Kerlingin var með þvagleka...
18.9.2008 | 22:14
Ég er ekkert sérlega upprifin þessa dagana. Er aðeins lúin og hlakka til helgarinnar. Ætla að sofa óáreytt, alein án sparka, högga eða atlota af nokkru tagi. Eða einsog mamma myndi orða þetta svo smekklega;
-iss... Heiða, það er nú lítið varið í þetta. Þessu fylgir svo mikill subbuskapur!
Með það sit ég sem fastast á boðskorti um unaðstundir í himnaríki...með mér og mínu.
Þegar ég er þrútin í huganum finnst mér gott að kíkja til baka...ég gerði það í kvöld eftir fjólubláa kúlubaðið mitt....
...fór að skoða gamlar myndir.
Þarna var fyrsti kærastinn. Glaðbeittur og útglenntur, vel hærður með gítar í klofinu. Seinna missti hann hárið...og í stað hára á höfði, eru þau nú vaxinn út úr eyrum, nefi, baki og rassgati. Svo sagði hann sjálfur í beinni eða óbeinni...man ekki. Fullyrði að við áttum lengsta sleik veraldar og þó víðar væri leitað. Þegar hann svo fór í sleik við eina bekkjasystur...dó ástin og sleikurinn varð þurr. Ég kættist ekki lítið þegar ég sá að hlussan sú arna bar nafn með rentu...eða um 20 árum síðar...orðin vel útbúin um lendarnar og þarf ekki Millet dúnúlpuna sína, sem hélt á henni hita um áríð. Ásamt mínum fuckings kærasta!
Svo dett ég niður á aðra mynd. Fermingarmynd og gat ekki annað en fundið blóðbragð í munninum. Ég var ljótari en erfðasyndin á fermingardaginn. Með hreiður ofan á hausnum í hvítum kjól. Svona einsog freknóttur fuglaskítur í framan. Með tvo stykki græn vínber í stað grænu baunanna á Reykjanesbrautinni (brjóstin mín sko....). Við hlið mér situr gömul kona. Kerlingin sat útglennt með logandi sígarettu á milli fingra sinna í veislunni. Hún var í grænu köflóttu pilsi með dömubindi í klofinu. Hún þjáðist í áraraðir úr þvagleka. Ég finn ennþá lyktina. Lyktin var ekki góð. Hún hóstaði sífellt einsog motherfucker og blótaði einsog gallharður sjóari. Hún litaði hár sitt ýmist fjólublátt eða appelsínurautt. Hún fór aldrei á fætur án þess að setja upp stór appelsínugul sólgleraugu.
Kerlingin var amma mín sem ól mig upp að mestu leyti. Hún bjargaði lífi mínu. Ég skammaðist mín eins mikið fyrir hana þegar ég var unglingur, einsog ég sakna hennar í dag.
Ég þoli ekki hræsnina á bak við minningargreinar í mogganum. Vil bara að hlutirnir séu sagðir einsog þeir eru...
...geri það hér með...
...annars er ég þrusugóð, reyndar í þrusustuði með guði...
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Dúlla það er nú gaman að læra af fortíðinni en miklu meira gaman að lifa í nútíðinni
Ekki satt
Koma svo
Ómar Ingi, 18.9.2008 kl. 22:18
Ekki spurning Ommi minn....ekki einn einasti hvað þá neinasti vafi
Heiða Þórðar, 18.9.2008 kl. 22:31
Svona einsog freknóttur fuglaskítur í framan.
Ég er nefninlega að fara að láta ferma fyrsta barn næsta vor. Hef þetta í huga. Þakka ábendinguna. Ekkert áberandi sem hún á eftir að gubba yfir eftir 20. ár.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 18.9.2008 kl. 22:41
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt Heiða mín. Stuð kveðjur til þin ;););)
Aprílrós, 18.9.2008 kl. 22:56
Mér þykir þú frökk að þora að skoða fermingamyndirnar af þér. Ég er sko ekki nægilega sterk til að skoða mínar
Sporðdrekinn, 19.9.2008 kl. 03:39
Frábær penni, það máttu eiga
Heimir Tómasson, 19.9.2008 kl. 04:06
Þegar unglingurinn minn neitaði að láta taka af sér fermingarmyndir skildi ég hann ofurvel og sagði ok!
Veit ekki um neinn sem er ánægður með þann gjörning 20 árum seinna! En já svo breytist allt og maður lærir að meta fólkið sitt sem áður kramdi mann úr skömm bara með því að vera til :)
kær kveðja Heiða og kaffi...?
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 08:15
úff ekki var ég skárri á fermingardaginn bjakk ... en ég man eftir hvað amma þín var indæl, man sérstaklega eftir röddinni ,, fór með þér örfá skipti heim til ömmu þinnar
Margrét M, 19.9.2008 kl. 08:25
Minningar ylja sérstaklega þær góðu. Þær verri eru þarna einhvers staðar en sem betur fer dofna oft með aldrinum.
Ía Jóhannsdóttir, 19.9.2008 kl. 08:55
Ég skammast mín akkurat ekkert fyrir mínar fermingarmyndir!
7 ára strákur í gráum jakkafötum með rautt bindi og allt þetta fallega hár og með kærustu sem framleiðir vínber handa manni....
Það er rétt þetta fallega hár virðist villast af leið á efri árum og ekki rata á höfuð.
En það er engin gróska í rassgati!!!!
Hafa það á hreinu... nema að það sé orðið svo sítt a attan (bakinu) að það trufli störf afturendans?
Þórður Helgi Þórðarson, 19.9.2008 kl. 09:23
Snillingur ertu Heiða, alltaf gama að lesa síðuna þína Maður skammaðist sín fyrir ýmislegt þegar maður var á þessum árum, nú eru bara einhver annar farinn að skammast sín fyrir okkur
Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.9.2008 kl. 12:14
Ég er nú þeirrar gæfu búinn að fermingarmyndin mín er notuð sem auglýsing í einhverjum ljósmyndastofum ennþá daginn í dag.. Skil ekki með ykkur hin systkinin.... Voruði á einhverju trippi þegar að myndirnar voru teknar???
Hún Sigga amma var brilljant, maður fattaði það eiginlega ekki fyrr en eftir á...
Læturðu ekki sjá þig á laugardaginn?? Getur tekið einhverja horbrókina með þer, kettir verða látnir bíða fyrir utan nota bene... ;)
Gísli Þór Þórarinsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.