlitsdráttum hans. Hann brosti oft og einlægt. Sérðu liti? spurði ég...
...hann hló. Hann "sæi" allt sem hann kærði sig um. Hann var við stjórnina. Hann réði hvað fyrir "augu" sín bæri. Ég gladdist af heilhug þegar hann sagðist eiga von á barni í mars með konunni sinni. Engar hindranir. Engin fjöll kæmu í veg fyrir að þessi maður upplifði drauma sinna.
Ég sagði við hann án sérstakrar íhugunar;
-veistu, mér finnst þú eiginlega öfundsverður. Ég þekki svo marga sem sjá bara myrkur, ekkert ljós...eru þreyttir, svartir og örmagna í hugsun. Þú sérð ljósið af því að þú kýst að sjá það...það er meira en margur sem hafa augu. Það eru forréttindi.
Aftur hló hann;
-já veistu Heiða, ég er öfundsverður. Ég er sáttur. Ég á allt sem ég þarfnast.
Þetta sagði hann; þrátt fyrir að hafa misst það sem hann átti, á unglingsaldri.
Sjónina sína.
Síðustu orðin hans voru; -Við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Síðan labbaði hann niður stigann, einn og án aðstoðar.
-Ekki spurning...svaraði ég. Við gerum eitthvað skemmtilegt.
Um þennan mann hugsaði ég þegar ég var rétt við það að drepa annan. Um þennan mann hugsaði ég þegar ég viðurkenndi að hafa splæst á jólasveina dýrmætum kossum mínum.
Ég óska ykkur öllum góðrar helgar elskurnar...með óskinni fáið þig kossa og kærleik án eftirsjár og frá hjartanu. Þessar gjafir sendi ég rafrænt, einsog ég kann svo vel
Athugasemdir
Góða helgi
Sporðdrekinn, 5.12.2008 kl. 03:44
Takk!
Æðisleg lesning - ég brosi miklu breiðar en út í annað.....
Góða helgi.
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 04:38
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 06:06
Góða helgi Heiða min. ;)
Aprílrós, 5.12.2008 kl. 06:52
Marinó Már Marinósson, 5.12.2008 kl. 08:17
Jóla hvað
Ómar Ingi, 5.12.2008 kl. 08:44
Takk og góða helgi
Solla Guðjóns, 5.12.2008 kl. 09:19
Snúlla - faðmlag yfir fjallið
Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 09:34
Hún Heiða, dóttir Tóta svarta.
Hún er ...
... bara frábær.
Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:54
Alltaf sama Heiðan
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 11:05
Sérstök saga, þú átt svo gott með að koma orðum í samhengi frá þér. Takk elskuleg, þigg fullt af kossum og sendi slatta til baka. Hjartanskveðja til þín unaðsbollan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 11:10
eigðu góða helgi.. og þið öll :)
Óskar Þorkelsson, 5.12.2008 kl. 11:47
Lífsýnin er svo djúp og yndisleg. Njóttu helgarinnar elskuleg í faðmi Sólarinnar og þeirra sem eru þér næst!
www.zordis.com, 5.12.2008 kl. 19:27
Stíllinn, línan, frásagann, þetta er aðal Heiðan ...
Steingrímur Helgason, 5.12.2008 kl. 21:26
Góða helgi Heiða.
Kveðja Ásgerður
egvania, 5.12.2008 kl. 22:44
Þetta er ástæðan að ég kem aftur og aftur að lesa þig,þú hefur alltaf einhvað að segja.
Já lífið er dásamlegt ef við bara ákveðum það.
góða helgi og kærleiksríka stundir.
Þ Þorsteinsson, 6.12.2008 kl. 00:24
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 00:40
Frábær frammistaða í Íslandi í dag um daginn,veistu Heiða:Þú ert sönn hetja í mínum augum og annara.
Magnús Paul Korntop, 6.12.2008 kl. 02:18
Alltaf lendir þú í svona skemmtilegum uppákomum, en ég meina það þú ert frábær, boðin koma frá þér á þann hátt sem vera ber.
Ljós og kærleik í helgina þína ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2008 kl. 09:57
Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 15:28
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Takk fyrir mig. Góða helgi
Kristín Jóhannesdóttir, 6.12.2008 kl. 15:52
Þú hefur svo skemmtilega sýn á lífið Heiða mín. alltaf jafn gott að lesa pælingarnar þínar. viele Grüße Sandra
Sandra Bryn (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 20:02
Takk.
Heidi Strand, 6.12.2008 kl. 22:03
Merkilegt! Nú segi ég fátt, en hugsa þeim mun meir.
Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 00:52
Stundum er kannski betra að vera bara blindur og geta valið það sem maður sér.
Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 17:33
Heiða Þórðar, 7.12.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.