Hland, rauðvín og fuglaskítur

Tók bók með mér í rúmið í gærkveldi...nefnilega var í leit að lausninni. Fann hana svo um munar. Þrælmerkilegur doðrantur svo ekki sé meira sagt. Fyrsti stafurinn er B...

Blaðsíðurnar eru alls um og yfir og undir 1000, fer eftir því hversu oft maður telur þær og hvort maður kunni að telja á annað borð.

Eftir  lesturinn stendur ma.; nudd, sog og dýfing. Eitthvað var minnst á skolun líka.

Fífl, fugladritur og kúkur...ekkert mál. Blóð, malbik og uppsala -sjá hægðir.

Hland, rauðvín og svitalykt..."písofkeik"...

Æla...merkimiðalím og mygla...ennþá minna stykki úr köku...

...flest þessara vandamála má nefnilega leysa með uppþvottalegi og nýmjólk. Ýmist; skolist...nuddist, sogist og dýfist...og málið er dautt!

Bókin hét því frumlega nafni; Blettir. 

--- 

Að öðru; 

Ég var blikkuð í dag. Jebb...við erum ekki að tala um augnafiðringin þarna (hvað sem þetta heitir)....heldur smart og lekkert, gamaldags blikk. Og svo var ég snert. Og ekkert svona óvart snert. Þetta var svona snert - snert...snerting... á höndina að vísu...en snerting samt....og ég varð forviða...ekki síst þegar ég hugsa til þess að ég hafði sofið yfir mig og var í náttbuxunum mínum, ómáluð og frekar ljót svona miðað við suma aðra daga. 

Þegar mamma hringdi svo í mig í kvöld að rukka mig um afmæliskveðjuna sem ég átti að skila inn fyrir tveimur dögum sagði ég;

-sorry darling...þú veist hvernig ég er...en mamma gettu hvað? heldurðu að ég hafi ekki verið blikkuð í dag...og þar með var það mál dautt.  Afmælið gleymt, þar til næst.

-og var hann myndarlegur? ekki myndarlegri en Gísli bróðir þinn ha? og hvað -og hvað -og hvað...?

 Að þessu slepptu er lífið bloody dásamlegt bara Wink

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert krútt!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Greifinn

Já, manni langar bókstaflega að klípa í bollukinnarnar.. krúttið þitt

Greifinn, 10.5.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

kfdsffrfg rgðaregt góða nótt á Marsísku

Einar Bragi Bragason., 10.5.2008 kl. 01:21

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bókin sem byrjar á B og maður setur sig í guðdómlegar stellingar. Eftir kúkinn fattaði ég að ég var ekki í sömu bók og þú og..... 

Halldór Egill Guðnason, 10.5.2008 kl. 01:38

5 Smámynd: Gísli Hjálmar

Það væri synd að segja að dagarnir hjá þér væru viðburðasnauði.

... mig langar í saltfisk með smjöri og kartöflum.

Gísli Hjálmar , 10.5.2008 kl. 13:55

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara að fylgjast með þér dúllan mín.  Blikk  Eyes 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband