Dag-og næturvaktin ömurlegir þættir!
22.9.2008 | 17:03
Þegar allskyns pinnar, steinar og hringir skreyttu andlit fólks hér um árið varð ég þokklega bit. Ég spurði gjarnan fólk; -hvað er málið?
-æi, bara að vera öðruvísi en aðrir...svona "state-ment" -ég rokka og er kúl.
Er ekki að sjá að fólk sé neitt öðruvísi en aðrir með því að skreyta tungu sína og nef, sér í lagi þegar svo margir hafa gert slíkt hið sama. Mér finnst þetta persónulega vont og ljótt. Þegar mamma var komin með glerkúlu í nefið varð ég orðlaus. En elskan sú arna, hefur oftar en ekki gert mig orðalausa í gegnum tíðina. Mamma rokkar feitt.
Annað sem mér finnst vont, ljótt og leiðinlegt; er Dagvaktin. Sat hér heima í gær og horfði á, með popp í skál...beið og beið...leið svona einsog úldnu stykki, þar sem ég beið eftir að mér myndi áskotnast bros eða hlátur.
Ekkert. Ekki ein einasta. Mig langaði virkilega að finnast hún svona geggjaðslega skemmtileg einsog öðrum finnst hún vera. Neibb! Svo fór ég að hugsa út Næturvaktina. Fékk hana í jólagjöf. Var komin með upp í kok eftir fjóra þætti. Skil ekki fólk sem horfir á þetta margendurtekið. Karakter Jóns Gnarr er ömurlega nöturlegur og finnst mér einelti aldrei fyndið.
Ég lánaði jólagjöfina/næturvaktina og sækist ég ekki eftir því að fá hana tilbaka.
Mig langar ennþá í kótilettur
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 10591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kótilettur með raspi grænum rauðu sósu og kartöflum ?
Ekki fengið slíkt í háa herrans tíð :S
Óskar Þorkelsson, 22.9.2008 kl. 17:31
Hahahah var að horfa á þessi leiðindi hér í gærkvöldi og stökk ekki bros. Hélt bara að það væri ég sem fílaði ekki svona húmor vegna þess að ég væri orðin svo mikill ,,útlendingur" nú veit ég betur, er ekki sú eina sem brosti ekki í gær.
Ía Jóhannsdóttir, 22.9.2008 kl. 17:38
Jón Gnarr er ömurlega leiðinlegur,yfirgangs-seggur, en ég horfði á þáttinn samt sem áður. Hafðu góðan dag og kvöld. ;)
Aprílrós, 22.9.2008 kl. 17:46
Sæl frænka,
hún Magga systir sagði mér frá blogginu þínu svo hér er ég! Þú hefur greinilega erft sama svarta húmorinn og undirrituð. Svo sammála með bæði nætur og dagvaktina, mér stekkur ekki bros á vör. Ég skellihlæ hins vegar af blogginu þínu.
Rut Sumarliðadóttir, 22.9.2008 kl. 17:51
Spurning um að fara verlsa sér húmor og Kóttilettur Heiða
Nei sko Dag og nætur vaktin er líka skrifað og gert sem drama en ég get hlegið að þessu sérstaklega hinum fúla Jóna Gnarr.
Einelti er fyndið eins og allt annað sem gert til að gamna fólki en svona í lífinu er einelti ekkert til að hlæja að.
Kótelettukallinn
Ómar Ingi, 22.9.2008 kl. 19:11
RUT!!!!!!!!!!!!!!!!!!! GAMAN AÐ SJÁ ÞIG!!!!!
Heiða Þórðar, 22.9.2008 kl. 19:38
Þar erum við sko sammála, ég hef verið úthrópuð og allt að því tjörguð og fiðruð að hætti villta vestursins fyrir að þykja ekki næturvaktin skemmtileg og nú þegar ég neitaði að horfa á Dagvaktina var ég allt að því rekin úr því samfélagi manna sem ég tilheyri. Í mínum bókum eru þetta verðlauna leiðindi!
Heiða ég kaupi kótilettur og bíð þér ! Hvenar ertu laus?
Húmorslausa ofurskutlan!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:22
Ég hef aldrei haft gaman að þessum þáttum. Enda hef ég nóg annað skemmtilegt að gera við tímann. Börnin mín hafa aftur á móti mjög gaman að þeim. Og mér skilst að í 8. bekk unglingsins míns hafi flestir horft á í gær og fundist meiriháttar.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 22.9.2008 kl. 21:57
Veit nú lítið um Nætur- og dagvaktir. En kódilettur eru ágætar, legg til að þú þiggir boð ofurskutlunnar. Annars sendir þú mér bara reikningsnúmerið og ég legg inn fyrir góðum skammti!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.9.2008 kl. 22:49
Fínir þættir, vel skrifaðir & kýldir.
Þúrt bara með 'Gufuzýndrómð ...
Razpaðar kódílettur eru kjarnafóður með lauk, rauðkáli grænum & bláberjasultu. Enda á faztamatzeðlinum, undir tilboð.
Steingrímur Helgason, 23.9.2008 kl. 00:21
Hæ. Heiða.
Svo Hjartanlega er ég sammála þér með þessa þætti. Það GNARRAR svo mikið í þeim.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 02:15
aldrei filad Jón Gnarr svo ég myndi ekki eyda tima i thessa thætti.
ennnnnnnnnnnnnnnnn kótelettur ekki nefna thær ógrátandi..thær hef ég ekki fengid i svooooooooooo langan tima ad ég man ekki sidast....
María Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 06:46
Ég er nú ekki einu sinni með stöð 2 og hef ekkert séð af þessum þáttum. En mér hefur einmitt skilist á fólki að þeir séu alveg afskaplega skemmtilegir. Annað kemur á daginn miðað við færslu og athugasemdir hér. En ég get ekki sagt að ég sakni þess mikið að geta ekki horft á Jón Gnarr.
Knús á þig yndislegust.
Tína, 23.9.2008 kl. 07:40
Næturtaktinn var snilldarþáttur, Jón Gnarr er full og leiðinleg típa en gaman að sjá að hægt er að gera gott sjónvarpsefni þessu. Ég hef ekki séð Dagvaktinna og mun ekki geta séð hana fyrr en hún kemur á dvd þar sem stöð 2 næst ekki hér á Hólum. Bíð spenntur eftir að geta séð þá þætti.
Þórður Ingi Bjarnason, 23.9.2008 kl. 08:25
Algjörlega sammála... mér stökk ekki bros á vör yfir þessum fyrsta þætti - og leið frekar illa yfir þessum aumkunarverðu karakterum.
Fegin er ég að þetta er frjálst land hehe og við getum valið
Eigum við að fara og fá okkur kótilettur ?
Linda Lea Bogadóttir, 23.9.2008 kl. 09:22
Hvaða endalausa húmorhvarf er þetta Heiða Þórðardóttir?
Ég get ekki skilið fólk sem hefur ekki gaman af Gnarr
á sama tíma skil ég ekki fólk sem hefur gaman af Fló á skinni þvílík leiðindi.
Ég er viss um að hún Heiða mín hafi síðan gaman af Hellisbúanum og finnst skemmtilegast að heyra brandarana sem hún hefur heyrt 14 sinnum áður, það er seif.....
Mér finnst Bubbi líka ömurlegur!!!!!
Villtu giftast mér?
Þórður Helgi Þórðarson, 23.9.2008 kl. 09:27
Ég er ekki með stöð 2, og horfði aldrei á næturvaktina, þó ég hefði aðgang að henni. Jón Gnarr og þeir tvíhöfðadrengir höfða einfaldlega ekki til mín, sem skemmtiefni. Og ég hef aldrei gaman af einelti frekar en þú Heiða mín. Jamm ég var með kótilettur bara núna rétt um daginn. Hefði bara boðið þér í mat, ef þú værir ekki svona langt í burtu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2008 kl. 10:17
Ummmmmmmmmmmmm kótilettur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:58
Jesss .
Georg Eiður Arnarson, 23.9.2008 kl. 12:46
Ég horfði á flesta þætti Næturvaktarinnar og sá Dagvaktina líka.....Viðbrögð mín við Dagvaktinni voru svipuð og við Næturvaktinni.......Ég fékk mjög sterka tilfinningu til að taka í lurginn Georg..Ég verð mjög pirruð yfir þessari persónu sem Jón Gnarr leikur svo fanta vel.....En það er mikill húmor í þessu öllu saman.....samt næ ég ekki að vera hlæjandi þegar ég horfi á þetta....en þegar ég var að segja mági mínum frá þá fannst mér margt mjög findið .........
En knús á þig.
Solla Guðjóns, 23.9.2008 kl. 13:28
Þú meinar að fólk hefur mismunandi húmor? Égbaratrúiþessuekki?!?!!?
Jón Ragnarsson, 23.9.2008 kl. 15:09
ÚBBBBBBBBBS- hvað er í gangi! - Þjóðin öll mínus !
Ég var að lesa þessa færslu frá: Heiðu Þórðar ( sem er, eins og hun segir sjálf) Sveimhugi og draumóramanneskja. Samkvæmt skilgreiningu stjarnanna, er aðeins örfín lína á milli snilligáfunnar og geðveikinnar. Fer eftir dagsforminu hvoru megin ég er staðsett.
OK- en hér í hennar dómi (blogginu hennar) er hennar sýn á ágæta íslenska sjónvarpsþætti: þá hefur hún greinilega runnið yfir í geðveikina úr snilloigáfunni - því textinn sem hún skrifar blessuð manneskjan: er hrein steypa. Sorry! Er hún einstæð móðir! Gæti verið. Ein.
Fá sér skráningu á einkamál.is. Heiða - gæti lagfært skapið og yfirsýnina á mannlífið !
Bjarni Baukur, 23.9.2008 kl. 18:44
Bú úúú´BB
Er dagvaktinn birjuð ,hvenar er hún endurflutt ?
Næturvaktinn svona lala
Þ Þorsteinsson, 23.9.2008 kl. 19:00
Úbbbs,,, jólagjöfin/næturvaktin kemur fljótlega til baka darling, þó þú saknir hennar ekki
Er ekki með stöð 2,,,sé ekki dagvaktina fyrr en þú ert búin að fá hana í jólagjöf líka
Ásgerður , 23.9.2008 kl. 21:33
Hvað skoðar þú aldrei símann hjá þér frú mín góð
Gísli Torfi, 24.9.2008 kl. 15:39
Nei Heiða láttu ekki svona...ég verð að vera sammála Guðjóni hér....það þarf bara að setja sig í rétta gírinn ....aumingja Georg...sorgleg týpa...hvar ertu með LIMINN á þér Ólafur? hehehe og aftur þegar ég hugsa um það...hahahah....eigðu góðan dag og fáðu þér kótilettur, þá lagast allt:)
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 24.9.2008 kl. 16:07
ég hef ekki séð Dagvaktina, þrælaði mér í gegnum 3 þætti af Næturvaktinni og var þá búinn að fá nóg af að bíða eftir einhverju fyndnu. Fannst þetta barasta fúlt stuff.
Er engan vegin sammála sumum hérna Heiða og drekk í mig pistlana þína af áfergju.
Eins og flís við rassss
sandkassi (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:50
Sko, dúllan mín,málið er að þótt þetta sé ekki merkilegir þættir þá VERÐUR maður að horfa á þá því að þetta er svona eins og Stella í Orlofi,,frasarnir í þessu verða svoooo frægir og maður verður að vera sko INN í þessu landi:)
En HRYLLINGURINN ER HINN ÞÁTTURINNN:
æi hvað heitir hann aftur með Elmu Lísu og hinum.hann er ógeðslega leiðinlegur..OG HAFA MARGIR VERIÐ SAMÁLA MÉR..
t.d að Elma segir í einum þættinum yfir alla í fyrirtækinu að hún þurfi að KÚKA..
Hvað er svona fyndið við það?????
Ásta (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:01
Ég á ekki til orð.... Næturvaktin er bara fyndin og það þarf ekkert að ræða það frekar... Hef ekki séð dagvaktina ennþá....
Ásta; ertu að tala um ríkið??
Heiða; Hvenær ætlarðu svo að finna konuefni handa mér?? Þetta gengur ekki lengur svona... ;)
Fowler (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 13:37
Hæ sæta skonsan mín. Gott að heyra að við hjónin erum ekki biluð, við sáum ekki þetta rosa fynd eins og við höfum heyrt talað um. Hafðu það gott elsku dúllan mín, ég er öll að koma til og verð vonandi meira í bandi á næstunni. KNÚS
Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 17:58
ég var aldrei hrifin af nætuvaktinni,en horfi á fyrsta þáttin dagvaktina,en er ekki með stöð 2,en mér fannst ágætt að horfa á dagvaktina hvað fólk getur verið grimmt gagnvart einelti,því miður er þetta að gerast í raunveraleikunum,óska þér innilega góða helgi kv Ólöf jónsd
lady, 27.9.2008 kl. 11:15
Auglýsingin lofaði ekki góðu. Ég hef ekki horft á einn einasta þátt vegna þess að þetta höfðar ekki til mín.
Heidi Strand, 27.9.2008 kl. 13:42
Elska kóttilettur.
Elska næturvaktina en á eftir að sjá dagvaktina. Vona að mér finnist hún finndin. Finnst eiginlega allt orðið finndið núna eftir 4 ára innilokun í sveitinni.
Og ég elska Bubba
Hulla Dan, 28.9.2008 kl. 17:35
Kótilettur eru smart.
Marinó Már Marinósson, 28.9.2008 kl. 23:57
Fannst kótelettur ógeð á yngri árum ,allaf á sunnudögum í dag er þetta bara hinn fínasti matur.
Og með dagvaktina ; hún rúllar feitt !
Eins og Bubbi.
Þ Þorsteinsson, 29.9.2008 kl. 00:05
En kaldur Letti með marbless eftir litla baun!
Sé ekki þessa þætti og veit ekkert í minn mjúka haus eftir fjarveruna.
www.zordis.com, 29.9.2008 kl. 23:06
Já, ég er að meina Ríkið..+ÞAÐ ERU ÓGEÐSLEGA LEIÐINLEGIR ÞÆTTIR...
Dagvaktin er fyndin:)
ásta s (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 00:00
Guð ég trúi ekki að það sé einhver sammála mér!
Ég hreint út sagt HATA Dag- og Næturvaktina, og allt sem kemur þessum bölvuðu þáttum við! Frasarnir og þetta láta mig langa að kasta upp. Svo ekki sé talað um Jón Gnarr, ég held hann sé ekkert að leika þegar hann leikur Georg hann er svo svakalega leiðinlegur "in real life" eins og maður segir!
Alveg rosalega raunveruleikafirrtur greyið.
Við Íslendingar erum bara enn svo lítil í okkur að það þarf ekki annað en að einhver eins og Jón Gnarr eða Bubbi Morthens snerti eitthvað þá dýrkum við það öll!
Mér finnst Bubbi líka alveg rosalegt sell-out.
GERUM KRÖFUR TIL SKEMMTIEFNIS! Hættum að sætta okkur við eitthvað BULL sem útbrunnar stjörnur skrifa og halda að þær geti bara skrifað eitthvað og það sé átómatískt fyndið.
HJÁLP
Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, 3.10.2008 kl. 11:46
Hahah fjör hjá Heiðu minni að vanda, var að lesa tippa nef færsluna þína líka og pissaði næstum í brók hihihi Ég hef aldrei fílað þetta Gnarr gerpi,en það er blogg útaf fyrir sig Varð bara að heilsa long time no klemmur
Kissur og knúsur
Sigrún Friðriksdóttir, 3.10.2008 kl. 21:43
Er stúlkan komin í slöngurnar aftur?
Hvar ertu nú? (Dr. Spock)
Þórður Helgi Þórðarson, 4.10.2008 kl. 01:43
ég var nú á afmælisfögnuði þar sem Jón Gnarr var kynnir og fór alveg á kostum.
Fór í Smáralind í gær og fékk fréttir " Heiða er ? "
Gísli Torfi, 4.10.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.