Elskarðu mig?

Ég man þá tíð þegar ég var of grönn. Eina vinnan sem mér bauðst var að mála ljósastaura að innan. Heiðvirð vinna sem ég borgaði af skatta og gjöld. Nú horfir til verri vegar, nú er hormónasprautan farin að segja til sín og virka, allverulega! Ég er annars mjög meðvituð. Ég sem annars spái lítið í holdarfarinu mínu, ét gjarnan einsog svín. En ég tók eftir því að rétt fyrir ofan mitti...sex sentimetrum frá miðju fyrir ofan nafla eru komnir tvö stykki keppir. Fitukeppir.  

Nú bölva ég hverju hárinu sem situr eftir glottandi í greiðunni. Andskotans sprautan! Seinnipartinn í dag þegar ég var að keyra mína elskulegu móðir í afar brýnan innkaupaleiðangur verður mér litið í spegilinn...

...á enninu sá ég að tvö agnarsmá horn voru að myndast. Í stíl við keppina ... og þau fara ört stækkandi. Enn sem komið er held ég fullum styrk og ballans á háum hælum. Sjóntruflanir eru sama og engar...nema mér finnst allt fallegra en áður. Mér til mikillar arm-mæðu örlar ekkert á kyndeyfð. En hali er farin að vaxa úr rassinum.  Ekki vottur af kyndeyfð...með logandi standpínu 24/7 -og það sem mér eru að vaxa keppir, horn og halar er ég forviða....sem þýðir; Fuck!

Hvaða afturkreystingur svo mikið sem lítur í áttina til mín núna? Að gefnu tilefni þetta; FUCK - FUCK - FUCK! Ef fram heldur sem horfir drepast batterýin í umbúðunum....eggið fer að unga út einhverju sköllóttu kvikindi...gervi-limir og fætur eignast líf og hlaupa í burtu frá mér....og þá er ég sama og dauð! Steindauð. Held að það sé leiðinlegt að vera dauður!

--- 

.... þegar ég var að keyra mömmu í blíðunni í dag segi ég allt í einu (hormónasprautan hefur þessi áhrif á mig sko)  ;

-mamma mig langar að segja þér svolítið...

-nú hvað?!!! (tvö galopin hissu-leg augu) 

-Ég elska þig. Ég elska þig í alvörunni! Mjög mikið...

-nú....já.....er það?

Óþægileg þögn...

....svo kom hægt og svo hljótt að ég heyrði það ekki fyrr en löngu seinna -eða eftir að ég var komin  heim;

-ég elska þig líka Heiða. 

Enn og aftur hallærisleg þögn... 

...og til að rifta hana, segi ég glaðlega;

 -sjáðu mamma, ég er að fá tvö horn á ennið, sjáðu! (ég benti.....)

-já já það er bara eðlilegt...þú verður nú bráðum fertug!

-og þá kemst þú á sjötugsaldurinn ...ég glotti

-þegiðu fíflið þitt... hvæsti hún...

Þar með fauk kærleikurinn sem ríkti í bílnum.... og breyttist í megna fílu... ég opnaði gluggann og spurði lágt;

-mamma elskarðu mig?

-hverskonar andskotans spurning er þetta eiginlega krakki!!! Þegiðu!!!

-ok...

--- 

Njótið kvöldsins Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

góður smjaðrari ....en hvað finnst þér um hornin?

Heiða Þórðar, 13.6.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú er ágætur Þrymur, þú veist að ég veit það.

Það er reyndar best að vera ágætur

Heiða Þórðar, 13.6.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég elska horn... má ég kreista þau ?

Óskar Þorkelsson, 13.6.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú mátt toga í halann....

Heiða Þórðar, 13.6.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Ég er nú nýlega búin að sjá þig bregða fyrir Heiða mín og þú ert alltaf jafn glæsileg . Gat allavega ekki séð að þetta ímyndaða fitu-púkalúkk væri að hræða nokkurn mann þarna um daginn í Kringlunni...

p.s hvernig er það annars?...tekur kattholt við skollóttum eggja-ungum??..ef ekki þá skal ég hjálpa þér að finna fyrir þá góð heimili.

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 13.6.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Ásgerður

Yndisleg alveg,,,eins og alltaf

En ekkert um ilmvatn??

Ásgerður , 13.6.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

hmmmm -ilmvatnið kemur seinna sko...er enn að jafna mig á innanverðum keppunum

Erla;

Heiða Þórðar, 13.6.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ertu líka með loftnet.....Marsbúi með venusbjerg

Einar Bragi Bragason., 13.6.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Ein-stök

 Mikið ógeðslega getur verið gaman að kíkja við hjá þér  Mér þótti þetta með kyndeyfðina skelfileg örlög um daginn.. en núna sé ég að það eru til verri örlög en það  Ég held samt að þú komist langt á húmornum svo þegar þeir lyppast niður af hlátri þá skaltu vera snögg að nýta þér aðstæður

Ein-stök, 13.6.2008 kl. 23:45

10 identicon

hahaha, ég hef verið með tvo voða sæta keppi framan á mér alla tíð, já, já, frá því að ég fæddist, misstórir auðvitað...fer eftir því hvað ég er í marga klukkutíma á dag á brettinu, hversu stórir þeir eru...ég er svona Oprah sko í vextinum og er bara farin að sætta mig við þetta, en ég er, liggur við, baaaaara farin að tala við keppina mína í dag, bara bestu vinir mínir og bara elska þá alveg hreint.......................það var annað hvort að elska þá eða hata þá og ég valdi bara fyrri kostinn, þegar sá seinni hafði verið á vali í 36 ár...og líður bara miklu betur eftir að ég tók þá ákvörðun sko...en ég vona að það sé ekkert alvarlegt að henda þig...vona samt að hornin víkji brátt annars getur þú þá bara málað þau svona rauð...gasa flott...

Takk fyrir vinskapinn :)

alva (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 01:44

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

 Góð

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.6.2008 kl. 10:08

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hm, merkilegt með ljósastauranna, þarf að benda vinnuskólanum á Akranesi á þessa tækni!

Edda Agnarsdóttir, 14.6.2008 kl. 12:31

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hrein snilld! Algjörlega hrein snilld!

Óskar Arnórsson, 14.6.2008 kl. 15:53

14 Smámynd: Gísli Torfi

Þurfum við að ræða þessa færslu eitthvað frekar..  Bang & Mark

Vottað af eftirliti Ríksins og Krakkaskítnum

Gísli Torfi, 14.6.2008 kl. 17:40

15 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

 hefði viljað vera vitni af þessu samtali ykkar mæðgna...þetta er auðvitað mikið feimnismál og alger óþarfi að segja upphátt KRAKKI

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 17.6.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband