Er samt góð sko...

Jæja hvað segir fólkið?

Ég er alveg þrusugóð og uni mér vel í annríkinu sem er mig lifandi að drepa. Öðruvísi gæti ég nú varla drepist...nema af þeirri einföldu ástæðu að ég er lifandi...

...það er gott að hafa mikið fyrir stafni, gott að koma heim að kveldi vitandi vits að maður gerði sitt besta þann daginn...fucking shittur hvað ég er hamingjusöm. Umvafinn fyrsta flokks fólki alla daga -langt fram á kvöld.

Það er af sem áður var, þegar maður sætti sig við það næstnæstbesta. Dinglaði með uppá punt, innan í skítahrúgu og sat meðvitundarlaus með illum og illa lyktandi tungum, með ofvirkan hárvöxt í nefi og eyrum...ojbarasta!

...annars hitti ég Jón í morgun. Ég bý í fjölbýli og Jón stjórnar hér með miklum aga. Hann er kóngurinn og ég er prinsessan. Jón er ekki sá sem pissar yfir mig með látum á hverri nóttu. Nei hann er sá sem skokkar á hverjum morgni með demantseyrnalokk í eyra. Ég sef ofan á Jóni. Eða hann undir mér. Jón er tæplega sjötugur og giftur. Þegar Jón slær blettinn...þá fer hann í Hitlers-uniform. Jón er flottur karl.

Þegar ég kem út í morgun þá var Jón að gera teygjuæfingarnar sínar. 

-jæja Heiða mín...þú ert með á laugardaginn, er það ekki?

-ahhhh....sko sólin mín er ekki hjá pabba sínum þessa helgi sko...

-þú hefur hana bara með...hún hefur gaman af því...

-já en Jón, sjáðu hendurnar á mér -er alveg að drepast í höndunum....ha?

-hva, þú verður bara með hanska stelpa! 

-ok...

Jón er fífl.

Mig langaði svo miklu meira að sofa út, en að standa í einhverju árlegu sótthreinsandi stigagangs-hreingerningaátaki með þessu liði kl: 0900 á laugardagsmorgni!

En er samt góð sko Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha já þú ert sko góð

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég fíla fíflið hann Jón, hann er ekkert að láta vælið í þér angra sig

Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Farðu nú að skrifa bók, kona.    Átt fullt af efni í hana.   

Marinó Már Marinósson, 11.9.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband