Íslendingar eru fúlir á móti...

Ég veit ekki hvað þetta er með mig. Afhverju allt getur ekki verið bara svona skothelt í kringum mig. Svona venjulegt einhvernveginn....

...í morgun eftir sturtu og þetta vanalega stúss, settist ég upp í minn fagur-rauða bíl. Ég keyri þarna á svaka blússi með tónlistina í botni...og stoppa á rauðu. Við hlið mér er par og þau vinka mér. Ég hugsaði með mér;

-ósköp er fólk orðið vinalegt eitthvað, hlýtur að vera silfrið....og ég vinka á móti.  Þau vinka meira bæði tvö... ég virði þau aðeins fyrir mér. Kannaðist ekkert við þau. En aftur fengu þau samt vink og meira að segja risabros...með tönnum og öllu.

Ég keyri áfram og er að velta fyrir mér þessari svaðalegu stökkbreytingu á íslendingum í umferðinni. Þetta er frábær þróun...

....minnist þess nefnilega þegar ég hafði dvalið erlendis í um fimm ára skeið.  Kom til baka fór í strætó og þegar ég bauð góðan daginn...fékk ég bara eitthvað svakalega úldið stykki á móti. Áfram gekk þetta svona. Ég brosti í Kringlunni eða/og á Laugarveginum -bauð góðan daginn hægri vinsti.. einsog viðvafningur. Fólki fannst ég stórskrítin svo ekki sé meira sagt. Hitti þáverandi borgarstjóra í Elliðarárdalnum, brosti og allan pakkann...og hún virti mig ekki viðlits hvað þá meir.  Eða jú aðeins...og ekkert voða sexy augnaráð neitt. Ég hafði á tilfinningunni að þetta væri borgin hennar og ég ætti ekki einu sinni smá lufsu í henni.

Með tímanum fór ég að verða svona einsog fólk er flest. Brosið fór að leka. Var og er með fílusvipinn hangandi útúr rassgatinu alla daga. Skoða allt það markverða sem er að ske á milli gangstéttahellanna og virði fólk ekki viðlits....einsog sönnum íslending sæmir.  Svona hipp og kúl. Nógu andskoti fúl á móti! Það er töff og maður ætti að varast að vera að fleygja brosunum útí loftið of mikið! 

Ég má þakka Guði mínum fyrir að hafa ekki fengið á mig ákæru á þessu hamingju-bros-góðan-daginn-tímabili í lífi mínu. Ef ekki fyrir kynferðislega áreitni...með munninum, þá eitthvað annað. Shitt hvað ég var heppin!

Í morgun, fannst mér þetta því skemmtileg tilbreyting.  Við lendum samhliða aftur á rauðu ljósi...ég og parið. Þau byrja að baða út öllum öngunum sínum og ég varð hrædd... ég reiknaði út í snarhasti að  þau væru "spastík" og ættu ekki alls heima í umferðinni. Þau bentu og vinkuðu og veifuðu og allt í gangi og voða stuð í þeirra bíl!

Líka í mínum, en allt öðruvísi stemmari í gangi.

Loks skrúfaði ég niður rúðuna á þriðju rauðu ljósunum...og þá öskrar karlinn;

-ÞAÐ ER SPRUNGIÐ HJÁ ÞÉR!!!!! Fannstu það ekki????? Þú eyðileggur dekkið ef þú keyrir mikið lengur á honum svona!!!!

Honum var svo mikið niður fyrir karlunganum, að ég dauðvorkenndi honum.

Auðvitað keyrði ég svo bara áfram -eftir brosandi takkið,  alla leið í vinnuna á splundruðu dekki...hvað annað átti ég svo sem að gera?

Staðan núna?

Það er spurning... Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Brosað alveg allan hringinn á splundruðu dekkinu þeyttist hún Heiða áfram !!!!

BOTNAÐU ÞETTA HEIÐA EÐA ERTU BLEYÐA

það er spurning...

Ómar Ingi, 26.8.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

...það er hommlykt af þessari athugasemd...

Heiða Þórðar, 26.8.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Heidi Strand

Mér grunaði strax að það væri eitthvaðbros?
Hver er hamingjusamasti þjóð í heimi?

Heidi Strand, 26.8.2008 kl. 20:11

4 Smámynd: Ómar Ingi

Hummm

Dónaleg við Omma !!!

Er ekki hægt að kæra svona hehehe

Ómar Ingi, 26.8.2008 kl. 20:17

5 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 26.8.2008 kl. 20:19

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 20:22

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég held ég eigi von á þeim nokkrum....kærunum sko....spinnigal kerlingar einhverjar útí bæ...

Heiða Þórðar, 26.8.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hlaut að vera.......

Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 22:19

9 Smámynd: Gísli Hjálmar

Síðan hvenær ert þú með bílpróf?

... og hver í veröldinni ber þá ábyrgð á því að hafa látið þig hafa það?

Gísli Hjálmar , 26.8.2008 kl. 22:26

10 Smámynd: Gísli Hjálmar

... og ertu þá virkilega að keyra innan um venjulegt fólk, ha?

Gísli Hjálmar , 26.8.2008 kl. 22:27

11 Smámynd: Heidi Strand

http://images-2.redbubble.net/img/art/size:large/view:main/862130-2-things-are-not-always-as-straight-as-they-seem.jpg

Heidi Strand, 26.8.2008 kl. 22:38

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Afskiptasemi í kallpúngnum, hvað kom honum við að þú værir ekki 'á öllum fjórum' ?  Bara brosa til svona dónakalla!

Steingrímur Helgason, 26.8.2008 kl. 22:42

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe - jæja segðu! Þið báðir sko....hmmm...þið öll

Heiða Þórðar, 26.8.2008 kl. 22:49

14 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Haltu bara áfram að brosa.  Hvað er eitt helvítis dekk á milli vina.

Marinó Már Marinósson, 26.8.2008 kl. 22:54

15 Smámynd: Gísli Torfi

Ósköp er fólk orðið vinalegt eitthvað, hlýtur að vera silfrið  " snilld"

Heiða mín þú ert gangandi lögreglumál hver sem þú ferð

svo ætti Menntamálaráðuneytið og Samgönguráðuneytið að henda í þig svona árlegum styrk sem væri svona  um 8 milljónir  " Gerða og Möller hljóta að fara að renna hérna inn"

þá gætir þú  rúntað um með bros á vör á Íslandi á fjórum gúmmidekkjum og bloggað um það á kvöldin fyrir landsmenn nýstigin  úr baðinu .

Að endingu myndir þú svo fá Stór Riddarakross Íslenska Lýðveldisins þann 27.ágúst árið 2018 fyrir að gefa fólki Gleði í hjartað og Von á að allt sé hægt í veröldini ef maður bara brosir og tekur lífið ekki of hátíðarlega  akkúrat 10 árum eftir Silfrið góða.

Góða nótt vinkona mín

Gísli Torfi, 27.8.2008 kl. 00:23

16 identicon

æ, þú ert svo fyndin hahahahahahaha...talandi um ökumenn nútímans..að drepast úr leiðindum við hvorn annan...en ekki uppi á hálendinu, fór þangað um daginn í fyrsta skiptið og allir sem ég mætti, heilsuðu svona rosalega, alveg brosandi hringinn og allt og svo fór einn fram úr mér líka og hann vinkaði ekkert smá...mér fannst þetta svona einum of sko...alla vega svona miðað við hvernig lögmálið er á þjóðveginum og í bænum...þarf að blogga um þessa upplifun seinna...

alva (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 00:33

17 Smámynd: Sporðdrekinn

Úff hvað ég er sammála þer með brosmyldi þjóðar okkar, eins köld og klaki þangað til að maður fer að kynnast vel, þá þyðnar.

Ég held því fram að þetta sé óöryggi!

Svo eru þessir kurteisu sem sýna velvild og benda fólki á að það sé að keyra um með sprungið dekk, álitin "spastík"!

Sporðdrekinn, 27.8.2008 kl. 00:45

18 Smámynd: Agný

Mikið er ég glöð að heyra að það er ekki brosið sem var sprungið...."púnkterað"  eins og sagt er á norðlenskunni góðu  bara dekkið.. En ég þekki þetta með að vera víst alltof mikið brosandi..´réttara sagt var sérstaklega...en bros eru víst miskilin sem allt annað af ýmsum...en eitt bros á dag kemur skapinu í lag...og getur líka breytt dimmu í dagsljós...Best að ég fari  að æfa mig fyrir framan spegilinn svo maður fari ekki að minna of mikið á Labrador hund....

Agný, 27.8.2008 kl. 03:20

19 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ein Heiða á dag kemur skapinu í lag .  Sé þetta svo fyrir mig og ég á bágt.

Knús

Elísabet Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 09:19

20 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Úbbs, mér átti það að vera.

Elísabet Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 09:20

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ææææææ he he he

Einar Bragi Bragason., 27.8.2008 kl. 13:18

22 identicon

umhmm........Hvað á maður að gera skipta um dekk kannski döh nei................!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:17

23 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 27.8.2008 kl. 23:41

24 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Lýsandi...ljós í umferðinni...á felgunni.

Eva Benjamínsdóttir, 27.8.2008 kl. 23:57

25 Smámynd: Lena pena

hehehee...ég vissi það að þetta væri eitthvað að bros...en þetta er alveg satt. Fílan lekur af íslendingum. Ég bjó erlendis í mörg ár og þá vandist maður því að brosa til allra, bjóða góðan daginn og meira að segja lenti stundum í spjalli við ókunnuga í litla svefnbænum sem ég bjó í.  Eftir að ég flutti heim þá tók það mig svona ár og þá var brosið að mestu farið af en það kemur samt af og til. Það er bannað að láta fílu, mont pokana fá að ráða. Þetta með að það eigi að vera svo hipp og kúl að horfa á náungann með ísköldu augnaráði og snúa svo uppá sig þoli ég ekki og það er mest hjá konum á aldrinum 20 - 30. Það finnst mér allavega...halda að þær séu svo miklar pæjur oj oj en auðvitað er líka til stelpur á þessum aldri sem brosa vingjarnlega og alveg lausar við þennan hroka. En Heiða mín...nú er ég hætt að blogga á blogginu þínu

Lena pena, 28.8.2008 kl. 08:29

26 Smámynd: Halla Rut

Omay --god... ÞETTA VAR ÉG...OG KALLINN....

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 17:41

27 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Þessi saga fullkomnaði daginn minn.... takk þú ert alveg hreint út sagt frábær

Lilja Kjerúlf, 28.8.2008 kl. 19:39

28 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 gód !!! en vonandi misstirdu ekki trúna á brosmilda islendinga?...

kvedja frá dk.

María Guðmundsdóttir, 29.8.2008 kl. 07:39

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Skemmtileg tilviljun að þetta skyldi vera Halla Rut. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 10:15

30 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er ekki ennþá að trúa þessu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Heiða Þórðar, 30.8.2008 kl. 09:46

31 Smámynd: Margrét M

þetta er bara snilldar saga

Margrét M, 1.9.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband