...alltaf sama helvítis frekjan!
13.4.2008 | 13:15
Ég var að velta mannlífinu fyrir mér í gær. Það skein sól á himni í minni veröld. Af einhverri ástæðu var önnur hver kona sem mætti mér ófrísk. Ég get sagt í með fullri vissu, að flestar þeirra voru komnar á steypirinn. Átti viku eða fjórar eftir. Og auðvitað fór ég að reikna. Reiknaði það út að í júlí - ágúst í fyrra voru þær (vonandi allar) í eldheitum ástarleikum...eða rútínu; hann ofan á, hún undir "dóli" einhverju. Prump, búið og hrotur.
...ég? man það ekki...er haldin einhverjum allt öðrum kvilla en fortíðar-þráhyggju. Satt að segja, að ef ástarleikir voru einhverjir í mínu lífi, þá voru þeir ekki þess virði að muna. Þannig er það bara með fullri virðingu fyrir hlutaðeigendum.
Ég horfði á hverja konuna á fætur annarri, hver annari framstæðari -uppfullar af bjúg þarna sem þær sköguðu áfram, misþreyttar á því. Sumar voru svo heppnar að hafa maka sér við hlið sem þær studdust við. Aðrar ekki. Mér finnast alls ekkert allar vanfærar konur neitt ónáttúrulega fallegar...ekki frekar en öll börn. Ég segði það hreint út -sum ykkar hugsa það.
Seinna varð ég vitni að því í Hagkaup (þar sem allir íslendingar elska að versla) að ung móðir af erlendum uppruna stóð og gargaði á tveggja - þriggja ára gamalt barn;
-Farðu - farðu - farðu!!!
Krakkaræfllinn stóð þarna pínkulítill og hágrátandi.
Mest langaði mig að berja hana og taka litla strákinn og kaupa handa honum ís. En ég lét mér nægja að stoppa og horfa á hana með vandlætingu þar til hún snáfaði á burt með barnið. Á veitingastað sem ég var seinna stödd á þennan sama dag, sátu þar vinkonur með litla stelpu á næsta borði við mig. Íslenskar vinkonur með hvítar strípur í hárinu og með svarta stríðsmálningu á augunum og "semelíusteina" í hárinu ásamt eyrnalokkum sem sátu á öxlunum.
-þú ert alltaf sama helvítis frekjan! Hættu þessu væli! Það er aldrei hægt að fara neitt mig þig krakki!
Upp hófst "augna-styrjöld" upp á líf og dauða á milli mín og þeirra. Þær eru ákveðnar þessar íslensku. Þær snáfuðu ekkert. Þær héldu áfram viðteknum hætti. Góluðu einsog vitfyrringar að grátandi barninu. Og drápu mig með augunum þess á milli, á veitingastað þar sem íslendingum finnst best að borða.
Til að toppa daginn fór ég í tískuvöruverslun að kaupa kjól. Kunningakona mín og verslunarstjóri var að vinna. Hún er svaka flott pía. Hávaxinn og mjög grönn og þarna sem hún stóð við afgreiðsluborðið og var að afgreiða einhverjar dömur tók ég eftir því að hún var eitthvað framstæð.
-Ertu ófrsk? galaði ég yfir allt og alla....
-Nei...afhverju segirðu það?
-hmm, nú, sko...æi veit ekki þú...hmm...æi sorry
-ég var bara að borða sko...
...eitthvað reyndi ég að klóra mig útúr vandræðum mínum en tókst ekki betur til en svo að ég hafði sjálfsagt eyðilagt fyrir henni daginn...
...minn var hvort eðer gott sem ónýtur.
Athugasemdir
... ég hef lík lent í því að spyrja konu um það hvort hún væri ólétt... og hún var það ekki.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.4.2008 kl. 13:49
Újababe....þú ert óborganleg....er búin að hlæja mig í gegnum færslun en jafnframt hugsa ,,svona glimmergellur "fuch""
En já þetta hefur komið fyrir mig líka....."hvað ertu komin langt.....
Solla Guðjóns, 13.4.2008 kl. 14:10
-hvað er verra? ekki síst fyrir mann sjálfan!
Heiða Þórðar, 13.4.2008 kl. 14:27
Úff!! það er ekkert pínlegra en að álpast til þess að spyrja einhverja hvort hún sé ólétt og svo var þetta bara átgleði
Huld S. Ringsted, 13.4.2008 kl. 15:36
Ég er nú ekki sammála þér með börnin, þ.e. ég hef ekki enn hitt það barn sem ég get ekki tekið utan um vegna þess að þau eru bara svo falleg allt um kring.
Annars pæli ég aldrei í því hvort ófrískar konur eru fallegar eður ekki, eða hvenær þær gerðu það og hvernig (jú nema vegna allra systra minna í denn, kanínufólk, foreldrar mínir), enda ólétta tímabundið ástand sem betur fer.
En það er óþolandi að sjá og heyra til sumra sem eru með börn.
Merkilegt að það þurfi próf á alla hluti nema að fá að hanskast með börn.
En þetta var BIG MISTAKE með vinkonuna. Þetta er ekki vinsælt komment. hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 16:37
Ég manað þegar ég var Ó .. þú veist ó ... þá sá ég bumbur út umallt ...
Elska barnsöskur svo framarlega sem það er heilbrigð barnalæti..... Ekki gott að spyrja hvort einhver sé Ó og svo er hún bara með prumpuverki ...
Men, men .....
www.zordis.com, 13.4.2008 kl. 20:25
Það er gjörsamlega óþolandi hvernig sumt fólk kemur fram við börnin sín. Dregur þau á eftir sér háskælandi og skamma þau hástöfum og niðurlægja þau fyrir framan aðra. Mig hefur oft langað til að skerast í leikinn en hef bara látið mér nægja að senda eitrað augnaráð.
Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 20:51
Já oft er fólk svo yfirfullt af sjálfum sér að það setur sínar þarftir ávallt í fyrsta sæti en krakki kemur nr hvað 4 eða 12 í röðini. en sem betur fer er þetta svona ekki hjá mörgum.
Me, Myselv & I
kv frá n.vaktini.
G
Gísli Torfi, 13.4.2008 kl. 21:21
Elsku Jennslan mín; ekki hef ég enn hitt það barn heldur sem ég hef ekki getað tekið utan um.
En að öll börn seu falleg samþykki ég aldrei. Afhverju ættu þau að vera það svosem? Þetta hefur með smekkin að gera sjáðu til. Þér gæti þótt sófinn minn ógeðslega ljótur en mér fallegur.
Það virðist einhver heilagleiki hvíla yfir útliti barna; vildi heldur að komið væri fram við þau af meiri virðingu, sbr. færsluna.
Heiða Þórðar, 13.4.2008 kl. 21:39
Já það getur verið "gaman" að eyða bara smá tíma í Kringlunni eða Smáralind og furða sig á pirruðum foreldrum með lítil börn. Skil reyndar ekki þessa áráttu íslenskar smábarnaforeldra að bjóða þeim þessum greyjum uppá slíka afþreyingu.
Annars hef ég spurt konu hvort hún væri ólétt og hún var það ekki... frekar óþægilegt - en náði að klóra mig út úr því með að segja að ég hefði þóst sjá það á augunum í henni... *rugl*
Njóttu þín elskan... í kvöld.... Pylsa í vikunni - OK?
Linda Lea Bogadóttir, 13.4.2008 kl. 21:50
... bara bæta því við að ég fékk dágóða pylsu í síðustu viku... Naut hennar nautnalega og lengi
Linda Lea Bogadóttir, 13.4.2008 kl. 21:51
Ég á stundum til að skjóta mig viljandi í innanvert lærið með því að inna konudýr mitt um hvað hvort að hún sé nokkuð ólétt, enn einu sinni, brúka með því ásakandi augnaráð & léttar stunur í f#moll.
Þar sem að konudýrið veit næstum því jafnvel & ég að líffræðilega séð væru einhver stærfræðileg líkindi á því minni en næstum ekki neitt, þá leiðir það venjulega til létts heimilisofbeldis af hennar hálfu sem að endar í 'kreizímeiköppsexi' dauðans.
Normal forleikur, hvað er það ?
Steingrímur Helgason, 13.4.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.