...með fætur í kross...

-hvað segirðu gott? spurði ég hann fyrir helgi...

-ekkert gott, mér líður ferlega illa...bý nú hjá vini mínum þar sem kærastan henti mér út í vikunni....

-æi nei! vona að þetta lagist hjá ykkur...

-Heiða við ætluðum að gifta okkur í sumar...hvað á ég að gera?

-púff...veit ekki....þekki ekkert til ykkar svo sem....

-á ég að láta hana í friði um helgina eða?

-hmmm....sko nei ekki alveg...sendu eitt sætt sms...ekki meira og ekki minna...

-ég sendi henni blómvönd í vikunni...hún brjálaðist! Ég skil ekkert í íslensku kvenfólki!

-í alvöru....slepptu sms-inu þá...láttu hana eiga sig yfir helgina...þetta lagast ...

...svo fékk hann svaka flottar ráðleggingar frá mér sem virkuðu ekki betur en svo, að í gær kom hann....og við erum að tala um niðurbrotinn mann! Í molum...hún sleit þessu endalega daman. Ég sem hélt að ég væri með allt á tæru varðandi; unað kynlífs og ásta...

-blessaður vertu ekkert að spá í þessu maður...þú finnur aðra konu!

-heldurðu það? afhverju segirðu það?

-nú bara þú ert góður maður...

-afhverju segirðu að ég sé góður maður, á hverju byggir þú það?

-sko....hmmm....ég sko....innsæi mitt segir það....

...augun urðu glaseygð....tár gægðist framfyrir og var nærri því að sleppa sér framfyrir kinnina....  og þar sem ég er samúðarbúnt dauðans og það er mér líkt að sýna samhyggð með snertingu, var ég næstum næstum búin að taka utan um hann ...en snarsnerist á punktinum...þegar ég gerði mér ljóst að hann myndi enda á milli brjóstanna á mér...þar sem hann er hausnum lægri...

-þú ert líka góð kona Heiða...

...svo stóð hann þarna og horfði djúpt í augun á mér þar sem þau mættu hans...enda sat ég á rassinum mínum með fætur í kross....

...einhversstaðar stendur að stærðin skipti ekki máli; ég fullvissa ykkur um að það er kjaftæði!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Þú ert ótrúleg... og já... sammála... stærðin skiptir öllu máli og þá meina ég öllu máli 

Linda Lea Bogadóttir, 29.1.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 29.1.2008 kl. 17:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það fer dálítið eftir því hvaða stærð er verið að tala um !!! Eða réttara sagt, hverslags stærð við erum að tala um.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stærð skiptir alltaf máli. Ekki spurning. Þeir sögðu heima í den að allir væru jafnir á kodd, en þeir voru samt misjafnir, fer ekki ofan af því     eða neðan.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 18:15

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ekki á saxófónleikurum...við erum svo tunguliprir

Einar Bragi Bragason., 29.1.2008 kl. 18:46

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Arg! Þú ert ferleg! Og já, stærðin skiptir máli..... sá/sú sem segir annað er að ljúga!
Erum við ekki annars ennþá að tala um hávaxnir vs lávaxnir??  Æi ég rugla því svo saman við aðrar mælieiningar, en það er bara af því að málin eru náskyld

Heiða B. Heiðars, 29.1.2008 kl. 19:42

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....ég hef grun um að sá sem sagði að stærð skipti ekki máli sé sá sami og sagði að fegurðin kæmi að innan......

Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 19:53

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahahaha... var að lesa kommentið hans Einars!! Snilld

Heiða B. Heiðars, 29.1.2008 kl. 20:07

10 Smámynd: Gísli Torfi

já stærðin ..... vá ég er nú bara rétt yfir Dvergamörkum eða Danmörkum .... þannig að kona mín má ekki vera yfir 174cm á Háum hælum..sem þýðir að hún má í mesta lagi vera ca 168cm... nema að ég verði alltaf í Air Joradan skónum þá er ég kominn í hæstu hæðir :)

 Heiða vona að kvöldið hafi verið skemmtilegt og umræður góðar og vona að Hroki Arfason sé ekki nálægt :)

Gísli Torfi, 29.1.2008 kl. 20:53

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já en Gísli..... þú ert samt hávaxna týpan sko ;) Sjálfstraust bætir alveg 10 cm við... hæðina sko

Heiða B. Heiðars, 29.1.2008 kl. 22:09

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Við erum að tala um yfir 165 cm og jaaa....hmmm, til að vera pen á því......5cm. Í fullri reisn...Trúi ekki að ég hafi gefið upp hversu lág/ur...standarnir minn er

Heiða Þórðar, 29.1.2008 kl. 22:28

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 22:51

14 Smámynd: Solla Guðjóns

hah

Solla Guðjóns, 29.1.2008 kl. 23:24

15 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hihihih þetta var svolítið skondið

Guðríður Pétursdóttir, 30.1.2008 kl. 00:45

16 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hér hrukku heimilismeðlimir í kút þegar ég skellti uppúr. GÓÐ!

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.1.2008 kl. 00:48

17 identicon

Hehe... ;o)  Ég hef nú alltaf sagt að kk sem eru undir 180cm séu STRUMPAR!!! hehe... ;o)  (er sjálf 177cm) ... Í sambandi við hina stærðina er það nú bara mjög persónubundið!!! Kv. Lukkustelpan ;o)

Lukkustelpan (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 12:37

18 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Einhvern tímann var nú til lag sem heitir " Lítil typpi stækka mest " þannig að ekki er allt sem sýnist

Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.1.2008 kl. 13:28

19 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

hhaahhahahh snilld  

Ég er svo heppin að vera lágvaxin (162cm )  þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur að minn tilvonandi maður (hvenær sem hann nú birtist mér )  sé minni en ég.... en með hina stærðina....veit ég ekki alveg....auðvitað skiptir hún máli ef við erum að tala um bara smá "dyrabjöllu"  hahhahhahah  sá einhvern tíman einhverja keppni á netinu um minnsta typpi í heimi.... og ég hef sjaldan hlegið eins mikið (man núna ekkert hvar á netinu ...dem)

kv. Anna "stutt-orða" not

Anna J. Óskarsdóttir, 30.1.2008 kl. 21:26

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég er bæði stór og breiður á ýmsa kanta, en það skiptir engu, ekki möguleiki að fylla út í þig Heiða!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.1.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband