Þú kemst yfir þetta fjall einsog önnur...
3.12.2008 | 02:52
Ég fór ekki varhluta af því að finna fyrir hversu lífið getur verið fxxxxxx dásamlegt í dag. Ég opnaði annað augað...og horfði í rétta átt. Það getur líka verið frekar drullutöff...ef ég einblíni á það.
Ég var svo upptekin af þvi í dag að lifa í andartakinu að var nánast fyndið. Oft var þörf...í dag; jaa, segi nú ekki beint að hafi verið einhver sérstök nauðsyn. En mér fannst það svona bjóða upp á meiri sjarma en ekki...meiri möguleika...
Splæsti á mig fantaflottri myndavél til að fanga komandi augnablik framtíðar minnar og minna. Gamla myndavélin var enganveginn að ná þessu...og þar sem ég sé fyrir mér mikla farsæld og gæfu á komandi árum og og gamla druslan ekki að að skila sínu hlutverki...sló ég til. Henti þeirri gömlu og er sátt.
Í stíl við myndvélina fannst mér gráupplagt að fá mér leðurhanska. Svo fannst mér vel við hæfi að ganga lengra inn í aðventuna; með bros á vör undir söng Stebba Hilmars. Ég keypti kappann og hefur karlunginn ekki fengið svo mikið sem augnabliks frið fyrir mér, (ekki einu sinni pissupásu) nema rétt þegar hann var sem "innsiglaðastur" í pakkningunni.
Jóladiskurinn er snilld! Fallegur og yndislegur. Rétt einsog þessi dagur þegar ég keyrði langleiðina til Akureyrar...eða allavega lengra, en ég kæri mig um að viðurkenna fyrir ykkur og mun lengra en ég áætlaði.
Stebbi söng á meðan ég dásamaði fyrir mér stórbrotið landslagið og auðvitað hugsar maður undir þessháttar upplifunum. Maður hugsar vel og einungis fallega. Maður fyllist gleði og þakklæti.
Ég hringdi í strákinn minn;,
-Hæ elskan...heyrðu það er fljúgandi hálka á leiðinni maður...langaði bara að segja þér; sko ef ég skildi drepast á leiðinni og þannig að það sé aldrei neinn efi í þínum huga...þá elska ég þig ástin mín, svo ótrúlega ógeðslega mikið og eiginlega miklu meira en það....svo hló ég létt og þögnn ríkti um stund...
-mamma þú ert rugluð...
-takk elskan...takk takk takk! Þú ert yndislegur.... hló ég....
-en ég elska þig samt.
Akkúrat þetta og aðeins þetta gladdi mig meira en orð fá lýst á þessu augnabliki.
Tók meðvitaða ákvörðun um að láta fólk sem er mér kært vita af því....ef... Já bara ef.
Ég var nú ekki beint í rómantískustu hugleiðingunum þegar ég stóð fyrir framan hraðbanka í Kringlunni um hádegisbil í dag. Með fangið fullt, Þe; Subway-in minn, sem fór alla leið. Kók og kaffi (mjög góð blanda) . Lyklakippuna...nýju hanskana...vel merkta pokadruslu úr einhverri versluninni og var búin að dreyfa vel úr mér á punktinum...ásamt veski og jakka og fleira drasli sem tilheyrir dömum.
Að mér kemur maður...segist hafa séð mig... ég sé flottari en hann minnti...og eitthvað fleira í þeim dúr...
-nú? ...þá ertu nú lítið annað en gullfiskur....(brosti)
Eftir stutt spjall þarna ...sló hann algjörlega botninn úr frekari áhuga mínum á spjalli þegar hann vildi ólmur fá að kynnast mér betur, bjóða mér út að borða og sá pakki allur sem allir þekkja, alltof vel.
Kannski var einlægur áhugi fyrir því að kynnast hinni eiginlegu Heiðu betur...kemst aldrei að því, því sú litla hefur og hafði fullan hug á að "hlaupa ein" um stund...og fanga augnablikin sín á eigin forsendum. En okkar á milli; -augun hans lýstu af góðmennsku og kærleik...svona ekta ekta. Held ég...
Gunni "grall" var ekki sá sem fór varhluta af því að hljóta nafnbót frá mér í æsku frekar en aðrir. Við systkyninn tókum þessum guðsengli sem gjöf og fagnandi....við skýrðum hann í sameiningu Gunna "gamla" - í votta viðurvist góðra vætta. En hann var aðeins liðlega fertugur. Gunni gamli hefur því verið gamall lengi...og góður...og verður það áfram og allt þar til yfir líkur. Hann hringdi einungis til að athuga hvernig trippinu sínu liði...og hvar hún væri stödd í veröldinni...
-ehh....humm...hef eiginlega ekki hugmynd, en ég sé fjöll til beggja handa. Og fjall fyrir framan mig líka...einhver hugmynd... frá þér, um hvar ég er?
Hávær hlátur....
-nei elskan...en eitt veit ég; -þú kemst yfir þetta fjall sem er fyrir framan þig, einsog önnur og einsog þér einni er lagið.
Athugasemdir
Hæ Heiða.
Já, gaman í dag og ég gleðst með þú veist havða ég meina,Spurning dagsins; Hvað er langt frá Breiðholti til Akureyrar?
Hittumst í hávaðaroki og raunum
á leið út í Kasko eftir baunum.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 06:05
Eigðu ljúfan dag mín kæra :)
Aprílrós, 3.12.2008 kl. 07:48
Eigðu frábæran dag on the road með Stebba Hilmars, nei segi bara svona. Maður veit jú aldrei þegar þú ert annars vegar!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 07:58
Mín bara flott á því, gott hjá þér. Bara svo það sé á hreinu að þetta var ekki ég sem þú hittir í gær. Því miður eða þannig.
Um að gera að njóta stundarinnar.
Maður fær kannski eina og eina mynd með hugarórum þínum hér á síðunni í framtíðinni? Eigðu góðan dag.
Marinó Már Marinósson, 3.12.2008 kl. 08:23
Elsku Heiða mín, þú ert ljúf og góð, yndislegt að fylgjast með þér og fá að lesa bloggið þitt reglulega. Maður á aldrei að bíða með að segja þeim sem maður elskar frá því, og því oftar því betra. Kallin minn er núna í Köben og hringir á hverjum degi til að segja mér að hann elski mig. Hlakka mikið til þegar hann kemur heim. Svona er ástin. Ég elska þig líka skottið mitt
p.s. Stebbi er alltaf flottur
Ásdís Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 10:42
Eigðu góðan dag elsku Heiða.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 11:16
Gleðst yfir ástinni þinni Ásdís mín :) þú ert yndisleg
uhhh -fyrir mína parta segi og stend við þau orð; -betra að hafa kynnst ástinni og misst...en aldrei fengið að finna fyrir tilfinningunni í kroppnum...
Þið hin; koss og knús frá mér með ósk um ljúfar stundir í dag og aðra daga
Heiða Þórðar, 3.12.2008 kl. 13:15
Maður veit ekki hvenær síðasta kveðja er .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:38
JEG, 3.12.2008 kl. 17:49
Friður
Ómar Ingi, 3.12.2008 kl. 20:51
Kærleikur í
Þ Þorsteinsson, 3.12.2008 kl. 23:22
Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 10:20
Heiða náði þessu ekki alveg.. varstu að þvælast á landsbyggðini... fékkstu þér kaffi og kleinur á Blönduósi.
Oft sem maður hugsar þegar maður fer inní kringluna " jæja hvern hittir maður núna "
En Stebbi er örugglega góður.. hann var raddlaus á tónleiknunm en við fengum bara extra gott konfekt í eyrun í staðinn " ég og Bubbi vorum sammála með sándið "
Fer að drífa mig í að græja diskana " Keli biður að heilsa þér segir að það sé allof langt síðan hann sá þig "
Kærleiksríkar kveðjur inní hjartað þitt.
G.
Gísli Torfi, 4.12.2008 kl. 13:41
Yndisleg lýsing hjá þér. Ég hef stundum farið í svona óútpældar ökuferðir og bara notið þess að keyra og keyra með góða tónlist í tækinu. Án stefnu. Þetta er eiginlega hálfgerð hugleiðsla.
Haltu áfram að njóta lífsins
Ein-stök, 4.12.2008 kl. 13:44
Get ekki ímyndað mér fjall sem þú kæmist ekki yfir.
Helga Magnúsdóttir, 4.12.2008 kl. 15:28
segdu Helga, thad get ég ekki heldur
hafdu thad gott Heida og njóttu Stebba i botn.. elska jólaløgin hans ,hann er bara bestur
María Guðmundsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:40
Hah - mana þig að koma og klifa ruslarafjallið hjá mér þessa dagana. Litlan búin að vera í action og mamma lasin. Þvottur hér og dót þar, alltaf gaman allstaðar....lalalalala.
Annars bara allt í besta og knús í krús
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.12.2008 kl. 19:27
Rugglaðar mömmur eru bestar
Þetta með fjöllin, fallegt.
Sporðdrekinn, 5.12.2008 kl. 03:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.