pjallar um slorstíuna í ný og næ...

mætti halda þú værir ekta "dum blondine" svona eins og þú pjallar um slorstíuna þína í ný og næ

Ég hef svo sem aldrei bloggað  um athugasemdirnar mínar, þykir einfaldlega ósköp bara vænt um þær.....en hvað er þetta? (sjá að ofan)...

einsog þú pjallar um slorstíuna þína í ný og næ....

Búin að vera að velta þessu fyrir mér....held þetta sé ekki gott....kannski ekki vont...en er slorstían bíllinn eða ...?pjallan mín?...hún er annars frábær og alls ekkert slor...eiginlega bara eðal....og lifum við sáttar og í samlyndi alla daga....sko engin slorstía neitt...hefur fengið meðmæli og flott útsaumað"pétursspor" er alltaf og í stöðugum grindarbotnsæfingum .... í ný og næ....er það núna eða ....? Djö..........er maður up and personal hérna! Eins gott að það les þetta engin...nema þið.

Það er stöðugt verið að minna mig á að ég á afmæli bráðum.....af-mæli (mæla af....) sem sé endalokin nálgast. Verð brátt búin að rusla þessu af... veit ekki...en það er auðvitað mjög gott að klára hlutina og gera þá vel! Eins held ég að það sé gott að lifa lífinu og lifa því vel. Einhverntíma sagði amma við mig þegar ég vaskaði upp með hangandi haus og lafandi tungu;

-ef þú getur ekki gert þetta almennilega Heiða...skaltu sleppa því!

Eins er það með lífið...ef þið (ég meðtalin) getið ekki gert þetta almennilega sleppið því þá bara...ég er alls ekki að mæla með fjöldasjálfsmorðum hérna....öllu heldur benda á að ef við lifum ekki vel...þá þurfa aðrir að taka til ruslið eftir okkur...eða liggja í sárum.

Það var sagt við mig um daginn

-þú átt afmæli bráðum Heiða mín, þú ert heppinn....miðað við aldur ertu vel á þig komin líkamlega og lítur vel út.

-hvað meinarðu miðað við aldur? (ásökunaraugu)

-nú, þú ert nú að verða 39 ára...

-OG....gastu ekki bara sagt; Þú ert vel á þig komin líkamlega og lítur vel út...PUNKTUR?

-hmmm, jú jú ...þú berð þig bara flott og svona...

-ber ég mig flott og svona hvernig!!!!????

-já já...ekkert of svona einhvernveginn of hnarreyst....bara ert svona

-svona hvernig? (önnur ásökunaraugu)

-æ þú veist...ert ekkert svona sykursæt skilurðu?

-HA EKKI SVONA SYKURSÆT...nei ég skil ekki...ertu að segja að ég sé ljót eða.....?

-nei ég er ekki að segja það,

-þú ert svona bara flott týpa einhvernveginn?

-hvað ertu þá að segja? Að ég sé flott týpa en ljót!!!?

-Heyrðu ...viltu ekki bara skrifa niður hvað ég má segja við þig?

-Jú ég held það bara, ef einhver von  á að vera að þú gangir einhverntíma út...sýnist mér ég verði að gera það.

Bauð góða nótt og fór....

...pjallar um slorstíuna í ný og næ já...skilur þetta einhver?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er þetta færeyska??? rugl er þetta.  Ég sagði alltaf við mín börn, annaðhvort gerið þið þetta vel eða sleppið því.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Guð hvað ég er fegin að þú ert að verða jafngömul mér... við munum fylgjast að fram að hausti... og njóta þess í botn.. Fallegar, fjörugar, fitt og alveg að verða fertugar...  er það ekki flott?

Annars böskraði stjórnendum MSN í kvöld - væntanlega er fylgst með manni þar eins og í London - hviss bamm búmm og loklok og læs..  Hefði betur sleppt því að tala um aldur þinn og heitt súkkulaði.

Linda Lea Bogadóttir, 17.1.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: www.zordis.com

Jón Arnar, þú hlýtur að vita hvað þú meintir ??  Kommon .... wow slorstía er kanski kunnuglegur vegur höfundar, ótti við það að eldast og afneitun kemur sterklega fram í ný og næ ....

Annars þarf þetta ekkert að þýða, prakkarastrákur að hrekkja sæta prakkara pjöllu.  Shit floats.

www.zordis.com, 17.1.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Svaraðu drengur? dí mig langar svo að vita...jebb er að verða gömul og eystun þín ekki dottinn niður í pokann. Alveg rólegur það kemur, það kemur...alveg satt!

Heiða Þórðar, 17.1.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gott svar

Heiða Þórðar, 17.1.2008 kl. 23:25

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

29 er það ekki .........allavega er ég bara 25 eða næstum

Einar Bragi Bragason., 17.1.2008 kl. 23:26

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ja, ég skildi þetta alla vega ekki. 

Mér finnst þú bara blogga alltaf mjög fínt, daðrar skemmtilega við einhvern smágreindarskilníng, sem að þarna var greinilega ekki sérlega móttækilegt viðfang fyrir.

Varðar mig lítt um, ég fíla þitt bloggerí út í gegn vena...

Steingrímur Helgason, 17.1.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Iss afmæli þurfa ekki að vera viðkvæmt mál hjá flottri konu eins og þú ert Heiða mín. Sumt fólk verður bara fallegra með hverju árinu

Marta B Helgadóttir, 18.1.2008 kl. 00:18

9 Smámynd: Jens Guð

  Víða utan Vesturlanda er eftirsóknarvert að eldast.  Með hækkandi aldrei öðlast fólk visku.  Það er þegar ofan á eðlisgreind bætist þekking.  Og það er ekkert smá sem ein meðal manneskja bætir við þekkingu sína árlega.  Alveg bunki.

Jens Guð, 18.1.2008 kl. 01:28

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.1.2008 kl. 01:45

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Afmæli eru uppáhalds í minn fjölsk.Við höldum meira að segja upp á þrját/fjötíu og eitthvað í síðasta sinn=2.stórafmæli í röð.

Skítt með komment þessarar(hans)slorspítu....Bloggin þín eru þau bestu í bloggheimum.

Go girl

Solla Guðjóns, 18.1.2008 kl. 03:45

12 Smámynd: Ísdrottningin

Ertu þá kannski janúarbarn eins og undirrituð? 

Ísdrottningin, 18.1.2008 kl. 04:42

13 Smámynd: Egill

svona eiga blogg að vera, fólk að sleppa sér alveg á lyklaborðinu.

blogg eiga að vera eins og prump, eitthvað sem maður vill helst ekki losa sig við í fallegum félagsskap, en á ekki heima inní líkamanum, þögult og leiðinlegt, ÚT MEÐ ÞETTA ! 

Egill, 18.1.2008 kl. 06:23

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi þetta píkupopp.

Það á að henda öllu sem er orðið of gamalt og úrsér gengið, eins og kofunum við Laugaveginn. Borgar sig ekki að stoppa í það.

Þröstur Unnar, 18.1.2008 kl. 08:56

15 Smámynd: Sigrún

Hvenær áttu ammæli skvísa ?

Sigrún, 18.1.2008 kl. 09:10

16 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Pjalla er skárra en "klobbi"

Linda Lea Bogadóttir, 18.1.2008 kl. 09:29

17 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Guð minn góður... ertu 39 ára?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2008 kl. 09:40

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Pjalla er mun skárri en klobbi já eða píka hvað þá tussa....er í meðjum feb Sigrún....takk öll....OG NEI EKKI ORÐIN RÚNAR COMMON...

...held eftir allt saman að Þröstur sé dóni...eða hrikalega mislyndur gæi...karl átti þarna að standa. 

Heiða Þórðar, 18.1.2008 kl. 09:48

19 identicon

Pjalla finnst mér gott orð, en mig vantar orð á sama kalíberi yfir pjallann minn ... slökkviliðsmanninn, pylsuna, bjúgað, bananann, stúfinn, giljagaur, ketkrókinn... - einhverjar hugmyndir?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 11:28

20 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hvað með sprellimann eða bibbi...

Linda Lea Bogadóttir, 18.1.2008 kl. 12:41

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

tippalingur doddalingur

Heiða Þórðar, 18.1.2008 kl. 12:47

22 Smámynd: Sigrún

Veistu Heiða ég held að ég sé svo svakalega heppinn að vera ná skil þér !

Getur það ekki bara verið :P

Sigrún, 18.1.2008 kl. 15:23

23 Smámynd: Sigrún

Ragnheiður Pétursdóttir hringir það bjöllum

Sigrún, 18.1.2008 kl. 15:25

24 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Bara stutt í afmæli elskan  Eigði góða helgi Heiða kjútí

Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.1.2008 kl. 17:28

25 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Úpps ! villa.... eigðu góða helgi en ekki eigði góða helgi  Ég hata þegar að ég geri villur

Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.1.2008 kl. 17:30

26 identicon

Ég fer eftir þér Heiða í einu og öllu hvað varðar nafngiftir á þessi skemmtilegu líffæri og mun nota orðið tippaling.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 18:32

27 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er svo skemmtileg Heiða mín og mjög skondin.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.1.2008 kl. 19:08

28 Smámynd: Þröstur Unnar

Sú fengi að fjúka úr minni beðju ef hún, þegar ég svipti af mér brókinni fyrir væntalegan ástarleik, benti og segði " Nei sko þarna er tippalingur, hvað á ég að gera við hann?"

Orðið er limur.

Þröstur Unnar, 18.1.2008 kl. 19:10

29 Smámynd: Sigrún

tilli
tippi
göndull
snúður
ræfill
Limur
bibbi
allt gott til brúks

Sigrún, 18.1.2008 kl. 19:26

30 Smámynd: Sigrún

Ég er bara orðin forvitn

langar að vita meira

Sigrún, 18.1.2008 kl. 21:41

31 Smámynd: Heiða  Þórðar

Rembist við að reyna að kveikja en ekkert skeður...verum bara frænkur. Díll?

Heiða Þórðar, 18.1.2008 kl. 22:20

32 Smámynd: Sigrún

Amma mín og Amma þín eru (voru) systur

þannig að við erum frænkur og þaðer sko díll :)

Sigrún, 19.1.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband