Ég sakna pabba
18.12.2007 | 22:24
Í æsku var pabbi jólasveinninn minn, í orðsins fyllstu merkingu. Sá hann 1 sinni ár ári, á jólunum einmitt. Þá kom hann iðulega færandi hendi einsog jólasveinninn, angandi af brennivínsfílu...en það var í góðu lagi, þannig átti það að vera, hélt ég. Mér er minnistætt eitt skipti sem hann kom færandi hendi, í krumpuðum jakkafötum, unaðslegur ilmurinn af brennivíni fyllti vit mín þegar hann tók mig í fangið. Allt sem honum viðkom var ÆÐISLEGT, enda hafði ég beðið hans í ár. Hann kyssti mig á kinnina og einsog mér var mikið í nöp við skeggbrodda þá voru broddarnir á vanga pabba, einsog vingjarnlegt blíðuhót.
-Sjáðu bara hvað ég keypti handa þér elskan mín! Það er afþví pabbi elskar þig svo mikið...
Þessi jólin inniheldu kassarnir, skauta og hjólaskauta, skíðaskó (ekki skíði) og risa-risa-stóran konfektkassa.
Mér er minnistætt að hálfsystkini mín dauðöfunduðu mig af höfðingsskap pabba, enda var hann jólasveinn. Jólasveinninn minn. Ég man líka að þessar 10 mínútur í andyrinu liðu alltof hratt...og biðin þar til hann birtist á ný, var heil eilfíð. En þannig átti það auðvitað að vera líka...því annað þekkti ég ekki.
---
Í framhaldi, er ég að hugsa um þá gífurlegu ábyrgð foreldra, þegar kemur að því að mynda raunveruleika barna sinna. Hvað er þeim eðlilegt, hvað við innrætum þeim...ég veit til að mynda að stelpan mín telur ólíklegt að ég og pabbi hennar komum nokkrun tíma til að halda jól saman...
...og þá dettur mér auðvitað enn eitt í hug... þetta með að axla ábyrgð á okkur sjálfum sem fullorðnum einstaklingum. Ég þekki til konu sem kennir erfiðu uppeldi um hennar óstjórnlegu frekju. -Svona er ég bara... og svona verð ég! -Veistu hvað ég þurfti að þola þegar ég var að alast upp? ....jaaaaaaa, ef þú bara vissir!
Málið er nefnilega að mínu viti ... að ef maður veit, þá einmitt hefur maður tækifæri til að bæta sig. Svo eru auðvitað sumir sem kjósa að nota allskyns svona verkfæri til að réttlæta sjalft sig og hegðun sína...
...var einmitt að hugsa um að hringja í mömmu í kvöld og segja henni að ég hafi axlabrotnað enn eina ferðina...
-Gastu ekki gefið mér meiri mjólk mamma í stað þess að panta upp úr Freemans þegar ég var að alast upp? senda mig með nesti í skólann, í staðinn fyrir bleika varalitinn sem þú keyptir fyrir síðasta aurinn?...veistu hvernig það er að vera svona brothætt?
...en ég hætti við...
...veit sem er að ég er ekkert bættari með að velta mér upp úr fortíðardrullu-malli...nema að því leyti kannski að nýta mér það til góðs fyrir sjálfa mig og aðra.
Ég á tildæmis nóg af mjólk og fullt af varalitum en samt aura í buddunni...en ég sakna pabba alltaf á jólunum...þó ég sé alveg kona og allt...
Athugasemdir
Sunna Dóra Möller, 18.12.2007 kl. 22:29
Vel skrifað. Mikið rétt að margir vilja afsaka nútímann með hlutum úr fortíðinni, en maður hefur alltaf val og getur breytt og bætt. Ég fer á aðfangadag í heitt súkkulaði og tertur til fyrrv. konu mannsins míns, við ætlum að heilsa upp á dæturnar sem hann á þar, það verður bara gaman.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 22:32
ÆÐISLEGT!
Heiða Þórðar, 18.12.2007 kl. 22:40
Þú stendur þig.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.12.2007 kl. 22:54
Þú kemst alltaf að kjarna málsins.
Þú ert einstök
Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 22:57
Ég veit í raun ekki hvort fyrstu línurnar eru skrifaðar í trega eða ekki. Börn eiga að aðeins það besta skilið og er það ekki uppeldi hjá hamingjusömum foreldrum. Mér finnst þessar fyrstu línur samt fallegar og það er alveg með ólíkindum hvað börn halda fast í sína þrátt fyrir allt sem getur gengið á og þrátt fyrir mannlegan breyskleika foreldranna. Alltaf skulu þau leita þeirra.
Júdas, 18.12.2007 kl. 23:23
Þetta er tíminn sem fær mann til að hugsa ........annars er eitt pínulítið broslegt ....ég sakna pabba míns mest þegar ég skipti um bíl......ekki það að hann hafi haft eitthvaðm eira vit á þeim en ég ,,,,sem er ekkert.....vantar bara karlinn til að ganga með mér í kringum bílinn og sparka í dekkin með mér.
Einar Bragi Bragason., 19.12.2007 kl. 00:09
Georg Eiður Arnarson, 19.12.2007 kl. 00:13
Heiða mér þykir undurvænt um þig og þú ert frábær ekki þrátt fyrir allt sem hefur dunir á þér heldur kannski vegna þess að það hefur gert þig að frábærri konu með djúpan skilning á lífinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 00:48
Frábær færsla, Heiða mín og svo....................já æðisleg.
Mörg KNÚS. og eftir á knúsið mikið af appelsínudjús og lakkrís.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 03:40
Gott að maður er ekki einn um að finnast fortíðin liðin og til lítils að velta sér uppúr henni. Heyrði einu sinni sögu sem mér finnst sannkallaður stóri sannleikur þó eflaust sé hún tilbúningur en jafn mikið snilldarverk þrátt fyrir það. Auðvitað man ég hana ekki fullkomlega en frjálslega versjónin af henni gæti verið:
Þannig var að munkur og lærlingur hans voru á labberíi á milli klaustra og komu að á einni, straumharðri. Þessi munkaregla var með sín prinsipp og þeirra helst var það að meðlimir reglunnar mættu aldrei snerta konu(veit þ.að Heiða mín sorry...) en hvað um það... þarna á árbakka var stödd kona sem ekki treysti sér yfir. Munkinum fannst það nú lítið mál og bauð konunni að halda bara á henni yfir ána. Sem hann og gerði. Komust þau klakklaust yfir og þar skildu leiðir. Lærlingurinn var djúpt hugsi yfir þessu og loks klukkustund síðar mannaði hann sig upp í að spyrja munkinn útí þetta prinsippbrot hans. "Hvernig er það meistari góður, varstu ekki að brjóta eitt okkar helgasta heiti áðan?" spurði lærlingurinn áhyggjufullur á svip. "Hvað meinarðu?" spurði munkurinn... "Nú þarna þegar þú tókst konuna í fangið og hélst á henni yfir ána" ... "Já þú meinar það" svaraði munkurinn og bætti við "ég hélt bara á henni yfir ána.... en þú ert enn að burðast með hana.
Finnst þessi "Let go" dæmisaga algjör perla og ætti að vera hverjum manni(og konu) skyldulesning.
Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegar pælingar.
Þorsteinn Gunnarsson, 19.12.2007 kl. 03:41
Dásamleg ertu Við gælum við minningarnar og bætum það sem miður fór. Við gerum alltaf okkar besta og þegar við erum meðvituð um að gera okkur að betri manneskjum þá höfum við sigrað!
Flott dæmisaga hjá Þorsteini, hreint eiginlega bara frábær!
Jólasveinaknús ...
www.zordis.com, 19.12.2007 kl. 09:28
já ..það mættu margir hugsa um að það þíðir ekkert að vera að velta sér upp úr fortíðinni ...alltaf yndisleg skrifin þín
Margrét M, 19.12.2007 kl. 09:30
Öll eruð þið indæl.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.12.2007 kl. 09:35
Æi fari það bara í heitbrennt ........
Þú ert algjör gullmoli og láttu aldrei neinn telja þér trú um neitt minna!!!!!!
Heiða B. Heiðars, 19.12.2007 kl. 16:21
ábyggilega geta margir skilið sig út frá þessum skrifum. það er gott að geta dett sig yfir vandmálin, og séð þau ofran frá.
hafðu gleðilegustu jól, takk fyrir árið !
AlheimsLjós til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 21:28
Hefur margt dunið yfir þig?
Hef kannski ekki lesið nóg hérna til að vita betur!
bið að heilsa karli föður þínum næst þegar hann heimsækir hugskotið!
Veit ekki hvort hægt sé að halda sumblinu áfram hinu megin, en ef svo er þá situr hann kannski með mðínum nýfarna, vher veit!?
Magnús Geir Guðmundsson, 19.12.2007 kl. 22:11
Blessunarlega á ég engar neikvæðar minningar um jól. Bara gleði og gaman. Ég vona að mín börn eigi sömu minningar um jól.
Jens Guð, 20.12.2007 kl. 00:33
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.12.2007 kl. 00:42
Jens Guð. Svona er þetta misjafnt.
Ég á alla litaflóruna í minningum um jól ,og alltaf bætist við.
Eigið þið öll,Gleðileg jól,
komandi daga,vikur og ár.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 03:57
Stórt KNÚS á þig
Ásgerður , 20.12.2007 kl. 07:59
Elsku Heiða mín Risaknús til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.12.2007 kl. 16:01
Takk öll fyrir kveðjurnar! Nei nei nei...það hefur ekki dunið meira á mér en hverjum öðrum! Púff! þá er það frá...
Heiða Þórðar, 20.12.2007 kl. 16:38
Heiða mín ég þekki svona afsakanir fólks fyrir því hvernig það er vegna uppeldis. Ég hef aldrei skilið það sjálf, því ég er þakklát mínum foreldrum, og afa og ömmu, sem ólu mig upp reyndar í sama húsi og mamma og pabbi. Mér fannst stundum dálítil höfnun í því að ég var hjá ömmu og afa en hin systkinin hjá pabba og mömmu, en seinnta þegar við mamma kyntumst, í fyrsta sinn rosalega vel, vorum báðar óléttar á sama tíma, og vorum að sauma og hekla og svona, röbbuðum saman, þá sagði mamma mér að hún hefði aldrei samþykkt að amma tæki mig, ef þær hefðu ekki verið í sama húsinu. Það var reyndar mikill samgangur á milli, og ég fékk það besta út úr báðum stöðum, hjá ömmu og afa og mömmu og pabba, en ég held samt að það hafi ekki eyðilagt mig mikið. Alla vega vona ég það svo sannarlega. Því allt var þetta öndvegis fólk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 21:46
Æi Heiða þú ert bara æði...veit hvað þú ert að segja. Jólaknús á þig yndið.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 22:28
Gott!
Ofurbloggfreyjan hérna að ofan tók svona til orða, svo ég hélt að hún væri að tala um "Lífsblúsinn hennar Heiðu í hundrað köflum"!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.12.2007 kl. 00:30
Fallegt og vel orðað blogg
Hugsunarháttur sem allir ættu að tileinka sér....
Embla Ágústsdóttir, 21.12.2007 kl. 01:53
Það er einkennilegt með fortíðina auðvitað hefur hún áhrif á okkur og við ættum að að draga lærdóm af því sem á daga okkar hefur drifið en ekki nota fortíðina sem afsökun fyrir óæskilegri hegðan.......en hvað er ég svo sem að rausa ég sem hef átt mjög gott um ævina.
Þú mátt bara vita að ég dáist af þér og þinni seiglu og húmor.
Mínar bestu óskir um árs og friðar skottu-rófan mín.
Solla Guðjóns, 21.12.2007 kl. 04:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.