hálfrakaður pungur á aðfangadag

Ja hérna hér...á aðfangadag elskaði ég alla, einsog ég alla jafna geri...

...á aðfangadag þegar ég stóð á náttsloppnum fyrir framan jólatréið mitt, nýkomin úr baði, á leiðinni suður með sjó...hugsaði ég með sjálfri mér;

-skrítið, nú er ég að fara að eyða aðfangadegi með mínum hitti-hitti-hitti-fyrrverandi...og ég er virkilega að gæla við þá hugmynd að opna pakkann frá mínum fyrrverandi og gefa hitti-hitti-hitti-fyrrverandi! Vissi að það var bók, vissi að það var góð bók...hann gefur mér alltaf góðar bækur...

...nei Heiða Bergþóra skammastu þín!

Mér fannst samt hugmyndin stórsmellinn þegar ég hugsaði til þess að minn hitti-hitti-hitti-fyrrverandi lægi í rúminu á aðfangadagskvöld með  nátthúfu á höfðinu, með bók frá mínum fyrrverandi.Wink Eiginlega mjög krúttleg tilhugsun, og ennþá fyndnara var að hugsa til þess að ef til vill væri hann með hálfrakaðan pung...

Þar sem ég sit svo við jólaborðið degi seinni og er eitthvað annarshugar með munninn fullan af hangikjöti heyri ég í fjarska á móts við mig...

...kiðlingur eða heimalingur....

...hvað það hefur með hálfrakaðan pung eða heilrakaðan pung að gera, hvað þá hrútspung er mér fyrirmunað að skilja...

...veit það þó eitt að umræðan var langt í frá listaukandi, á jólunum vill maður sem minnst heyra rómantískar sögur af heimalingur og ellirærðum rollum sem e.t.v. sitja til borðs með manni...ekki frekar en nokkur fær að vita að á heimilinu var sykurinn uppurinn og í stað sykurs fleygði ég út í uppstúið einum konfektmola...

Þakka ykkur öllum kveðjurnar elskurnar mínar, segi það satt og meina það heilshugar að mér þykir virkilega vænt um ykkur...

Picture 292 Sóldís Hind, Ari Brynjar og Hildur :)

 

Picture 312 Myndin tekin nú í kvöld...hálf og hálf og hálf systkini kærstur og stakur faðir...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hmmm ... ég heyrði einhverntíman sanna sögu um ekki ólíkan hálfrakstur. Það fór ekki vel ...

Jóhannes Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég átti afa sem rakaði bara á sér hálft andlitið í tvö ár, vildi bara vera öðruvísi, var 81-82 ára, ekki skrítið að ég sé eins og ég er, en rosalega var gaman að hitta þig í Smáralind með litlu prinsessuna.  Knús í krús, jólabolla í glasi, bros á vör og allir vinir.  

                             Peeing In The Snow 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

hehe þetta með hálfrakaða punginn, sameinar jóla og þorrastemminguna. Dálítið súrt og sætt.

Einar Örn Einarsson, 26.12.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ha ha ha ha ha ha þetta var flott hugmynd með pakkann....framkvæma hana næst he he

Hálfrakaðan pung........ma ma ma ma ma áttar sig ekki á þessu(ó jú)

Einar Bragi Bragason., 26.12.2007 kl. 23:10

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Flottir krakkar, krúsidúllan mín.

Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 23:13

6 Smámynd: www.zordis.com

Æðislegir krakkar!  jólin eru fyndin, ljúf, súr og sæt, allt í senn .....

Millijólaognýársknúss

www.zordis.com, 26.12.2007 kl. 23:22

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég heyrði einmitt og upplifði svona hálfan akstur (r) ...

Heiða Þórðar, 27.12.2007 kl. 00:33

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleðileg jól, Heiða hin hugsandi!

Hélt þú tækir smá frí yfir hátiðarnar frá hugsunum holdlegs eðlis, en svo sýnist ekki alveg vera!

En hvað skildi svo hún ásdís þingeyska eiga við, með að ekki sé skrýtið að hún sé eins og hún er fyrst afi hennar rakaði sig um tíma bara öðru megin?

En öfugt við Heiðu, ætla ég ekki að segja ykkur hvað ég er að hugsa sem svar við því, það eru jú þrátt fyrir allt jól og þá á að rækta hið góða og fallega!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2007 kl. 00:41

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fínasta nútímafamelríisbland, & klárlega velvirkandi.

Væntumþykjan náttla endurgoldin...

Steingrímur Helgason, 27.12.2007 kl. 00:58

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Þið mæðgur og öll hálfu systkynin eruð glæsileg.

Skemmtileg færsla og jólabókagjafahugmyndin(lengsta orð í íslensku?) snellí.

Solla Guðjóns, 27.12.2007 kl. 01:29

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Glæsilegt fólk.  Gleðilegt jólaskott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 02:23

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessu það sem þér dettur í hug Heiða mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 12:06

13 identicon

Hef aldrei klippt eða rakað hár af mínum pung, og kem ekki til með að gera. Það fer vel um hann þarna í skóginum held ég ...

Annars eru þetta auðvitað yndislegar myndir, elsku Heiða, og ég sendi þér sérstakar væntumþykjukveðjur úr norðri, með jólastemningu de grande! Kossar og knús

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 12:28

14 Smámynd: Margrét M

bestu hátíðarkveðjur til þín

Margrét M, 27.12.2007 kl. 13:30

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg börn og flott fólk kveðja til þín Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 19:47

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Grípandi fyrirsögn. Verður að segjast eins og er.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.12.2007 kl. 21:05

17 Smámynd: Halla Rut

Fallegt fólk þetta....

Halla Rut , 28.12.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband