Ég er með fallegt bak...

Það eru undur og stórmerki að gerast í mínu lífi...ég er að fara út annaðkvöldWizardút á lífið -út á meðal lifenda...út úr húsi...einsog ég fari aldrei neitt út...en að ég fari út -út -út og það eru tíðindi! Já það eru sko fréttir.

Kvöldið er búið að vera undirlagt af því að ég sé að fara út í.  Og ég er búin að máta hverja einu og einustu druslu í fataskápnum...hef meira að segja gengið svo langt að breyta toppum...og sauma kjól ....sem ég fer svo ekkert út. Þetta er hausverkur...þ.e. að fara út. Og ég ætla að gera sem minnst afþví í framtíðinni að fara út. Kjaftæði... Þetta er gaman og ég er glöð Happy en ekkert sérstaklega gröð...en það hlýtur að koma um leið og eggjastokkarnir detta niður...svona rétt einsog eistun. Ég má ekki vera of glennuleg...ekki of formleg...ekki of...ekki of...en samt flott...

Og þar sem ég er búin að vera nánast berrössuð í allt kvöld spígsporandi einsog pandabjörn í framan á háustu hælunum...(jú málningin frá þessum morgni hangir enn....lauslega þó) datt mér í hug þarna fyrir framan spegilinn rétt áðan...HVAÐ ER EIGINLEGA MÁLIÐ MEÐ KVENNMANNSBRJÓST? 

Þær þarna í vinkonuhópnum hafa skiptar skoðanir á því hvort sé meira heillandi við karlmenn; rass eða hendur. Sumar nefna augu...en enginn þeirra brjóst. Engin talar um eistu... pung eða læri.

Karlmenn hinsvegar segja ýmist rass, brjóst...en aldrei hendur...aldrei tala þeir um .... 

Sem minnir mig á að mömmu finnst ég Heiða litla hafa afskaplega fallegt bak...og já tær líka...ég segi ekki að momentið hafi verið svona þegar gestir komu og gláptu á þennan  krakka/ungling eða konu og að hún hafi sagt;

-já en hún Heiða mín er með afskaplega fallegt bak...og tær. Sýndu á þér bakið stelpa...og tærnar.....

Nei,  en þetta situr djúpt í undirmeðvitundinni.... og ég ætla að sýna þokklega vel á mér bakið og dansa um berfætt...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Æðislegt.... væri sko alveg til í að koma með þér út. En aftur á móti er ég ekki tilbúin að sýna þér á mér tærnar

Vonandi skemmtir þú þér vel úti á lífinu annað kvöld.

Linda litla, 30.4.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

og hvert á að skella sér....farðu vel með saxa

Einar Bragi Bragason., 30.4.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skemmtu þér konunglega.  Og passaðu bakið.  Það er fjársjóður og forréttindi að vera með almennilegt bak.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2008 kl. 08:15

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki kemst ég með tærnar þar sem þú hefur bakið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.4.2008 kl. 08:55

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hátíð Ársins....Einar

Heiða Þórðar, 30.4.2008 kl. 09:49

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert nú meira fiðrildið Heiða mín.  Njóttu kvöldsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2008 kl. 09:50

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða skemmtun ljósið mitt

Hrönn Sigurðardóttir, 30.4.2008 kl. 10:49

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.4.2008 kl. 16:18

9 Smámynd: Gísli Hjálmar

Skemmtu þér vel á hátíð ljóss og friðar - samt ekki friður 2000, hann er hættur við forsetaframboðið ... í bili allavega.

... og ég tek undir með þér; hvað er málið með þessi brjóst!

Ég er nefnilega einn af þessum fáu karlmönnum sem eru svo svakalega djúpir í mannlegum samskiptum að maður getur horft eingöngu inná við þegar maður er að kynnast fólki, sérstaklega konum. Þannig að brjóst skipta mig engu máli, what so ever.

Já, ég er alveg sérlega vel heppnað eintak af manni. Guð hefur ekkert sparað til þegar ég var í smíðum hjá honum. One of a kind! Það er málið. 

... og svo er ég líka svona rosalega ánægður með 1. maí.

Gísli Hjálmar , 30.4.2008 kl. 18:25

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða skemmtun flotta stelpa, það verður bara fjör hjá þér.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2008 kl. 19:08

11 Smámynd: Gísli Hjálmar

Má telja kryppuna með í þessari fegurðarútlistingum?

Gísli Hjálmar , 30.4.2008 kl. 20:54

12 Smámynd: www.zordis.com

Settu blóm í hárið!  Skemmtu þér vel, alltaf gaman að máta 2000 kjóla fyrir kvöldið!

Verður flott, ekki spurning!

www.zordis.com, 30.4.2008 kl. 22:01

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

árshátíð

Einar Bragi Bragason., 1.5.2008 kl. 00:36

14 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ertu til í að kommenta á bloggfærsluna mína í dag http://hk.blog.is/blog/hk/entry/525819/ þarf að koma henni í lestur svo hún nái til fólks. Með bestu bloggkveðju. Hólmgeir :)

p.s. trúi því vel að þú sért með fallegt bak .. og skemmtu þér vel :):)

Hólmgeir Karlsson, 1.5.2008 kl. 12:44

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

skemmtur þér vel.

það er gott með gott bak, en hen nú trú að að þú hafir ekki BARA flott bak

Bless í kvöldið !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 19:27

16 Smámynd: Gísli Hjálmar

Jæja, á ekkert að tjá sig um djammið á árshátíðinni í gærkveldi?

... vona annars að þú hafir bara skemmt þér vel. Ég efast reyndar ekkert um það  ...

Gísli Hjálmar , 1.5.2008 kl. 20:06

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 2.5.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband