Hún sat ekki einu sinni berrössuð fyrir framan mig!
26.3.2008 | 19:17
-Heiða, það er eitthvað breytt við þig... (sagði vinkona mín við mig í morgun)
-nú? (ég hissa)
-Já þú ert eitthvað svo óvenjuleg sæt í dag...bætti hún við...
-er það? (augun galopnuðust og ég varð eitt stór-undur-og-stór-merki í framan)
-heyrðu, heyrðu góða mín....ÞÚ FÉKKST ÞÉR EINN Í GÆR! (stórt bros færðist yfir allt andlitið á henni)
-neeeeeeiiii....
-JÚ! (ákveðin)
-nei alveg satt....
-í alvöru? (ég sá hún trúði mér ekki alveg)
-já í alvöru...þú verður fyrsta manneskjan sem ég segi frá því þegar það gerist...meira að segja áður en til þess kemur...áður en hann veit afþví..
Ég tók hægri hendina mína uppúr vasanum og breytti henni í nýjustu gerð af Nokia farsíma með myndavél á augabragði...lagði hann upp að eyranu með leikrænum tilbrigðum...og tók netta senu á þetta.
-já sæl, Heiða hérna...heyrðu hann er að setja á sig smokkinn...
-er hann búin að klæða þig úr nærbuxunum.... (skaut hún inní leikritið)
Við hlógum einsog fávitar af vitfirringunni og fjarstæðunni.... sér í lagi þegar litið er til þess að þegar ég missi loks meydóminn...verð ég sjálfsagt hvorki farin að nota (syngjandi) smokk...hvað þá nærbuxur....
...þessi óútskýranlegi sætleiki og blik í augum, sem ekki var til staðar deginum áður, skil ég ekki. Hlýtur eitthvað að hafa gerst í draumalandinu mínu...en ég man sjaldnast drauma...því er nú ver og miður, sannast hérna. Vona þó að sá sem álpaðist upp á mig í nótt hafi verið ókvæntur og að ég hafi verið á pillunni...því ekki eru barneignir inn á framtíðarplaninu. Ekki einu sinni í draumum mínum.
Sem minnir mig á eitt...
---
Fór til skattstjóra í dag til að semja um smáskuld frá fyrra skattatímabili. Einnig blundaði það í mér að negla kauða gæti komið mér og mínum nánustu til góða...nema hvað.
Þarna sit ég í biðsalnum með úr sér lesið tímarit í hendi og hugsa um hvernig ég ætli að tækla þetta. Sú tillaga sem ég ætlaði að leggja fram var frekar óraunhæf...og þyrfti í raun kraftaverk til að ég fengi mínu framgengt.
Velti þessu fyrir mér þarna sem ég sat og beið og hugsaði;...ohhhhhhh, ég vona að ég þurfi að díla við einhvern gæja...en ekki dömu...
Æi what ever...hvort sem verður þá nota ég bara trixið mitt þegar ég er að semja við "yfirvaldið"...læt sem hann/hún sitji þarna berrössuð fyrir framan mig...hvernig er þá hægt annað en að finnast maður vera skör hærri en viðkomandi, sjálfur alklæddur einsog rúllupysla upp undir höku en nærbuxnalaus að vísu...og svo sit ég bara sem fastast...vitandi að Tollstjóraembættinu lokar kl:15.30...og klukkan langt gengin í fjögur.
Nema hvað...
...ég var rétt búin að klæða "kellu" úr öðrum sokknum, þegar hún samþykkti málamiðlunarlaust!
Prófið ... þetta svínvirkar!
Athugasemdir
Guðmundur súmmerar þessu vel upp, þú ert gullmoli
Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 20:23
Glamúrgæðaskrif, en efa að þessi ágæta aðferðarfræði dygði mér inni hjá 'Skattmann'. Er hægt að fá þig tímabundið lánaða í dona smáskattasmotterísnatterí ?
Steingrímur Helgason, 26.3.2008 kl. 20:32
Getur þú ekki gert YOUTUBE myndband um þetta
.
Halla Rut , 26.3.2008 kl. 21:10
þetta var hressandi Heiða...alveg á línunni í þetta sinn.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 21:28
Hallgrímur Óli Helgason, 26.3.2008 kl. 21:32
Ég ætla sko að prufa að hátta alla héðan af
Knús og klem
Sigrún Friðriksdóttir, 26.3.2008 kl. 21:32
Snilldar skemmtilega skrifað :)
Hólmgeir Karlsson, 26.3.2008 kl. 22:09
tekurðu að þér ferðir til Skattsins he he ...þú færð undirföt í staðinn.....nei nei það þýðit ekkert að gefa þér svoleiðis.....nema hálft sett.
Einar Bragi Bragason., 26.3.2008 kl. 22:50
Hvað getur maður sagt þegar maður situr ein með fartölvu í fanginu og hlær eins og fáráður......
Þú ert óborganleg

Solla Guðjóns, 26.3.2008 kl. 23:26
Ekki málið, ekki málið...skal semja fyrir ykkur, fá niðurfellt og endurgreiðslur í ágúst.......með hugarorkuna og óútskýrðan sætleikan einan að vopni...
Góða og blessaða nóttina elskurnar mínar
Heiða Þórðar, 26.3.2008 kl. 23:36
Hahaha snilldarskrif.
Knús til þín.
Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 01:03
sá að þú hendir henni inn bara snemma (færsluni)núna um 7leytið .. .
En það er alveg á hreinu að það er annsi mikill munur á þér Heiða mín.. og ég veit alveg ástæðuna híhí .... geislandi og glöð fer þér mjög vel...
kv G
Gísli Torfi, 27.3.2008 kl. 01:59
Viðverukvitt.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 03:24
Heyrðu já Gísli...það er svona verið að reyna að skipuleggja tíma sinn betur og takk minn kæri vinur
alltaf fæ ég notaleg "gullkorn" frá þér. Þú klikkar ekki á smáatriðunum og mér þykir undurvænt um þig. 
Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 07:24
Sé nú ekki alveg kostina við þessa aðferð í öllum tilfellum. Myndi til að mynda alls ekki vilja sjá skattstjóra berann.
Steingerður Steinarsdóttir, 27.3.2008 kl. 09:19
Sammála Gísla,,,þú geislar, og þú veist hvers vegna, og það á bara eftir að verða meira, ef þú "leyfir"
Knús á þig sæta
Ásgerður , 27.3.2008 kl. 09:22
Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 18:37
Skemmtileg færsla.
Þegar ég var salernisvörður á þórskaffi, seldi ég "syngjandi" smokka
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.3.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.