Úr nærbuxunum!
27.4.2008 | 23:49
Ég missti kúlið gjörsamlega þegar ég var næstum búin að keyra yfir tvær stelpur á reiðhjóli í dag. Eitthvert blindhornið kom á móti mér og þvínæst stelpurnar á fljúgandi siglingu... ég snarhemlaði. Ég stökk út úr bílnum og horfði á eftir þeim ofan í skurð...hjúkkit! Því næst kom stærsti puttinn á stærri stelpunni og einhver öskur....ég gargaði á móti einsog rófulaus hæna...og er ekki stolt af mér fyrir vikið...gargaði hana næstum ofan í skurðinn aftur... hún stóð bara og horfði ofan í hádegismatinn minn...
...örstuttu seinna var ég stödd niður á Læjartorgi í faðmlögum með alþingismanni. Lét mér nægja að taka í höndina í hinum sem stóð hjá. Enda frjálslyndur. Tilkynnti að dóttir mín væri þriggja ára prinsessa...einsog það stæði ekki utan á henni.
Fólk er almennt mikið fallegra í raunveruleikanum, þegar maður fær persónuna með í æð...þegar maður fær augun. Held að draumurinn um þulustarfið...sem aldrei var til hvort eðer liggi í valnum. Sjónvarp gerir ekki rassgat fyrir lookið! Ekki baun.
Viðurkennist hér með að þegar ég heyri kallað;
-Heiða!
og ég leit við og sá viðkomandi...segi við Sóldísi mína;
-þennan kall verður mamma sko að faðma...
...og þegar hann svo segir;
...-ég skal sko standa hérna og faðma þig í allan dag, Heiða mín! ...þá varð ég upp með mér. Enda ber ég ákaflega mikla væntumþykju og virðingu í brjósti til þessa manns. Sjarmatröll dauðans.
Sóldís mín sá lífið og tilveruna bleika í dag. Hún var með bleik sólgleraugu. Þegar ég hafði kvatt þessa tvo spyr hún;
-mamma voru þetta jólasveinarnir?
... það varð fátt um svör en ég hugsaði þeim mun meira. Ég hugsa að ég skilgreini ekki karlmenn framar í hennar viðurvist sem; jólasveina, pappakassa eða eitthvað þaðan af verra. Barnið er með límheila...það hefur hún erft frá föður sínum. Ekki frá mér svo mikið er víst. Karlmenn eiga heiður skilið fyrir að vera; flottir, flottari, flottastir! Ég er þeirrar skoðunar að þeim beri að sýna tilhlýðilega virðingu og beini ég þeim tilmælum til allra kvenna; ÚR FRIGGING NÆRBRÓKUNUM!
---
Kaffikönnur MEGA ALLS EKKI FARA Í UPPÞVOTTAVÉL...kannski eða bara kannski, vildi ég bara afsanna kenninguna um að rafmagn og vatn eiga aldrei samleið...hvað veit ég svo sem um það? En þetta er ekki að virka. Kaffikannan lúkkar flott í eldhúsinu...en hún er ónýt!
---
Og svo að lokum; ég var stödd í fjarlægum stigagangi í kvöld á niðurleið. Þar kom lítil stelpa á að giska 5-6 ára. Hún var með blautt hárið, í stígvélum og í náttkjól.
Hún lítur og mig og segir;
-áttu bara svona föt?
-svona föt hvernig?
-nú svona föt...segir hún heldur óþolinmóðari og bendir á mig en aldrei þessu vant var ég í gallabuxum.
-já ég á bara svona föt...ekki ætlarðu út á náttkjólnum stelpa?
-jú og ég er ekki einu sinni í nærbuxum!
-ég ekki heldur
Þegar ég keyri svo í burtu, finn ég (að ég held) að dekkið hægra megin er við það að losna....þá gaf ég barasta hressilega í...og hugsaði;
-Who gives a flying fuck? Ekki ég! Mín bíður geggjaðslega spennandi vika... áframhaldandi drykkja á instant kaffi ...og 101 jólasveinn
Njótið komandi viku elskurnar mínar allar sem ein
Athugasemdir
Heiða Heiða Heiða
Gísli Torfi, 28.4.2008 kl. 00:12
ó mæ god jú ar marvölös end bjútífúl böt æ sjúld bæ jú som nikkers.....ræt.
Einar Bragi Bragason., 28.4.2008 kl. 00:24
Þú ert óborganleg vúman, takk fyrir kikkið og njóttu alls þess sem í vændum er.
Eva Benjamínsdóttir, 28.4.2008 kl. 01:25
Sæl Heiða mín. já, snemma beygist krókurinn.
Ég fékk Himnasendingu í kvöld,sá engan en svo get ég þakkað Guði, því hann á Engilinn sem kom með sendinguna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 02:05
Þú ert yndi!!! Gleðilegt sumar fallegust Pisst..hvaða alþingismaður var þetta sem fékk að faðma þig ????
Ester Júlía, 28.4.2008 kl. 09:21
Alltaf er gressinn heppinn hvað ætli ég fengi ?
Georg Eiður Arnarson, 28.4.2008 kl. 10:34
Ekki ég allavega ... svo mikið er víst!
... enda er ég ekki þingmaður.
Gísli Hjálmar , 28.4.2008 kl. 15:23
Langflottust ekki spurning. Sóldísin þín er yndisleg, með límheila
www.zordis.com, 28.4.2008 kl. 19:11
Skíttolaggó með allar nærbuxur!
Helga Magnúsdóttir, 28.4.2008 kl. 19:54
Solla Guðjóns, 29.4.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.