Með siginn pung

Ofan á hárri kommóðu á ganginum hjá mér er ég með svona batterýs-tæki. Tækið er með tímastilli og á vissu millibili spýtir það útúr sér góðri lykt. Algjör himnasending fyrir svona suckera einsog mig sem elska góða lykt.

Ofaní einni skúffunni á kommóðunni geymi ég alltaf lyklana mína og hanska. Það er einsog við manninn mælt að þegar ég opna skúffuna á morgnanna til að taka lyklana þá spýtist eitt stykki gusa beint í augað á mér...nákvæmlega á hárréttu augnabliki.

...veit ekki hversvegna fólki finnst ég einkennileg þegar ég segi;

-finndu lyktina af auganu á mér, finnst þér hún ekki góð? 

Einsog mikið og ég elska góða lykt er mér afar illa við vonda lykt...

...einu sinni þegar ég var ung og fögur var ég að date einn gaur....okokok! bjó með honum í einhverja mánuði... á NZ. Umræddur (læt ekki nafn hans getið v/virðingar við hans fjölskyldu) vöðvafjall mikið, rugbykappi og yfirmaður security-deildar á Casinóinu sem við unnum á saman..ooooog mjög grátgjarn. Sat kvöldin löng við fætur mér þegar ég var að lakka mig eða lesa og grét fögrum tárum...alveg heilagur sannleikur. 120 kg. vöðvafjallið var alltaf eða mjög oft grátandi!

Á endanum var ég orðin svolítið þreytt á ástandinu...en allan tímann, innst inni vissi ég að okkur myndi aldrei auðnast sú gæfa (eða ekki) að eyða ævinni saman. Viðurkenni það fúslega í votta viðurvist aðstandenda Brendon Skudder (úps bara datt...)...að ég hef ekki enn hitt þann mann sem ég get með góðri samvisku sagt að mig hafi langað til að eldast með. Ekki að ég hafi beinlínis lagt upp með það (í huga) í sambúðum mínum.

Skítt með það þó gaurinn hafi verið með einn pung... og eitt eista í pungnum....og það sigið... það var eitt sem ég aldrei fílaði við hann. Það var nefnilega lyktin. Tek fram að hann var afar hreinlegur, reykti ekki og ekki var hann andfúll...það var bara þessi lykt. Hans lykt sem var ekki að gera sig fyrir mig.

Þakklát fyrir hans og allra hönd  og hendur og fætur, að við höfum mismunandi lyktarskyn...annars væru margir stakir og einir á stjá og í fílu, nokkuð ljóst.

En mikið rosalega skiptir lykt miklu máli.

Er farin að þrá að finna góða lykt...og það ekki af auganu á mér...

...svona í framhjáhlaupi laust inn í huga mér eftirfarandi, rétt í þessu;

-Heiða, ég myndi SKO EKKI vilja vera fyrrverandi kærasti þinn!

-Víst vildirðu það...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðverukvitt. Hmm.hrrrrrrrrrrhummmmmmmmmmmmmmmmmupsssssssss.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 02:24

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hugsaðu stærra kona...afhverju fór ég yfirleitt að búa með einhverjum þeirra...

Annars einsog ég sagði var ég ung og fögur og afskaplega vitlaus

Heiða Þórðar, 16.1.2008 kl. 07:48

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skil hvað þú átt við... konan mín lyktar ótrúlega gott.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 08:22

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

... og gleymdi næstum því að segja: Góður pistill

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 08:23

5 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ég vona Gunnar að konan þín ilmi vel - góð lykt af konu er - finnst mér - eitthvað allt annað en ilmurinn ...  ! 
... Ég elska góðan ilm  og absalút fyrsta rauða ljósið í sambandi ef karlinn lyktar illa...  Út með´an !

Linda Lea Bogadóttir, 16.1.2008 kl. 09:19

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

*flisssssss* góð lykt af auganu? Hrikalega mundi ég hlæja dátt ef þú bæðir mig að þefa

Annars er þetta rétt hjá þér með lyktina og sem betur fer finnst ekki öllum það sama, þetta er líklega svipað og með litina.

Og þá komum við að næstu spurningu ætli öllum sem finnst grænn litur fallegur finnist sama lykt góð?

Af hverju kannar þetta enginn?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 09:19

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta opnar manni alveg nýja sýn á samspil skilningarvitanna.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.1.2008 kl. 10:06

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Einu sinni ung og fögur ..........þú ert það alltaf:)

Einar Bragi Bragason., 16.1.2008 kl. 12:46

9 Smámynd: Solla Guðjóns

snilld.

Solla Guðjóns, 16.1.2008 kl. 13:57

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, þú ert engum lík yndið mitt. EInhvern vegin grunar mig að þessa óþolandi lykt af gaurnum hafi verið vegna skorts á eista :):)  allavega skiptir lykt mig rosalega miklu máli. Verð alveg fötluð við ákveðnar tegundur lykta. Minn kæri lyktar svo vel og lítið að það er unun að deila rúmi með honum. Ég lykta náttl. bara himneskt og þarf varla ilm við að bæta  enda sérlega fagurt fljóð með náttúrulegan ilm.  Nose  Nose Nose  Nose Nose 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 14:31

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Ekki orð um það meir.

Þröstur Unnar, 16.1.2008 kl. 15:17

12 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Hef nú aldrei pælt í þessu með augun og tárin að þau lykti yfir höfuð einkvað :) en samspil hugans og lyktarskinsins er nokkuð náið að ég held .

Þ Þorsteinsson, 16.1.2008 kl. 18:22

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert fyndin.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.1.2008 kl. 18:41

14 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha, þú ert óborganleg!

Hugarfluga, 16.1.2008 kl. 19:17

15 Smámynd: www.zordis.com

lykt er svo mikilvæg það er sko ekki sama hvernig kærastinn lyktar ....  Langflottust! 

Nebbalíusarknús

www.zordis.com, 16.1.2008 kl. 19:47

16 identicon

Hvernig segir maður sinni heittelskuðu, að hún sé andfúl (eða sínum heittelskaða ef það er þannig), án þess að móðga eða særa? Maður er sko alltaf að læra...

Annars er ég með ráð við signum pung og eistu... uppgötvaði það í lauginni við hótelið mitt úti (Montemar) - hún var drulluköld og ég fann hvernig litla rækjan mín herptist öll saman og kúlurnar tvær í pokanum hjá rækjunni fóru í hnapp saman. sigu ekki neitt, en mikinn manndóm fannst mér ég samt hafa sýnt með þessum sundferðum mínum ... yikes, hvað geri ég nú?

Gott að vera kominn aftur - knús og kossar á þig dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:36

17 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Var ekki gott að vera hlémeginn við hann ?

Halldór Sigurðsson, 16.1.2008 kl. 21:23

18 Smámynd: Gísli Torfi

Þú ert greinilega orðinn hress og kát    var hann í myndini Ones where Warrios..

Gísli Torfi, 16.1.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband