Kjúklingapöddur og pissudúkkur...

Ég sat í bílnum áðan og borðaði samloku, franskar, drakk Kók með og horfði á marglitar regnhlífar.

Í mínum huga æða um ca. 50.001 hugsun pr mín án þess að trufla mig mjög mikið...og þetta var eitt af því sem ég var að hugsa; 

Eilíft kvart og kvein í fólki yfir smá kúk!

...nú síðast var vinkona mín ein að kvarta yfir því að ostur í sneiðum hefði minnkað. Dinglaði í kassanum einsog krækiber í helvíti. Passaði ekki lengur ofaná brauðsneiðina.

Undir þessu sat ég með mölbrotin kviðvegg og slöngubit... svo bætti hún í hressilega (með kross-saum);

-og Haltu kjafti karamellurnar eru orðnar smá kvikindi! Bara eiginlega pilla!

...ég hugsaði; því miður...en svo kom ég reyndar með snilldarlausnir einsog mín er von og vísa. T.d. að setja 1 1/2 sneið af osti á brauðið og troða tveimur karamellum í kjaftinn á sér...

...en hún heyrði ekki í mér og áfram gekk;

- Hefurðu tekið eftir því hvurslags ræfilskvikindi, sem þeir kalla kjúkling, er verið að bjóða uppá í Bónus? ....sagði hún og var nánast komin á öskrið. Og svo eldar maður þetta og kjúklingurinn breytist í pöddu! (viss um að hún fékk þennan lánaðan frá mér....)

Allt í heiminum minnkandi fer því miður ... hún fór samt ekkert í typpaumræður í þetta sinnið.

mynd1 Þessa mynd fékk ég frá mjög kærri bloggvinkonu og finnst mér hún svolítið lýsandi fyrir mismunandi viðhorf fólks til hlutanna. Þ.e. hálffullt nú eða -tómt... því það er bara þetta tvennt í boði!

Kannski er göllinn bara að plain pissa í glas...og ég í sakleysi mínu að misskilja myndina eitthvað... 

Njótið vikunnar...skotheldan maskara á þetta...það er rigning í kortunum út vikuna Wink 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Er hún ekki bara á túr?!

Sporðdrekinn, 25.8.2008 kl. 18:10

2 identicon

Í bílnum með samloku, franskar og kók.........Heiða?

Minnka ostsneiðarnar og kjúklingurinn ef maður er á túr? Alltaf að læra og fjör í mínum bekk !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Já vissir þú það ekki?

Sporðdrekinn, 25.8.2008 kl. 18:40

4 Smámynd: Ómar Ingi

Það er nú aldeilis heimspekin hjá þér

Ómar Ingi, 25.8.2008 kl. 19:07

5 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er öfugt við fólk, það stækkar.

Heidi Strand, 25.8.2008 kl. 19:21

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Bara fá sér tvær sneiðar af osti á brauðið.    isssss ég er hættur að kvarta hvað mig sjálfan varðar.  Það gengur hvort er eð of mikið á í mínu lífi þessa stundina. 

Marinó Már Marinósson, 25.8.2008 kl. 19:30

7 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Elísabet Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 22:04

8 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Ég er nú eiginlega bara alveg sammála henni vinkonu þinni! ..vil sko ekki kaupa pöddur í Bónus...og vil að ein haltu kjafti karamella geri nákvæmlega það! ekki tvær.

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 25.8.2008 kl. 22:37

9 Smámynd: JEG

Þú ert snilld kona.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 26.8.2008 kl. 00:14

10 Smámynd: Ólafur Als

S lyubOv'yu,

Óli

Ólafur Als, 26.8.2008 kl. 00:39

11 Smámynd: www.zordis.com

Fólk á náttúrulega að fá sér eina Geit heim, mjólka og strokka og svo er þetta allt spurning um heimaslátrun.  Danskar baunir eru ágætar en mætti ég fá þær grænar.

Tja, kanski ég kaupi þá frekar Bíldudals grænar baunir

www.zordis.com, 26.8.2008 kl. 01:16

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá 50.001 hugsun á mínútu.  Þú er skýr stelpa ég vissi það alltaf elskan mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2008 kl. 09:40

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ég held ég þekki þessa vinkonu þína

Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 10:23

14 identicon

komdu með bloggið sem ALLIR eru að bíða eftir!!

Fowler (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 16:52

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Engin rigning í kortunum hér, komdu norður og sundlaug og brúnkukrem bíða!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.8.2008 kl. 19:33

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Bara stórt knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2008 kl. 19:35

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 27.8.2008 kl. 08:49

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Glasið er snilld.

Það getur verið svakalega lýjandi að umgangast svona neikvætt fólk. Skál fyrir þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.9.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband