Með dós í rassinum....
24.3.2008 | 18:41
Þvílík helgi, þvílík helgi!
Fullyrði hér með að þetta er besta páskahelgin mín til þessa. Við mæðgur erum tímalausar báðar tvær, þess vegna hófst sukkið hjá okkur á miðvikudagskvöldið. Og stendur enn....alls fimm stykki páskaegg bárust hér í hús. Við unum okkur mjög vel saman og erum gjörsamlega tíndar í eigin félagsskap, því var afar eðlilegt að hún syngi; -ég sá mömmu kyssa jólasvein á föstudaginn langa, er við löbbuðum niður Laugaveginn á leið okkar til andanna á "tjörninni" með páskabrauðið. Vegna þessarar óvirðingar okkar á tíma og rúmi, sungum við saman hástöfum í bílnum, seinnpart páskadags ; m.a. hæhójibbíjei og jibbíjei...það er komin 17. júní! í mígandi grenjandi rigningu og roki í þessum líka svaðalega flotta bíl sem okkur hafði hlotnast að láni, yfir hluta helgarinnar.
Sá bíll er nýskriðin úr móðurkviði og ekki enn búið að klippa á naflastrenginn...nánast óslitinn og ónotaður jeppa-lingur. Við vorum himinlifandi, hún þarna aftur í, bleika prinsessan með borð og flottheit og ég einsog drottning...syngjandi drottning. Við sátum svo ofarlega og vorum svo kátar að okkur fannst við báðar getað snert Guð og englana....ég sá grasið ofan frá en ekki frá sama sjónahorni og þegar ég keyri minn bíl...þá sit ég í götunni...(en það er gott að keyra hann sko....)
Þegar við keyrðum til að sækja glæsivagninn (á Saxa) þá var rigning...
Sóldís mín sagði;
-mamma þú þarft að hafa regnhlíf til að skemma ekki fína hárið þitt...
Jebb....bílinn minn míg-lekur...heldur hvorki vatni, hvað þá vindum...
Eina einasta sem skyggði á helgina var heimsókn mín til ömmu minnar. Ég hef áður sagt það og stend við orð mín varðandi elliheimili; ógeðfelldir geymslustaðir! Ég fann svo vel lyktina af dauðanum, mér varð kalt og ég grét þegar ég horfði á hana þessa elsku. Svo lítil og umkomulaus þessi fallega kona sem var/er svo stór og merkileg og gladdi svo marga með skrifum sínum.
Þegar ég fór frá henni var mér enn ískalt...og hitnaði ekki í kroppnum fyrr en ég sá kjúkling upp á eldhúsbekk í heimahúsi þar sem okkur mæðgum var boðið í mat. Upp í rassinn á honum hafði verið troðið pilsnersdós. Þvílík snilld. Þið verðið bara að prófa. Hef aldrei smakkað annan eins kjúkling og hef ég borðað þá marga. Bara tilhugsunin um ræfilinn þarna sem hann stóð einsog bjáni (nýkomin úr ljósum...) fær mig til að skella uppúr.
Njótið leifanna af páskunum og komandi vinnuviku mínir kæru bloggvinir og þá sérstaklega skessa.blog.is
Að endingu ljóð eftir ömmu mína Ingibjörgu Sigurðardóttur;
PÁSKAMORGUN
Upp er risin hetjan hæsta.
Himnesk friðarsólin blíð
rís í austri guðdóms glæsta
gulli ritar löndin við.
Lífið sælan sigur vann
sigurdýrðar meistarann.
Lofi allir einum rómi,
yfir heiminn lofgjörð hljómi.
Enginn getur elskað meira
en að gefa lífið sitt,
og með heitum æðadreyra
afmá synda-helsið mitt.
Líf sitt gaf, svo lifði ég,
líkamsdauða gerði að veg
upp í himins eilífð bjarta,
upp að Drottins föðurhjarta.
Lífs og kærleiks-sólin sanna
sigurbjört um eilífð skín.
Eina leiðarljósið manna
lífs um tíð, sem aldrei dvín.
Lífið sjálft er Kristur kær,
kraft og þroska öllum ljær.
Hann er allt, sem andinn þráir,
allt sem vona stórir smáir.
Hátíð hinnar hreinu gleði,
hátíð lífs og kærleikans.
Yfir Drottins dánarbeði
dýrstur ljómar sigur hans.
Klökk af gleði krýp ég nú
kross þinn við í ást og trú
Jesú, páskasólin sanna,
sigurgjafi kynslóðanna.
Athugasemdir
Rigndi á Laugaveginum á föstudaginn langa? Nú er ég hissa.
Jens Guð, 24.3.2008 kl. 19:06
Frábær skrif að vanda Heiða mín, sé ykkur svo fyrir mér litla og stóra Heiðu Bergþóru, með sitt eigið tímaskin og lyst á lífinu, yndislegt
Sigrún Friðriksdóttir, 24.3.2008 kl. 19:09
Nei nei ekki á föstudaginn langa...sól og blíða....það rigndi hinsvegar þann dag sem við sóttum bílinn...og gettu nú Jens minn hvaða dagur það var....
Heiða Þórðar, 24.3.2008 kl. 19:15
passaðu nú samt saxa
Einar Bragi Bragason., 24.3.2008 kl. 19:25
Knús til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2008 kl. 19:31
Elliheimili!! Biðsalur dauðans...... Hræðilegir staðir - þar sem fólk er bundið við ofna í flónnelssloppum
Er Ingibjörg Sigurðardóttir amma þín?
Eigðu góða viku
Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 19:46
Sorry, Heiða, ég er hálf sjónlaus og les texta jafnan lauslega. Þess vegna er ég sífellt að lenda í svona klúðri.
Jens Guð, 24.3.2008 kl. 19:54
Ekki málið Jens minn, þú lest mig þó....er hálfsvona upp með mér vegna þessa...
Heiða Þórðar, 24.3.2008 kl. 19:57
Jebb...hún er móðuramma mín
Heiða Þórðar, 24.3.2008 kl. 19:59
Skemmtilegur pistill...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.3.2008 kl. 20:27
Já synd með þessa "geymslustaði" fyrir hetjurnar okkar. Og ljóðið er svo fallegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 21:22
Takk fyrir mig mín kæra!! :) lof jú tú
Heiða B. Heiðars, 24.3.2008 kl. 21:42
Yndislegt að lesa þetta - til lukku með góða helgi
Linda Lea Bogadóttir, 24.3.2008 kl. 22:19
úpsíbúbs...skil ekkert í ykkur...þarf að lesa yfir færsluna
Heiða Þórðar, 24.3.2008 kl. 22:40
Amma þín hefur verið og örugglega er vel smurð af veigum Drottins.
Takk fyrir síðast og kysstu Sóldísi Hind frá mér.. hún er svo mikið krútt að maður á ekki til orð :)
Kv G
Gísli Torfi, 24.3.2008 kl. 23:43
Elliheimili eru sorglegir staðir og sem slík ættu þau ekki að vera til.
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 00:11
Ofboðslega er þetta fallegt ljóð,,og fær mig til að hugsa um myndina sem ég sá í gær,,,úfff er ekki enn búin að jafna mig eftir hana (Passion of the crist)
Þið eruð yndislegar mæðgur,,og kunnið svo sannarlega að skemmta ykkur,,og mér
Stórt knús á ykkur
Ásgerður , 25.3.2008 kl. 00:11
Þetta var skrítið,,,það kom tvisvar
Ásgerður , 25.3.2008 kl. 00:12
...og koma svo Ásgerður í þriðja sinn....takk takk takk öllsömul
Heiða Þórðar, 25.3.2008 kl. 00:18
Solla Guðjóns, 25.3.2008 kl. 00:34
Viðverukvitt.
Sá lasni.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 01:14
Með dós í rassinum?? Á þetta ekki að vera með dós á rassinum svo viðkomandi geti gert þarfir sínar ef hann kemst ekki á prívatið...
Óskar Arnórsson, 25.3.2008 kl. 06:26
Kjúklingurinn? heldurðu að kvikindið hafi ekki verið búið að laxera? ekki skrítið að mér hefur liðið undarlega í maganum, svona þegar ég fer að hugsa út í það....
Heiða Þórðar, 25.3.2008 kl. 08:21
Ég ætla að prufa svona kjúlla með dós í rassinum, finnst þetta hljóma rosalega girnilega :P
Sigrún Friðriksdóttir, 25.3.2008 kl. 15:26
Bjórdósarasskjúklingur.....hljómar ...hmmm vel
Einar Bragi Bragason., 25.3.2008 kl. 17:54
Þegar ég spurði hvort hann yrði ekki að vera rassstór til að koma dósinni fyrir, var svarið; -iss piss nei nei...þú mölbrýtur kvikindi náttla að innan!
Hvað segðu dýraverndunarsamtök við þessu?
Heiða Þórðar, 25.3.2008 kl. 18:24
eimitt
leskvitt
Þ Þorsteinsson, 27.3.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.