Að skora feitt...

Eftir að ég skipti enn eina ferðina um símanúmer...er friður á heimilinu. Oftast... 

Ég á kæran vin. Hann er frábær. Hann er skemmtilegur, klár og fallegur. Hann á það til að senda mér sms-skilaboð sem hitta beint í mark. Stundum fæ ég þau að næturlagi, en einhvernveginn skynjar hann held ég, að þá ligg ég andvana... og þarf á uppörvun að halda. Stundum vakna ég við ljúfar kveðjur inn í daginn. Hann á það til að færa sig upp á skaftið með yfirlýsingum um standpínu og djöflagang um miðjan dag... og ég trúi ekki öðru en við höfum "sofið" saman....þó það hafi aldrei gerst. Enda er hann nánast krakkaskítur... en alltaf veit ég að honum þykir raunverulega vænt um mig...heiðubergbumbulínu...

Að hans beiðni ætla ég því að veita sýn mína inn í samskipti mín við fótbolta -á minn hátt.

Mínir menn áttu það flestir sameiginlegt að fá fiðring í tærnar yfir þessum atburðum. Þessi með eina eistað, var reyndar pro rugby player. Hann var sá einasti sem virti tærnar á mér viðlits þegar leikar stóðu sem hæst. Hann var sá viðkvæmasti. Hann grét þrátt fyrir vöðva svo stóra að ég hefði hæglega getað rúmast inn í öðrum handleggnum á honum, með keppina tvo meira að segja. Einn sem aldrei raunverulega hafði takkaskó augum litið...var svaðalegur stuðningsmaður. Sat í sófanum með bjór í hönd, hvítar strípur í hárinu og galaði í sífellu undir kliði og klappi;

-Andskotinn sjálfur! Sástu þetta? Djöfuls fífl og ræfill...dómaraskratti. Ég drep þig helvítið þitt!!! Heiða sástu þetta? Taka þetta -koma svo! tæklaða hann fíflið þitt! Svo komu yfirlýsingar um hvernig hann hefði gert þetta sjálfur hefði hann ekki verið upptekið við að sötra öl og verið á vellinum. 
Innlifunin var svo sterk að hann hoppaði annað slagið upp einsog hann væri með spjót í rassgatinu og öskraði inní sjónvarpstækið...á meðan vappaði ég um og óskaði þess að karlfíflið fengi ekki hjartaáfall af æsingi. Ábyrð hans var auðvitað gífurleg þar sem hann  leikstýrði liðunum...sko báðum! Dómurunum incluted...í hans eigin heimi. Berservisser semsagt. Ég eyddi minnsta tíma ævi minnar með þessum...og sé eftir þeim tíma.

Enn í dag,  hef ég ekki rass vit á fótbolta og hef ekki minnstu löngun til að bæta við þá (núll) þekkingu mína.  En fótbolti truflar mig ekki hið minnsta. Mér finnst kliðurinn meira að segja svolítið notalegur ...örugglega afþví ég er laus við öskrin...  mér finnst áhugi karla meira að segja svolítið krúttlegur. Áhugi kvenna á fótbolta finnst mér aðdáunarverður og óskiljanlegur....og er ég  ekki frá því að ég trúi, að undir niðri hjá þeim blundi örlítil lessa....LoL...eða að þær ljúgi þessu með áhugan og með innilokaða, innsiglaða svarta tungu...

Ég hef rekið mig á eitt eða tvennt, þegar ég hugsa um það; þegar einhverjir jólasveinar hafa gert sínar hosur bláar fyrir mér þá taka þeir sumir skýrt fram, sem meðmæli;

-en....ég þoli ekki fótbolta Heiða! 

(þá fýkur sjensinn , því ég veit að þeir ljúga...) 

...og einnig þegar vinkonur eru að gera gæjana meira þess virði að vert sé að eyða tíma með þeim;

-hann þolir ekki fótbolta Heiða...

Þetta virðist vera einhver þögull mælikvarði á ágæti karlmanna -fóbolta-áhugaleysi. Skítt með að viðkomandi sé skíthæll og drullusokkur...ef hann þolir ekki fótbolta -skorar hann feitt! Hann hittir í mark...og um það snýst leikurinn, er það ekki? 

Að skora mark... I don't think so...

Með þessar hugleiðingar er ég búin að setja bleikasta bikinýið mitt í tösku og stefnan er tekin á sund ...eða eitthvert annað Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skmmtileg grein :)

karlmaður sem þolir ekki fótbólta.. er annað hvort lygari af guðs náð til að komast inn-undir brækur auðtrúa kvenna (segir það sem konur vilja heyra).. eða karlmaður sem er áhugalaus um allt hvort sem er og því ekkert sérlega eftirsóknarverður karl...

Ég er hamingjusamlega giftur yndislegri konu sem elskar fótbolta.

Óskar Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Óskar er mjög svo sammála þér varðandi fyrsta atriðið. Karlmenn eiga að elska fótbolta.

Þetta með hamingjusamlega giftur -kaupi það og gleðst fyrir ykkar beggja hendur...

....en ertu viss um að kona sé ekki að skrökva? eða sé "semi"...þú veist....

Heiða Þórðar, 14.6.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála Óskari!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Nei Heiða því hún situr og horfir á alla leiki með mér í imbanum :) og ekki fær hún athygli frá mér á meðan svo viðveran hlýtur að vera áhugi á knattspyrnu(lærum)

Óskar Þorkelsson, 14.6.2008 kl. 17:13

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er merkilegt hvernig rósemdarmenn breitast í verstu bullur þegar fótbolti er sendur út.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.6.2008 kl. 19:11

6 Smámynd: Andrea

Hey! Blundar engin lessa í mér! Tékkaði á því á tilraunaáratímabilinu mínu og vottar ekki fyrir henni! En mér finnst svona lærafótbolti samt skemmtilegur!

Andrea, 14.6.2008 kl. 21:04

7 Smámynd: JEG

Oojjj fótbolti. Ég hata fótbolta. ......og kallinn minn líka. Samt erum við normal

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 14.6.2008 kl. 21:59

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Andrea mín, ég er farin að halda að þú sért frigging treg! hversu oft hef ég sagt að þú ert one of a kind? Það þýðir að þú ert eitt stykki undrafyrirbæri...

...þú ollir mér örlitlum vonbrigðum núna sko samt...  en það breytir því ekki að þú er enn svaka skemmtileg skvísipísí...... í felum ...

Heiða Þórðar, 14.6.2008 kl. 22:34

9 identicon

Svo er kvennaknattspyrnan, sérstaklega gaman að svona flottum skriðtæklingum hjá stelpunum

sandkassi (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 00:03

10 Smámynd: Ein-stök

 Karlmaður sem hefur í raun ekki áhuga á fótbolta, þ.e. þolir ekki að horfa á hann því hann kann ekki við það hvaða áhrif áhorfið hefur á hann (missir stjórn á skapinu) .. hvað segirðu þá um hann?  Þetta eru ansi áhugaverðar sálgreiningar í kringum boltann.. Verð að viðurkenna að ég sé ekki samasemmerki á milli áhuga hjá mér á fótbolta og "lessutilhneiginga"..

Ein-stök, 15.6.2008 kl. 00:55

11 Smámynd: Gísli Torfi

Heiða mín horfðu bara á Holland mína menn í boltanum og horfðu svo á þá líka eftir leik en það er mjög sérstakt og eiginlega alveg frábært.

Gísli Torfi, 15.6.2008 kl. 07:04

12 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Komin skýring á því af hverju þú svara mér ekki....

Linda Lea Bogadóttir, 15.6.2008 kl. 13:18

13 identicon

Sammála Óskari

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:21

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég þekki sko einn mann sem ekki þolir fótbolta, handbolta, körfubolta eða neina aðra slíka íþrótt,  ég er gift honum, og get vottað um þetta, sem betur fer deili ég þessu áhugaleysi hans

Knús á þig inn í daginn Heiða mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:42

15 Smámynd: JEG

Knús Ásthildur þú skilur mig semsagt ??? Ég var farin að verða eins og bjáni hér. En ef við tölum um Hestaíþróttir þá erum við að tala saman. 

Og svona bara til að minna á þá þurfa ekki allir að hafa áhuga á íþróttum.

Knús á þig og eigðu góðan dag essgan.

JEG, 15.6.2008 kl. 15:26

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað er þetta elskurnar mínar, mér finnst nú bara gaman að horfa á læraboltann og svo er svo gaman að sjá þá faðmast er þeir gera mark, hoppa upp á hvorn annan og so videre, Hér er sko horft á fótbolta og ekki síður handbolta.
held ég sé alveg normal
En ég tapa mér ekki ef ég missi leik.
                       Knús kveðjur
                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2008 kl. 15:57

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mér finnst skemmtilegast þegar þeir sparka í rassgatið á hvor öðrum

Heiða Þórðar, 15.6.2008 kl. 20:24

18 Smámynd: www.zordis.com

Ég fór eitt sinn á körfubolta leik til að sjá sætu strákana, hoppa og skoppa!

Alltaf gaman að sjá leikgleði hvort sem hún er uppí eða undir rúmmi ... eða á velli

www.zordis.com, 15.6.2008 kl. 21:44

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég las þetta í gærkvöldi og færsluna líka fyrir neða ,,,, og af því ég var búin að lesa þetta þá veitti ég því athygli í dag þegar var veriðið að sýna leikinn ( ég var niðri í golfskál).....að ein ein kona spyr aðra alveg á innsoginu ...hvernig er staðan?'' og hin  sem sneri baki í skerminn og úðaði í sig vöflu........alveg ....gvuöððð err ver að sýna beint!!!!!!!!!!!!!!!!!!...Ég hafði lúmskt gaman af því ég var á heiðutrippi

Solla Guðjóns, 15.6.2008 kl. 22:11

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 15.6.2008 kl. 23:48

21 Smámynd: Ein-stök

Ein-stök, 15.6.2008 kl. 23:51

22 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

áfram Leeds...Valur...Stjarnan og Huginn(þetta eru lið Heiða)

Einar Bragi Bragason., 16.6.2008 kl. 01:05

23 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert MJÖG fyndin kona  
Ég kann ótrúlega vel við fyndið fólk og langar þess vegna að bjóða þér að gerast blogg vinan mín

Takk fyrir innlitið og kvittið á mína síðu

Góðan dag til þín.

Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 09:05

24 Smámynd: Þ Þorsteinsson

innlitskvitt ,vegna boltafærslu

Þ Þorsteinsson, 16.6.2008 kl. 09:21

25 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maðurinn minn er fótboltafrík. En pabbi minn og bræður og ég held bara allir karlmenn í minni ætt hafa aldrei horft á fótboltaleik. Sonur minn sem er að verða 15 ára ekki heldur. Þannig að þeir eru kannski ekkert að ljúga.

Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 11:33

26 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Í hvert einasta skipti sem ég sé kvenmann tapa sér yfir fótbolta...þá ræð ég ekki við þá hugsun sem kemur upp: Þetta hlýtur að vera uppgerð....en fyrir hvern??? En maður er auðvitað svo sjálfmiðaður, nema hvað

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband