Komin með upp í kok af væli...

„Hann fór inn undir blússuna mína og snerti brjóstin á mér. Hann var stöðugt að snerta á mér fótleggina og elskaði að nudda á mér mjaðmirnar,“ er haft eftir konunni í viðtalinu. Dr. Phil var sýknaður af ákærunni.

Og afhverju í fjáranum er verið að draga þetta upp á yfirborðið núna? Auðvitað til að selja tímaritið. Ekkert annað. Þetta er nú ekki gert í þeim heillavæna tilgangi að vara  ungum 19 ára eða eldri 29 ára við  ofvirkum höndum karlsins sem gætu óvart ratað upp í klof, svo mikið er víst. Nauðgun er viðbjóslegt athæfi, misnotkun á börnum einnig. En þetta er djók.

Ég veit ekki hvort það myndi vekja áhuga nokkurs ef ég segði ykkur að einhverjir jólasveinar hafa ratað undir blússuna mína og snert á mér brjóstin. Jafnvel elskað að snerta á mér fótleggina eða verið minna fyrir það að nudda á mér mjaðmirnar. 

Svo er það þetta; hvenær er um að ræða áreyti og hvenær ekki? Ég man þegar ég vann í stórri verslun hér í bæ...á jólaannatíma voru undirföt og baðsloppar mikið vinsælt af hugmyndasnauðum og/eða -ríkum eða gröðum körlum. Bara alveg hið bestasta mál.  

Ein daman var greinilega viðkvæmari en við hinar. Blaðraði í sífellu útum frekar krumpaðan munninn sem í hafði að geyma gulleitar tennur :-djö! -nú er mér nóg boðið! -Djöfulsins dóninn, veistu hvað hann sagði? -Þetta er bara kynferðislegt áreiti!

Á meðan tókum við hinar utan um barminn og sögðum:

-brjóstarhaldara....já, hvað hafðirðu í huga, veistu stærðina?...(alltaf nei) -eru þau stærri en mín eða minni?

-máta sloppinn ekkert mál! og skutluðum okkur í baðsloppa og snerum okkur í hringi... og seldum einsog mother fuckerar!

Það sem ein manneskja túlkar sem áreiti gerir önnur ekki. Hef bæði orðið fyrir beinu og óbeinu áreiti sjálf. Án þess að kæra. Sjálfsagt til þess að særa ekki hlutaðeigandi ...og einnig til að vekja ekki sérstaka athygli á mér sjálfri. 

Ég er komin með upp í kok af kjaftaþvælu og sora í garð annarra...væli og drama...fórnalambskjaftæði...  og andsk. aumingjaskap!

Ef maður vill ekki láta bjóða sér slíkt káss og káf...kýla þá bara kalda! En ekki 20 ríflega, árum seinna.


mbl.is Dr. Phil sagður eiga sér vafasama fortíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Heyr,heyr!

Algjörlega sammála. 

Anna Guðný , 30.1.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nákvæmlega!!

Í augnablikinu stend ég hörð á því að ; fólk er fífl! nokkrir undanskildir þó... ekki má gleyma litlu guðunum sem kúldrarst á bakvið illa lyktandi lyklaborðið!

Heiða Þórðar, 30.1.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þú værir flott í boxi í boxer

Einar Bragi Bragason., 30.1.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fólk er oft fífl, tek undir það.  Hef aldrei látið bjóða mér neitt misjafnt og stend því fast í báða fætur, ég sé að þú lætur ekki valta yfir þig frekar en ég.  Standa sig stelpa.  Þú ert flott.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 00:00

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Auðvitað fengu menn að máta með höndunum...hvað er að þér Dúa?...hélt ég þyrfti nú ekki einu sinni að taka það fram stelpa!

Heiða Þórðar, 31.1.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það lýst mér á

Einar Bragi Bragason., 31.1.2008 kl. 00:29

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sé ekki hvað tímalengdin hefur með málið að gera.  Né heldur hvað káfarinn heitir, það sem einn upplifir í lagi getur valdið vanlíðan hjá öðrum.  Þetta get ég fullyrt eftir þó nokkur kynni af konum sem hefur verið misboðið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 00:47

8 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Makalaust... Finnst að bókin "How to work naked" ætti að koma út fyrir jólin.  Æi fór allt í einu að hugsa um draumabókina mína... (Að líta vel út nakin).
Ég farin að rugla af þreytu.
En ég er sammála - fólk er oft fífl - þó ekki við samt.
Þú ert æði!

Linda Lea Bogadóttir, 31.1.2008 kl. 00:48

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég get líka fullyrt það þar sem ég hef upplifað það...og orðið vitni af því að þú hefur rétt fyrir þér.

Finnst þér ekkert athugavert að koma með þetta mál, þessi atvik, í opnu í blaði nú 20 árum síðar? Ef þetta hefði verið John Smith...heldurðu að þetta hafi verið í umfjöllun á mbl.is...? Auðvitað skiptir máli hvað maðurinn heitir.

Heiða Þórðar, 31.1.2008 kl. 01:11

10 Smámynd: Margrét M

nákvæmlega rétt hjá þér ,,, maður bara lemur frá sér ef maður vill ekkert káf ..

Margrét M, 31.1.2008 kl. 09:16

11 identicon

maður dregur sín mörk sjálfu svo rétt hjá henni heiðu vinkonu minni persónulega ætla ég að passa  mig að vera góð við skvísun, hálfhrædd við klærnar á henni  

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 09:39

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kleó þú ert apaköttur

Heiða Þórðar, 31.1.2008 kl. 09:41

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er sammála þér með það að konur verða að setja sín mörk sjálfar og að tuttugu ár eru nægur fyrningartími fyrir káf. Hins vegar er alltaf svolítið lásí þegar menn í valdastöðu notfæra sér það til að abbast upp á aðra. Svo hef ég reyndar aldrei skilið af hverju sumir karlmenn telja að konum finnist það eitthvað flatterandi að þeir káfi á þeim. Persónulega þykir mér meira varið í annars konar gullhamra.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.1.2008 kl. 09:47

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég var að furða  mig á Dr Phil.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 10:53

15 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Sammála sammála!

ég er líka MJÖG sammála Steingerði, aðrir gullhammrar skemmtileri en kÁF, þar slæ ég frá mér 

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.1.2008 kl. 11:12

16 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

p.s. er í þeim hópi kvenna sem hefur kynnst neikvæðu hliðinni sem enginn ætti að þekkja í svona málum

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.1.2008 kl. 11:14

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sammála Steingerður. Var slegin rassinn ekki alls fyrir löngu af fyrrv. þegar ég nánast drap hann með augunum eftir að hann var búin að lýsa því yfir að ENN væri stinnur á mér rassinn....sagði hann: Common Heiða...þetta er complement.

Sem þetta er auðvitað ekki. 

Heiða Þórðar, 31.1.2008 kl. 11:25

18 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Allir hafa gert eitthvað sem þeir vilja ekki að komi upp á yfirborðið. Enda er allveg fáránlegt að vera uppljóstra neinu nema það sé tilgangur í því. Í þessu sem þú lýsir er greinilega bara verið að reyna hagnast á fortíð hans. Dr.Phil er þekktur en svona til að stiðja hann að þá á ég líka skuggalea fortíð að baki en það er það sem var. Hvað er Dr.Phil að gera í dag? það er það sem gildir. Sé ekki betur en að hann sé að hjálpa fullt af fólki til að leysa vandamál og annað...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.1.2008 kl. 11:29

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einu sinni káfari er örugglega ennþá að káfa.  Málið er að það er fullt af konum sem þora ekki að verja sig, taka þetta inn á sig og bíta á jaxlinn.  Það er heldur ekki víst að hún hafi farið með þetta beint í blöðin, heldur getur þetta verið framhald af öðru sem er að sullast upp á yfirborðið.  Eins og tildæmis, sagt er að hann hafi þurft að biðjast afsökunar í sambandi við Spears, þá gæti þessi kona hafa sagt, eitthvað á þá leið, að hún hafi nú reynslu af þessum manni, og búms, það er farið í blöðin.

Ég verð að segja það að samúð mín liggur hjá fólkinu sem verður fyrir káfi, heldur en káfurum sjálfum.  Það efast enginn um að hann hafi káfað.  Heldur er spurningin um hvað kom henni til að tala um það.  Ef hann hefur káfað fyrir tuttugu árum, hef ég enga trú á öðru en krumlurnar á honum sé inn í fleiri brjóstahöldum og nærbrókum sem hann kemst í tæri við, og spurningin um hve lágt hann legst.  Og þannig fólk finnst mér sjúklegt á allan hátt.  Og hana nú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 12:42

20 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ sæta  Hann er ágætur karlinn hann Dr.Phil,geri samt ekki mikið af því að horfa á hann

Katrín Ósk Adamsdóttir, 31.1.2008 kl. 14:56

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þori ekki annað en að samþykkja þetta allt saman.....enda hárrétt

Heiða B. Heiðars, 31.1.2008 kl. 16:11

22 identicon

......en sætur apaköttur hehe

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:57

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú venst nú furðu vel ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 17:02

24 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Halló Heiða, Gressin verður orðinn góður eftir c,a 3 vikur og örugglega til í smá káf

Georg Eiður Arnarson, 31.1.2008 kl. 23:16

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sem góður fulltrúi fáviskunnar spyr ég, hver er þessi fjári Dr. Phil?

Hvað um það, ein pæling.

Þegar iðnaðarmaðurinn þarna um dagin "kyssti þig kalda", var það á sinn hátt sama dónalega áreitið og sá fyrrverandi sýndi þér með því að skella hendinni á afturhlutan á þér?

Spyr vegna þess að þegar við hittumst næst og ég mun standa frammi fyrir þeirri ómótstæðilegu freistingu að kyssa þig, þá vil ég frekar sleppa því en að vera stimplaður Dónadjöfull!

Ég káfa allavega ekki núorðið á bakhlutum fagura kvenna nema að hafa leyfisbréf upp á vasan!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.2.2008 kl. 18:55

26 Smámynd: Ólafur Als

Sæl Heiða,

langt síðan ég leit hér inn - en til hamingju með skelegga umræðu.

Kveðja,

Ólafur Als, 1.2.2008 kl. 20:10

27 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman að sjá þig loks Ólafur

Heiða Þórðar, 1.2.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband