Svona er lífið mitt...

-Æla???!!! öskraði mamma yfir línuna og alla leið inn í eyra mitt.
-Já, svaraði ég aumingjalega hinumegin í bæjarfélaginu og óskaði þess heitt að hún talaði ekki svona hátt.
-Ekki ertu ófrísk Heiða? spurningunni fylgdi þvílíkur hryllingstónn, enda konugreyið ekki haft bestu reynsluna af sínum gemsum.
-Ég er ekki frísk....og nei mamma hvernig má það vera? Þetta er Heiða hérna, ekki frigging María Mey!
-Hva! ertu ekki búin að sofa hjá honum ennþá!? þvílík fyrirlitning fylgdi með yfir slóðaskapnum í dótturunni að ég kem því ekki frá mér á prenti.
-Nei...
-Afhverju í andskotanum?
-Æi, ég nenni ekki að tala um þetta.....
-ja allavega þegar þar að kemur...SEM ÞAÐ GERIR HEIÐA BERGÞÓRA!....þá verður hann ekki fyrir vonbrigðum ef þú líkist mömmu þinni eitthvað...nú og svo var hann pabbi þinn svo asskoti graður karlinn!

99% af ykkur sem lesið, haldið að þetta sé kjaftabull ....eitt prósentið, þetta feita þarna...hefur actually rétt fyrir sér.

Svona er lífið mitt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þetta hefur verið undursamlegasta (undarlegasta) samtal .... milli mæðgna! 

Ég:  Kommon ertu ekki búin að lúllann ....

Þú:  Ekki segja mömmu það!

Ég:  ................

Dúllan mín láttu þér batna og mér finnst bara flott þegar hann fær að reyna á your natural talent!  Svona gengur í erfðir, hef sko heyrt það!!! 

www.zordis.com, 4.3.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

.... ég er orðlaus + =

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 08:59

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er feit og þú ert hrein og bein

Solla Guðjóns, 4.3.2008 kl. 09:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Loksins smá líf hjér þér Heiða mín, ég var farin að örvænta og ímynda mér að þú værir farin hætt eða eitthvað þaðan af verra.  Eg mikið er gott að sjá að það er þó allavega eitthvað eftir af þér og skapinu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 09:45

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvernig GSM á mamma þín?

lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 09:52

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi sama og Hrönn hvernig GSM á mamma þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Fallerí fallerra Heiðarí Heiðara...........er komin aftur og betri en áður ........sjúkket

Einar Bragi Bragason., 4.3.2008 kl. 11:21

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.3.2008 kl. 13:46

9 Smámynd: Anna Guðný

Sko, mamma min dó fyrir 24 árum síðan en ég er samt að reyna að sjá fyrir mér hvort ég þekkir einhverjar mægður sem eiga svona samtöl.  Og nei  bara held ekki. En segi sama og Einar hér að framan.   .... er komin aftur og betri en áður...

Anna Guðný , 4.3.2008 kl. 14:42

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Heiða mín, mikið er gott að heyra frá þér, ég hef saknað þín.  Vona að allt gangi vel og fjandinn fjarri mér að foreldrar eigi að vita um svona privat hluti, kemur mömmum bara ekkert við.  Knús á þig dúllan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 15:08

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó kona, þú átt alla mína samúð. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 19:20

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Enn æðisleg fyrirmynd

Georg Eiður Arnarson, 4.3.2008 kl. 20:02

13 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Kemur hún bara askvaðandi til baka - með öllum sínum kostum þessi elska.

Linda Lea Bogadóttir, 4.3.2008 kl. 21:16

14 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Mömmur í dag ohhhhhh .......  gaman að sjá þig aftur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 4.3.2008 kl. 23:36

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þið eruð æði elskurnar mínar :)

Heiða Þórðar, 5.3.2008 kl. 08:43

16 Smámynd: www.zordis.com

ertanna?

www.zordis.com, 5.3.2008 kl. 15:52

17 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Knús frá mér þessu feita eina prósenti

Sigrún Friðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 19:32

18 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég kannast við múttuna.... og fell því undir þetta feita eina :)

Heiða B. Heiðars, 12.3.2008 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband