Bæn dagsins

Kæri drottinn.

Í dag hef ég gert allt rétt.

Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið, ekki gráðug, ekki orðið fúl, vond eða sjálfselsk.

Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði.

Ég hef ekkert notað kreditkortið mitt.

En ég fer á fætur eftir nokkrar mínútur og mun þurfa á mun meiri hjálp að halda eftir það.

Amen.

Kveðja þín Heiða 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nema hvað? 

Via Con Dios. 

Jói Dagur

Jói Dagur (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: JEG

Hahahahaha omg sannarlega góð bæn.

Gæti þurft að nota hana í vikunni þar sem til stendur bæjarferð *hóst*

Knús á daginn þinn.

JEG, 22.6.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

 ..Reyndar fékk ég mér smá súkkulaðibita fljótlega eftir að ég fór á fætur...en ég var allavega komin á fætur, ekki uppi í rúmi. Hafðu það sem allra best í dag dúllan mín

p.s og takk fyrir fallegu orðin þín

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 22.6.2008 kl. 11:49

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef ekki gert neitt af þessu í dag, nema fengið mér smá hlaup,
reyndar ekki farið út úr húsi og ekki hitt nokkurn mannMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2008 kl. 13:01

5 Smámynd: Solla Guðjóns

æJJJJJJJ ég vaknaði alltof snemma....Guð hjálpi mér

Solla Guðjóns, 22.6.2008 kl. 13:23

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég þurfti að vakna snemma til að fara í vinnuna. Hef engan barið ennþá og ekki stolið neinu og bara logið smá.

Helga Magnúsdóttir, 22.6.2008 kl. 19:26

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Dýrð sér þér Drottinn
Í dag hef ég bara elskað ... og engu logið

Linda Lea Bogadóttir, 22.6.2008 kl. 20:22

8 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég hef blótað, uppnefnt mann og annan, orðið gramur, verið tillitslaus, eigingjarn og sjálfselskur ...

... ég vil nota tækifærið og biðja hlutaðeiganda aðila afsökunar á brestum mínum.

Djöfxxx er ég góður, ha!

Gísli Hjálmar , 22.6.2008 kl. 20:57

9 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 06:16

10 Smámynd: Ester Júlía

Hahahahaha.....góð!  Hvernig gekk svo ?

Knús á þig sætust

Ester Júlía, 23.6.2008 kl. 08:08

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég sit við tölvuna eins og hún sé sólin mín - en því miður verð ég ekki útitekin á því!

Það gæti hugsanlega farið svo að ég píni mig út í sólina með tölvuna með!

Knús á þig Heiða mín og láttu ekki þokuna ná þér þótt hún nái mér!

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 13:45

12 Smámynd: Ásgerður

Góð,,ég á eftir að nota þessa

Ásgerður , 23.6.2008 kl. 15:52

13 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Vona að þú hafir komist klakklaust í gegnum daginn.

Elísabet Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 16:57

14 Smámynd: Alfreð Símonarson

Hvernig hefur dagurinn verið, náði gvuð að bænheyra þig í verki? Við bíðum spennt eftir rapport

Alfreð Símonarson, 23.6.2008 kl. 17:11

15 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

morgunbænin mín héðan í frá

Guðrún Jóhannesdóttir, 23.6.2008 kl. 20:37

16 identicon

hahaha, dásamlegt!!

alva (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:43

17 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Já frábær bæn... 

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 25.6.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband