Leita enn að syngjandi smokkum...

Þegar þú horfir á kleinuhring, hvað sérðu?

Sérðu kleinuhring eða sérðu gatið? Ef þú sérð gatið ertu annaðhvort perri eða afar neikvæð/urWink alveg hreinasta satt! Ég er hætt að skrökva. Þetta er svona sami pakkadíllinn og að sjá glasið annað hvort hálffullt eða hálftómt...

Mér datt þetta allt í einu í hug í sambandi við eitt atriði eða tvö... ég hafði farið út um helgina, eina svolítið svona langa örstund...hafði verið að undirbúa matseld og skildi eftir englana eina heima, þessa ósýnilegu sem alla daga eru mér nærri...en kippti einum engli með í bílinn þó...hann Saxa...

Ég hafði kyrfilega gengið frá reykskynjaranum innst inn í lokuðum skáp og áður hafði ég tekið batterýin úr og falið þau fyrir sjálfri mér... ég setti á mig sólarvörn...þvílíkur dagur! Sólin skein...

Með þetta fór ég út brosandi, hoppandi glöð, fagnaði ilminum einsog smástelpa í forljótum jogging-galla sem gerði akkúrat núll fyrir vaxtalagið...

Það varð stelpa á vegi mínum sem ég þekki þó nokkuð vel...hún blótaði sólinni, vorinu og öllu sem því fylgir...

-það er svo andskoti vont að keyra þegar sólinn liggur svo lágt á lofti...og svo þessar helvítis flugur! Tvennum subbulegum blótum tókst henni að troða í eina frekar langa og leiðinlega setningu...

Ég missti andlitið!

Í bókstaflegri merkingu missti ég andlitið í götuna...þarna lá það...með hryllingssvip...þegar ég jafnaði mig tók ég það upp og setti það framan á hausinn...en því miður vildi ekki betur til en svo, að núna situr andlitið á mér frekar skakkt og lafandi svona ofarlega á hausnum einhvernveginn...

...en það hlýtur að lagast með hækkandi sól...ykkur að segja þá skilst mér að öll sár læknist um síðir Cool

Þegar heim kom, tók á móti mér þvílíkur ilmur....ummm hugsaði ég...hangikjötslyktin!...alveg einsog á jólunum...

...heimilið angaði af hangikjöti úr öllum hornum...

...ég leit ofaní pottinn þar sem tvö stór bjúgu og fjórar kartöflur góndu á mig, fokillar og ofsoðnar með stóru fallegu brúnu augunum sínum...

...samviskusamlega og yfir mig spennt yfir kræsingunum tók ég eitt bjúga...og tvær kartöflur... í framhaldi, hef ég  tekið afar afdrifaríka ákvörðun í mínu lífi.

Bjúgu eru forvondur matur! Og ekki til neins brúks nýtilegar...ekki neins...ég ætla að taka netta pásu frá bjúgum...

...leita enn logandi ljósi af syngjandi smokkum! Veit einhver hvar þeir fást? 

Njótið dagsins í strimla...ræmur og ekki síst í tætlur...Smile

Strákar!  Vinsamleg tilmæli til ykkar frá mér, af einlægri væntumþykju.

-í guðana bænum  - ekki missa af ykkur andlitið þegar pilsin var að hittast og styttast með hækkandi sólWink

Æðislegur árstími! Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvaða lag viltu hafa á smokkunum Heiða mín?  Ég vil ríða þér í nótt ...... eða eitthvað annað gott hehehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

nei nei nei; ástaróð frá Bubba eða Bjögga...dí ég er svo glötuð, ég veit það!!!

...ekki amalegt að fá þína tillögu í morgunsárið, svona þegar ég fer að hugsa um það

Heiða Þórðar, 19.3.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hvað með stranger in the night.........well meet again...hmmmm hey lagið er á síðunni minni .....instrúmental með seiðand sax og heitir Dama.......

Hvernig líður saxa annars,

Einar Bragi Bragason., 19.3.2008 kl. 00:46

4 Smámynd: Gísli Torfi

best væri að heyra lagið "My life is such a Drama I need my Mama"

Soðin skaufi er fínasti matur ( hef kallað þennann mat það síðan 1984 )

Gleðilega páska Heiða mín

kv G 

Gísli Torfi, 19.3.2008 kl. 01:20

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Saxi hefur það fínt Saxi -ditóttur (vona að geðslag ykkar eigi ekkert sameiginlegt) í síðustu viku hefur kvikindið að mestu verið til friðs...nema ef vera skildi að gæjarnir mínir á bensínstöðinni þurftu að "þjösna" upp rúðunni (rafmagns auðvitað) og helst hún nú uppi með tveimur frostpinnastöngum -smá minnimáttakennd í gangi -því rúðan afturí er með eðal útskorinn trékubb ..... tékka annars á laginu þegar hátalararnir sem mér voru lofaðir frá Guði, detta af himnum ofan

Móðir í hjáverkum; já þú meinar...ég ætlaði nú bara að hlusta á þá og éta þá á eftir.... hvurslags dónahugsunargangur er í þér stelpa!

Gísli; nei nei nei -my life is so fucking great that I dont need MORE of my mama...hentar betur fyrir mig félagi

Gleðilega páska Gísli minn sömuleiðis. Farðu vel með þig

Heiða Þórðar, 19.3.2008 kl. 06:07

6 Smámynd: Ásgerður

Já, ég er ótrúlega klár í að skera út:) Frábær árstími, elska vorið.

Knús á þig

Ásgerður , 19.3.2008 kl. 07:10

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilega páska mín kæra.  Smokkar hvern andskotann. Ertu ekki löngu orðin náttúrulaus?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 12:05

8 identicon

Humm... Heiða mín ertu enn að leita af gúmmígallanum...hehe

Já mér finnst æðislegt að vorið sé að koma  

Enn veistu hvað ég þarf að gera mikið þegar SNJÓRINN er FARINN...framm að 28 júní... úff

Lukkuskott (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 12:44

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleðilega páska. Syngjandi smokkar fást í Kínverska Sendiráðinu!

Edda Agnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:55

10 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég segi nú bara einsog "eitthvað" lífrænt sem hefur mikið af skoðunum á allt og öllum nema sjálfum sér; Brynja ég elska þig ...

Gísli Hjálmar , 19.3.2008 kl. 18:20

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eg ég horfi á kleinuhring og sé heildarmyndina...... sé hringinn með gatinu.... sé karamellukremið sem lekur freistandi til hliðanna

...er ég þá afar neikvæður perri?

Stúlka komdu við hjá mér, næst þegar þú átt leið um - ég skal gefa þér skúffuköku og allir öruggir

Hrönn Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 21:04

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hver var að sjóða þessi bjúgu????  gat er og verður gat, í kleinuhring eða einhverju öðru bíttar, göt á alltaf að fylla upp í.  Bunny Face  Easter Bunny  Chick

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 23:14

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Syngjandi smokkar og suðandi býflugur........koddu með að dansa gógó......eina lagið sem ég get hugsað mér að smokkur syngi

Solla Guðjóns, 20.3.2008 kl. 01:12

14 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

He he, þetta var fyndið.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.3.2008 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband