Seinnipartur í lífi Heiðu...

...sko þetta fór ekki einsog planað. Seinniparturinn minn.

Ég kom heim settist í sófann með kaffi...leit í kingum mig og hét sjálfi mér því að nú yrði bónað, skúrað og skrúbbað...eftir einn stykki kaffi...eftir u.þ.b. 5 mín.

...en þá verður mér litið niður á tærnar á mér...

...og allt í einu er algjört forgangsatriði að snyrta mínar fögru tær. Sem og ég gerði...þar sem ég er leggjalöng, þarf svona smá útúrsnúninga og tilfæringar við þessháttar aðgerð. Ég fæ í framhaldi þá flugu í hausinn, að nú væri "lekkert"   að mála blóm á eina tánöglina eða fiðrildi, þá  stoppaði ég sjálfa mig af... hingað og ekki lengra Heiða Bergþóra!  Ég á bara olíuliti og þeir taka óratíma að þorna... ég mun seint teljast til þolinmóðustu kvenna þessa lands. Hjúkkit að ég hlustaði á sjálfa mig, svona einu sinni.

Þegar ég horfi svo  niður á táneglurnar og sé eitt og eitt hár á stangli á leggjunum...þá er skafan tekin á þurra húðina, harkalega. Öll hár farin veg veraldra og vestar en það meira að segja. Með sviðna og útúrhreistraða skankana, blautt naglalakk á tásunum -skakklappast ég inn á bað...næ í olíu og ber á logandi aumt svæðið...

...svo sit ég áfram í sófanum á meðan ég jafna mig á misþyrmingunum og lakkið þornar, horfi á fréttir og með'ðí, þegar mér verður litið á hendurnar á mér...ÖSSS! Það var ekki sjón að sjá mig, ég varð að lakka á mér neglurnar, ekki seinna en strax! Og auðvitað gerði ég það.

Alveg segin saga að þegar ég er með blautt naglalakk...þá langar mig í Ommulettu eða eitthvað álíka. Alltaf klæjar mig óstjórnlega inn í eyranu eða á milli háranna á hausnum... eða einhversstaðar annarsstaðar...

...þegar ég er svo orðin "spikkenspann" og "þurr" kemur ekkert annað til greina en að fara í freyðibað til þess að dást af sjálfri mér, ásamt fleiru...sem og ég geri að sjálfsögðu. Ber á kroppinn rakakrem...

...og þegar maður ilmar einsog blóm ....er ekki fræðilegur möguleiki í logandi helvíti að ég fari að skúra, skrúbba og bóna!

Ekki sjéns...Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær færsla Heiða.  Ég hló mig máttlausann.    Ég þekki eina sem segist setjast nyður, fá sér kaffibolla og sígó þegar hún fær hreingerningaæði.  Eftir ca. tvo bolla er það liðið hjá.   

Love ya, Jói Dagur

Jói Dagur (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Andrea

Hihí ég þekki þetta!! Enda með nýlakkaðar tásur og allt á hvolfi

Andrea, 19.6.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman að sjá að þú fylgist með mér Jói minn :)

Heiða Þórðar, 20.6.2008 kl. 00:18

4 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Þetta er einmitt ástæðan fyrir að ég naglakka mig aldrei nema þá með glæru eða þvínæst...góð færsla hjá þér

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 20.6.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Ein-stök

Frábær seinnipartur hjá þér  Hjá mér er allt á hvolfi og ekkert lakk eða fínerí í gangi heldur.  Held ég ætti að fara að þínu dæmi á morgun.. hafa dekurdag á morgun.. ruslið getur beðið

Ein-stök, 20.6.2008 kl. 00:25

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Leggjalöng já!?

Gæti trúað að líkurnar hafi aukist um 2% að þú minir orka hrífandi á mig!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.6.2008 kl. 00:36

7 Smámynd: JEG

Þú ert alveg milljón.  Mikið er ég heppin að vera hætt að lakka neglur.

Knús á þig mín kæra.

JEG, 20.6.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

JEG; maður HÆTTIR ÞVÍ ALDREI!!! ekki í logandi helvíti!

Heiða Þórðar, 20.6.2008 kl. 00:40

9 Smámynd: Hulla Dan

Ég ætla að fara að lakka mig á heverjum degi.
Þá hef ég alla vega afsökunn fyrir að nenna ekki að taka til... HATA það.

Góðan daginn annars

Hulla Dan, 20.6.2008 kl. 06:31

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Sko maður á stundum ja eða oft...bara alltaf að gera þetta þegar manni dettur í hug...strx...áður en maður stekkur á kústinn....Ég æltaði að snirta neglurnar þegar ég kæmi heim úr vinnunni í fyrrakvöld en datt í hug að það væri sniðugra að fara fyrst að moldvarpast í garðinum.....Ég gerði hvorugt......

Solla Guðjóns, 20.6.2008 kl. 09:50

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég á heima í Þorlákshöfn

Solla Guðjóns, 20.6.2008 kl. 09:51

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús á þig Heiða mín og lakkaðu alltaf táneglurnar það er eitt það fallegasta sem ég sé fallegar lakkaðar tásur!

Edda Agnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 10:45

13 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Dásamlegur dekurdagur hjá þér
Hafðu það gott um helgina ... Ég ætla að vinna og vera á golfvellinum þess í milli.

Linda Lea Bogadóttir, 20.6.2008 kl. 11:30

14 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Andsk... líst mér vel á þetta hjá þér.  Ruslið getur sko beðið.

Elísabet Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 11:55

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Um að gera að fórna bannsettum húsverkunum á altari hégómans.

Helga Magnúsdóttir, 20.6.2008 kl. 15:09

16 Smámynd: Gísli Hjálmar

... ég er algjörlega á móti svona snyrtihégóma.

Konur eiga heima við eldavélina, og kunna því vel. Einnig er mikilvægt að vera manni sínum undirgefin.

Þið eigið að vera kafloðnar útum allt og allsstaðar og þið eigið líka að vera vel yfir kjörþyngd svo það sé eitthvað hold á ykkur.

Og svo á ruslið og tiltektin EKKI að bíða.

Hvernig haldið að það sé fyrir mann að koma þeyttan heim eftir erfiðan dag og úrvalsvísitalna hríðlækkandi og allt er í rusl heima fyriri - það er bara ógeðslegt.

Ég segi nei við snyrtihégómanum ...

Gísli Hjálmar , 20.6.2008 kl. 15:37

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já rusli getur  beðið flott að hafa flottar táneglur

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2008 kl. 16:22

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Til öryggis tek ég fram að ég þekki ungvann sem tekur svona Gísla viljandi, alvarlega, nú eða í gízlíngu!

Steingrímur Helgason, 20.6.2008 kl. 23:55

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2008 kl. 02:47

20 Smámynd: Ásgerður

Skil þetta ekki,,táneglurnar eru ólakkaðar og samt allt í drasli hjá mér  

Knús á þig mín kæra

Ásgerður , 21.6.2008 kl. 12:00

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta skiptir engu stelpur, og þó, en hef ekki áhyggjur af því.Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2008 kl. 19:50

22 Smámynd: Gísli Torfi

Gísli Torfi, 22.6.2008 kl. 01:56

23 Smámynd: Gísli Hjálmar

... takk fyrir fallega hugvekju í minn garð Steini.

Gísli Hjálmar , 22.6.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband