Lesist hægt, vandlega og með fullri athygli :)

Fóstufeður voru fjölmargir og voru þeir flokkaðir –allir sem einn. Fyrst gengust þeir undir nöfnum en þar sem mér var fyrirmunað að leggja nöfn þeirra allra á minnið kallaði ég þá suma eftir dýrum. Hundur, köttur, froskur, hestur, asni, api, górilla, fífl ofl. Mér fannst það líka meira lýsandi fyrir persónuleika þeirra. Þorsteinn segir ekkert til um hvernig maðurinn er, en górilla gerir það. Þórir segir ekkert um útlit viðkomandi en hundur gerir það.

Einhverju sinni vorum við krakkarnir, eða við sem eftir  sátum, færð inn í hjónaherbergið á félagslegri íbúðinni sem mamma leigði af bænum. Íbúðina fékk hún á þeim forsendum að hún væri einstakur fjöryrki.  Górillan var listmálari  og þurfti herbergi undir starfsemina.  Ég minnist þess að  loftið var þakið spegli, horna á milli og upp í lofti. Í fyrstu fannst mér gaman að liggja upp í rúmi og fylgjast með sjálfri mér og þeim krökkum sem deildu með mér svítunni. Seinna meir hataði ég spegilinn.   Einhverju sinni voru yngri börnin sett í pössun næturlangt. Þau komu aldrei aftur. Af einhverjum ástæðum var mér haldið eftir, er ekki frá því að ég hafi verið upp með mér. Að mér hafi fundist ég svolítið spes og spurðist einskis um afdrif þeirra. Hluti  af hamagangnum sem tryllti allt og bramlaði var hljóðnaður og þess vegna saknaði ég þeirra ekki hið minnsta. Meiri athygli frá mömmu, bæði neikvæða og jákvæða.

Górillan var verstur þeirra allra.  En ég lærði líka af honum. Er ekki sagt að maður læri af öllum andskotanum? Læri af allri reynslu? Ég lærði tildæmis að setja upp krók á innanverðri herbergishurðinni minni. Ég má vera þakklát Gorillunni fyrir það. Ekki Guði.

Ég lá eina júlí nótt inn í stóra herberginu og ég óskaði þess heitast að ég væri vörubíll. Stjarna ein  á himnum smaug sér inn á milli gluggatjaldanna og kyssti mig létt á vangann. Ég var rétt við það að halla aftur augunum þegar hurðin að herberginu opnaðist. Þarna stóð hann í öllu sínu veldi. Stóra loðna kvikindið. Górillan. Ég vissi það ekki þá en átti eftir að komast að því að hann var kafloðinn á rassgatinu. Ég sá það í speglinum. Loðnu krumlurnar læstu sér um líkama minn og fúli andardrátturinn át mig upp að innan. Hann hvíslaði;

-mamma þín sendi mig til þín, litla druslan þín. Ef þú þegir ekki, drep ég þig!

Ég var níu ára gömul.

Ég lamaðist af hræðslu og þorði varla að anda. Ælan steig upp í munn mér þangað til ég kastaði henni frá mér og á hann. Auðvitað sendi mamma hann ekki til mín. Hann hvíslaði í eyra mitt í kveðjuskyni;

-ef þú  vogar þér að segja frá, þá drep ég þig kvikindið þitt!

Ég hafði lengi vel haft dulda og rómantískar hugleiðingar í hjarta, um að dauðinn og himnaríkisvist væri það besta á jörð, þannig að ég sagði mömmu frá.  Mig langaði til að deyja.

-Ég hélt hann væri hættur þessu eftir að ég kom að honum með þig allsbera inn á baðherbergi, runkandi sér í teskeið! Ég hendi honum út!. Nei,  ég drep helvítið! Öskraði mamma.

Ég mundi ekkert eftir þessu teskeiðaævintýri, annaðhvort er meðvitundin lunkinn við að losa sig við óþarfa drasl eða mamma á sýru.

Mér leist  persónulega betur á fyrri kostinn. Ekki gat ég hugsað mér að hafa illa lyktandi og rotnandi lík , með tunguna lafandi  útúr munnvikinu heima hjá mér. Ég grátbað þvi mömmu að henda honum út. Eða drepa hann og henda honum svo út.

Hún gerði hvorugt.

Að skóladegi loknum opnaði ég útidyrahurðina. Ég heyrði hlátrasköll  úr eldhúsinu. Ég labbaði inn fyrir og skólataskan skall í  gólfið með frekju. Þarna sátu þau tvo, Górillan og mamma og voru að borða vínarbrauð með bleikri drullu á,  í miðjunni.  Og hlógu. Górillan leit á mig, allt að því sigrihrósandi. Mamma brosti og sagði einsog ekkert væri;

-ertu komin heim elskan? Hvernig var dagurinn?

Ég starði á þau og muldraði ofurlágt;

-hvað er svona fyndið?

Ég labbaði inn í herbergi, lagðist uppí rúm í skónum og starði á sjálfa mig í speglinum og fannst himnarnir í kringum mig hrynja. Allir sem einn. Mér fannst ég ljót, einskisvirði og hræðslan hreiðraði um sig í hjartanu, þar sem hún festi sér rætur næstu árin. Mamma hafði þá sent hann til mín eftir allt saman. Ég þagði þunnu hljóði, enginn skildi fá að vita.

Górillan var inn á heimilinu næstu árin. Notaði hvert það tækifæri sem gafst til að hvísla í eyru mín þegar enginn heyrði til; -hóran þín, litla druslan þín, þú ert ljót. Hvenær verður næst? Ég hlustaði en sagði ekkert, ég trúði honum. Ég var ljót og einskis virði.  Ég nötraði að innan af hræðslu, sársauka, óöryggiskennd og sjálfsfyrirlitningu...á þessum árum. 

Ég talaði mikið við Guð. Bað hann vinsamlegast og í öllum bænum að drepa Górilluna. Hann gerði það ekki. Ég bað hann að blessa mömmu. Hann gerði það ekki heldur. Ég bað um að eilífðarpartýinu lyki. Hann stoppaði ekki partýið, fyrr en of seint. Fyrir minn smekk. 

Samt missti ég ekki eina örstund trúna á almættið. Fyrir mér er Guð til. Rétt einsog svart og hvítt, það sem fer upp, kemur niður. Ást og hatur. Er til Guð og djöfull. Samkvæmt minni skilgreiningu "var djöfullegt afl" að verki. Fársjúkur maður. Djöfullinn sjálfur. Ég vorkenni honum. Það að geta fyrirgefið eru forréttindi. Ég hef fyrirgefið. Það leynast kraftaverk í fyrirgefningunni. Ég ásaka ekki móður mína. Ég trúi því að hún hafi reynst mér sem best hún kunni og hafði vit til, á þessum árum. Ég ber mikla elsku í hjarta, til hennar.

Njótið helgarinnar elskurnar...sýnum náunganum ást og kærleik og ekki síst, verum góð við hvort annað. Heart

þessi "saga" -er gjöf mín til ykkar Smile kærleikskveðja og kossar á ykkur öll. InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir þennan pistil Heiða !  Sterk lesning .. sem vekur upp minningar um.. hver skyldi nú koma út úr herberginu hennar mömmu á sunnudagsmorgni... 

Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Úff.....

Heimir Tómasson, 8.11.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Aprílrós

já Úff segi ég líka. Þetta var átakanlegt að lesa. Eigðu ljúfa helgi það sem eftir er af henni Heiða mín. Knús til þín.

Aprílrós, 8.11.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Ómar Ingi

Já þetta var hugguleg lesning eða þannig , en upplifunin hefur verið þeim sem lenti í öllu erfiðari.

Af hverju fæðist svona fólk af hverju verður fólk svona

Úff

Þetta líf já þetta líf

Ómar Ingi, 8.11.2008 kl. 19:32

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Svo mikill sársauki.

Eigðu yndislega helgi

Sporðdrekinn, 8.11.2008 kl. 20:03

6 Smámynd: Rannveig H

Þetta sker í hjartað,ég táraðist.

Rannveig H, 8.11.2008 kl. 20:42

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

svadaleg lesning. eigdu góda helgi

María Guðmundsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:54

8 identicon

Þú ert djásn Heiða.

Það þarf einstaka persónu til að segja frá þessu.  Bæði sem barn og fullorðin.

Slíkt fólk sigrast ávallt á svona löguðu. En það þarf kjark til - ég dáist að kjarkinum.

Mest um vert: Þeir sem tala, opna leiðina fyrir alla hina sem ekki þora, að segja frá, eða leita heilunar frá myrku verunum. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:24

9 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ég... Mig...

Ég veit ekki hvað er hægt að segja þegar maður hefur lesið svona.

Það er eins og ísköld krumla kreisti í mér hjartað.

Ég sé næstum eftir að hafa lesið þetta en er samt fegin að ég gerði það.

Þú er mögnuð kona.

Vertu sterk.

Hlynur Jón Michelsen, 8.11.2008 kl. 22:35

10 identicon

langar bara að taka utan um þig og knúsa þig fast og lengi!

Takk fyrir að vera þú, sönn hetja og Ofurskutla!

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:48

11 identicon

Risa knús frá mér til þín.

Jói Dagur (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:53

12 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Þetta er hryllileg saga , maður fær verk í sálina af því einu að hugsa sér að hún sé sönn og óskar eigum að upplifa svona líf, en því miður eru svona frásagnir alltof margar og enginn getur sett sig í spor þeirra sem upplífa þennan hrylling nema hafa lent í svipuðu. Þessi vandræði sem ganga yfir þjóðinna núna eru smáræði miða við þann yfirgang sem mannskepnnan hefur yfir annari manneskju og djöfullinn ræður ríkjum.

Nei þá vel ég frekar guð minn og fordæmi ekki.

Af einlægni

góða nótt

Þ Þorsteinsson, 9.11.2008 kl. 00:03

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 9.11.2008 kl. 00:27

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mig vantar orð.  Ég er fyrst og fremst fjúkandi reið.  Útrásaraðilar, stjórnvöld - ekkert af þessu vekur virkilega reiði hjá mér eins og hjá mörgum öðrum.  En svona framferði við börnin sín - það vekur reiði og óhug hjá mér.

Djöfull ertu sterk stelpa.  Og rosalega er ég stolt af þér.  Já - maður lærir af öllu sem ekki drepur mann, því miður stundum.  En það gerir mann fallegan að innan ef það ekki fer með mann.  Það er ég viss um.  Og þú Heiða - þú ert falleg að innan.

Stórt knús

Lísa

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:37

15 identicon

Sko.   Sagði ég ekki.

lydur arnason (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 03:47

16 Smámynd: Oddur Ólafsson

Mig skortir orð.

Sendi þér knús.

Oddur Ólafsson, 9.11.2008 kl. 05:03

17 identicon

Sæl Heiða mín.

Já,það er margt HRYLLILEGA LJÓTT í hegðun mansins. Nú skortir mig orð Heiða mín, en hugur minn er hjá þér.

( Að haga sér eins og skepna er oft sagt...en maðurinn er miklu verri . )

Kærleikskveðjur til þín Heiða mín og njóttu dagsins....hann er þinn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 07:07

18 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Allt eitthvað svo asnalegt sem mér datt í hug að skrifa hérna

........en ég las hægt og vandlega með fullri athygli xxx

Heiða B. Heiðars, 9.11.2008 kl. 07:27

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Átti að skiljast sem smásaga en ok...þið eruð ekki eins vitlaus og ég hélt.

Ég tel að ég hafi unnið mig úr þessu, ein með Guðshjálp.

Ég veit ekki...en fyrir einhvern Guðsvilja þá hefur mér verið gefin styrkur. Ég vil alls ekki að á mig sé litið sem eitthvert fórnarlamb...ALLS EKKI...þessir menn sem um ræðir....hafa ekki átt sælar stundir. Einn fékk ma. krabbamein í eistun. það er sá er um ræðir. Górillann. Ég hef fyrirgefið alla atburði, fyrir um margt löngu síðan.

Ég er á þvi að Guð; sér um sína. Hann sér um mig. Ég er djúp af réttlætiskennd. Ég er full á ást og kærleik. Ég get fyrirgefið, enda finnst mér óhuggulegt til þess að hugsa að ég endi sem bitur og hrukkótt, ljót kerling.
Ég er nánast alltaf glöð í sinni. Af undarlegum ástæðum, sérstaklega þessa dagana.

Ég hitti eina af stofnendum Blátt Áfram. Við ræddum þessa hluti eina kvöldstund. Hún sagði mér að eftir alla hennar vinnu með hjálp "færustu" manna...(einhver ár)  í sínu máli, væri ég komin á þann stað sem hún vildi enda á. Mér þótti vænt um að heyra það. Ég er í góðum málum, velti mér aldrei upp úr þessu...en BRJÁLAST þegar ég les um svona mál um aðra, ég set mig ekki i samhengi...hef aðskilið Heiðu og Heiðu litlu...velti mér ekki upp úr fortíðinni, því síður er ég uppfull af sjálfsvorkunn.

Ég hefði aldrei farið í grúbbuvinnu. Hentar mér enganveginn að gráta í kór. Einasta atriðið sem ég kem auga á í mínu fari sem afleiðingu, og ég hef farið á mis við; það er að geta treyst fólki fullkomlega.

Ég nýt þess að lifa hvert augnablik (oftast nær)

Ekki veit ég hvað kom yfir mig; en færslan fær að standa. Hef ekkert að fela. Beiðni mín til ykkar; passið öll litlu fallegu yndislegu börnin fyrir þessum "sjúklingum" sem leynast í skúmaskotum.

Óska ykkur annars til hamingju með þennan ljúfa sunnudagsmorgun. Knús í klessu

Heiða Þórðar, 9.11.2008 kl. 08:16

20 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Ef einhver er HETJA þá ert það ÞÚ því það er ekki auðvelt að vinna sig upp úr svona þótt það líti vel út á pappír. Og að geta fyrirgefið er stórkostlegur kostur því að hafa hatur í hjarta grefur undan manni og þá staðnar maður og kemst ekkert áfram. Þú ert Frábær  Takk fyrir frábæra síðu. Maður hirðir góða mola sér til ánægjuauka og lærdóms frá þér.

Kristín Jóhannesdóttir, 9.11.2008 kl. 10:37

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk Krístin...ég er alls engin hetja! Ég er bara Heiða, dóttir Tóta "svarta"

Heiða Þórðar, 9.11.2008 kl. 10:39

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég las þetta í gærkvöldi og varð svo reið að ég vildi ekki skrifa neitt.Ég verð alltaf alveg brjáluð þegar ég les og heyri  um þessi kvikindi.

Og að einhver hefði gert Heiðu minni þetta....ég var brjáluð.

Það er alveg rétt hjá þér að við þurfum að vera vakandi og hafa þetta í huga varðandi börnin okkar.

'eg vil bara sgja þér að ég dáist að þér og mér þykir ótrúlega vænt um þig.

Solla Guðjóns, 9.11.2008 kl. 10:57

23 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Elsku Heiða mín. ég get einhvern veginn ekkert annað sagt.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:38

24 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Heiða "stóra"... þú ert gimsteinn. Ég er svo stolt af þér og dáist af því hversu opinskátt þú skrifar þessa hörmulegu lífsreynslu þína. Ég mun aldrei geta fundið sársauka þann sem þú upplifðir - Ég sé bara ótrúlega konu í dag sem hefur á undraverðan hátt vaxið úr barnæsku sinni, sterkari en nokkurt tröll, fegurri en nokkur prinsessa og hjartahlýrri en nokkur álfadís.

Ég er þakklát Guði að hafa gefið mér vinskap við þig.

Elska þig í messu - Eigðu góðan dag gullið mitt

Linda Lea Bogadóttir, 9.11.2008 kl. 11:58

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  love YOU  girl 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 14:56

26 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það eru ekki allir þeim eiginleikum gefnir að geta fyrirgefið en þú ert greinilega ein af þeim sem geta það.    

Úfff        Hetja ertu.  

Marinó Már Marinósson, 9.11.2008 kl. 15:07

27 Smámynd: Landi

Ég á engin orð til að lýsa því sem ég las.En ég get sagt það með sanni að þú einstaklega hugrökk kona,að geta sagt svona frá og fyrirgefið þennan "óhugnað" eins og ég vil orða það- er mikil hetja.

Eigðu dásamlega helgi....

Landi, 9.11.2008 kl. 15:29

28 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég var nú orðin fullorðin manneskja þegar ég frétti að karlmenn gætu komið svona fram við börn, jafnvel feður þeirra og afar. Mér varð svo mikið um að lengi vildi ég helst ekki trúa því að þetta gæti verið satt. Mikið rosalega ertu sterk að hafa komist út úr þessu heil og fyrirgefið bæði honum og mömmu þinni. Þetta kalla ég stórmennsku.

Helga Magnúsdóttir, 9.11.2008 kl. 19:48

29 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þér er margt gefið Heiða

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 21:24

30 Smámynd: JEG

JEG, 9.11.2008 kl. 22:59

31 identicon

Takk fyrir að sýna það hugrekki að deila þessu með okkur, að opna fyrir svona hræðilega lífsreynslu, gerir heiminn betri, því að það hjálpar öllum sem orðið hafa fyrir svona að opna sig og "stingur á graftar kýli"  samfélagsins, ég er alveg viss um það. 

Ég þekki svona af eigin raun, þó að það hafi ekki verið svona svakalegt Heiða mín. Svona ómenni eru mestu úrþvætti samfélagsins. 

Almættið blessi þig Heiða mín.

alva (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:29

32 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er búin að koma hingað inn nokkrum sinnum og alltaf vonaði ég að þú segðir að þetta væri saga.

Mig stingur í hjartað fyrir Heiðu litlu en tútna út af stolti fyrir Heiðu stóru.

Sporðdrekinn, 10.11.2008 kl. 03:39

33 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín! Ég vildi að ég hefði þekki þig þá - þá hefði ég leyft þér að sofa í mínu skjóli

Sendi þér faðmlag! 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 09:25

34 identicon

Jam svona er þetta víst.Djöfull sem bregður sér í manns mynd,í mynd ýmissa viðbjóðslegra manna.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:10

35 Smámynd: Ívar Pálsson

Sú þorir að segja frá! Þetta virkar sannarlega, hjálpar þér vonandi en breiðir amk. út málstaðinn til varnaðar. Þú færð 10 í einkunn fyrir kjarkinn.

Ívar Pálsson, 11.11.2008 kl. 00:03

36 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir frásögnina Heiða mín, þú ert töfrum gædd fyrir hugrekkið og mannkærleikann, hann skítur þér upp í 10,2, svo ég hermi nú eftir réttláta vini mínum Ívari. Blessi þig allir góðir vættir, hér eftir sem hingað til.kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 11.11.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband